Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.06.1941, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 28.06.1941, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN JOSEPH IVOHTH: Keisaradæmi Henry Fords riðar við falli. stærsta verksmiðja hnatt- arins, auð og tóm eins og tæmd grafhvelfing“. Verkfallsvarðsveit- irnar eru dæmi um snildarlegustu skipulagningu, sem nútíminn þekkir. Þarna stendur hún, stærsta verksmiðja plánetu vorrar auð og yfirgefin, eins og nýtæmd gröf egypsks fornkonungs. Eg var þar aftur í morgun fám tímum fyrir dögun. Það hafði stytt upp um stund og verkamennirnir, sérílagi þeir eldri, þyrptust um varðeld- inn, sem skíðlogaði í stórri blikk- tunnu fyrir framan hliðið sem varðsveitin hafði gætur á. Eins langt og augað eygði eftir hinni breiðu þjóðbraut, sem um- lykur verksmiðjuhverfið, lýstu varðeldarnir í myrkrinu og vitn- uðu um ákvörðun þúsunda verka- manna um, að hleypa engri sál inn fyrir múrana. Þannig munu og á sínum tíma varðeldarnir hafa brunnið í dimmunni hjá Valley Forge og Gettysburg (sögustaðir amerískir). Því þetta verkfall er sögulegt og markar tímamót. Það er ekkert sem kemst í hálfkvisti við það sem skeð hefir í hinni löngu og torveldu verklýðsbar- áttu Ameríku. Nokkur skref frá varðsveitun- um, voru stormsveitir Fords á varrðbergi, umkringdar breiðu neti af gaddavírsgirðingum. Eg leit á þær innan vígisveggja sinna, andlitin voru klest út að gluggarúðunum. Útiljósin lýstu andlitsdrætti þeirra, sum voru undrandi, sum óttaslegin en önn- ur lýstu skeytingaleysi dauðafyr- irlitningar morðingjans. Einn sá eg lyfta hendinni hægt upp úr gluggakistunni og munda langan ríting út að rúðunni. Hann hóf hendina varúðlega og starði á verkfallsverðina með grimdarlegu glotti. Eg benti einum varðmann- anna á þetta og hann kallaði glað- lega um leið og hann leit upp í gluggann: „Legðu helv. dósahníf- inn frá þér maður“. Hinir varð- mennirnir tóku hver af öðrum undir og æptu á „dósahnífinn“, sem hvarf úr glugganum að vörmu spori. Hermannabifreið ók til okkar. Stansaði andartak og hélt síðan leiðar sinnar. Um hina tveggja mílna löngu gangbraut, fyrir framan verk- smiðjuhverfið, gengu varðmenn- irnir, nokkrir höfðu sveipað teppi um herðar sér, fáeinir voru með regnhlífar, einn var með sjóhatt og í regnkápu. Flestir gengu í yf- irfrökkum með uppbrettum kraga. Hvert hinna 27 inngönguhliða var vaktað af varðsveit. Deginum áð- ur höfðu 15000 varðmenn haldið vörð við hliðin nr. fjögur og þrjú og við málmsteypubygginguna. Verkfallsmenn létu sér ekki nægja fótgönguliðið. Þeir höfðu einnig hjólverði. í bifreiðum, sem skifti þúsundum, óku þeir í fylkingum umhverfis hverfið, hvern hringinn eftir annan og létu ekkert atvik fara fram hjá sér. Eitt vagnhlass af verkfallsbrjótum reyndi að brjótast út um eitt hliðið. Á svip- stundu var bíllinn umkringdur af fjölda verkfallsvarðabíla, sem handtóku verkfsllsbqótana *»m- stundis. „Enginn skal hér út eða inn án okkar leyfis“ er kjörorðið. Og það tekst heldur engum. Varðsveitir verkfallsmanna eru blátt áfram furðuverk mannlegrar skipulagningar, sem er upphugsað af gáfusnillingum verklýðsstéttar- innar. „Strætisvirki“ þeirra, sem gerð eru af bifreiðum við inn- gönguhliðin og bifreiðasveitirnar á vegunum, sem liggja aði hverf- inu, hafa „skorið í sundur sam- gönguleiðir óvinarins“, sagði einn verkamanna. Hinn mikli skipu- leggjandi Henry Ford (verkfalls- menn kalla hann Hendrik konung V8) hefir fundið jafnoka sinn. Þrælar hans voru orðnir