Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.01.1941, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 04.01.1941, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson, Jakob Árnason. Abyrgöarm.: Steingr. Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftargjald kr. 6.00 árgangur- inn. 1 lausasölu 15 aura eintakið Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags- ins, Qránufélagsgötu 23. Prentverk Odds Björnssonar. Verklýösfélögin semja sili á hvað. Pví gerir A'þýðusam- bandið ekkert til að samstilla kröfur og krafta verklýðsfélaganna ? í síðasta blaði var nokkuð rætt um þá miklu möguleika, sem verklýðshreyfingunni væru búnir til sameiginlegra átaka um kaup- gjaldsmálin, með því að kaup- samningum hafði samtímis verið sagt upp um land allt — og bent á það mikla hlutverk, sem Alþýðu- sambandið hefði að vinna í þessu efni. En það verður að segja, að þessir möguleikar hafa verið hörmulega illa notaðir. Hvergi hefir verið nokkurt samstarf milli hinna einstöku verklýðsfélaga — að frátöldum þeim þremur verk- lýðsfélögum í Reykjavík, sem nú standa í verkfalli — heldur hafa félögin samið sitt á hvað, án nokkurra átaka við atvinnurek- endur — um það, sem þeir „góð- fúslega“ hafa viljað láta af hönd- um af stríðsgróðanum. Og, eins og vita má, eru það engin ósköp, sem þeir þannig láta af mörkum — svo að enn verður langt frá, að vinnulaun verka- fólksins komist til samræmis við verðhækkun lífsnauðsynjanna. Hvernig stendur á því, að sam- band verklýðsfélaganna — Al- þýðusambandið — skuli ekkert aðhafast í þessum málum? Það er af því, að þó skipulagi sambandsins hafi verið breytt í lýðræðislegt form, er forusta þess enn einokuð í höndum Alþýðu- flokksins, sem hinsvegar er svo tjóðraður á bitlingajötu „þjóð- stjórnar“- afturhaldsins, að hann má sig hvergi hræra — jafnvel þó viljann ekki vantaði — til fram- dráttar hagsmunamálum verka- lýðsins. Sú reynsla, að Alþýðusamband- ið skuli enga tilraun hafa gert til að hagnýta þetta einstaka tæki- færi til að koma fram réttmætri kauphækkun handa verkafólkinu,. verður að kenna því, að hagsmun- ir þess eru í voða, nema það vakni til fullrar meðvitundar um nauðsyn þess að efla stéttarsam- tök sín, heima fyrir og á lands- mælikvarða, og . TAKA SJÁLFT FOR- fógetann dieymir enn. Bæjarfógetinn reynir í „ísl.“ í gær enn að verja hin umtöluðu vinnubrögð sín. Út af ummælum fógetans skal þetta tékið fram: Fógetinn lét fasteignamats- nefnd ekki í té þá skýrslu um fasteignir, sem hann samkv. lög- um átti að láta hana hafa á árinu 1938. Vanrækti fógetinn að leysa þetta starf af hendi, jafnvel þó hann ætti kost á aukagreiðslu fyr- ir það. Fasteignamatsnefnd Akur- eyrar hefir aldrei samþykt að leysa fógetann frá þessu skyldu- starfi hans. Enda engin ákvæði í fasteignamatslögunum um heim- ild til að leysa fógetann eða aðra álíka silakeppi frá þessari skyldu. Fullyrðing fógetans um þetta er því draumur nr. 2. Önnur atriði, sem fógetinn drep- ur á skifta engu máli. T. d. var blaðið er „Verkam.“ drap á í svar- greininni til fógetans í síðasta tbl. ekki „Verkam.