Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 29.01.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 29.01.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Svarta höndin. Þriðji maður á lista Sjálfstæð- isflokksins og annar maður á lista Framsóknar fallast nú í faðma og ausa út óhróðri um Sovétlýðveld- in, en forðast að sama skapi að ræða ástandið hér á Akureyri. Sögukennarinn við Menntaskól- ann lætur sér sæma að hrúga upp órökstuddum fullyrðingum, án þess að gera nokkra tilraun til þess að sanna mál sitt. Ein full- yrðing hans er sú, að kommún- isminn „berjist gegn þjóðerninu“ („ísl.“ 4. tbl.) „Verkam.“ lýsir hér með hr. Brynleif Tobiasson kenn- ara í sagnfræði við Menntaskóla Norðurlands opinberan lygara að þessari staðhæfingu. í Sovétlýð- veldunum, undir stjórn kommún- ista, lifa tugir hinna ólíkustu þjóð- erna í sátt og samlyndi. Þjóðerni, sem á tímum keisaravaldsins urðu að sæta óheyrilegri kúgun af hálfu zarvaldsins og voru auk þess í sífeldum innbyrðis óeirðum. Sovétstjórnin lagði strax í upp- hafi afarmikla áherzlu á að hlúa á margvíslegan hátt að hinum einstöku þjóðernum og vernda á alla lund og varðveita sérkenni þeirra, svo sem tungu og menn- ingu. Og afstaða kommúnista um allan heim til þjóðernamálsins er alstaðar sú sama. Kosninga- og flokksblað hins fyrverandi ópólitíska bæjarfull- trúa iðnaðarmanna, Jóhanns Frí- manns, birtir í 5. tbl. níðgrein um Sovétlýðveldin undir hinu skáld- lega nafni: „Þegar englarnir breytast í djöfla“. Er þar lagt út af klausu í bók, sem „Dagur“ seg- ir að gefin sé út af bókaforlagi kommúnista í Oslo og höfundur bókarinnar sé kommúnistinn Trond Hegna. Hvorttveggfa er al- rangt. „Fram“-forlagið er ekki bókaútgáfa kommúnista og Trond Hegna er ekki kommúnisti. Til- raun „Dags“ til að feta í fótspor „Morgunblaðsins“ og afla sér fylg- is meðal atvinnulausra og fá- tækra verkamanna með því að fylla tómar pyngjur þeirra með lygasögum um hungursneyð í Sovétlýðveldunum verður best svarað með yfirlýsingu, sem „skáldið“ á lista Framsóknar gaf eftir för sína um Sovétlýðveldin 1933, einmitt á því sama ári, sem „Dagur“ segir að hungursneyð hafi ríkt þar eystra. í yfirlýsingu sinni, sem birtist í „Verkamanninum“ 17. júní 1933 segir Jóhann Frímann m. a.: „Þótt eg, sökum lífsskðana, skaplyndis og uppeldis, sé ekki kommúnisti, hefi eg mikla samúð með hinum tröllauknu átökum verkalýðs og bænda í Ráðstjórn- arríkjunum, er þeir hafa brotið af sér hlekki hinnar œgilegustu harð- stjórnar, er sögur fara af á seinni öldum: Zardæmið', aðalinn rúss- neska og auðkýfingana og hina grísk-katólsku kirkju. Á för minni um Rússland hefi eg sannfærst um, hve stórkostleg- ar rfamfarir eiga sér þar stað, og hve sá hluti verkalýðsins, er eg hefi kotpist í kyjrml við, vinnur með mikilli hrifningu og eldmóði að því starfi, að skapa nýtt líf í nýju landi. Það væri glæpsamlegt að gera tilraun til að hindra hann í þessari baráttu, með árásarstríði og heimskulegt að ætla að dylja fyrir veröldinni, hvað raunveru- lega er að gerast í Rússlandi“. (Leturbreytingar ,,Verkam.