Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 15.01.1938, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 15.01.1938, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 * Hriflukarlinn segir að Framsóknar- flokkurinn sé kominn út af lýðræðisgrund- vellinum. Hriflu-Jónas sendir Siglfirðing- um kveðju sína í blaði Framsókn- armanna á Siglufirði, 8. þ. m. Kemst hann m. a. svo að orði: „Kommúnistaflokkurinn íslenski uppfyllir hvorugt skilyrðið. Hann vinnur á byltingagrundvelli og hann er vitanlega og sannanlega undir stjórn erlends stórveldis. — Það er þessvegna mikil yfirsjón af Alþýðuflokknum að blanda blóði við slíkan flokk. Með því gengur hann út af lýðrceðisgrund- vellinum (leturbr. ,,Vm.“) og und- ir jarðarmen hjá átefnu, sem er óþjóðleg, byltingarkend og undir erlendum yfirráðum“. Á Sauðárkrók og Eyrarbakka hefir Framsóknarflokkurinn gert nakvæmlega það sama og Alþýðu- flokkurinn. Samkv. sögn Jónasar er því Framsóknarflokkurinn einnig kominn út af lýðrœðis- grundvellinum o. s. frv.!! Hafa skrif Jónasar vissulegaoft verið gáfulegri en nú, — auð- fundið að hann er farinn að blanda blóði við Ólaf Thors. fólk, sem eg var meðinælandi að, verði tekið inn á næsta fundi jafnaðarmannafélagsins, þá stað- festir það aðeins ummæli athuga- semdar minnar. Eg ræði svo ekki þessar inntökubeiðnir frekar við þann mann, sem ekki er vandari að virðingu sinni en það, að hann hvorugt hirðir um, að segja satt eða efna gefin loforð. G. S. í ársbyrjun 1938 var meðlima- tala Kommúnistaflokks Frakk- lands 341.000. í janúar 1936 Jiafði flokkurinn 86.000 meðlimi. Hálmstrá Halldórs er nú lygin, eins og áður. Halldór Friðjónsson segir svo frá í ,,Alþýðum.“ 11. þ. m.: „Og þegar nokkrir af kommúnistum, reyndu á Föstudagskvöldið, að fá flokkinn til að sýna sama réttlæti og á öðrum stöðum, barðist Stein- grímur Aðalsteinsson gegn því og fékk felda tillögu, er gekk í þá átt“. H. F. er hér með lýstur opinber lygari að þessum ummælum. Á umræddum deildarfundi KFÍ kom aðeins EIN tillaga fram og var samþykt með öllum atkvæðum. Fjöldamargir tóku til máls og töluðu allir gegn því að Erl. Fr. yrði á sameiginlegum lista. Kommúnistafl. er einhuga flokkur en hefir ekki menn af öllum flokkum innan sinna vébanda eins og „Akur“ og Framsóknar- félag Akureyrar. Fyrírspurn 111 Árna Jóhannssonar K. E. A.| Hvað eru margir pólitískir flokkar í Fratnsóknarfélagi Akur- eyrar? Franska stjórnin segir af sér Franska stjórnin sagði af sér kl. 4 í gærmorgun. Frankinn hefir fallið undanfarna daga og var gengisj öfnunarsj óður st j órnar inn- ar genginn til þurðar. Eftir að jafnaðarmenn höfðu ráðfært sig við kommúnista, drógu þeir ráð- herra sína úr stjórninni og sagði þá forsætisráðherrann, Chautemps af sér. Jafnaðarmenn og kommúnistar vildu að stjórnin gerði ráðstafanir til að hindra fall frankans. I fótspor JomuÉlaðsMr. „Dagur“ hefir nú lagst svo lágt að apa eftir „Morgunblaðinu“ lygasögur um ofsóknir gegn kristnum mönnum í Sovétlýðveld- unum — í þeirri trú að slíkt geti orðið til þess að trúað fólk halli. sér að leiðandi mönnum Fram- sóknar, skoði Árna Jóhannsson og V. Þór sem lærisveina Krists og kjósi þá í þeirri trú að þeir muni breyta eftir fjallræðunni, ef þeir komast í bæjarstjórn. Það er vel viðeigandi að svara þessum lygasögum „Dags“ með eftirfarandi ummælum Þórbergs Þórðarsonar: »Mörgum muo enn í fersku minni, aö fyrir nokkrum árum gaus alt í einu upp sá skelfilegi kvittur í Vestur-Evrópu, að um Rússland geisuðu hræðilegar trúarof- sóknir og að sægur presta hefði þá ný- lega verið tekinn af Iífi af sovétstjórn- inni...... Æfintýrið fékk meira að segja svo grómtekinn veruleikablæ, að hans heilagleikinn páfinn gaf út fyr- irskipun um, að biðja skyldi fyrir þessu pínda og ofsótta fólki af öilum prédik- tinarstólum rómversk-katólskrar kirkju. Og svo tóku þeir lútersku þetta eftir. í þessari tröllauknu blóðsymfoniu kvað þó við ein hjáróma rödd. Og hún kom frá heiðarlegu blaði, máigagni frjálslyndra manna í Englandi, The Manchester Guardian, sem þó er langt frá því að vera vinveitt bolsévíkum. Það trúði ekki meira en svo sögunni og tók sér því fyrir hendur að rannsaka í öll- um áttum, hvað hæft væri í þessum fá- dæmum. Blaðamenn þess fóru um Rúss- land og leituðust fyrir á líklegustu sem ólíklegustu stöðum utan Rússlands. Og hvað kemur þá upp úr kafinu? Rann- sóknin leiddi það t ljós, að tíðindin um trúarofsóknir og prestamorðin voru ein lygi og uppspuni frá rótum«. (»Rauða hxtttam.) Það má ennfremur bæta því við að „Mogginn“ var fyrir mörg- um árum búinn að sálga 6 sinnum fleiri prestum í Rússlandi en þar voru til þegar uppreistin hófst.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.