Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.09.1939, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 23.09.1939, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN Jakob ÁmaBon: Pólland. Þessa dagana er Pólland á allra vörum. Ekki mun þó ofsagt að flestir þeir, sem háværastir eru nú um Pól- land munu vera næsta ókunnugir þró- uninni og ástandinu þar undanfarið. Samt sem áður eru dómar uppkveðnir og það vissulega oft umhugsunarlaust. Augljóst er þó að ýtarlegri þekking á kjörum alþýðunnar, stjórnarfari o. fl. í landinu er enganvegin ómerkilegur grundvöllur til þess að kveða upp úr- skurði um sennilega upphaf atburða, sem eiga eftir að valda gjörbyltingu í Evrópu og víðar, fyr en máske marga grunar. Og þó ýmsum kunni að virðast það fráleitt að rekja ýmsa þætti, er snerta líf íbúa Póllands, — þar sem Sigurður Einarsson dósent hefir ausið með mikilli mælgi úr vísdómsbrunni sfnum, um Pólland nú nýlega í út- varpinu — er þess einmitt þörf engu að síður, sökum þeirrar sorglegu stað- reyndar að hinum hálaunaða fyrirles ara varð það á — af einhverjum ástæðum — að sneiða algjörlega eða nær alveg hjá þýðingarmestu atriðum í þróun og lífi þeirra þjóða, er Pól- land byggja. Með hruni auðvalds skipulagsins í Rússlandi fékk sjálfstæðishreyfing Pól- verja byr í segli'n. Samkvæmt friðar- samningunum í Brest-Litovsk, 3. mars 1918, afsalaði ráðstjórnin sér réttindum til Póllands og með ósigri Pýskalands haustið 1918, var grundvöllurinn lagð- t^r að hinu pólska lýðveldi, er var formlega stofnað 3. nóv. sama ár. Pýsku setuliðssveitirnar voru reknarúr Póllandi, og Pilsudski, leiðtogi »Pólska jafnaðarmannaflokksins*,* sem verið hafði fangi f Pýskalandi, var látinn laus af hinum nýju valdhöfum þar, og kom nú heim. Pólska »ríkisráðið« fékk honum völdin í hendur. Lýsti hann sig »æðsta mann ríkisins«, og skipaði síðan stjórn undir forsæti Moraczewski. í stjórninni áttu eingöngu sæti hægri sósíaldemokratar og með- limir bændaflokksins »Wyzwolenie«. Verkamannaráð voru mynduð í stærstu borgunum eins og í Sovétríkjunum og áttu kommúnistar marga fulltrúa f þeim. Fjármálamennirnir og bankarnir tóku strax upp baráttu gegn stjóminni og hún gafst upp og sagði af sér í jan. 1919, í stað þess að taka upp baráttu gegn afturhaldinu. Kommún- istaflokkur Póllands var bannaður um leið (og hefir starfað leynilega síðan) og Pilsudski fól nú fulltrúa aðalíhalds- flokksins að mynda nýja stjórn, og hallaði sér síðan æ meir til hægri. í febr. 1919 hóf pólskur her, undir persónulegri forustu Pilsudskis, árás á Sovéthéruðin í austri og norðri. Franska íhaldsstjórnin studdi þessa herferð með ráðum og dáðum, bæði með því að skipuleggja pólska herinn og endur- skipuleggja og auka pólsku hergagna- framleiðsluna. í jan. 1920 hófst svo aðalherferð Pilsudskis gegn Sovétlýð- veldunum. 25. apríl brautst pólski her- inn í gegnum aððlvarnarstöðvar Rauða hersins hjá Kazakin, enda varð þá Rauði herinn vopnalítill og vistasnauður að verjast innrásarherjum fjölmargra þjóða í vestri, suðri, norðri og austri og 6. maf »marséraði« pólski herinn, í enskum her- klæðum og með franskar byssur, inn í Kiev, höfuðborg Ukraina, en Pilsud- ski kom fram sem »frelsari Ukraina«> En strax í júnf hrakfi Rauði herinn pólska innrásarherinn úr borginni og rak svo hratt flóttann að Varsjá var hætta búin. Pilsudski óttaðist bylt- ingu í landinu og myndaði í skyndi svokallaða »verkamanna og bænda- gtjórn« en fangelsaði