jafningj- ar hans og í svipinn drottnar. Frelsisandi öreigalýðsins verður ekki brotinn á bak aftur, það ætti nú öllum að vera ljóst. Hér hafði verið stofnað keisaradæmi, sem grundvallaðist á því, að brjóta niður viljaþrek verkamannsins. Hér réði ríkjum hið drepandi til- breytingarleysi og örmagnandi erfiði við flotbelti vélanna. Hér var ógnastjórn atvinnuofsóknanna alls ráðandi, og ægivald hins kapitaliska áróðurs — og lítið þið nú á verkfallsvarðsveitirnar! Foringi verkfallsmanna er 29 ára að aldri, útskrifaður af há- skólanum í Detroit, þétt vaxinn og fagurlimaður, annar ættliður skotskt innflytjenda. Hann ætlaði sér ekki heim fyr en verkfallinu væri lokið. Við og við hringdi hann til konu sinnar til þess að segja henni að alt væri „ókey“ og spyrja hana hvernig krökkunum liði. Svo var hann aftur kominn á vörð. Hann sagðist vera dálítið hræddur við að hverfa þaðan, ef eitthvað óvænt kynni að koma fyrir. í gær hafði hann hindrað að stórt fljótaskip, sem hlaðið var verkfallsbrjótum, vistum og vél- byssum, gæti athafnað sig í skipa- kví verksmiðjuhverfisins. Hann hafði hindrað það með þeim hætti að hann safnaði stóru verka- mannaliði við skotbrúna sem liggur yfir ána Rouge. Þeir höfðu þust upp á bilana og þeyst að brúnni. Þeir höfðu kallað til brú- arvarðarins og bannað honum að hreyfa bansetta brúna. Brúar- vörðurinn hafði komið niður úr skýli sínu, talað við þá innan úr gaddavírsgirðingu sinni. Ungi for- inginn var ákveðinn og ósveigj- anlegur. „Skipið skal hvergi kom- ast“. Verkamennirnir höfðu raðað sér með bílum á skotbrúna. Hefði hún verið hreyfð hlaut það að kosta marga þeirra lífið. Brúar- vörðurinn ypti öxlum og klifrað- ist aftur upp í skýli sitt. Þarna varð skipið að liggja, en áhöfn- in glápti á skotbrúna sem var kyr og glotti. „Horatio á brúnpi“, stríddi qg honum. Hann brosti. „Líttu á þetta“, og hann sló út hendinni og benti þannig á verksmiðjuhverfið. Þannig var þá komið fyrir keis- aradæmi Henry Fords. Verk- smiðjureykháfarnir teygðu sótuga hálsa upp í skýin, en úr þeim vall enginn reykur. Hann leiddi mig að glugga á verksmiðjunni. Þar inni gaf að líta hið mikla belti sem rak á eftir verkamönnunum svo þeir urðu að vinna eins og óðir væru. Það var kyrt eins og væri það beingaddað. Þegar eg horfði á þetta belti mintist eg þess að eg hafði komið hingað fyrir allmörgum árum og séð það á hreyfingu. Menn stóðu þá bognir yfir því. Menn skriðu yfir bíla, undir bíla, og innan í bíla, alt var á fleygiferð — og þarna lá það nú hreyfingarlaust slytti. Afl þess var fjarað út. Það var hérna ut- anbæjar, á Millero vegi í varð- sveitunum, í þessum verkamönn- um, sem þrömmuðu um í rign- ingunni. „Horatio“, en svo kallaði eg for- ingjann, fylgdi mér að öðrum glugga, og inn um hann gaf kyn- lega sjón að líta. Menn óku þar i hring á örsmáum vörubílum, eða þeir stýrðu krókaleiðir, fóru aftur á bak og þutu svo beint af augum. „Þarna sérðu „leiftur“-bifreiðar hersins", sagði hann. í þessum dvergbílum er einkalögreglan. Þeir eru alveg bandvitlausir þess- ir einkalögreglumenn. Veistu hvernig þessu er varið? Sumir fangar missa síðasta snefil af sið- ferði í fangavistinni. Þetta eru þeir. Þeim berst enginn matur. Þeir komast ekki út. Þeir fá ekki einu sinni neitt að reykja. Vinur minn, eftirlitsmaður, sem við sendum þangað inn, sagði mér að þeir hefðu rokið upp eins og óðir væru. Þeir umkringdu hann, rifu hnappana af jakkanum sem hann var í, rifu í sundur fagfélagsskír- teinið og hrintu honum á milli sín. Sumir þeirra