Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.06.1941, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 28.06.1941, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 ÍþréttaméHð. Sunnanmenn báru sigur úr býtuin. VERKAMAÐURINN Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson, Jakob Árnason. Abyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftargjald kr. 6.00 árgangur- inn. I lausasölu 15 aura eintaldð Afgreiðsla í skrifstofu Sósialistafélags- ins, Gránufélagsgötu 23. Prentverk Odds Björnssonar. »Ei margra mánaða pögn og pungar áftyggjur..« Þegar Sovétríkin og Þýskaland, 1 ágúst 1939, gerðu með sér griða- sáttmálann, þar sem hvort ríkið um sig skuldbatt sig til að ráðast ekki á hitt, þóttust andstæðingar Sovétríkjanna hafa íengið full- gildar sannanir fyrir því, að rúss- neski kommúnisminn og þýski nazisminn væri eitt og hið sama, og Stalin og Hitler væru ástríkir vinir og bandamenn, sem í sam- einingu og mesta bróðerni ætluðu að leggja undir sig heiminn. Ekki hvað síst hér heima hafa stjórnmálavitringar „þjóðstjórnar- innar“ og málgögn hennar hamp- að þessum „vísdómi“ og kallað Sovétríkin, sem þó hafa verið hlutlaus í styrjöldinni, stoð og styttu Þýskalands, í heimsvalda- baráttu þess. Fregnin um árás Þýskalands á Sovétríkin hefir því komið yfir þessa menn „eins og þruma úr heiðskýru lofti“ — svo notuð séu ummæli „Dags“ frá í fyrradag. — Hitler hefir sigað her sínum á So- vétríkin. Churchill lýst yfir bandalagi sínu við Stajin. Og Roosevelt lofað Sovétríkjunum stuðningi. — Nú þurfa stjórn- málavitringar íslensku „lýðræðis- flokkanna“ að sjóða upp allan „vísdóm“ sinn um Sovétríkin, en vita hvorki upp né niður — og grípa svo til þess bráðabirgðaúr- ræðis að segja að sósíalistarnir í Sovétríkjunum séu nú samt bæði aumingjar og illmenni, sem verði Hitler til bjargar með því að eft- irláta honum lönd sín og auðsupp- sprettur! Sósíalistar, bæði hér og annar- staðar, hafa frá upphafi haldið því gagnstæða fram um þennan víð- fræga griðasáttmála. Þeir sögöu strax, að hann táknaði enga vin- áttu, því síður bandalag, milli Hitler-Þýskalands og Sovétríkj- anna — heldur væri hann, af hendi Sovétríkjanna, herbragð til að beina frá þeim, í bili, þeirri árásarstyrjöld, sem Bretland — undir forustu Chamberlains — hafði svo dyggilega hjálpað Hitler til að búa sig undir. Sósíalistar vissu þegar í upp- hafi, að Hitler mundi ekki halda þennan samning, fremur en aðra, til langframa. En með honum fengu Sovétríkin frest, enn um hríð, til að fullkomna uppbygg- ingu sína heima fyrir og búa sig betur undir þau úrslitaátök við heimsauðvaldið — jafnt í Þýska- landi sem annarstaðar — sem þau ekkert augnablik hafa efast um að fyrir þeim lægi. Og Sovétríkin hafa hagnýtt sér þennan frest til hins ýtrasta. Til vitnis þar um má, ekki hvað síst, nefna greinargerð þá, sem Hitler lét útbreiðslumálaráðherra sinn lesa þýsku þjóðinni — til réttlæt- ingar árásinni á Sovétríkin. „EFTIR MARGRA MÁNAÐA ÞÖGN OG ÞUNGAR ÁHYGGJ- UR“, segir hann, „er nú LOKSINS komin sú stund, að við getum tal- að við Sovétríkin, eins og okkur býr í brjósti“. Og svo lýsir hann því, hvernig þessar „þungu áhyggjur“ eiga rót sína að rekja til þess, að vegna sáttmálans við Sovétríkin hafi hann