kommúnista jafnframt þúsundum saman. Sókn Rauða hersins til Varsjá fór út um þúfur og í mars 1921 var friður sam- * Þegar Jafnaðarmannaflokkur Póllands klofnaói 1906 varð Pilsudski foringi hæri armsins. in í Riga þar sem Sovétríkin neyddust til að afhenda Póllandi nokkurn hluta af Hvíta-Rússlandi og hluta af Ukra- inu, héruðin, sem Rauði herinn hefir nú tekið í þessari viku. Með friðarsamningunum í lok heims- styrjaldarinnar hlaut Pólland megin- hlutann af Pósen, er áður t lheyrði Rýskalandi og hluta af Vestur Prúss- landi og 1921 fékk það enn verulegan hluta af hinu þýðingarmikla iðnaðar- svæði, Efri-Slésíu, þrátt fyiir að þjóð- aratkvæði þar hefði fallið Pýskalandi í vil. 1922 réðist pólskur her undir forustu Zeligowski herforingja á Vilna höfuðborg Lithauen og hefir hún og héraðið umhverfis síðan tilheyrt Pól landi, þrátt fyrir gagnstaðan úrskurð Bandamanna á Versalaráðstefnunni. 23. mars. 1935 var stjórnarskrá Pól- lands breytt. Samkv. þessari nyju einræð- issinnuðu stjórnarskrá fékk forsetinn nú vald til að skipa og afsetja ráðherra og aðra æðstu embættismenn, útnefna 1/3 af senatinu (annari deild þingsins) og uppleysa þingið er honum þóknað- ist. Hann fékk vald til að gefa út lög og gera samninga við erlend ríki. í júní 1935 var kosningalögunum gjör- breytt. þannig að lýðræðið var enn meir takmarkað. Hrun þýska marks- ins 1923, dróg pólsku myntina með sér. Óx nú öngþveitið í fjármálum og atvinnumálum ár frá ári. 12. maí 1626, marséraði Pilsudski með her- sveitir stnar inn í Varsjá, setti stjórn Witosar bændaforingjans frá völdum, gerði Mosc cki vin sinn að forseta og sjálfan sig að hermálaráðherra, og var þar með raunverulega einráður. Hinn fyrrverandi sósíaldemokrataleiðtogi, sem um nokkur ár undanfarið hafði engin afskifti haft af stjórnmálum, gekk nú að því með oddi og egg að breyta pólska lýðveldinu í hálffasistiskt einræð- isríki. Hann gerði bandalag við stór- jarðeigendurna, iðnaðarkóngana og í- haldssamasta hluta sósíaldemokratanna og hóf síðan miskunnarlausa baráttu gegn andstæðingunum. Flóðöldur heimskreppunnar skullu yfir Pólland 1929. Atvinnuleysið óx stöðugt og óánægjan að sama skapi meðal verkamanna og bænda. And stæðingar Pilsudskis elfdust í sejmen (önnur deild þingsins) og stjórnar kreppur urðu æ tíðari. Pilsudski svar- aði með því að takmarka prentfrelsið og fundafrelsi og fangelsa um 90 and- stæðinga sína í þinginu (sejmen). Við kosningar til sejmen 1930 var beitt vægðarlausum ofsóknúm af hálfu Pilsudskis. Einræðisklíkan hlaut meiri hluta í sejmen. Ástandið meðal bænda og verkamanna óx enn og andstaðan gegn einræðinu. Við bæjarstjórnar- kosningarnar í Lodz, stærstu iðnaðar- borginni, 1936, hlaut samfylkingarlisti verkamanna 120 þús. atkv. og 40 sæti af 72. Rikisstjórnin neitaði að viðurkenna úrslitin. Hið nýkjörna bæj- arráð var uppteyst með valdi. Borgar- sfjórinn, sem meirihluti bæjarráðsins hafði kjörið, var handtekinn og ákærð- ur fyrir að hafa verið í sambandi við hinn leynilega kommúnistaflokk og var dæmdur í 5 ára fangelsi. Við bæjarstjórnarkosningarnar í des. 1938 fékk einræðisstjórnin aðeins tæpan þriðjung fulltrúanna. Allir andstæðing- ar höfðu gengið til kosninganna með kröfu um að vináttunni við Pýskaland yrði slitið. Pessari kröfu var ekki sint fyr en um seinan. Enn er í fersku minni sameiginleg árás Póllands og Þýskalands á Tjekkoslóvakíu s.l. haust. Eftir þá atburði og einmitt vegna þeirra komst Pólland