Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.06.1941, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 28.06.1941, Blaðsíða 1
XXIV. ÁRG. Laugárdaginn 28. júní 1941. 26. tbl. Þýski herinn réðist yfir landamæri Sovétríkjanna s.l. sunnudagsnött. Þetta er síðasla stríð fasisi — dauðastríð hans. anns Churchill lýsir því yfir, að Bretland muni berj- ast með Sovétrikjunum uns Hitlerisminn sé upprœttur. Bandarikin loffa að veita Bretlandi og Sovétrikjunum aðstoð til að sigrast á Hitlerismanum. Kl. 4 aðfaranótt s.l. sunnudags réðist þýski herinn á Sovétlýðveld- in á allri landamæralínunni frá Svartahafi til Eystrasalts. Árás þessi var gerð án nokkurrar stríðsyfirlýsingar eða úrslitakostá. Var sendi- herra Sovétríkjanna í Berlín fyrst skýrt frá þessu hálfum öðrum klukkutíma eftir að innrásin var hafin. Árásin hófst m. a. með loft- áásum á rússneskar borgir og bæi svo sem Odessa, Kiew og Sebasto- pol og fórust eða særðust um 200 manns í loftárásunum. Molotoff, utanríkismálaráðherra Sovétríkjanna, flutti snemma á sunnudagsmorguninn ávarp til íbúa Sovétríkjanna, og var því út- varpað gegnum allar rússneskar útvarpsstöðvar. Molotoff sagði, að griðasáttmáli sá, er Sovétríkin hefðu gert við Þýskaland hefði verið haldinn að öllu leyti af hálfu Sovétríkjanna og sovétstjórnin í hví- vetna verið trú margyfirlýstri friðarstefnu sinni. Þrátt fyrir þetta hefði Hitler fyrirskipað þýska hernum að ráðast inn í Sovétríkin. Væri engin dæmi í sögunni um slíka ofbeldisárás og að innrásin leiddi í ljós mestu svik einnar þjóðar í garð annarar, sem um getur í sögu þjóðanna. Rauði herinn hefði fengið fyrirskipun um að verja landið og skoraði Molotoff á þjóðir Sovétríkjanna að veita Rauða hernum, flotanum og flughernum alla hugsanlega aðstoð og standa saman um það sem einn maður. Kvaðst Molotoff treysta því að Rauða hernum myndi takast að verjast þessari fyrirlitlegu árás. Það væri ekki í fyrsta skifti, sem íbúar Sovétríkjanna þyrftu að verja föðurland sitt. Napoleon mikli reyndi að leggja Rússland und- ir sig, en beið herfilegasta ósigur. Eins mun fara fyrir hinum hroka- fulla Hitler, sagði Molotoff. í þýska útvarpið var á sunnu- áður. Þetta væri ofbeldi, framið í margfalt stærri stíl en nokkru sinni áður. Rússneskir verkamenn og bændur, sem yndu glaðir við sitt, í hinum 10 þúsund þorpum Rússlands ættu nú land sitt að verja. Hitler hefði ekki látið sér nægja að kúga hverja þjóðiná al fætur annari og beitir nú hinum mikla herafla- sínum, sem vér í heimsku vorri horfðum upp á, að hann efldi ár frá ári án, þess að hafast að, beitir nú þessum her- afla gegn 200 miljónum manna : Sovétríkjunum og yfir 1000 mil jónum manna í Rússlandi, Ind- landi og Kína vofir ógnun þýska íakakrossins. Á þessari stundu hefi eg yfir- lýsingu að flytja fyrir hönd bretsku stjórnarinnar, sagði Churchill. Við höfum aðeins eitt markmið, einn tilgang, að sigra Hitler og nazismann. Vér munum ekki leita samkomulags við hann. Vér munum berjast og uppræta öll áhrif hans á jörðinni. Hver maður, hvert ríki, sem berst gegn honum, á stuðning vorn vísan. Hver maður, hver þjóð, sem geng- ur í fylkingu með Hitler eru fjandmenn vorir. Eg lýsi því yfir, að eins og öllum, sem berjast gegn Hitler, munum vér veita Rússum alla sérfræðilega hjálp, sem er í voru valdi að veita. Vér munum halda áfram sókn vorri, varpa sprengjum á Þýskaland dag hvern og nótt hverja. Innrás Hitlers í Rússland er aðeins for- leikur að innrás í