Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1941, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 06.09.1941, Blaðsíða 1
XXIV. ÁRG. Laugardaginn 6. september 1941. 36. tbl. Húsnæðisvandræðin t i • i • / ir( ræoa i Dæjarsijorn Moreyrar. Kosin 5 manna nefnd til að vinna að úrbótum. Rauði lieriiin gerir gagnárásir á öll- um austurvígstöðv- I I Þfóðverjar kvarta yíir vaxandi erliðleikum. Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar s.l. þriðjudag voru húsnæðis- vandræði bæjarbúa tekin til um- ræðu. Höfðu þegar tíu fjölskyld- ur leitað ásjár bæjarstjórnarinn- ar um að útvega sér húsnæði, þar sem þær stæðu uppi með öllu vegalausar. Hinsvegar hafa engar skýrslur enn verið gerðar um húsnæðisleysi bæjarbúa — en vit- að er að margt fleira af fólkí vantar húsnæði nú í haust, enda kom fram í umræðunum, að bæj- arfulltrúum var um það kunnugt. Bæjarstjórnin félst á, að henni bæri að gera ráðstafanir til að bæta úr þessum húsnæðisvand- ræðum fólksins, eftir því sem tök væru á, og kaus 5 manna nefnd tii að vinna að þeim málum. Voru eftirtaldir menn kosnir í nefnd- ina: Jóhannes Jónasson, Gunnar Jónsson, sjúkrahúsráðsmaður, Halldór Halldórsson, byggingafull- trúi, Axel Kristjánsson og Helgi Pálsson. Ennfremur var samþykt eftir- farandi tillaga, sem Steingr. Að- alsteinsson flutti: „Vegna húsnæðisvandræða hér á Akureyri skorar bæjarstjórn Akureyrar á hæstvirta ríkisstjórn, að hún heimili að ráðstafanir þær, sem hún væntanlega gerir vegna húsnæðiseklunnar í Reykjavík, nái einnig til Akureyrar, að svo miklu leyti, sem þær geta átt hér við og bæjarstjórn samþykkir að gildi hér“. Það er augljóst, að húsnæðis- málunum hér er komið í það óefni — eins og í Reykjavík — að ekki verður úr bætt til neinnar hlítar nú í haust. Það verður aðeins gert með miklu örari nýbyggingum heilsusamlegra og hæfilegra stórra alþýðu-íbúða, sem nú vinst ekki tími til að reisa. Verkefni nefndar þeirrar, sem bæjarstjórn kaus í þetta mál, verður því einkum það, að gera ráðstafanir til að hagnýta betur fyrir bæjarbúa það húsrými, sem fyrir hendi er, og hæfilegt er, eða gera má til íbúðar, fyrir það fólk, sem vantar húsnæði. Verður þá fyrst fyrir það hús- næði, sem bretska setuliðið hefir tekið hér á leigu. Verður að gera kröfu til, að herstjórnin sýni þann skilning á brýnustu lífsþörfum landsmanna, að hún láti ekki lið sitt sitja í híbýlum vorum, meðan landsmenn sjálfir fá ekkert þak yfir höfuðið. Hinsvegar bendir reynslan til, en sem komið er, að nokkur tregða sé þarna fyrir hendi, og mun það vera bæði af hálfu Bret- anna og þeirra húseigenda, sumra, sem leigt hafa þeim húsrými, og telja sig hafa betur upp úr því, en að leigja samlöndum sínum. Verður, ef þörf gerist, að yfir- vinna þá tregðu með ráðstöfunum (Framhald á 4. síðu). Ekkert lát hefiri orðið á bardög- unum á austurvígstöðvunum þessa viku þvert á móti virðast þeir hafa færst í aukana síðustu daga, sérstaklega á Leningrad-vígstöðv- unum. Voroshiloff hefir nú tekið persónlega við herstjórninni þar og sérstakt 6 manna varnarráð hefir verið myndað í Leningrad og er Voroshiloff forseti þess en Sdanoff varaforseti. Samkvæmt síðustu fregnum veita Rússar hvarvetna harðvítugt við nám og halda meira að segja uppi stöðugum gagnárásum