orðið að horfa þegjandi upp á það, að Sovétríkin hafi gert mikilvægar ráðstafanir, hverja ai annari, til að bæta hernaðarlega aðstöðu sína — á kostnað Þýska- lands og bandamanna þess. Til- nefnir hann, í þessu sambandi, árangur Finnlands-styr j aldarinn- ar. Samninga Sovétríkjanna við Baltisku ríkin, um hernaðarlegar bækistöðvar og stjórnarfarslegt samband. Innlimun Vestur-Hvíta- rússlands og Vestur-Ukrainu í So- vétríkjasambandið. Innlimun Bessarabíu og Norður-Búkóvínu o. s frv. — yfirleitt allar þær að- gerðir, sem hinir svokölluðu „lýð- ræðisvinir“ hér heima hafa sví- virt Sovétríkin mest fyrir. Og svo ákvað Hitler að binda enda á þessar áhyggjur um vax- andi mátt Sovétríkjanna — heim- kynna sósíalismans — með því að hefja æðisgegna styrjöld gegn þeim. (Sendi að vísu fyrst erind- reka sinn, Hess, til Englands til skrafs og ráðagerða!) En þessum áhyggjum hans er þar með áreiðanlega ekki lokið — heldur hafa þær nú byrjað fyrir alvöru. — Rauði herinn stendur eins og veggur á öllum landamær- unum, og mun reynast Hitler al- gert ofurefli, áður en lýkur. — í stað þess að hefja nýja landvinn- ingastyrjöld, hefir nú Hitler gefið merkið til úrslitaátaka sósíalism- ans og auðvaldsins í Evrópu. Og þau átök munu leiða, ekki aðeins til hans eigin endaloka og falls fasismans, heldur einnig til koll- vörpunar auðvaldsskipulagsins um meginhluta Evrópu, en útbreiðslu sósíalismans að sama skapi. Undir þeim átökum eiga, meða annara, bretasleikjurnar hér heima eftir að ganga undir nýtt próf um alvöruna í „andstöðu" þeirra við Hitler og fasisma hans — og verður fróðlegt fyrir alla alþýðu að fylgjast með því hvern- ig þær hetjur duga. Sumardvalarnefnd barna biður þess getið, að heimsóknir til barnaheimilsins á Laugalandi verði ekki leyfðar fyrst um sinn. Upplýsingar um líðan barnanna verða daglega fyrirliggjandi á skrifstofu nefndarinnar, kl. 1—5 síðdegis. íþróttamót sunnanmanna og norðanmanna um síðustu helgi fór prýðilega fram og mun vafa- laust verða til þess að glæða áhuga íþróttamanna hér fyrir frjálsum íþróttum. Fer hér á eftir útdráttur úr úr- slitunum í einstökum íþrótta- greinum, sem kept var í á mótinu: Kringlukast: 1. Gunnar Huseby S 42.82 m. 2. Sigurður Finnsson S 37.59 m. 3. Ólafur Guðmundss. S 37.56 m. KEISARADÆMI HENRY FORDS (Framh. af 2. síðu). anna til verkfallsins, mætti kalla hana fálmandi. Stefna Fords var að leigja 12000 negra (í verk- smiðju Fords vinna 88000 manns) og láta þá vinna með mönnum, sem hann fékk frá Suðurríkjun- um. Hann reiknaði með, að á sann hátt gæti tekist að halda verkalýðnum tvístruðum og æst upp til kynþáttahaturs. Flest negranna vinnur að málmsteypu, sem er erfiðasta og óþrifalegasta verkið af öllu, sem þarna er unn- ið. Samt hefir hann leyft nokkr- um negrum að stjórna vélum og greitt þessum fáu óeðlilega há laun. Hann hefir gortað af því, að hann gerði sér engann mannamun í verksmiðjunni. Njósnarar Fords eru látnir vinna eftirvinnu til þess að útbreiða þennan orðróm. Harry Bennet hafði, þegar hann bjóst við verkfallinu, nokkrum vikum áður en það braust út, leigt fáeina negra frá Suðurríkjunum með verkfallsbrot þeirra fyrir augum. Forystumenn einkalög- reglunnar neyddu bókstaflega með ofbeldi þessa nýkomnu negra til þess að