eru hræddir við að líta á varðsveitirnar. Sumir fara upp í þessar „leifturbifreið- ar“ og aka í þeim um þvert og endilangt verksmiðjuhverfið, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Aðrir vaða um hverfið og berja alt sem á vegi þeirra verður með knatttrjám að vopni. Þeir eru soltnir, vitlausir og brjóstumkenn- anlegir. Ef að þú hóstar þarna inni lætur bergmálið í vélasölun- um eins og skothríð úr vélbyssu. Þeir slást oft og einatt innbyrðis. Eg ^skoðaði þessar frægu, fyrr- um þektu kempur Harry Bennets, sem öllum verkamönnum hjá Ford stafaði ógn af. Svona var nú komið fyrir þeim. Það voru þeir sem voru hræddir, þessir menn, sem höfðu öll tæki ofbeldisins í sinni þjónustu voru hinir sigruðu. Mig undrar ef þetta kemur ekk> vitinu fyrir húsbændur þeirra. Þetta voru úrvala liðsmenn í líf- verði Hendriks konungs — og sjá- ið þið nú bara hvað þeir áttu eftir að upplifa í viðureign sinni við verkamenn þessa mikla keisara- dæmis! Hvernig skyldi að lokum fara fyrir því ríki, sem uppbygt er með þetta iðnaðarkeisaradæmi, sem fyrirmynd? Umþenkingar um þetta efni ætti að geta valdið hinum varfærnari auðmönnum okkar, nokkurra andvökunótta. í þessari stuttu yfirlitsgrein verður ekki hægt að gefa ná- kvæma lýsingu á verkfallinu, en læt mér nægja að lýsa nokkrum hinna eftirtektarverðustu viðhorf- um, sem verkfallsmennirnir urðu að horfast í augu við fyrstu dag- ana eftir að verkfallið braust út. Næstu daga munu viðhorfin verða alt önnur, og ný viðfangsefni við að glíma. Fram til þessa hefir alt gengið „auðveldlega“, ef svo mætti segja. Hinar bjartsýnu skýrslur sáttasemjarans í vinnu- deilunni, Mr. Dewey, lýsa engan veginn staðreyndunum. Ford mun halda áfram baráttu sinni, með sömu óþokkalegu her- brögðunum og hann er vanur, því aðrar þekkir hann ekki. Alt bend- ir til, að Ford vonist til að geta stofnað til ofbeldisverka í svo ríkum mæli, að ríkisvaldið finni ástæðu til að senda hersveitir til þess að blanda sér í deiluna. Þá vonar hann, að fá það marga negra í lið við sig, að hann geti með vinnukrafti þeirra brotið verkfallið á bak aftur. Enn sér hann þá útgönguleið, að hann geti þraukað það lengi að Bill Green, Alþýðusambandsleiðtogi, gefíst tóm til að finna upp eitthvert nýtt óþokkabragð. (Verkamenn Alþýðusambandsins hafa um þess- ar slóðir styrkt verkfallsmenn eft- ir getu. Vagnstjórar á flutninga- bifreiðum hafa lýst yfir því, að þeir muni ekki aka yfir vegi, sem verkfallsvarðsveitirnar banna, og er það mjög táknrænt fyrir af- stöðu verkamanna, sem utan við deiluna standa). Ford lét sig henda það ægilega glappaskot, að kveðja hinn mannorðslausa Hom- er Martin til þess að taka að sér forystu í því, að stjórna þeirri hreyfingu Alþýðusambandsins, sem nefnd er „aftur til vmnu“. Samband iðnverkamanna í Wayne- fylki varð að svifta Martin þenn- an stöðu ginni vegna hinna áköfu mótmæla, sem komu frá kjarna þessa verklýðsfélags. Ford vonast til að geta frestað deilunni nógu lengi til þess að Alþýðusambands- broddarnir, fái aftur fast land undir fætur. Geti hann dregið verkfallið það lengi, að Alþýðu- sambandsbroddarnir (A. F. L.) fái talið kjarkinn úr verkfallsmönn- um, er hann að vona, að þeim takist að teyma þá aftur á vinnu- stöðvarnar. Umboðsmenn Fords plægja spilavítin í Monroe Inkster og öðrum borgum í leit eftir verkfallsbrjótum. Stúdentum eru boðnar stórar fjárhæðir til þess að taka upp vinnu verkamann- anna. Hvað viðkemur afstöðu negr- (Framh. á 3. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.