Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.06.1941, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 28.06.1941, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN INNRÁSIN f SOVÉTRÍKIN. (Framh. af 1. síðu). hann sigraði Rússa eins og hann vonar, og síðar myndi hann ganga til bols og höfuðs á oss. Þar á eft- ir vakir fyrir honum að ráðast á Ameríkuþjóðirnar. Látum reynsl- una verða oss að kenningu. Herð- um sóknina sameinaðir, berjumst af öllum kröftum meðan lífsorkan endist. í Bandaríkjunum og Canada verða þær raddir æ háværari, sem 4x100 m. boðhlaup. A- og B-sveitir: A-sveit: 1. Sunnlendingar 46.2 sek. A-sveit: 2. Norðlendingar 46.9 sek. B-sveit: 1. Norðlendingar 48.3 sek. B-sveit: 2. Sunnlendingar 48.9 sek. Hástökk: 1. Skúli Guðmundsson S 1.69 m. 2. Ari Kristinsson N 1.64 m. 3. Sigurður Finnsson S 1.64 m. Stangarstökk: 1. Þorsteinn Magnússon S 3.10 m. 2. Anton Björnsson S 2.89 m. 3. Björn Jónsson N 2.79 m. 1500 m. hlaup: mín. sek. 1. Indriði Jónsson S 4 28.6 2. Haraldur Þórðarson S 4 29.1 3. Árni Kjartansson S 4 30.4 Langstökk: 1. Oliver Steinn S 6.14 m. 2. Sigurður Finnsson S 5.92 m. 3. Jóhann Bernhard S 5.87 m. 200 m. hlaup: sek. 1. Brandur Brynjólfsson S 23.9 2. Jóhan Bernhard S 24.0 3. Sigurður Finsson S 24.2 Spjótkast: 1. Jón F. Hjartar N 53.21 m. 2. Jens Magnússon S 52.23 m. 3. Anton Björnsson S 50.16 m. 1000 m. boðhlaup: 1. Sunnlendingar 2 mín 9.8 sek. 2. Norðlendingar 2 mín 10.9 sek. Þrrístökk: 1. Skúli Guðmundsson S 12.86 m. 2. Jón F. Hjartar N 12.80 m. 3. Oliver Steinn S 12.57 m. Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby S 13.59 m. 2. Sigurður Finnsson S 12.80 m. 3. Jens Magnússon S 12.10 m. 5000 m. hlaup: mín. sek. 1. Haraldur Þórðarson S 16 48.2 2. Indriði Jónsson S 16 52.1 3. Reynir Kjartansson N 17 18.1 400 m. hlaup: sek. 1. Brynjólfur Ingólfsson N 53.3 2. Brandur Brynjólfsson S 54.1 3. Ólafur Guðmundsson S 55.0 Fengu sunnanmenn samtals 203% stig en norðanmenn 89% stig. í flokki norðanmanna voru íþróttamenn frá íþróttafélögum á Seyðisfirði, Fljótsdalshéraði, Húsavík, Siglufirði og Akureyri, var þátttaka og frammistaða Ak- ureyringanna sérstaklega léleg og er alvarleg áminning til íþrótta- leiðtoganna og íþróttamanna hér. krefjast þess, að baráttan gegn nazismanum og fasismanum verði hert og tekin upp náin samvinna við Sovétríkin. Fara fram stöðug- ar viðræður milli sendiherra So- vétríkjanna í London og Wash- ington við fulltrúa bretsku og bandarísku stjórnanna. Sir Stafford Cripps, sendiherra Breta í Moskva, kom til Moskva aftur í gær ásamt bretskri nefnd, sem er skipuð kunnum hernaðai- og viðskiftamálasérfræðingum. Átti Sir Stafford Cripps strax í gær viðtal við Molotoff. Japanir velja þann kost að sitja hjá. Tyrkir og Búlgarar hafa lýst yfir hlutleysi sínu, sömuleiðis Svíar, en Þjóðverjar hafa kúgað þá til að leyfa flutning á þýsku herliði til Finnlands. Danmörk hefir slitið stjórnmálasambandi við Sovétríkin. Finnland, Ung- verjaland, Rúmenía, Slovakía óg Ítalía hafa gengið 1 lið með Þjóð- verjum gegn Sovétlýðveldunum. Samkvæmt þeim fregnum, sem borist hafa af austurvígstöðvunum, hafa grimmilegir bardagar geisað á allri víg- línunni alt frá því að þýski herinn hóf árás sína. Rússar viðurkenna að þýskar, einangraðar vélahersveitir hafi brotist i gegnum varnarlínu Rauða hersins á milh Vilna og Baranovichi í Póllandi, en rússneskar vélahersveitir hafi verið önn- um kafnar við að elta þær uppi og eyði- leggja. 