Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 08.10.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 08.10.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 8. október 1938. | 47. tbl. Verður aukin úfgerð liéðan t'rá Akureyrt ? Það, sem fyrst og fremst veldur því mikla atvinnuleysi, sem er hér á Akureyri, og verið hefir undan- farin ár, er það hvernig sjávarút- vegurinn, sem var stundaður héð- an allmikið, er næstum því að segja lagður niður. Það er því augljóst, að þrátt fyr- ir væntanlega aukningu iðnrekstr- ar hér, eftir að raforka fæst frá nýju rafveitunni, verður ekki, í bili, ráðin veruleg bót á atvinnu- leysinu hér, nema með endurreisn sjávarútvegsins — og þá vitanlega á grundvelli þeirrar tækni, sem nú er fyrir hendi, en ekki með veiðitækjum frá því um aldamót. Deild Kommúnistaflokksins hér, og hinum róttæku verklýðssam- tökum bæjarins, hefir lengi verið þetta ljóst, og hafa gert kröfuna um aukna útgerð að höfuð-atriði, í sambandi við atvinnuleysismálin. í mörg ár hafa fulltrúar komm- únista í bæjarstjórn Akureyrar barist fyrir því að bæjarstjórnin beytti sér fyrir framkvæmdum á þessu sviði, en hafa fengið daufar undirtektir. Veturinn 1936—’37 fengu þeir þó því til vegar komið, að bæjarstjórn kaus „Útgerðar- nefnd“, sem fengið var það verk- efni að útvega bæjarstjórninni sem nánastar upplýsingar um öll skilyrði • til stórútgerðar héðan. Var fulltrúi kommúnista, Tryggvi Helgason, valinn formaður nefnd- arinnar. Nefndin lagði síðar fyrir bæjarstjórn mjög glöggt yfirlit yf- ir rekstur allmargra togara — ásamt öðrum upplýsingum — og sýndu þessar upplýsingar, að þrátt fyrir slæma afkomu togara- flotans í heild, skáru nýjustu og bestu skipin sig svo úr, að auðvelt mundi að gera slík skip út héðan, með sæmilegum hagnaði. Þessu máli var þó ekki frekar sint að sinni, meðal annars vegna þess, að meirihluti nefndarmann- anna sjálfra hafði lítinn áhuga fyrir málinu. S.l. vetur fengu kommúnistar í bæjarstjórn nefndina kosna upp Á fjölmennum fundi Verka- mannafélags Siglufjarðar i fyrra- kvöld fór fram kosning 4 full- trúa á Alþýðusambandsþing. Kosnir voru: Jón Jóhannsson, formaður félagsins, Jón Jónsson, Kristmar ólafsson og Steinn Skarphéðinsson. Eru þeir allir eindregið fylgjandi sameiningu verkalýðsins. Hægri menn stiltu ekki upp. Ennfremur var sam- þykt einróma tillaga þess efnis að félagið fæli fulltrúunum að beita sér fyrir aðskilnaði verklýðsfél,- samtakanna og Alþýðufl. og stofnun óháðs landssambands fag- að nýju, og var henni nú til við- bótar falið að afla upplýsinga um verð og greiðsluskilmála á nýjum skipum, heppilegum til veiðiskap- ar héðan. Varð Tryggvi Helgason enn formaður nefndarinnar. Það gekk enn erfiðlega að fá nefndina til að skila nokkrum samhljóða tillögum til fram- kvæmda í þessu máli. En þó varð þess nokkuð vart á s.l. vori — bæði innan nefndarinnar og utan — meðal peningamanna bæjarins, að þeir höfðu nokkurn áhuga fyrir að stofna hér til útgerðar, ef þeir fengju eftirgjafir á gjöldum út- gerðarinnar til bœjarfélagsins. Bar þá útgerðarnefndin fram í (Framh. á 2. síðu). félaganna, þar sem fullkomið lýð- ræði ríki og allir meðlimir jafn- réltháir án tillits til skoðana sinna á stjórnmálum eða öðrum málurn, ennfremur var fulltrúun- um falið að beita sér fyrir sam- vinnu og sameiningu verklýðs- flokkanna. Greiddu hægri menn einnig þessari tillögu atkvæði. 108 manns gengu inn á fund- inum. Hefir félagið ekki haldið fundi um 3 mánaða skeið og inntökubeiðnir þvi safnast fyrir. Verklýðfélagið á Dalvik hélt nýskeð fund og kaus fulltrúa á (Framh. á 2. síðu). Dómur eyíirskrar alpýðu yíir klolninysstefuunni.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.