Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 19.02.1938, Page 1

Verkamaðurinn - 19.02.1938, Page 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 19. febrúar 1938. 13. tbl. Verklýðsfélögin for- dæma, nær einróma, stefnu Jóns Baldvinss. Aðalfundur »Dagsbránar« samþykti með 460 atkv. gegn aðeins 27 að reka Jón Bald. úr félaginu, ef hann yrði ekki búinn að viku liðinni að afturkalla brottrekstur Héðins Valdimarssonar. Á fundi Alþýðusambandsstj órn- arinnar 9. þ. m. bar Jón Baldvins- son, bankastjóri, fram tillögu um að reka Héðinn Valdimarsson úr Alþýðuflokknum. Var tillagan samþykt með 7 atkvæðum gegn 2. Tildrögin til þessara óheyrilegu aðfara Jóns Baldvinssonar eru rakin á öðrum stað hér í blaðinu. En í stuttu máli, er afbrot Héð- ins fólgið í því, eftir því sem Jón Bald. segir, að hann hefir beitt sér af alefli fyrir því að verklýðsflokk- arnir savneinuðust sem allra fyrst í einn voldugan flokk alþýðunnar, til varnar og sóknar fyrir hags- munum hennar. Verkalýðurinn hefir þegar svar- að þessari árás meirihluta sam- bandsstjómarinnar á alþýðusam- tökin og hagsmuni alþýðunnar. Á aðalfundi verkamaxmafélags- ins „Hlíf“ Hafnarfirði var sam- þykt með ÖLLUM ATKVÆÐUM gegn EINU (Emils Jónssonar al- þingismanns), tillaga, þar sem brottrekstrarsamþykt meirihluta sambandsstj órnarinnar var harð- lega mótmælt, VANTRAUSTI lýst á meirihluta sambandssjóm- arinnar, en TRAUSTI á minni- hluta hennar. Þannig var dómur hafnfirska verkalýðsins, þrátt fyrir það að Emil og Kjartan Ólafsson, iueir aðaláhrifamenn Alþýðufl. í Hafn- arfirði undanfarin ár, börðust eins og þeir gátu fyrir málstað Jóns Bald. Og síðar á fundinum FÉLLU þessir tveir málsvarar sundrungarinnar, við kosningu fulltrúa á Alþýðusambandsþing, og voru eingöngu kosnir samfylk- ingar- og sameiningarmenn. Á aðalfundi stærsta verklýðsfé- lags landsins „Dagsbrúnar“ í Rvík 13. þ. m. voru samþykt með 485 ATKVÆÐUM GEGN AÐEINS 27, mótmæli gegn brottrekstrinum, sem lögleysu og markleysu, VAN- TRAUSTI lýst á meirihluta sam- b andsstjórnarinnar en TRAUSTI á minnihlutann. Jón Baldvinsson, bankastjóri, Ólafur Friðriksson og Haraldur Guðmundsson, ráðherra, voru all- ir mættir á fundinum og neyttu allrar orku 'til að telja fundar- ijörgyn PapaÉ og féiaga hans hofst í gærmorgun. Um hádegi í gær var búið að bjargra öllum vísindalegum árangrum leiðangursmanna. Samkvæmt útvarpsfregnum var eirrn af rússnesku ísbrjótunum snemma á gærmorgun kominn að isjakanum, þár sém Papinin og félagar hans hafa dvalið. Skömmu eftir að ísbrjóturinn var. kominn að jakanum, voru nokkrir menn frá ísbrjótnum komnir út á jak- ann og björgunarstarfið hafið. Var fyrst bjargað skjölum og öðr- um vísindalegum árangrum. Eftir að því var lokið, höfðu engar fregnir borist frá skipinu síðast í gærkveldi. menn til fylgis við stefnu sína, en fengu AÐEINS 24 ATKVÆÐI með sér. Ennfremur var samþykt með 460 ATKVÆÐUM GEGN 27 að ef Jón Bald. hefði ekki innan viku breytt um stefnu í þessu máli og afturkallað brottreksturinn, skyldi hann þar með vera rekinn úr „Dagsbrún“. „Dagsbrúnarfundurinn“ lýsti því einnig yfir að hann skoðaði fulltrúa þá sem Alþýðufl. hefði kosið í bæjarstjórn Rvíkur ekki fulltrúa flokksins, nema því aðeins að þeir héldu í öllu samning þann, er Alþýðuflokkurinn og Kommún-

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue: 13. tölublað (19.02.1938)
https://timarit.is/issue/176722

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

13. tölublað (19.02.1938)

Actions: