Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.01.1941, Page 4

Verkamaðurinn - 04.01.1941, Page 4
4 VERKAMAÐURINlf Nýyrði. Forseti Bretaaleikjanna i »Fram- sóknc beflr iundið upp nýyrði um bretska innrásarherinn, kall- ar bann herinn »dvalarher«. Jafnvel orðið »setulið« þykir nú orðið altof dónalegt i garð Breta, svo maður nefni nú ekki »inn- rásarher«. Hagstofan telur dýrtíðarvísitöluna aðeins 142. Hagtíðindin telja meðalvísitöl- una fyrir s.l. þrjá mánuði 142. Samkvæmt því verða launaupp- bætur embættismanna og opin- berra starfsmanna þessar: í L flokki: 31.5% í II. flokki: 28.0% í IH. flokki: 22.6% Gilda þessar tölur til 1. apríl 1941. Draumur bæiartóoetans. í 54. tbl. „íslendings“ birtist merkilegur draumur eftir bæjar- fógetann á Akureyri, sem menn þurfa alment að lesa, til þess að geta kynst sálarástandi valda- mesta manns bæjarins um þessar mundir. í draumnum birtist bæj- arfógetanum herra einn mikill og svartur, sem mönnum getur helst skilist að hafi verið Kölski sjálf- ur. Þessir tveir valdsherrar þinga þarna saman nokkra stund, á meðan Kölski sýnir hinum listir sínar. Kölski byrjar á því að leggja sér til munns „Dag“ og „Alþýðumanninn". Hann tyggur hvort blaðið fyrir sig í djöfulmóð en er alls ekki ánægður með bragðið, því þrátt fyrir allt, þá þykist hann þar finna keim af frjálsri hugsun á stöku stað. Sá mikli valdsherra kemst því að þeirri niðurstöðu, að þetta sé ekki nema hundamatur og býður bæj- arfógetanum að bragða. Sem von var móðgaðist bæjarfógetinn af slíku framferði og vildi ekki smakka á tuggunni hjá þeim gamla. Þegar hér var komið mál- um kom röðin að „Verkamannin- um“. Kölski byrjaði að tyggja, en skrumskældi sig allan í framan, því nú fór bragðið fyrst fyrir al- vöru að verða sterkt, að honum fanst. Lýðræði og frjáls hugsun. Gat það átt sér stað, að slíkt væri ennþá framreitt á jörðunni, hugs- aði sá gamli og vildi ekki trúa sínum eigin kjafti. Hann rétti því bæjarfógetanum örlítið í ausu og vildi vita hvort honum fyndist það sama. En bæjarfógetanum fanst þá gjósa -upp megn fýla og vogaði því ekki að bragða á hjá Kölska, en stjakaði í stað þess við honum, líklega í ógáti. Aumingja Kölski var þá svo aðframkomiim af þvi að hafa bragðað á skrifum „Verkamannsins“ um lýðræði og réttlæti, að hann sá þann kost vænstan að hverfa af jörðunni og steypti sér því niður til heim- kynna sinna. Og eftir því sem manni getur skilist af skrifum bæjarfógetans, þá hefir hann fengið nóg af reyknum af réttun- um, enda er hann að vonum veik- bygðari en sá gamli. En það merkilegasta við þennan draum er, að fjórða blaðið, sem gefið er hér út í bænum, „íslend- ingur“, er hvergi nefnt í draumn- um. Menn telja því augljóst, að þar hafi Kölski fengið sinn há- tíðamat og hafi hann hámað hann í sig viðstöðulaust, eins og hvert annað lostgæti. Og bæjarfógetinn á Akureyri hefir flutt oss þegnum sínum þær fréttir og birt á prenti, að hann og sá gamli séu þar innilega sam- mála. Draumamaður. Bretskur foringi . . . . (Framh. af 1. síðu). Ungfrú Bergljót Jakobsdóttir. Ungfrú Margrét Steingrímsdóttir. Ungfrú Sigurlaug Jónsdóttir. Guðmundur Gunnarsson og frú? Eins og sjá má, ber hér ekki all- lítið á nánustu aðstandendum og liðsmönnum þeirra miklu uppeld- isfrömuða, sem s. 1. haust básún- uðu út yfir landið nauðsyn þess, að æskulýðnum — og þjóðinni í heild — yrði borgið frá þeim voða, sem stafaði af nánu sam- neyti við hinn erle'nda her. Þykir það furðu lítið samræmi milli orða og athafna, og eykur tæp- lega traust almennings á þessum leiðtogum æskulýðsins og uppal- endum. Annars skal ekki, að þessu sinni, rætt frekar um smekkvísi þessa fólks og þjóðarmetnað — en hins getið, til verðugs heiðurs gestgjöfum þess, að samtímis, sem það skreiddist inn í veislusal inn- rásarhersins, var samlöndum þess ÓGNAÐ MEÐ SKAMMBYSSUM þess sama hers, úti fyrir dyrum hússins, og veitst að íslendingum með höfuðhöggum. Munu, af því tilefni, vera komnar kærur til ís- lensku lögreglunnar, og verður fróðlegt að sjá, hversu röggsam- lega hún heldur á máli íslendinga gegn slíku ofbeldi Bretanna, Mun „Verkam.