Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 14.05.1938, Side 3

Verkamaðurinn - 14.05.1938, Side 3
VERKAMAÐURIN 3 margar konar verið styrktar aust- ar að Laugavatni til stuttrar sumardvalar. Síðastliðið sumar voru 211 mæður og börn styrkt þangað austur. Akureyringar! gleðjið og heiðr- ið mæður ykkar þennan dag með því að leggja aura i mæðrasjóðinn. Kaupið merkin á mæðradaginn! Sækið samkomur á mæðra- daginn ! Mæðradagsnefndin. OWaðiií kór. Hinn blandaði kór hr. Roberts Abraham er nú búinn að halda 3 konserta að þessu sinni. Er þetta ann- ar veturinn, sem kórinn er æfður. Hann er ekki fjölmennur, en söng- kraftarnir eru yfirleitt góðir. Margt af meðlimum blandaða kórsins starfa einnig í öðrum kórum. Þegar miðað er við, hversu kórinn er ungur og viðfangsefnin, má árang- urinn teljast undraverður og ber vott um framúrskarandi gáfur, þekkingu og vandvirkni söngstjórans. Sum viðfangsefnin voru mjög erfið, einkum hið síðasta, sem er úr »Req- uiemc, eftir Verdi. Mun það áður aldrei hafa verið sungið hér á landi. Af öðrum viðfangsefnum, má einkum nefna kór úr »Ein deutsches Requiemc, eftir Brahms. Voru bæði þessi und- urfögru listaverk flutt með þeirri tign og andagift, er þeim hæfir. Af öðrum lðgum voru sérstaklega vel sungin »ln stiller Nacht«, eftir Brahms, og íslenska þjóðlagið, >Hrafninn flýgur um aftaninnc, í útsetningu Sigfúsar Einarssonar. Auk þessa léku fjórhent á flygel, þau frú Jórunn Oeirsson og hr. Robert Abraham, »Ófullgerðu hljómkviðuna*, eftir Schubert, — en á síðusta hljóm- leiknum í hennar stað, »Coriolan — forleikinn», eftir Beethoven. Var sam- leikur þeirra snildarlegur, sérstaklega í »Forleik« Beethovens, þessu volduga og áhrifamikla tónverki hins ódauðlega meistara. Frú Jórunn Geirsson lék ennfremur undir í öllum lögunum. Er leikur hennar lipur, þróttmikiil og litauðug- ur. Einsöngva sungu: Matthildur Páls- dóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Sverr- ir Magnússon, Gunnar Magnússon og Magnús Sigurjónsson. Leystu þau það yfirleitt vel af bendi. Eins og kunnugt er, er hr. Abra- ham hámentaður tónlistarmaður, sem hefir sérstaklega lært að stjórna hljóð færasveit og kór, enda haldið hljóm- leika í Kaupmannahöfn, París og vfðar. Bar öll stjórn hans ótvíræð merki um yfirburði hans í þessum efnum og gætu aðrir söngstjórar mikið af hon- um lært. Aðsókn að síðasta konsertinum var góð — að tveimur hinum fyrri ágæt — og viðtökur hefir engin kór fengið hér betri. 2QO.oqo púsond króoa kaupttækkon. Samkvæmt samningum »Prótt- ar« á Siglufirði við ríkisverksmiðj- urnar hækkar mánaðarkaup yfir 2—4 mánuði úr kr. 325.00 upp i kr. 340.00, timakaup bækkar um 10 aura á timann. Skipa- vinna hækkar eins og i samning- unum við atvinnurekendafélagið en eftirvinna i kolum hækkar ekki nema úr kr. 2.00 upp i kr. 2.25 (hjá atvinnurekendum kr. 2.50). Hærra kaup verður greitt í 4 mánuði sumarsins i stað 3 áður. Með samningum sfnum hefír »t*rótti« tekistað hækka kaupsigl- fiskra verkamanna um 200.000 krónur. Slíkt er auðvelt þegar verklýðssamtökin eru óklofin. Hafísinn nálgasf óðum. Undantarna daga hafa öðru hvoru borist fregnir um hafis úti fyrir Norðurlandi. Hefir isinn stöðugt færst nær og nær. í morg- un kom fregn frá »Heklu« um að hún hefði ekki komist vestur fyrir Horn vegna haiíss og sæi ekki að nokkur leið væri að komast það í dag. Situr hún þvi. föst i Húnaflóa. Alþlngt var slitið s. 1. firaœtudags- kvöld. > Grái frakkinu< og >Apa- kSllnrlnn< verða sýndir i kvöld o;> annað kvöld. Niðursett verð. „islenskar aðall". heitir ný bókr eftir hinn snjalla rithöfund Þórberg Þórðarson. Mun marga fýsa að lesa þetta siðasta ritverk Þórbergs. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Hárgreiðslustofan J »B Y L Q J A« 1 er flutt í Hafnarstræti 108 1 (hús Friðjóns Jenssonar). 4 Virðingarfyllst j Steingerður Árnadóttir. ♦ r Askorun. Vegna takmarkaðra atvinnumöguleika bifreiðaeigenda í Akureyrarkaupstað, skorar bæjarstjórnin hérmeð á alla þá borgara, er nota þurfa bifreiðar til aksturs, að látæ bifreiðaeigendur, búsetta í bænum, sitja fyrir viðskiftum. Bæjarstjórinn á Akureyri, 14. mai 1938 Stelnn Sfeinsen.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.