nú á dagsítrá sem næsta skref Hitlers. Petta var árangurinn af Munchen-sáttmálanum hvað Pólland snerti. Sameiginleg landa mæri Póllands og Þýskalands Iengd- ust um mörg hundruð kílómetra, hin- ar traustu víggirðingar Tjekkoílóvakíu í höndum nazismans og hinn sterki her Tjekka afvopnaður. Bandalag Pól- lands við Tjekka hefði hinsvegar, með stuðningi Rúmeníu og Júgóslavíu, sem óttuðust ásælni Pýskalands, verið traustasta vörn sjálfstæðis Póllands. En landráðum pólsku einræðisklík- unnar undir forustu Rydz Smigly herforingja og utanríkismálaráðherrans Becks, sem kallaður* hefir verið »versl- unarerindteki Hitlers*, var ekki lokið þó hún neyddist til að höggva á vin- áttuböndin við Þýskaland. Hún þver neitar (með samþykki og að undirlagi bretsku og frönsku stjórnanna) að leyfa Rauða hernum að fara yfir Pólland í slyrjöld við Þýskaland til varnar Pól- landi. Harðstjórn Rydz-Smigly óttaðist áróður. Sérhagsmunir ofstopafullrar yfirstéttarklíku urðu þyngri á metunum en föðurlandsástin. Pólland bygðu í stríðsbyrjun 34 — 35 miljónir manna. Pólverjar eru fjölmennasti þjóðflokkurinn í landinu, þá Rússar, Oyðingar, Þjóðverjar, Lit- hauar, Tjekkar o.s.frv. Um 'U hluti býr í borgunum. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður, og þá fyrst og fremst kornrækt. Landbúnaðurinn er yfirleitt á mjög lágu stigi og kjör sveitaalþýð- unnar og iðnverkalýðsins hin bág- bornustu. Kjör bændanna hafa verið svo kröpp að uppreistir hafa brotist út hvað eftir annað, gegn harðstjórn aðalsmannanna, herforingja og annara auðmanna. Víðtækastar og tíðastar hafa uppreistartilraunirnar verið í ukrainsku og hvít-rússnesku héruðun- um, enda var ástandið hörmuiegast meðal bændanna þar, var það í engu frábrugðið kjörum bænda í Rússlandi á dögum keisarans. Herleiðangrar voru sendir gegn bændunum til þess að refsa þeim og uppreistartilraunirnar bældar niður. Samkvæmt opinbcrum skýrslum 1937 áttu 18 þús. gósseigendur 44,8°/o af ræktaða landinu. 1,5 miljónir bænda áttu minna en 5 hektara land. 1,1 miljón átti minna en 2 hektara, og 333,859 áttu minna en ’■/» hektara! Samkvæmt útreikningi pólskra hag- fræðinga höfðu bændur, sem áttu 5 morgen af landi (1 morgen = 25,5 arar) til jafnaðar 23 groszy tekjur á dag (100 groszy = 75 aur. d.). Á tímabilinu 1928—1937 féllu landbún- aðarvörnr um 33%. Til þess að heyra nýjungar og ræða áhugamál sín lögðu bændurnir oft á sig að ganga berfættir 20—30 km. á fundi bændaflokksins, en foringi þess flokks, Witos, var í útlegð frá því 1926 uns s.l. haust. Bændurnir höfðu ekki efni á að kaupa blöð, tæplega eldspítur. Peir unnu á ökrunum bæði berfættir og skyrtu- lausir, engin efni voru til að njóta slíkra »munaðarvara«. Ástandið að öðru leyti var í sama dúr. Samkvæmt opinberum skýrslum Hagstofunnar í Varsjá 1937 var meira en helmingur barna berklaveikur. Stjórnaiblaðið »Gazeta PoIska«, taldi að í landbún- aðarhéruðunum umhverfis Krakau sé barnadauðinn 50% fyrstu 7 árin. Al- þýðumentunin er á afarlágu stigi, sér- staklega í austustu héruðunum, þar sem ekki eru nema 50- 60% af full- orðnum mönnum læsir og skrifandi. Pjóðernisminnihlutarnir hafa sérstak- lega verið beittir miklu ofríki af pólsku yfirstéttinni bæði í hagsmuna- og menningarmálum. Kensla í skólunum á móðurmáli minnihlutaþjóðanna hefir stöðugt verið takmörkuð meir og jafn vel afnumin, þrátt fyrir samninga um hið gagnstæða. Kjör iðnaðarverkalýðsins voru einnig hin ömurlegustu. 