1 Eystrasaltsríkjunum hafa Rúss- ar allar útvarpsstöðvarnar enn á valdi sínu m. a. I Kowno í Litháen. Samkvænu fregn frá London hefir meginher Rússa tekið sér stöðu nokkuð austan við hin gömlu landamæri Sovétríkjanna. Rauða herinn hefir hrundið hvað eftir annað sameiginlegum tilraunum Þjóð- verja og Rúmena til að komast yln Pruth-fljótið inn í Bessarabíu. Rauði flugherinn hefir gert miklar loftárásir a hernaðarstöðvar í Bukarest, Kustenje og Plöesi ög fleiri borgir í Rúmeníu, enn- fremur á Köningsberg og Danzig í Þýskalandi og Varsjá og Lublin I Pól- landi. ,Þá hefir Rauði flugherinn gen stórfeldar árásir á hernaðarlega þýðing- armiklar stöðvar í Helsinki, Ábæ og Kotla I Finnlandi. Þjóðverjar hafa gen tilraunir til að setja fallhlífarhermenn niður fyrir aftan herstöðvar Rússa, en fallhlífarhermennirnir hafa strax verið gerðir óskaðlegir. Þýska herstjórnin er fáorð um átökin á austurvígstöðvunum, en segir að hern- aðaraðgerðirnar þar muni brátt Ieiða tii mikilla árangra. Þjóðverjar segjast hafa engu minna lið en Rússar á vígstöðvun- um og játa að Rauði herinn verjist vasklega. Bretsku verklýðsfélögin hafa fordæmt innrás Þjóðverja í Sovétríkin og hafa sent stjórn Sovétríkjanna og þjóðum þeirra hlýlegar kveðjur. Bretski flugherinn hefir undanfarna sólarhringa gert stórfeldar árásir á mik- ilvægar stöðvar óvinanna í Frakklandi og Þýskalandi. Prestastefna Islands. Prestastefna íslensku þjóðkirkj- unnar var sett hér á Akureyri s.l. fimtudag. Hófst hún með guðs- þjónustu og predikaði séra Sveinn Víkingur á Seyðisfirði. Aðalviðfangsefni prestastefn- unnar var: Kirkjan og vandamál nútímans. Framsögu höfðu þai Sveinbjörn Högnason prófastur á Breiðabólsstað og Árni Sigurðsson f ríkirkj uprestur. Gert er ráð fyrir að prestastefn- unni verði slitið síðdegis í dag. Ferðafélag Akureyrar fer í skemtiferð að Hólum í Hjaltadal tim þessa helgi. Síldarstúkur. Nokkrar stúlkur vanar allri síldarvinnu, sér- staklega flökun síldar, geta fengið atvínnu á Siglufirði í sumar. Gefið ykkur fram við Pönt- unarfélag verkalýðsins, fyrir mánudagskvöld. Par verð ég til viðtals á þriðjudag eða miðvikudag og veiti nánari upplýsingar. Sfeinþór Gnðmundsson. ••••••••••••••••••••••••••••< Athugið. Af innstæðum í innlánsdeild greið- um vér 3 prc. vexti og innstæð- um í reikningum 2 prc. frá 1. júlí n. k., þar til öðruvísi verður ákveðið. Kaupfélag Eyfirðinga. »••••••••••••••••••••••••••• Kaupum laska. Óskum eftir sýnishornum fyrst. Pöntunarfélagið. Frá HappMnu. Endurnýjun er hafin fyrir 5. flokk. Gleymið ekki hve mikið það getur kostað yður, ef þér látið hjá líða að endurnýja í tíma. Eftir 4. júlí eigið þér á hættu, að miði yðar verði seldur öðr- um. Þetta kemur fyrir nú í hverjum flokki, því að aðeins nokkrir miðar eru til óseldir. Við selfum nýja miða, meðan end- ast, fram að kl. 12 kvöldið fyrir drátt. At- hugið til hvers er að vinna. ........ Endurnýið. — Kaupið. Húsmæður! Ef yður vantar góðan harðfisk, egg eða rabarbara, reynið þá fiskbúðina Sími 253. Prjónavél óskast til kaups. R.v.á. Reyktur silungur. NÝTT DAGBLAÐ. Nýtt dagblað hefur göngu sína í Reykjavík nú um mánaðamótin. Útgefandi og ritstjóri er Gunnar Benediktsson, rithöfundur. Pöntunarfél.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.