“). Um framkomu J. Frímanns nú skal ekki farið mörgum orðum. „Verkam." ann honum allrar þeirrar sæmdar sem hann getur áunnið sér með níði sínu nú fyrir kosningarnar, um Sovétlýðveldin. í 6. tbl. „Dags“, er birt grein, sem að sögn er þýdd úr aðalmál- gagni jafnaðarmanna í Svíþjóð og er talin vera eftir liðhlaupa úr Kommúnistaflokknum. Þetta er hvorttveggja mjög sennilegt. Það er ekkert nýtt fyrirbæri hvorki hér á landi né erlendis þó menn riti níð um þá flokka, sem þeir hafa gengið úr. Hvernig er það t. d. með Svavar Guðm. og Br. To- biasson? Vill „Dagur“ halda því fram að fólki beri að trúa rógi Miðað við fylgi ftokkanna við kosningarnar s. 1. sumar, ættu flokkarnír, ef það héldist óbreytt, að fá fulltrúa í bæjarstjórn eins og hér segir: Kommúnistafl. 3, Alþýðufl. 1, Framsókn 2 og í- hatdið 5. Nú er það vitanlegt, að fylgi flokkanna hefir tekið töluverðum breytingum siðan i sumar og að afstaða margra kjósenda til flokk- anna er töluvert öðru visi við bæjarstjórnarkosningarnar en al- þingiskosningarnar. lhaldsflokkurinn hefir með stjórn sinni á Akureyrarbæ, und- anfarið, hagað sér þannig, að fjölmargir alþýðumenn, sem hafa fylgt honum hafa nú þrautreynt að flokknurn er ekki treystandi til að ráða fram úr vandamálum alþýðunnar. Verkaraenn þekkja Rrynleif, Axel, Indriða, Jón og Arnfinnu. Framsóknarflokkurinn befir í bæjarstjórninni haft nána sam- vinnu við lhaldið. Formaður flokksins hefir sjálfur lýst því yfir í útvarpsumræðum, og enn- fremur bæði i útvarpinu og »Degi«, að Framsókn muni á- fram hafa samstarf við fulltrúa lhaldsins í bæjarstjórninni. Kjör alþýðunnar í bænum hafa alls ekki batnað síðan »goð« Fram- sóknarfl. komst i bæjarstjórn, heldur þvert á móti. Framkoma Framsóknar í mjólkurmálinu, í vinnudeilu iðnverkafólks og of- sókn gegn aðalleiðtoga verkalýðs- ins í bænum, hefir dregið úr tylgi Framsóknar. Vegna hinnar dæmalausu framkomu leiðtoga þeirra um Framsóknarflokkinn? Ekki dettur „Verkam.“, þó hann sé andstæðingur „Dags“, í hug að telja fólki trú um að því beri að leggja trúnað á skrif Jóns í Dal og Svavars um Framsókn. Þessi fyrverandi sænski komm- únisti hagar sér nú eins og Jón í Stóradal, Svavar og Brynleifur gagnvart Framsókn. Með níði sínu um Sovétlýðveld- in hefir „Dagur“ tekið höndum saman við Brynleif Tob., „Morg- unblaðið“ og „ísland“. Hin svarta hönd fasismans, sama höndin sem myrðir varnarlausar konur, börn og gamalmenni í Abessiníu, á Spáni og í Kína, stýrir penna þeirra, sem rita í „Dag“, „ísland“, „Morgunbl.“ og „íslending“, og blað „samvinnu“manna „Dagur“ lætur best að vilja hinnar svörtu handar. Alþýðukjósendur! Lýðræðissinn- ar! Svarið skrifum svörtu handar- innar MEÐ ÞVÍ AÐ KJÓSA C-listann Framsóknar i þessum málum og samstarfs þeirra við Ihaldið und- anfarið og fyrirhugaðrar sam- vinnu við það áfram, lítur al- þýðan sömu augum á fulltrúa- efni þeirra flokka. Erindreki Alþýðufl. hefir þvert ofan í stefnu Alþýðufl. nú, boð- ið íhaldsmanninn Erl. Friðj. fram. Bæjarbúar vita vel að hvert at- kvæði, sem fellur á A-listann er ónýtt, og verra en það, það get- ur orðið til þess að hjálpa i- haldinu. t*að eru engar minstu likur til að A-listinn komi