Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 09.07.1938, Síða 3

Verkamaðurinn - 09.07.1938, Síða 3
3 VERKAMAÐURIN N Stríðið í Kína og ástandið i Japan. (Niðurlag). Aðbúnaður iðnverkafólks er hræðilegur. Meira en helmingur þeirra kvenna, sem vinna í stór- fyrirtækjunum búa í hinum óhreinu, dimmu og óhollu svefn- sölum, eftir óendanlega langan vinnutíma. 80% af þeim fá vinnu- laun sín ekki greidd í peningum, heldur í ávísunum á lífsnauðsynj- ar. Gegn ávísununum, sem þær verða að umsetja í verksmiðju- verslununum, fá þær vörur með okurverði. Vinnutíminn er 12—14 tímar. í mörgum stórfyrirtækjum er jafnvel 16—17 tíma vinnudag- ur, í stærstu vefnaðarverksmiðj- unum meira að segja 19 tímar. (Heimild: Skýrsla innanríkismálaráðu- neytisins, birt í borgaralega tímaritinu >Tokio Keidzai«( 23. rnars 1936). í læknaskýrslum frá 1935, sem birtar voru í borgaralega blaðinu „Kokum“, er m. a. skýrt svo -frá: „Hinn stolti vefnaðariðnaður lands okkar, sem hefir borið sigur úr býtum á heimsmarkaðinum í sam- keppni við hið volduga Lancas- hire, kastar árlega út á götuna 14.000 yfir 20 ára gömlum lungna- berklaveikum vefnaðarverka- mönnum og konum, sem gegn fyr- irfram launum seldu sig í 2 til 3 ár“. Slys við vinnu hafa á tímabil- inu 1931—1933 aukist um 98 pró- sent. Manndauði af völdum berkla jókst frá 1932—1934 úr 12 til 19,3 af hverjum 10.000 íbúum. Af 12.000 herskyldum mönnum í héraðinu Amorin, voru 10.000 dæmdir óhæfir til herþjónustu. Rannsóknir á skólabörnum leiddu í ljós að annaðhvert barn þarfn- aðist óumflýjanlegrar hjálpar eða styrks frá ríkinu. Af hverjum 1000 bömum á aldrinum 5—9 ára deyja árlega 42 í Japan en 2,3 í Englandi og 1,7 í Svíþjóð. Kjör bændanna í Japan eru síst betri en kjör verkalýðsins í borg- unum. Stórjarðeigendurnir og bankarnir sölsa undir sig jarðir smábændanna og leigja síðan gegn okurleigu. Samkvæmt upplýsing- um á VIII. þingi bændasambands- ins í fylkinu Mijagi í febr. s.l. hafði stórjarðeigendum, sem eiga yfir 50 tsio land (1 tsio = 0,99 ha.) fjölgað úr 118 upp í 134 og góseig- endum, sem áttu 10—50 tsio úr 1030 upp í 2301, á tímabilinu 1933 —1936. Á sama tíma fjölgaði fá- tækum jarðeigendum, sem eiga minna en 5 tan af landi (1 tan = 0,1 ha.) um 1358. Samkvæmt hin- um opinberu hagskýrslum Japans lækkuðu árstekjur bændanna um 40% á tímabilinu 1929—1934. Jap- anski hagfræðingurinn Chirano lýsir kjörum smábændanna. m. a. með svofeldum orðum: „Japönsku bændurnir verða, ef þeir eiga að greiða skuldir sínar, skattana og nauðsynjar til bú- rekstursins, að hraða sér að selja hrísuppskeruna og selja hana fyr- ir verð, sem er stórum lægra en það, sem góseigendurnir fá fyrir sína hrísuppskeru. Til þess að dylja hallann á búrekstrinum verður bóndinn að taka stöðugt ný lán eða selja eignir sínar. í héraðinu Fukusima selja bænd- urnir nú smábörn. Verðið á einu barni hefir á tímabilinu 1933— 1935 lækkað úr 150 yen niður í 100 yen. Þegar samningum um sölu á barni er lokið, er aðeíns Vh hluti kaupverðsins greiddur í reiðu fé. Þrátt fyrir það, að stórjarðeig- endurnir í Japan eru aðeins 1% af öllum jarðeigendunum, eiga þeir 26% af landinu. Keisarinn og fjölskylda keisarans eiga meir en 1.500.000 hektara af bestu jörðinni. Bændurnir, sem eru 93% af öllum jarðeigendum, eiga aðeins helm- inginn af jörðinni, 250.000 jap- anskir bændur eiga minna en 0,5 ha. Árstekjur smábændanna eru aðeins 242 yen. Af þeim fara 100 yen fyrir áburð, og eftir að land-; leiga hefir verið greidd á bóndinn eftir aðeins 5 ambar hrís, en hann þarf handa sér og fjölskyldu sinni 20 Mmbar þar til næsta uppskera fer fram. Samtímis því, sem tekj- ur bændanna hafa lækkað stör- kostlega, hafa skattar og önnur opinber gjöld hækkað. 1929 voru skattamir á meðalbændabýli 23,44 yen. 1934 voru þeir 28,88 yen. Síðan 1934 hafa skattarnir enn hækkað. Möguleikar hernaðarklíkunnar í Japan á að kreista meira fé undan nöglum verkamanna og bænda, til þess að standa straum af hinum gífurlega og sívaxandi kostnaði við ránsstyrjöldina í Kína er hverfandi. Verulegar aðgerðir af hálfu herforingjaklíkunnar til að kúga þjóðina til að leggja á sig þyngri byrgðar vegna manndráp- anna í Kína, gætu fyr en varðí kveikt kyndil uppreistarinnar. En það er einnig jafnvíst að herfor- ingjaklíkan getur ekki haldið styrjöldinni áfram nema með því að ausa meiru fé í styrjöldina en nokkru sinni hefir áður þekst í Japan, og þetta fé er ekki til í fjárhirslum ríkisins. Leiðir her- foringjaklíkunnar, japönsku fas- istanna, út úr ógöngunum, eru því síður en svo greiðfærar. Allt bendir því til þess að Kínverjar, hin sameinaða volduga þjóð, standi með sigurpálmann í hönd- um fyr en varir. Og þá þarf ekki að spyrja að því hver örlög her- foringjaklíkunnar í Japan verða“. ípróttanáDiskeið. Mánaðarnámskeið i frjálsum iþróttum heldur iþróttaféiagið »Þór« og hefst það um miðja næstu viku. Kennari verður Tryggvi Þorsteinsson — Þátt- tökugjald verður kr. 800 fyrir utanfélagsmenn. Þátttakendur gefi sig fram á skrif- stofu »Þórs«, Brekkug. 11 (niðri) á mánudags- og þriðjudagskvöldið næstk. kli 8 — 10 e. h. Kári Slgurfónwson.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.