1938 var meira en helmingur iðnverkamanna atvinnulaus. Verkföll í iðnaðinum hafa færst í auk- ana undanfarin ár jafnhliða þverrandi atvinnu. 1937 voru t. d. háð 670 verkföll við 4000 iðnfyrirlæki og voru þátttakendur 139 þúsund. Petta hvort- tveggja gefur allglögga hugmynd um kjör iðnverkafólks. Á síðari hluta ársiiTs 1937 ferðaðist ameríski blaðamaðurinn Felix Struck, frá New-York, um helstu bænda- og iðnhéruð Pólland, Ferðasaga hans er NÝJA-BÍÓ Lnugardags- og sunnudagskvöld kl. 9 Fliótainli 911II Sunnnudaginn kl. 5 Græoa lyftan. Síðasta sinn! Niðursett verð! mjög skilmerkileg og nákvæm lýsing á ástandinu þar. Hann átti m. a. tal við marga bændur, sem tóku þátt í bændaverkfallinu mikla í ágúst 1937. Verkfallið var hafið til þess að reyna að knýja stjórnina til að skifta stór- jörðunum eða hlutum af þeim milli fátækustu bændanna, og til þess að knýja fram ýmsar aðrar hagsmuna- og réttarkröíur bænda svo sem að bændaleiðtoginn Witos fengi leyfi til þess að koma heim úr útlegðinni. Herlið og lögregla var sent á vettvang. Verkfallið var brotið á bak aftur með byssustingjunum eftir 10 daga. Margir bændur flýðu til fjalla og skóga og dvöldu þar í margar vikur. Lögreglan og herinn réðist á bæina, misþyrmdu konunum og kveiktu í hús- unum. Aðeins í héruðunum umhverfis Preworsk, Rzeszow og Jaroslaw í Galiciu voru 47 bændur drepnir og mörg hundruð særðir. Málaferli voru síðan hafin gegn rúmlega 3000 bænd- um. Þannig var nú »paradís« sveita- alþýðunnar samkvæmt lýsingu hins ameríska blaðamanns. Ekki verður hjá því komist að taka tillit til fyrnefndra staðreynda þegar rætt er og dæmt er um afskifti Sovét- lýðveldanna af Póllandi. Pað er einnig ókleyft að ganga á snið við þá at hyglisverðu staðreynd að stjórn lands- ins og yfirstjórn hersins, reyndist al- ófær til að skipuleggja vörnina þegar þýski herinn hóf innrásina, og flýði síðan úr landi meðan bardagarnir stóðu sem hæðst. Sú stjórn hefir ekki treyst mikið fylgi alþýðunnar við sig, enda skiljanlegt. Stingur slíkt atferli mjög í stúf við framkomu bolsevikkastjórnarinnar á árunum 1918-21, þegar auðvaldsher- irnir herjuðu verklýðsríkið úr öllum áltum. Pá verður ekki gengið fram hjá þeirri veigamiklu staðreynd að al- þýðan í Póllandi hefir raunverulega aldrei átt föðurland. Og freisi hennar fólgstíþví að þræla baki brotnu fyrir miskunarlausa harðstjórn Pilsudskis og Rydz-Smigly- Mörgum hefir orðið það á að kveða upp þann vægast sagt fljótfærnislega dóm að Sovétríkin hafi með töku Vestur-Hvíta-Rússlands og Vestur- Ukrainu, framið verstu óhæfu. Gegn hverjum? Sovéthéruðin áttu um tvent að velja, sitja hjá og lofa nazistahern- um að taka umrædd héruð með báli og brandi, eða þá að fara þá leið, sem sovétstjórnin fór, að láta Rauða herinn taka þau og vernda hina rúss- nesku íbúa þeirra og aðra alþýðu þar gegn grimd og ánauð fasismans. Hver treystir sér til að halda því fram, að það sé óhæfa að hindra ránsför naz- ismans og undirokun? Eignalausu bændurnir, sem nú hafa loksins fengið stórjörðunum skift á milli sín og að- stöðu til að lifa eins og mönnum sæmir, bændurnir, sem nú hafa loks- ins eignast raunverulega sitt föðurland, munu áreiðanlega ekki kvarta undan því að Sovétlýðveldin hafi framið óhæfu gegn þeim. Og enginn sem íhugar sjálfur þessar staðreyndir — í stað þess að gleypa umhugsunarlaust fáranlegustu blekkingar þeirra pólitísku hvftvoðunga, sem skrifa sum auðvald*-

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.