Verkamaðurinn - 03.06.1939, Qupperneq 2
2
VERKAMAÐURINN
NÝJABÍÓ
Laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 9:
Aðalhlutverkið leikur vin-
sælasti gamanleikari Svia:
ddoli Jahí.
Karlakór Akureyrar
hélt mjög fjölsótta hljómleika a
hvitasunnudag og fékk hinar
hlýjustu viðtökur áheyrenda.
Varð að endurtaka mikinn hluta
söngskrárinnar, bæði einsöngslög
og kórlög. En einsöngvarar voru
þeir Magnús Sigurjónsson og Sverrir
Magnússon, báðir vel kunnir frá
fyrri hljómleikum kórsins.
Sérstökum hátiðablæ brá yfír
hljómleik þennan þegar i upphafi,
er söngstjóri bað áheyrendur risa
úr sætum sinum og blusta stand-
andi á fyrsta lagið, - Hio dimma, grimma
tiamraböll, — til heiðurs og virð-
ingar við minningu tónskáldsins,
Sigfúsar Einarssonar, er þá var
nýlátinn.
Allir voru hljómleikar þessir
hinir prýðilegustu og mjög á-
nægjulegir. Er hinn vandaði
pianósöngur kórsins áður kunn-
ur. En að þessu sinni virtist
mér einnig, að raddfylling og
kraflur væri meiri en nokkru
sinni áður. Enda er kórinn ail
stór, 36 manns, og bassar sér-
staklega góðir.
Söngskráin hafði að þessu sinni
upp á ýmislegt nýstárlegt að bjóða
auk vel kunnra og vinsælla laga
frá fyrri hljómleikum. Má þar
til netna m.a.: Við Skulum ekki hsfa
hátt, hér er margt að ugga, - nýtt
lag eftir Friðrik Bjarnason, söng-
kennara (náfrænda Sigfúsar Ein-
arssonar). Er lag þetta sérkenni-
legt mjög og bugðnæmt, saman-
ofið úr gömlum barnastefjum og
viðlögum. Annað var bið prýði-
lega, Ijóðræna og þýða lag Björg
vins Guðmundssonar: |Ú dreymif
alt, — og að siðustu nýtt lag eftir
söngstjórann, Áskel Snorrason:
SíttO heil, — með undirspili hr.
Róbert Abraham, og hatði hann
samið undirspilið. Var lag þetta
athyglisvert mjðg, einskonar ný-
tisku rimnakveðskapur. er opnar
manni innsýn — eða útsýn —
til þess, hvað gera megi úr is-
lenskum rimnaháttum og alþýðu-
kveðskap. Féll lag og undirspil
sérkennilega vel saman i sterka,
ljóðræna heild, er hreif mann
einkennilega. — einnig spilaði
Róbert Abraham undir lag Karls
Rúnóifssonar: Nú slgla svörtu skipin.
— Hljómleikum þessum var svo
vel tekið, að þá hefði átt að end-
urtaka, áður en sólskin og sunn-
anvindar og sumar gengur í garð
fyrir alvöru. Feir voru þess vel
verðir. % V.
Sjómannaljóð
Magnúsar Stefánssonar
er hlutu I. verðlaun í
samkeppni.
íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknarleið,
eftir súðbyrðings-för
kom hinn seglprúði knör
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt,
þá er eðlið samt eitt,
eins og ætlunarverkið,
er sjómannsins beið.
Hvort sem fleytan er smá
eða seglprúð að sjá
og hvort súðin er tré eða stál,
hvert sem knýr hana ár
eða reiði og rár
eða rammaukin vél yfir ál,
hvert eitt fljótandi skip
ber þó farmannsins svip,
hann er ferjunnar andi
og hafskipsins sál.
Hvort með heimalands strönd
eða langt út í lönd
á hann leið yfir ólgandi flóð,
gegnum vöku og draum
fléttar tryggðin þann taum,
sem hann tengir við land sitt og
þjóð,
þegar hætt reynist för,
þegar kröpp reynast kjör,
verpur karlmennskan íslenska
bjarma á hans slóð.
íslands Hrafnistumenn
eru hafsæknir enn,
ganga hiklaust á orustuvöll
út í stormviðrin höst,
móti straumþuligri röst,
yfir stórsjó og holskefluföll,
flytja þjóðinni auð,
sækja barninu brauð, \
færa björgin í grunn
undir framtíðarhöll.