“ flytja fréttir af því, þegar efni standa til. Bretar varpa enn elnum ís- lendlng i fangelsl. S.l. sunnud. handtók lögregla innrásarhersins í Reykjavík, mann að nafni Sigurð Benedikts- son, póstmann, og var hann í varðhaldi síðast er blaðið vissi. Bretór hafa nú látið lausa þá íslendinga er þeir handtóku að aðstseðulausu i „Es)u“ í hsust. TILKYNNING. Að gefnu tilefni tilkynnist, að eigi verða eftir gjald- daga greiddir vextir af útdregnum skuldabréfum útgefn- um af bæjarsjóði Akureyrar vegna virkjunar Olerár. Bæjarsíjórinn á Akureyri, 30, desember 1940. Steinn Steinsen. Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignaskatt, ber að skila framtalsskýrslum til skattanefudar fyrir lok JMnúarmánaðar Ír hvert, Skattanefnd Akureyrar veröur til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra alla virka daga í Janúar n. k, kl. 8,30 — 9,30 sfðdegis, og geta fram- teljendur á þeim tfma fengið aðstoð viö útfyllingu framtalseyðublaða hjá henni, Framteljendur, sem aðstoðar beiðast, veröa að hafa með sér ná- kvæma sundurliðun á eignum sfnum og skuldum, sundurliðun á tekjum sínum árið 1940 og yfir gjöld þau, sem koma til frádráttar tekjura, svo sem vexti af skuldum, skattaf afasteignum og opinber gjöld. Ef einhver þeirra, sem eyöublöð fá send, álfta sig eigi eiga að telja fram og bera útsvar hér á Akureyri, þá skulu þeir tilkynna skatta- nefndinni það fyrir 1. Febrúar n, k. og senda rök sín fyrir þvf. Annars verður þeim gert að greiða skatt og útsvar hér. í’eim, sem framtalsskyldir eru og eigi fá framtalseyðublöð send heim til sín, ber að vitja þeirra á skrifstofu bæjarstjóra. Einnig ber vinnuveitendum að vitja þangað eyðublaða undir kaupgjaldsskýrslur, Akureyri, 30. Desember 1940 Skattanefnd Akureyrar Skemtifund heldur Sósialistaffélag Akureyrar í SKJALDBORO næstkomandi mánudag (á þrettándanum) kl. 9 e. m. Fjölbreytt skemtiskrá: Ræðuhöld, kwartettsöngur, samlestur, upplestur og dans. Adgangur aðeins 1 króna. Félagar mega taka með sér gesti. Aðgöngumiðar fást hjá flokksstjórunum. S t i ó r n i n. Slðustu fréttir frá Reykjavík og Vestmannaeyjum. Múrar í Reykjavík hafa bætst í hóp verkfallsmanna. Verkfallið í Reykjavík er algert. Nokkrir smá atvinnurekendur hafa gengið að taxta múrara. Það mælist af- arilla fyrir í Reykjavík að stór- atvinnurekendur, sem Ólafur Thors segir, að hafi grætt 60—70 miljónir kr. síðastliðið ár, skuli neita verkamönnum um þá litlu launahækkun er þeir fara fram á. Bretar hafa hætt að láta vinna, en hafa sagt, að þeir muni viður- kenna taxta verkamanna, ef ís- lenskir atvinnurekendur gangaað honum. Atvinnurekendur reyna að hræða verkfallsmenn með því að bretskir verkamenn verði fluttir inn í landið. Klofningsfélag „þjóðstjórnar- innar“ í Vestmannaeyjum hafði kosið nefnd til að semja við at- vinnurekendur. Nefndin samdivið þá um kr. 1.87 á klst. í dagvinnu. Vakti þetta gífurlega gremju meðal verkamanna og á fundi klofningsfélagsins í gær var nefndin sett af og gerðir hennar gerðar ógildar og ný nefnd kosin í hennar stað, „Drífandi“ lætur fara fram alisherjaratkvæða- greiðslu um kaupkröfurnar og reynir að sameina öll fagfélögin í Eyjum í kaupgjaldsmálunum, en þau eiga öll eftir að semja,

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.