Bretland, eí (Framhald á 4. síðu). daginn lesin upp greinargerð frá Hitler, þar sem hann gerði grein fyrir árásinni á Sovétríkin. Styrj- öld Rússa og Finna, innlimun Austur-Póllands, Bessarabíu, Norður-Bukovina og Eystrasalts- landanna þriggja, alt hefði þetta verið aðgerðir fjandsamlegar Þýskalandi af hálfu Sovétríkj- anna. Með þeim hefði Rússland treyst hernaðarlega aðstöðu sína á kostnað Þýskalands meðan þýski herinn var önnum kafinn á vesturvígstöðvunum. Sagðist Hitl- er altaf hafa orðið að þegja og það hefði verið þungar stundir. Nú væri loksins svo komið, að hann gæti rofið þögnina. Hlut- verk þýska hersins vaeri nú að bjarga siðmenningunni í heimin- um. Það væri erfiðar stundir framundan. Guð hjálpi okkur, sagði Hitler. Maisky, sendiherra Sovétríkj- anna í London fór árdegis á sunnudaginn á fund Anthon> Edens og átti við hann klukku- stundarviðræðu. Síðdegis á sunnu- daginn flutti svo Churchill, for- sætisráðherra Stóra-Bretlands, út varpsræðu. Fer hér á eftir út- dráttur úr henni. Nú væri komið að fjórðu þátta- skiftunum í þessari styrjöld, sagði Churchill. Þjóðverjar hefðu skyndilega ráðist á Rússland og látið sprengjum rigna yfir rúss- neskar borgir og bæi'. Þó hefðu þeir haft blíðmælgi í frammi rét MaríaMarkan ráðin við Metropolitan. í tilkynningu, sem utanríkis- málaráðuneytinu barst nýlega frá aðalræðismanninum í New-Yora er skýrt frá því að ungfrú Marja Markan hafi verið ráðin við Metropolitan óperuna í New York um eins til þriggja ára skeið. Var María Markan ráðin eftir að hún hafði sungið tvisvar sinnum til reynslu og þreyttu þó þessa kepni 723 söngvarar síðastliðinn vetur. Voru aðeins 3 nýir söngvarar ráðnir við óperuna auk Maríu Markan. Operettan »Nitouctie« Akureyringum er enn í fersku minni sá merkisviðburður, þegar reykvískir listamenn komu hing- að og sýndu „Bláu kápuna“. Nú mun vera ákveðio að Leik- félag og Tónlistarfélag Reykjavík- ur sendi hingað hóp álitlegra listamanna og sýni hér óperettuna „Nitouche“. Hefir þessi óperetta verið sýnd undanfarið í Reykjavík og hlotið einróma lof og aðdáun. Leikstjóri er Haraldur Björnsson, en hljómsveitarstjórinn er Viktor Urbansson og eru þeir báðir gagn- mentaðir hver á sínu sviði. Leikendur í óperettunni eru m. a. Sigrún Magnúsdóttir, Gunnþór- unn Halldórsdóttir, Brynjólfur Jó- hannesson, Alfreð Andrésson, Lár- us Ingólfsson, Lárus Pálsson og Kristján Kristjánsson söngvari og svo leikstjórinn sjálfur. Gert er ráð fyrir að listamenn- irnir komi hingað í næstu viku. Söngför »Oeys’s«. Karlakórinn „Geysir“ kom heim úr söngför sinni til Reykjavíkur s.l. sunnudagskvöld. „Geysir“ hélt 4 samsöngva í Reykjavík og 1 í Hafnarfirði, altaf fyrir troðfullu húsi og ágætustu viðtökur eins og sjá má m. a. af söngdómum í Reykjavíkurblöðunum. Auk þess- ara samsöngva söng „Geysir“ við skólauppsögn Mentaskólans og í útvarpið og ennfremur söng kór- inn á Blönduósi og Hreðavatm bæði á suðurleiðinni og heimleið- inni. ðliiatp Ira Moskva. Til leiðbeiningar fyrir þá, sem vegna eftirminnilegrarreynslu frá Finnagaldurstímunum, eru vantrúaðir á fréttaflutning is- lenska útvarpsins, þá vill blaðið benda þeim, sem skilja sænsku eða ensku, á, að kl. 8 til ca. 8.30 á hverjum morgni er fréttum útvarpað frá Moskva á ensku á ca. 19 m. bylgjulengd. Heyrist venjulega ágætlega til þessarar stöðvar hér. Kl. 7—8 á kvöldin er útvarpað á norsku og sænsku frá Moskva á ca. 40 m. bylgjulengd.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.