Verkamaðurinn - 04.06.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XXI. árg.
Akureyri, laugardaginn 4. júní 1938.
\ 29. tbl.
»SkjalÉorgin« á Noröfirði
svíkur samninga os gerir
bandafag við afturhafdið.
RalveHumAHð.
Er ríkisábyrgðin
á næstn grösum?
Takist samningar við dönsku firmun,
vcröur að leggja áherslu a sem mesfar
framkvæmdir á þessu ári.
Vonir manna um af rafveitu-
byggingarmálið verði leyst á næst-
unni á jákvæðan hátt glæðast nú
meir og meir. Bæjarstjóri, Steinn
Steinsen, lagði af stað með »Lyru«
i fyrradag áleiðis til útlanda í
erindum rafveitunnar, en að sjálf-
sögðu væri sú för óvitaskapur, ef
hann hefði ekki tyrirfram haft
vissu fyrir því að hin margum-
talaða og torsótta rikisábyrgð
fengist fyrir láni þvf, sem hann
fékk vilyrði fyrir i Dan-
mörku. í*að virðist því mega
gera ráð fyrir þvi að samningar
við hina dönsku lánveitendur og
firmu, er gert hafa tilboð í bygg-
ingu stöðvarhússins, stýflunnar
o. fl. verði gerðir og undirritaðir
um miðjan þennan mánuð, og
gætu þá fyrstu verklegar fram-
kvæmdir hafist fljótt úr þvi, svo
sem bygging verkamannaskál-
anna.
En þó ríkisábyrgðin fáist og
samningarnir takist við Dani, þá
eru ýmsir þættir rafmagnsmálsins
enn óleystir, sem miklu máli
skiftir um að giftusamlega verði
ráðið fram úr. Má þar m. a. nefna
söluverð ratorkunnar til væntan-
legra kaupenda. Er það út af
fyrir sig afarþýðingarmikið atriði,
en út 1 það verður ekki farið
nánar hér að þessu sinni.
Fiestir eða allir munu vera
sammála um að ófriðarhættan
sé nú mjög mikil og fari vaxandi.
Menn munu einnig vera á einu
máli um það, að brjótist heim-
styrjöld út, verði torvelt um
flutninga til og frá íslandi. En
einmitt með tilliti til yfirvofandi
heimsstyrjaldar er ekki hvað
síst þörf á að hraða sem mest
byggingu hinnar nýju rafveitu.
Þrált tyrir þessar staðreyndir,
hafa heyrst hér raddir um að
geyma sem mest af byggingu
rafveitunnar til næsta sumars,
m. a. að geyma að leggja línuna
að austan. En slikt má ekki
verða. Leggja verður einmitt á-
herstu á að sem mest at linunni
verði lagt í sumar og haust,
því auk ófriðarhættunnar rekur
hin mikla vinnuþörf verka-
manna þar á eftir En við lagn-
ingu leiðslunnar verður einmitt
mjög mikil vinna; yrði hinsvegar
ekkert hirt um að leggja hana í
sumar, yrði atvinna við rafveitu
bygginguna í ár harla lítil og
margir verkamenn bæjarins
myndu því sennilega ganga at-
vinnulausir eftir sem áður.
Það riður því á að kveða
niður raddir um að fresta sem
mestu af framkvæmdum í raf-
veitubyggingarmálinu til næsta
sumars.
Á bæjarstjórnarfundi á Norð-
firði 30 f. m. fór fram kosning
bæjarstjóra fyrir Neskaupstað.
íhaldið, Framsókn og hægri
menn Alþýðuflokksins (»Skjald-
borgin«), mynduðu samfylkingu
og greiddu atkvæði gegn öllum
umsækjendnnum. Af 3 umsækj-
endum hlaut Árni Ágústsson
flest atkvæði eða 4. Varð því
enginn umsækjandinn löglega
kosinn. Bæj irstjórnin samþykti
því næst nieð 8 atkvæðum að
óska eftir nýjum kosningum i
nóvember i haust »SkjaIdborgar«
fulltrúarnir 2 þverbrutu með
þessu athæfi sínu samninga þá,
er verklýðsflokkarnir höfðu gert
með sér og undirritað fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar í vet-
ur. Þessar aðfarir þeirra, ásamt
svikum Stefáns Jóhanns og fé-
laga hans i bæjarstjórn R -víkur,
sýnir að »Skjaldborgar«-menn-
irnir eru reiöubúnir til að svíkja
alla samninga og öll loforð, bara
ef þeir geta með því móti
skriðið að fótum ihaldsins og
hlotið klapp þess, eins og þægur
rakki.
Ky'tíorl Stefánsson, söngvari, er
væntanlegur hingað til bæjarins á næst-
unni, og mun halda hér hfjómleika.
Mál og mcnning hefir ákveðið
að fjórða bók félagsins á þessu ári verði
Sögur eftir Nobelsverðfaunahöfundinn John
Galsworthy. Annast Bogi Ólafsson yfir-
kennari þýðinguna.