Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1941, Side 2

Verkamaðurinn - 06.09.1941, Side 2
2 VERKAMAÐURINN „Lítilsháttar skaði“ Siðferðisástandið í Reykjavik. í síðasta tbl. „Verkam.“ var gerð allýtarleg grein fyrir því hversu óhagstætt það er fyrir verkamenn hér á Akureyri að kaup þeirra skuli ekki breytast mánaðarlega eftir vísitölu kaup- lagsnefndar, heldur aðeins árs- fjórðungslega. Síðasti „Alþýðum.“ viðurkennir að verkamenn hafi skaðast á þessu, en segir að það sé aðeins „lítilsháttar skaði“ þó sannað sé, að tjón verkamanna hér á Akureyri nemur minsta kosti fleiri tugum þúsunda þetta ár. Auk þess sem staðhæfing „Al- þýðum.“ um „lítilsháttar skaða“, hefir við engin rök að styðjast, reynir blaðið að blekkja lesendur sína með samanburði á tímakaupi verkamanna í Reykjavík og Ak- ureyri. Það er að vísu rétt, að tímakaupið er við flesta vinnu hærra á Akureyri en í Reykjavík, sökum þess, að grunnkaupið hér er yfirleitt hærra en í Reykjavík. En það er að þakka hinni róttæku verklýðshreyfingu, að grunnkaup- ið er yfirleitt hærra hér. Mis- munurinn á tímakaupi hér og í Reykjavík er nú orðinn minni en hann var áður, síðan stjórn Verk- lýðsfélags Akureyrar, undir for- ystu Erlings Friðjónssonar tók sér einræðisvald í kaupgjaldsmálun- um. Og eins og sýnt var fram á í síðasta tbl. „Verkam.“ hefir samn- ingur Erl. við atvinnurekendur um að kaupgjaldið skuli aðeins breytast ársfjórðungslega eftir vísitölunni, haft þær afleiðingar, að verkamenn hafa tapað svo skiftir tugum þúsunda krónum það sem af er þessu ári. Til þess að reyna að breiða yfir þetta reynir „Alþýðum.“ að blekkja lesendur sína með því að bera saman tímakaup verka- manna hér og í Reykjavík á tíma- bilinu 1. júlí til I. ágúst og 1. ágúst til 1. september og 1. sept. til 1. okt. Þessi samanburður er hrein og bein fölsun, vitandi eða óafvit- andi. Það er vísu rétt út af fyrir sig, að tímakaupið í Rvík t. d. í júlí var 8 aurum lægra í algengri dag- vinnu en hér á Akureyri (Ak. kr. 2.33, Rvík kr. 2.25), en fölsun „Alþýðum.11 er fólgin í því að draga fjöður yfir þá veigamiklu staðreynd, að dagkaupið í Reykja- vík er samt sem áður hœrra en hér. Hvernig getur það verið, spyrja menn eðlilega. Lausn gátunnar er ofureinföld. Hún er sú, að í Rvík er 9 stunda raunverulegur vinnudagur greidd- ur sem 10 stundir (greitt fyrir báða kaffitímana). Það er því dagkaupið, en ekki tímakaupið, sem skiftir máli þegar verið er að bera saman kaup verkamanna hér og í Rvík. Til þess að gera verkamönnum og öðrum lesendum blaðsins aug- ljósari hina ósvífnu og bjánalegu fölsun „Alþýðum.“, sem er fram borin til að reyna að koma þeirri skoðun inn hjá lesendum að kaup- gjaldið hér sé miklu hagstæðara en í Reykjavík, þá skal hér birtur samanburður á dagkaupi verka- manna við algenga vinnu: Akureyri Reykjavík Mismunur Dagkaup Dagkaup Almenn dagvinna (janúar) kr. 19.17 kr. 20.60 kr. 1.43 — — (febr.) — 19.17 — 21.20 — 2.03 — — (mars) — 19.17 — 21.50 - 2.33 — — (apr íl) - 20.25 - 21.50 — 1.25 — — (maí) - 20.25 - 21.80 - 1.55 — — (júní) — 20.25 - 22.20 — 1.95 — — (júlí) — 20.97 - 22.50 - 1.53 — — (ágúst) — 20.97 - 22.80 - 1.83 — — (sept.) - 20.97 — 24.20 - 3.23 Mismunurinn á mánaðarkaupi verkamanns hér og verkamanns í Reykjavík í t. d. september er því hvorki meira né minna en kr. 83.98, sé miðað við fullan vinnu- tíma í 26 daga. Það er nú hægt um vik fyrir þá verkamenn, sem hafa t. d. unnið hjá Bretunum í sumar eða frá áramótum, að reikna út hvað þeir hafa haft minna upp en stéttarbræður þeirra í Reykjavík fyrir jafnlang- an vinnutíma. Það stoðar ekkert fyrir „Al- þýðum.