manni að. Alþýðunni dettur ekki í hug að kjósa Eri. framar i svo é- byrgðarmikla t r ú n a ð a r-stöðu, manninn, sem hlaut aflfiins 13 aUv. af ca. 140, þegar verið var að kjósa stjórn Alþýðusambandsins baustið 1936, þrátt fyrir að hann væri búinn að vera i stjórninni lengstaf eða alveg síðan Alþýðu- samb. var stofnað. (Og hann féll með þessum 13 atkv. eins og menn muna). Fannig var dóm- ur þeirra manna, sem höfðu þó ekki nálægt þvi eins náin kynni af þjónustu Erl. við íhaldið, eins og alþýðan hér á Akureyri hefir haft. Og nú í sumar fékk þessi fyrverandi þingmaður og mið- stjórnarmeðlimur ekki að vera í kjöri við alþingiskosningarnar. Að greiða A-listanum atkvæði er þvi að ónýta atkvæði sitt. Hin æðisgengnu skrif »Dags« og »Islendings« gegn kommún- istum og ræðurnar á fundum Framsóknar og íhaldsins hafa nær eingöngu snúist gegn komm- únjituR). Bafveitumálið Á skyndifundi bæjarstjórnar Akureyrar í gærkveldi komu fram skilaboð um, að breska rík- isstjórnin ætlaði sér að fara að á- kveða hvort hún leyfði að lána Akureyri fé til rafveitubyggingar. Skilaboðum þessum fylgdi fyrir- spurn um það, hvað bæjarstjórn Akureyrar vildi skuldbinda sig til að kaupa mikið af efni til virkjun- arinnar í Bretlandi, ef lánið yrði veitt — og varð sú fyrirspurn ekki skilin á annan veg en þann, að lánið yrði ekki leyft að öðrum kosti. Átti bæjarstjórn einkis úrkostar — ef ekki átti að slá rafveitumál- inu enn á frest um óákveðinn tíma — nema bíta í þetta súra epli, og samþykti að skuldbinda sig til að kaupa í Bretlandi efni til rafvirkjunarinnar fyrir 45— 50% af upphæð væntanlegrar lánsupphæðar þar. Verður að gera ráð fyrir, að gegn þessu skilyrði verði umrætt lán veitt — þó enn sé að vísu engin vissa fyrir því. Skilmálar fyrir láni þessu eru nú farnir að líkjast mjög kjörum þeim, sem „ónefndi maður“ bæj- arstjórans bauðst til að útvega lán fyrir — en bæjarstjórn var feng- in til að hafna, svo Vilhjálmur Þór lenti ekki alveg í skugganum. Munurinn helst sá, að nú er kominn 28. jan. 1938, en hitt mun hafa verið um miðjan nóv. 1937. Samvinnumenn! Munið þið eftir því, að »Dagur« blað hægri arms Framsóknar, hafi nokkurn tíma lagt á- herslu á að fræða ykk- ur um ástandið í fas- istaríkjunum? nÞórs“.félagar ! Afmælisfagnaður félagsins verður haldinn laugardaginn 5. febr. n. k. f Skjaldborg. — Áskriftalisti liggur frammi í matvörudeild KEA frá 31. þ. m. — Skrifið ykkur sem fyrst. Alþýða bæjarins veit að stefna kommúnista er andvíg dauða- stefnu íhaldsins og Framsóknar í bæjarmálunum. Þessvegna mun hún fylkja sér um C listann. Við síöustu bæjarstjórnarkosningar skorti Kommúnisfafl. aðeins 4 atkv. til að koma að 3 fulltrú- um. Nú getur farið svo að þltt atkvæðl ráði úrslitum um það, hvort Kommúnistafl fær 4 full- trtka eða ekki. Þú ált að velja um Tryggva Helgason eða ihalds- mann af lista Sjálfstæðisins eða Framsóknar til að gæta hags- muna þinna i bæjarstjórn. Þessvcgna grelðtr þú C-Iistanum blblauat af- 4 verklýðsfnlltrúar ■ í bæjarstjórn! „Sjálfstœðis“- og Framsóknarforingjarnir óttast fylgi kommúnismans.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.