á allri víglínunni frá Hvítahafi til Svartahafs, og er það viðurkent af Þjóðverjum. Við Odessa hafa Rússar bætt aðstöðu sína og við Dneipr halda þeir áfram að gera árásir vestur yfir fljótið. Á mið- vígstöðvunum hafa Rússar sótt nokkuð fram og á Leningrad-víg- stöðvunum hefir þýski herinn einnig orðið að láta undan síga. Rúmenar hafa beðið ægilegt manntjón við Odessa og Þjóðverj- ar hafa einnig beðið ógurlegt mann- og hergagnatjón. Sam- kvæmt Lundúnafregnum í morg- un herma fréttaritarar í Moskva að sú skoðun sé nú alment ríkj- andi þar, að aðstaða Rússa á Len- ingrad-vígstöðövunum fari nú batnandi og „eru það góðar fréttir fyrir okkur“, sagði Cyril Laiken í fyrirlestri sínum í bretska útvarp- ið í morgun. Þjóðverjar íilja ekki að Fiimar semji frið. Undanfarið hafa borist fregnir um að Finnar vilji semja frið við Rússa. En jafnframt hefir þess orðið vart að Þjóðverjar vilja fyr- ir hvern mun halda Finnum Þýskur kaf bútur ræðst á amerískan tundur- spilli. „Grandið katbá(num“ er fyrirskipun Roosevelts til flotans. Nú í vikunni varð amerískur tundurspillir fyrir kafbátsárás. Tundurspillirinn var á leiðinni til íslands og samkvæmt útvarps- fregnum í gærkvöldi er hann nú kominn hingað til lands. Rann- sókn hefir leitt í ljós að kafbátur- inn var þýskur. Atburður þessi hefir vakið feikna gremju í Byrjaö á bygQinQD íprótlahússins. Nýlega var byrjað að grafa fyr- ir grunni íþróttaússins, en gert er ráð fyrir að byggingin komist undir þak í haust. Yfirsmiður við bygginguna er Þorsteinn Þor- steinsson byggingameistari. E.s. Sessa ekkf komið tram enn Bandaríkjunum og krefjast blöðin þess að gripið verði til harðvít- ugra gagnráðstafana. Roosevelt forseti hefir gefið flotanum fyrirskipun um að granda kafbátnum, sem árásina gerði og tók hann sérstaklega fram í viðtali við blaðamenn, að þeir mættu hafa það eftir sér að hann hefði sagt „granda“. Eru miklar líkur til að atburð- ur þessi hafi þær afleiðingar að Bandaríkin dragist inn í styrjöld- ina næstu daga. (Framhald á 4. síðu). E.s. „Sessa“, sem er eitt af þeim skipum, sem Eimskipafélagið hef- ir leigt til flutninga milli Ame- ríku og íslands"ér enn ekki komið fram þó mánuður sé nú liðinn frá því að það lagði úr höfn í Banda- ríkjunum, hlaðið nauðsynjavörum. Virðist auðsætt að því hafi hlekst á og eru miklar líkur til að það hafi farist, Viðbjóðslegt ofbeldisverk. Ameriskir hermenn svivirða íslenska konu á viðursíyggilegasia hátt. í fyrradag gekk orðrómur um bæinn um hroðalegt athæfi ame- rískra hermanna einhversstaðar í nánd við Reykjavík. Margir áttu bágt með að trúa því að þessi fregn hefði við staðreyndir að styðjast. Því miður var þessi hryllilega saga sönn. Fara hér á eftir skýrslur um þennan atburð, sem blöðunum hafa borist frá sakadómaranum í Reykjavík og yfirmanni „Fyrsta Bandaríkja sjóliðaherfylksins“. SKYRSLA SAKADOMARA. S.l. sunnudagskvöld skömmu fyrir kl. 10 komu til sumarbústað- ar skammt frá Hólmi hjón ein, er kváðust hafa orðið fyrir árás amerískra hermanna. Eigandi sumarbústaðarins ók þeim þegar á fund sakadómara eins og þau voru á sig komin. Voru þau þeg- ar tekin til yfirheyrslu af rann- sóknarlögreglunni og herlögregl- (Framhald á 4. síðu),

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.