Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 04.06.1938, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 04.06.1938, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINN 3 Einingin sigraði i Ástralíu. Eins og alstaðar anuarstaðar í auðvaldsheiminum hefir í Ástralíu undanfarið verið háð barátta með og móti einingu alþýðunnar. Andstæðingar einingarinnar í Ástraliu hafa borið sigur úr bít- um i þeim viðskiftum þangað til s.l. sumar að þing Alþýðusam- bands Ástralíu samþykti með 79 atkvæðum gegn 48 atkvæðum til- lögur samfylkingarmanna. Tillög- ur hinna kommúnistisku fulltrúa og annara byltingasinnaðra full- trúa, um að sambandið taki upp ákveðna barátlu fyrir styttri vinnutima, hærri launum, þjóð- ernislegri og alþjóðlegri einingu gegn fasismanum, voru samþykt- ar. Þessar ákvarðanir bafa mjög mikla þýðingu i Ástralíu, sökum þess m.a. að í Alþýðusam. Ástralíu eru skipulagðir um 900.000 verka- menn — en íbúar landsins eru Samsöngur „Heklunga" um síðustu helgi tókst prýði- lega. Hélt félagið 3 söngskemt- anir fyrir troðfullu húsi og var fagnað afburðavel. Að siðustu sungu kórarnir 5, er skipa ,Heklu‘, úti á Ráðhústorgi, kl. 10 á sunnu- dagskvöldið, að viðstöddu miklu fjölmenni. Strax og söngnum var lokið stigu utanbæjar söngmenn- irnir upp í ferðbúna bílana og héldu af stað heimleiðis. — En bæjarbúar munu óska þess að sjá þá og heyra aftur sem allra fyrst. Ábyrgðarmaður Þóroddur Guðinundsson. Prentverk Odds Björnssonar alls aðeins 6.800.000,. og mun verkalýðurinn hvergi vera jafnvel skipulagður i auðvaldsheiminum. Ein af þýðingarmestu ákvörðun- um þingsins var að sambandið skyldi beita allri orku sinni til að steypa stjórn Lyons og mynda verkamannastjórn. Ákveðið var að hefja baráttu fyrir 40 stunda vinnuviku og 25% kauphækkun. Hvatti þingið Verkamannaflokk- inn til að setja þessar kröfur i kosningastefnuskrá sína. Þá sam- þykti þingið ályktun þar sem lögð var áhersla á, að kölluð yrði saman alþjóðleg ráðstefna með fulltrúum A L L R A verk- lýðssambanda heimsins, bæði rót- tækra og hægfara, sem hefði það hlutverk að sameina öll verklýðs- sambönd heimsins í eitt voldugt samband. Erlendar fregnir. Kínversku blöðin skýra frá því að 1 '/2 miljón börn í Kína hafi mist báða foreldra sína frá því að ófrið- urinn hófst. Öil þessi börn eru inn- an 15 ára. Á fundi, sem þýsk-ameríska sam- bandið hélt i Chicago lét Roy Zac- hary, foringi fazistafélagsins »Silfur- skyrtur* m. a. þau orð fallai að það væri »skilyrðislaust nauðsynlegt* að myrða Roosevelt. »Ef enginn annar býðst til þess af fúsum vilja, að skjóta hann, mun eg sjálfur gera það« æpti hann. Meðal þektra manna, sem ræðumennirnir á þessum naz- istafundi hótuðu að drepa, var einnig John Lewis, formaður iðnaðarfagfé- laganna (CIO). Pýsk-araeríska sam- bandið samanstendur af meðlimum hins fyrverandi sambands »Vinir hins nýja Pýskalands*. Foringi þess er Fritz Kuhn, sem stendur í beinu sambandi við opinber þýsk yfirvöld. Fyrverandi ríkisréttamálafærslumað - ur og dómsmálaráðherra dr. Winter- stein f Austurrfki, hefir fraraið sjálfs- morð, þegar S. Á. (nazistarnir) komu til að fangelsa hann. Tveir synir hans voru fangelsaðir. Pað er ennfremur tilkynnt opinberlega að fyrverandi landsstjóri í Salzburg, dr. Rehrl, sem var meðlimur kristilega-jafnaðarmanna flokksins og einn af áköfustu forvígis- mönnum hátiðarleikjanna í Salz- burg, hefir verið bandtekinn. Nazistablaðið »Der schwarze Korps« skýrir frá því að hinn kunni kabar- ettlistamaður og skopleikari Pauf Morgan, hinn frægi kvikmyndaleikari Fritz Schulz og hinn fyrverandi for- ingi Heimastjórnarflokksins, ráðherra og sendiherra Baar-Barenfels, hafi all- ir verið fangelsaðir. í apríl voru framin aðeins í Wien um 1200 sjáifsmorð. Meðal sfðustu fórnarlambanna voru hinir kunnu rit- stjórar, Stefan Múller, Schowoner og Kuranda við »Neues Wiener Tagblatt* og »Neue Freie Presse« auk þess binn heimsfrægi leikari, leikstjóri og leikhúsforstjóri Rudolf Beer. Beer hafði árum saman stjórnað Deutsches Volkstheater. Margir góðir leikarar og leikritaböfundar eiga dyggilegum stuðningi hans að þakka frægð sína. Pegar Beer fyrir 2 árum síðan var hrakinn frá Deutsches Volkstheater, tók hann við stjórn Wiener Scala, en þaðan ráku nazistarnir hann 12. raars. Fyrsti forseti pólska lýðveldisins, Paderevski píanoleikarinn heimsfrægi, hefir f útvaipi til pólsku stjórnarinnar krafist þess að yfirvöldin hætti of- sóknunum gegn andstæðingunum. Dómstóllinn í Saargeraúnd í Frakk- landi hefir dæmt þýska verkfræðing- inn Breyer í eins árs fangelsi fyrir njósnir fyrir Pýskaland í Frakklandi. Fyrir réttinum játaði njósnarinn, að hann hefði áður njósnað í Persíu og Sovétrfkjunum fyrir Pýskaland. I Hopei-héraðinu í Kína eru nú rúml. 200 kínverskir herflokkar, sem telja samtals minst 300.000 sjálf- boðaliða (»partisana<)

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.