Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 24.09.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 24.09.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN ■HNÝJA'BÍÓ Laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Eg ákæri... Sunnudaginn kl. 5: 65 — 66 og eg. Alpýðusýning. Niðursett verð. frjálslyndaflokksins í Englandi, lét m. a. svo ummælt: »Stjórnir Bretlanda og Frakklands áttu að ▼elja milli smánar og styrjaldar — þær Völdn smánina og fá Styrjöld«. Litviuoff, utanrikis- málaráðhena Sovétlýðveidanna, lýsti því yfir í ræðu, sem hann flutti fyrir fáum dögum á þingi Þjóðabandalagsins, að stjórn Sovét-Rússiands hefði svarað ját- andi fyrirspurnum frá frönsku og tjekkoesku stjórnunum um, hvort Sovétrikin væru reiðubúin að koma Tjekkum til aðstoðar, ef á þá yrði ráðist. Litvinoff hvað Rússa harma það, að farið hefði verið út á braut undanláts- seminnar með óútreiknanlegum en ógurlegum afleiðingum. Pól- verjar og Ungverjar hafa að und- irlagi þýsku stjórnarinnar hólað Tjekkum að beita þá oíbeldi. Vinstri flokkarnir í Englandi bafa krafist þess af Chamberlain að hann kallaði saman þingið, en hann þorir það ekki. Eden hefir m. a. tekið undir þessa kröfu og ráðist harðvítuglega á Chamberlain fyrir framkomu hans gagnvart tjekkneska lýð- veldinu. Chamberlain, hið auð- sveipa verkfæri Hitlers, flaug i gærmorgun enn til fundar við Hitler. Síðustu fregnir herma að samningarnir hafi gengið erfið- lega og flaug Chamberlain í morgun heim. Þýskur her hefir að sögn jafnvel þegar gert til- ■raun til að ráðast inn í Tjekko- slovakiu. Er ástandið samkvæmt síðustu fregnum ískyggilegra en nokkru sinni fyr. Alþýdan vill sarneiningu verklýdsflokkanna. (Framh. af 1. síðu). Alpýðusambandinu verði breytl i (aglegt samband allra verklýðsfélaga óháfl póli- tfskum llokkum«. Pó að auglýst hefði verið í fundarboðinu, að fulltrúum frá meirihluta Alþýðuflokksstjórnar- innar yrði trygður sami ræðutími sem hvorum fundarboðenda, þá mætti enginn fyrir hönd Skjald- borgarinnar, eðlilega af þeirri einu ástæðu að andstæðingar sameiningarinnar og sigursællar starfsemi og baráttu alþýðunnar, treystu sér ekki til þess á opin- berum vettvangi að verja hinn aigvítuga málstað sinn. S.I. þriðjudagskvöld héldu þeir Einar og Héðinn fund i Húsavík. Voru þar mættir á þriðja hundr- að manns, m. a. margir bændur. í fundarlok var ettirfarandi til- laga samþykt með öllutn greidd- um atkvæðum gegn einu : >Almennur vetklýðslundur haldinn I Húsavik 20. sept- 1938. lýsir eindiegið lylgj sfnu við að sameina Alpýðuiiokkinn og Kommúnistallokkinn i einn súsialislisk- an iýðiæðistlokk samkvæmt tillögum Jafn- aðatmannalélags Reykjavíkur. ílitur fundur- inn að hinn sameinaði verklýðsliokkur skuli sérstaklega beita sér lyrir bandalagi allra iýðræðisalla í landinu, gegn alturhaldi og lasisma. Ennlremur álitur lundurinn nauðsyniegt að Alpýðusambandinu sé hreytt í landssam- band atlra verklýðsfélaga, úbáð pólilisk- um flokkum og með lullu jalnrétti allia meðlima*. Á miðvikudagskvöldið var svo haldinn fundur hér í Verklýðs- húsinu til frekari undirbúnings stofnun hins sameinaða flokks. Héðinn og Einar hófu þar um- ræðurnar. Á íimmtudaginn héldu þeir Einar og Héðinn af stað áleiðis til Reykjavikur og ætluðu þá um kvöldið að hafa tund á Sauðár- krók, en blaðið hefir enn engar fregnir fengið af bonum. Verklýðurinn, millistéttarfólk og aðrir þeir, sem vilja sameina hið vinnandi tólk til baráttu f^-rir bættum kjörum sínum, efnalega og andlega, og gegn fasismanum en fyrir verndun lýðræðisins og pólitisku og fjárhagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar, verða nú að vinna ötullega að því að samein- ing alþýðunnar komist í fram- kvæmd á sem breiðustum grund- velli nú strax í næsta rnánuði. Nýýuslu fregnir. í nótt fór fram hervæðing í Frakklandi. Pólski herinn hefir ráðist inn fyrir landamæri Tjekkoslovakíu. Verkiýðstlokkarnir vinna mikið é í Svípjóð. Kosningum í Svíþjóð til sveita- stjórna og efri deildar þingsins er nýlokið. Unnu verklýðsflokkarnir mikið á, en íhaldsmenn og Flyg- flokkurinn töpuðu. Kommúnistar juku atkvæðatölu sína úr 58.377 atkv. upp í 98.677 en studdu þó Jafnaðarmenn í fjöldamörgum kjördæmum til að fella íhalds- menn, Jafnaðarmenn fengu nú 1.305.771 akv. í stað 883.907 áður. Kommúnistar bættu við sig 11 þingmönnum og hafa nú 26 í stað 15 áður. Flyg-flokkurinn, sem er náskyldur „Skjaldborginni“ fékk 48.963 atkv. í stað 83.149 áður. Fasistar höfðu 2 þingmenn áður en fengu nú engann. Hægri flokk- urinn tapaði 105 þingsætum en Jafnaðarmenn bættu við sig 150 og hafa nú 866. 159 integralistar (brasilianskir (as- istar) hafa nú verið dæmdir í Rio de Janeiro í viðbót við þá, sem áður höfðu hiot ð dóm, fyrir þátttöku í uppreistartilrauninni 11. maí s. 1. Voru þeir dæmdir í alt að 10 ára fangelsi.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.