Fasistarfkin fá hæfilegt svar.
(Framh. af 1. síðu).
1937 voru tekjur Sovétríkjanna
96.6 miljarðar rúblna og út-
gjöldin 93,6 miljarðar. 1938 voru
tekjurnar, samkvæmt bráða-
birgðaskýrslum, 127,6 miljarðar
og útgjöldin 124 miljarðar. Tekj-
ur og útgjöld höfðu þá hækkað
um 32°/o.
1939 eru tekjurnar áætlaðar
155.6 miljarðar, eða eiga að
bækka um 22°/o eða um 28 milj-
arða. Skattarnir á fólkinu eru
þó að mjög litlu leyti hluti þess-
ara tekna eða aðeins 4°/o af tekj-
unum, eru tekjurnar að mestu
leyti af umsetningarskatti á at-
vinnufyriitækin og af gróða rik-
isfyrirtækjanna.
Útgjöldin 1939 eru áætluð 154,9
miljarðar eða 25°/o hærri en 1938.
Til atvinnumála fara 59 miljarðar
rúblna (1938: 47 miljarðar) og
er það l4,7°/o hækkun. M a. leggur
rikið fram 25 miljarða rúblna
til bygginga nýrra verksmiðja.
Til menningar- og félagsmála fara
38 miljarðar og er það 9,2°/o
hækkun frá þvi í fyrra.
Á timabili annarar 5 ára áætl-
unarinnar hefðu verið bygðir
Tllhögun:
Kl. IO f. li.
Hópganga sfómanna. Oangan hefst
frá innri hafnarbryggjunni.
Kl II f. 1».
Guðþfónusta á Róðlaústorgi, séra
Friðrik Rafnar predikar. Karlakórinn Oeysir
annast sðnginn.
Kl. 2 e. h.
Útlsamkoma vtð httfnlna.
1. Kappróður (sex bátshafnir). Keppt um bik-
ar gefinn af Dtgerðarmannafélagi Ak.
2. Sýndar herpinótaveiðar (m.s. Kristján).
Kl. 5 e. h.
Samkoma i Samkomuhúslnu.
1. Söngur: Karlakór Akureyrar.
2. Ræða: Davíð Stefánsson, skáld.
3. Ræða: Helgi Valtýsson, rithöfundur.
4. Söngur: Karlakór Akureyrar.
Kl. IO e. h.
Danslelkur i Samkomuhóstnu.
Hljómsveit spilar. Aðgangur kr. 1.50. Húsinu
lokað kl. 11,30.— ölvuðum mönnum bann-
aður aðgangur.
Merkl verða seld allan daglnn 111 ágéða ffyrlr
Björgunarakútu N'orðlendinga, og kosta þau kr.
l.oo og kr. 0,50. Merkln gilda að ölluin skemti-
atriðunum að undanteknum dansletknum.
Sfómannadagsnefndln,
Strigaskor,
allar stærðir.
Enn vantar nokkrar
Kaupakonur
á góð sveitaheimili í
nánd við Akureyri.—
Vinnumiðlunarskrifst.
18,787 nýir skólar. Á sama tima-
bili hefðu útskrifast 370,000 stúd-
entar úr Sovétháskólanum (en
170,000 á timabili fyrstu 5 ára
áætlunarinnar).
Sverjeff lauk máli sinu með
þessum orðum:
ioÞað er ekkert afl til í veröld-
inni, sem getur sigrað sameinaða
170 miljóna þjóð, sem er undir
forustu BoUévikkafiokksins og
hans snjalla foringja, Stalins.«
Til sjómanna
og verka-
manna.
•eni flylflð ffll atvinnu
ulan Akureyrai:
Munid aö endurnýja
bappdrættismiða yðar
áður en þér farið og
belst fyrir allan timan,
sem þér verðið fjær-
verandi. —
AthugiÖ vel:
Þegar nú vinningum
fjölgar og þeir hækka.
er það — vegna sjálfra
yðar — lifsskilyrði að
endurnýja, annars get-
ur það kostað yður
jafnvel þúsundir króna,
að gleyma endurnýjun.
Aðgætið, að þetta hefir
komið fyrir hér áður.
Herrabelti,
fléttuð.
Pttnfunarfél.