Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 08.10.1938, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 08.10.1938, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 ,Alþýðum.‘ um einingu verkalýðsins. „Alþm.“ s.l. þriðjudag er allur — að fráteknum auglýsingum og hjónabandstilkynningum — helg- aður baráttu Erlings og Halldórs gegn einingu verkalýðsins. Tína þeir saman, sitt úr hvorri áttinni, hverja firruna annari fráleitari, og feru með því að reyna að rugla svo málunum, að erfiðara sé fyrir þá verkamenn, sem kunna að lesa blaðið, að átta sig til fullnustu á því, sem raunverulega er um að ræða. Það yrði alt of langt mál, ef farið yrði að elta hverja firruna fyrir sig, og skal því, að sinni, lát- ið nægja að athuga sjálfar niður- stöðurnar, sem bl^ðið þykist kom- ast að, en þær eru allar í tilefni af tillögu sameiningarmanna um að breyta Alþýðusambandinu í samband verklýðsfélaga einna, skipulagslega óháða pólitískum flokkum. Fyrsta niðurstaðan, sem á að vera gegn þessari tillögu, er sú, að „samband Alþýðusambandsins og samvinna við Alþýðuflokkinn“ sé verkalýðnum enginn þyrnir í aug- um. Hvað er nú sagt með þessu? Til þess að „samband11 og „sam- vinna“ geti átt sér stað, verðd auð- vitað að vera fyrir hendi TVEIR sjálfstæðir aðilar, er gera með sér samband og stofna til samvinnu. Hvað snertir „Alþýðufl.“ og Alþýðusambandið, þá er þetta alls ekki fyrri hendi. — Með núver- ahdi skipulagi Alþýðusambandsins er því ætlað að vera hvorutveggja í EINU: sainband verklýðsfélaga og pólitískur flokkur. „Samvinna“ Alþýðusamb. við „Alþýðufl.“ væri því, eins og nú standa sakir, „sam- vinna“ þess við sjálft sig! Þessi óskapnaður í skipulagi vbrklýðssamtakanna nær hinsveg- ar ekki nokkurri átt, og þessvegna er það sem sameiningarmenn — og þá fyrst og fremst kommúnist- ar — vilja greina þarna á milli, skipulagslega, og skapa þar með skilyrðin fyrir raunverulegri, en frjálsri samvinnu þessara tveggja greina verklýðssamtakanna: sam- bands verklýðsfélaganna og hins pólitíska flokks. Hugmyndir „Alþm.“ um „frelsi“ verklýðsfélaganna koma hinsveg- ar fram í nefndu blaði, 4. þ. m., svohljóðandi: „Hér eru umræður og átök um flokkapólitík BANNAÐAR innan verklýðsfélaganna. Þau eru alger- lega sjálfráð um öll sín innri mál og mega velja sér starfsmenn án tillits til stjórnmálaskoðana“. Það breytir ekki hugmyndum „Alþm.“-ritaranna, um þetta efni, þó báðar þessar staðhæfingar séu ÓSANNAR. Það er ekki rétt, að pólitískar umræður séu bannaðar í verklýðsfélögum Alþýðusam- bandsins (fyr mætti það nú líka vera). En það virðist vera í sam- ræmi við þær lýðræðishugmyndir, sem „Alþm.“ f. h. „Skjaldborgar- innar“, gerist talsmaður fyrir, að í fyrsta lagi skuli hinn pólitíski flokkur vera byggður upp aðal- lega af verklýðsfélögum, sem rúma menn úr öllum pólitískum flokkum, en hinsvegar skuli þess- um sömu verklýðsfélögum — uppistöðunni í hinum pólitíska flokki — bannað að minnast á pólitík!!! Ætli það verði margir verka- menn sem vilja halda slíkum hug- myndum á lofti? Nei, lýðræðis- hugmyndir þeirra eru yfirleitt á annan veg. Um sjálfræði verklýðsfélaganna í vali trúnaðarmanna vísast til 14. greinar Alþýðusamb.laganna, sem þeim Erlingi og Halldóri mun ekki vera ókunnugt um. Önnur ástæðan gegn endur- skipulagningu Alþýðusamb. á að vera sú, að „þau verklýðsfélög, sem kömmúnistar á sínum tíma klufu út úr alþýðusamtökunum og gerðu „óháð“ á sína vísu, yfirgáfu þá aftur vegna illrar reynslu f hinu „óháða“ ástandi“. Um þetta er í skemstu máli að segja, að EKKERT VERKLÝÐS- FÉLAG hefir sagt sig úr Alþýðu- sambandinu fyrir áhrif frá komm- únistum. Þeir hafa þvert á móti barist fyrir því, þrátt fyrir skipu- lagsgalla Alþýðusambandsins, að þau verklýðsfélög, sem eru undír áhrifum þeirra, væru kyr í því, meðal annars til að beita sér þar fyrir endurskiplagningu sam- bandsins. Á sama hátt hafa komm- únistar barist fyrir því, með tals- vérðUm árangri, að verklýðsfélög, sem ekki voru í Alþýðusamband- inu gengju í það. Á þann hátt hafa ýms verklýðsfélög „yfirgefið“ kommúnistana, eins og „Alþm.“ er svo hreykinn yfir. Hvort hann verður jafn hreykinn yfir full- trúasendingu þessara félaga á Al- þýðusambandsþingið í haust, skap- ast af afstöðu hans til einingar- mála verkalýðsins. Að samt skuli enn vera allmörg verklýðsfélög utan Alþýðusam- bandsins, er sök hinna afturhalds- sömu foringja þess, sem rekið hafa úr því hvert félagið af öðru — og neitað öðrum um inngöngu — þegar þeir, af flokkspólitískum á- stæðum, hafa látið stofna sprengi- félög víðsvegar um landið. Það er, meðal annars, til að binda enda á slíka óhæfu, að sam- einingarmenn heimta skipulags- legan aðskilnað verklýðsfélaga- sambandsins og hins pólitíska flokks. Þriðju og síðustu ástæðuna gegn endurskipulagningu Alþýðu- samb. telur „Alþm.“ þá, að „fyrir kommúnistum vaki ekkert annað en að bæta aðstöðu sína til áróð- urs í verklýðsfélögunum, og kljúfa þau og sundra með hjálp fasista“. Það hefir þegar verið drepið á, hverjir hafa framkvæmt klofning verklýðsfélaganna, ehdá það svo kunnugt almenningi, að ekki eh þörf á að ræða náhar. Fasistagrýí- an hauh ekki helduf, í þessú sam—

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.