“ Það var þjóð- stjórnarblað eins og fógetinn veit auðvitað. Að síðustu. Það er óþarfi fyrir fógetann að taka það fram í „ísl.“ að hann eigi önnur áhugamál kærari en fógetastarfið. Bæjarbú- ar vita mætavel að störf hans sem fógeta sanna það miklu betur en yfirlýsingin í „lsl.“ Fógetinn segir að sig hafi einu sinni dreymt um að verða blaða- maður. Hann mun líka hafa ætlað sér að verða skáld. Hann er það áreiðanlega á vissan hátt. En ef hann vill verða frægur fyrir ann- að en staðlausar fullyrðingar og draumarugl, þá ættí hann að halda sig við sannleikann og stað- reyndirnar og skrifa heldur t. d. um víxilinn fræga í Islands- banka hér á árunum. USTU ÞEIRRA í EIG- IN HENDUR, svo afl þeirra verði ekki áfram notað til pólitískra hrossakaupa bitlingasjúkra braskara. Og það er ekki hvað síst verka- lýðurinn hér á Akureyri, sem draga verður þessa lærdóma, því ekki er vitað að nokkurstaðar hafi verið aumlegar samið, en hér. Víðast hvar hafa einhverjar kjarabætur fengist, áðrar en dýr- tíðaruppbótin, og víðast hvar er hún miðuð við mánaðarlega vísi- tölu. Hér er ekki gerð tilraun til að fá neitt — nema dýrtíðaruppbót, samkv. útreikníngi kauplags- nefndar (sem meira að segja „Al- þýðum.“ hefir kannast við að sé of lágur) og sú uppbót kemur alltaf þremur mánuðum á eftir verðhækkuninni! Verkafólk! Það dugir ekki leng- ur að láta einn mann, utan stéttar ykkar, ráðskast með hagsmunamál ykkar. Hristið af ykkur mókið, og tak- ið sjálfir til starfs í félagi ykkar. Gerið það fjölmennt og starf- andi og sterkt, og stjórnið því í samræmi við hagsmuni stéttar ykkar. „StiinclÍKi“ fal§ar grein eftir PaulRobeson, negrasöngvarann heimsfrœga. Inn í ddeilugrein gegn auðva/di og afturhaldi er lœtt niði um kommúnismann, en Robeson er sjálfur kommúnisti! í síðasta hefti tímaritsins „Stund- in“ er birt þýðing á grein eftir Paul Robeson, hinn heimsfræga negrasöngvara, og birtist greinin nýlega í amerísku tímariti. Þeim, sem vita að Paul Robeson hefir hvað eftir annað gengið fram fyr- ir skjöldu til varnar amerískum kommúnistum, vita, að hann hef- ir sent einkason sinn til langdval- ar í Sovétríkjunum, vegna þess að það er eina menningarlandið, þar sem enginn greinarmunur er gerð- ur á kynþáttum, að hans eigin sögn, — mun koma endir greinar- innar í „Stundinni“ kynlega fyrir sjónir. Þar er ekki annað sjáan- legt, en að Paul Robeson sé far- inn að hugsa líkt og íslenskur þjóðstjórnargrautarhaus, leggi að jöfnu kommúnisma og fasisma, og telji kommúnisma eina - tegund „afturhaldsins“. Sannleikurinn er sá, að Paul Robeson hefir ekki skift um skoð- un. Grein hans, sem hér um ræðir, „In what direction are we going?“ er markviss ádeila á afturhaldið í Bandaríkjunum og um allan heim. En „Stundin“ falsar orð Robesons á hinn ósvífnasta hátt, inn í grein hans er lætt alt annari meiningu en er í frumritinu. Þessu til sönn- unar skal hér birt niðurlag grein- arinnar á frummálinu og í þýð- ingu „Stundarinnar“. Paul Robeson: „Against this new twentieth century kind of enslavement the Negro people in America are a li- ving powerful bulwark. Facism, oppression or by what ever name reaction is called — would lay a bitter bloody terror on the 12.000.000 Negros in the United States. And the strength of this 12,000,000 is one of America’s de- fenses against the loss of liberty for America’s. 130,000,000“. Orðið „kommúnismi“, sem hér er haft með breyttu letri til að vekja athygli á því, stendur ékki í grein Robeson’s. En það ger- breytir hugsunarinnihaldi grein- arinnar að bæta því inn á þessum stað. — Það er ósvífin, vísvitandi fölsun á því, sem Paul Robeson er að segja og væri réttast að hann fengi sjálfur að segja álit sitt á slíku athæfi. Fölsunin er að vísu einstaklega klaufaleg, sú fullyrð- ing, að kommúnistar mundu beita negrana í Ameríku „blóðugum og brjálæðiskenndum ofsóknum“ hlýtur að hljóma undarlega af vörum manns, sem sjálfur tekur virkan þátt í. frelsisbaráttu amer- ísku negranna, og hefir hvað eftir annað látið í ljós aðdáun sína á þátttöku kommúnistaflokks Bandaríkjanna í þeirri baráttu, — flokksins sem hafði negra að frambjóðanda í varaforsetaem- bættið við kosningarnar í nóvem- ber sl. Enda segir Robeson ekkert á þá leið — hann er að tala um kjör negranna undir óskoruðu valdi fasisma og afturhalds. í þetta sama hefti „Stundarinn- ar“ skrifa ýmsir þjóðkunnir rit- höfundar, og hafa nöfn þeirra ver- ið óspart notuð til að auglýsa tímaritið. Er ekki ólíklegt að þeir hugsi sig tvisvar um áður en þeir leggja nöfn sín í þá hættu, að láta nota þau til útbreiðslu tímarits, sem legst svo lágt til þjónkunar þjóðstjórnarafturhaldinu að falsa greinar heimsfrægra manna og „Þýðingin“ í „Stundinni“. „Blökkumenn í Ameríku eru lifandi, máttugur skjólveggur gegn þessari nýju tegund þræla- hálds, sem sprottin er upp úr tuttugustu öldinni. Fasismi, kommúnismi, kúgun — eða hverj- um nöfnum sem afturhaldið nefn- ist — mundi beita hinar tólf miljónir blökkumanna Bandaríkj- anna blóðugum og brjálæðis- kendum ofsóknum. Og styrkur þessara 12 miljóna er ein af vörnum gegn sviftingu frelsis og sjálfstæðis hinna 130 miljóna Bandaríkjamanna“. lauma inn í þær hugsanagraut rit- stjórans eða trúnaðarmanna hans. (,,Þjóðviljinn“). Ver kf a11 hefst á Siglufirðl nú um helgina, ef alvinnurek- endur ganga ekki að kröfuni „Þrúftar44. Samkvæmt símtali sem „Vm.“ átti við Siglufjörð um hádegi í dag hafa samningar ekki tekist enn á milli „Þróttar“ og atvinnu- rekenda um kjör verkamanna. Trúnaðarmannaráð „Þróttar“ hafði samþykt að gefa atvinnurek- endum frest til að ganga að kröf- um „Þróttar“ og er sá frestur út- runnin í kvöld. Hélt „Þróttur“ fund fyrir fáum dögum og sam- þykti einróma þessa ákvörðun Trúnaðarmannaráðsins. Var fund- ur „Þróttar" feykilega fjölmenn- ur, sá fjölmennasti er félagið hef- ir haldið. Atvinnurekendur buðu „Þrótti“ 42% dýrtíðaruppbót og hafnaði fundurinn þvi einróma og sendi atvinnurekendum gagntilboð þar sem krafist er 25 aura hækkunar á hvern tímavinnukaupslið taxt- ans og ákvæðisvinna, mánaðar- kaup og kauptryggingar hækki hlutfallslega. Ofan á þetta kaup verði síðan greidd 50% dýrtíðar- uppbót. Gangi atvinnurekendur ekki að þessum kröfum hefst verkfall á Siglufirði.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.