berjast gegn verkamönnunum. Tilgangurinn var að æsa upp í opið kynflokka- stríð og fá fagfélögin upp í borg- arastyrjöld um alla Detroit-borg. Á þessu var í raun og veru mikil hætta fyrstu daga verkfallsins. En áróður Fords mistókst hrap- allega. Mikill meiri hluti hinna 12000 negra gengu út í verkfallið með sínum hvítu stéttarbræðrum. Margir negranna sáu hættuna og þeir þyrpast í kirkju til þess að hindra hið ógnandi kynþáttastríð. Landsamband mislitra þjóða hefir sent bifreiðar með hátölurum í negrahverfin og hvatt íbúana ti þess að styðja verkfallið og láta ekki narra sig til verkfallsbrota. Þannig hefir þetta samband tekið hreina og ótvíræða afstöðu. Engu að síður heldur Bennet áfram ráðagerðum sínum. Vel getur svo farið, að hann reyni að ná takmarki sínu með því að ráð- ast á hlið málmsteypunnar með ofbeldi. Á því er talin nokkur hætta ennþá. En verkamennirnir hafa verið aðvaraðir og á þeirri víglínu er nú alt undirbúið til að 100 m. hlaup: sek. 1. Brandur Brynjólfsson S 11.2 2. Jóhann Bernhard S 11.2 3. Sveinn Ingvarsson S 11.2 3000 m. hlaup: mín. sek. 1. Óskar A. Sigurðsson S 9 20.1 2. Haraldur Þórðarson S 9 20.4 3. Indriði Jónsson S 9 29.0 4. Ásgrímur Kristjánss. N 9 34.7 5. Ámi Kjartansson S 9 37.0 Setti Árni með þessu hlaupi nýtt íslandsmet í drengjahlaupi. taka á móti. Konur negranna eru teknar að hjálpa til í eldhúsum verkfallsvarðanna og fleiri og fleiri negrar gefa sig fram sem sjálfboðaliðar í varðsveitir verk- fallsmanna. í raun og sannleika eru þessar varðsveitir að verða að framvarðarsveitum lýðræðisins. Jafnréttið og samábyrgðin meðal allra manna í þeim, er mjög at- hyglisvert fyrirbæri. Við eitt hlið- ið sá eg verkamann ganga á milli félaga sinna. „Aurið þið saman, við ætlum að senda samúðar- skeyti til piltanna í Allis-Chalm- ers“. Hann fékk sína aura á auga- sragði. Eg sá þá stíla símskeytið á þessa leið: „Elsku bræður, hald- ið hópinn — við skulum sjá um að okkar tvístrist ekki. Þannig á að vinna sigur. Þeir skulu ekki sigra okkur. Ykkar tryggir að ei* lífu. Verkfallsmenn Fords“. Aftur mæti eg vini mínum „Horatio“ frá skotbrúnni. „Hér er nokkuð nýtt handa þér, skrifaðu óað niður“, sagði hann. „Við höf- um einangrað verksmiðjuhverfið svo gersamlega, að engu varð komið inn í það, engum matvæl- um, alls engu. Lögregluþjónarnir sem þar eru innan múra, eru beinlínis farnir að svelta. Einn þeirra kom út að girðingunni í morgun og grátbændi verkfalls- vörðinn um einn kaffibolla, því hann hafði séð stúlku frá almenn- ingseldhúsinu okkar bera kaffi milli varðmannanna. Varðmaðurinn, sem talaði við hann, bað hann að hypja sig, trúðu mér til. En þetta var með morgunsárinu, kuldinn var níst- andi og okkur vantaði kol á eld- ana. Þess vegna báru menn okkar saman ráð sín og kölluðu í lög- reglumanninn, að ef hann kæmi með eina tunnu af kolum skyldi hann fá kaffibolla í staðinn. Að vörmu spori kom hann aftur og velti á undan sér fullri tunnu af kolum og fyrir hana fékk hann sinn kaffibolla. Á meðan hann sötraði í sig kaffið létu þeir hann heyra hvílíkur vandræða-tíkar- amlóði hann væri, að húma þarna hinum megin við girðinguna. Svona er þá komið fyrir hinni ægilegu v lögreglusveit Harry Bennets.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.