“ að skamma þá Stein- grím og Jakob. Kaup verkamanna hér hækkar ekkert fyrir því, Kaup þeirra verður samt sem áð- ur lægra en í Reykjavík. Þeir verða samt sem áður áfram að súpa seiðið af samningi Erl. við atvinnurekendur um að kaupið skuli ekki breytast nema ársfjórð- ungslega. Vegna þessa fræga samnings, sem er nú daglega umtalsefni verkamanna, fá verkamenn hér enga dýrtíðaruppbót þó vísitalan hafi hækkað um 12 stig, þeir fá samt sem áður enga hækkun, meðan kaup verkamanna á Siglu- firði og í Reykjavík og víðar, hef- ir hækkað í samræmi við vísitöl- una og meðan starfsfólk bæjarins og ríkisins hér fær dýrtíðarupp- bót í samræmi við hækkun vísi- tölunnar. Það er staðreynd, sem ekki verður hrakin að hinn „lítilshátt- ar skaði“ verkamanna af samn- ingi Erlings nemur minsta kosti mörgum tugum þúsunda króna á þessu ári og að stefna hans í kaupgjaldsmálunum, þ, e. að (Niðurlag). II. FRÁSÖGN 16 ÁRA STÚLKU. Skýrsla 16 ára stúlku, sem hvarf að heiman og var leitað af lög- reglunni. » .... Mætta gerir þá grein fyrir fjarveru sinni, að hún hafi farið með vinstúlku sinni í gistihús og kynst þar enskum sjóliða. Hitti hún hann daginn eftir og var með honum um kvöldið. Hann fór með mættu inn í hermannaskála og hafði þar mök Við hana. Eftir miðnætti hitti hún landhermann og svaf hjá honum í hermanna- skála. Síðan hefir mætta haldið til í heramnnaskála og fengið þar að borða. Á þessum tíma hafa tveir hermenn fengið að hafa mök við hana. Nöfn þeirra veit hún ekki. Mætta segir, að 14 ára stúlka hafi fyrst komið sér til að gefa sig að hermönnum. * % GRUNLEYSI SUMRA KVENNA ER FURÐU MIKIÐ. Þess verður og á margan hátt vart, hversu sumt kvenfólk er grunlaust í afskiftum sínum af setuliðinu, og skal hér tilnefnt eitt dæmi: Stúlka kemur inn í her- mannaskála eingöngu fyrir for- vitni sakir. Þegar hermennirnir vilja nálgast hana, verður hún bæði hissa og móðguð. Hermenn- irnir verða líka hissa? Hvaða er- indi átti hún inn? Hér skilur hvorugt annað. Hermennirnir telja konur, sem þanmg haga sér, vændiskonur, vegna þess að þannig myndu ekki aðrar koma fram, þar sem þeir þekkja til. Hér er aðeins um eitt dæmi af mörgum að ræða, og er vitanlegt, að eitthvað þessu líkt gerist í hundruðum tilfella. Má því fara fyllilega nærri um það, hverjar skoðanir sefuliðsmenn gera sér um íslenskar konur yfirleitt og jafnframt um menningu þjóðar- innar, enda verður það af ýmsu ljóst, að virðing þeirra fyrir henni muni af skornum skamti. Þá er eitt ótalið, sem raunar ætti ekki að þurfa að benda á, og það er áfengið. Þeir, sem koma á Hótel Borg, sjá þar íslenskar konur hópum saman sitjandi að drykkju með setuliðsmönnum, og bílstjórar og lögregla mun hafa þar sína sögu að segja, sem vissu- lega myndi gera ljóst, hvílíkt hyl- dýpisfen ómenningar og siðleysis gín við þessari þjóð. En um þau mál mun verða fjallað sérstak-. lega. Nefnd sú, er um þetta hefir kaupgjaldið hækki aðeins árs- fjórðungslega, hefir í för með sér tjón fyrir launþega á Akureyri og í Glerárþorpi, sem nemur að líkindum hátt á annað hundrað þúsundum króna þetta ár. fjallað, er á einu máli um það, að hér sé komið í hið geigvænleg- asta óefni, og mun hún ekki ein um það álit. Sú mun og vera skoðun allra þeirra er eitthvert far hafa gert sér um að kynnast ástandinu. En nefndinni er jafn Ijóst, að lausn þessara mála er bundin gífurlegum örðugleikum, þar sem þau eru heitustu tilfinn- ingamál þeirra sem í hlut eiga. Það er til að mynda engan veginn sambærilegt, hvort stúlka er trú- lofuð setuliðsmanni og hygst að giftast honum, eða hvort hún gengur frá manni til manns undir áhrifum áfengis. Þjóðernislega séð er og á þessu tvennu mikill mun- ur. Það er að vísu ekki holt okkar fámennu þjóð, ef margar íslenskar stúlku færu af landi brott, ef til vill þær, sem mest eftirsjá væri að. En aðal hættan er þó fólgin í því, að hér myndist stór vændis- kvennastétt, sem segir sig úr lög- um við siðað þjóðfélag. í fyrsta lagi myndi fjöldi stúlkna, ef ekk- ert er aðhafst, smám saman fara að dæmi slíkra kvenna, jafnvel þótt í þeim væri sæmilegur efni- viður, ef vel væri á haldið, því að slíkt lausungarlíf hefir á sér nokkurn æfintýraljóma, sem margir eiga örðugt með að stand- ast jafnt fyrir það þótt eymd og umkomuleysi þeirra, sem þátt taka í æfintýrunum, séu sæmilega vitibornu fólki ljós. En auk þess er það staðreynd, að hinir best gerðu eiga að tiltölu miklu- færri afkvæmi, og um uppeldi þeirra barna, sem eiga vændiskonu að móður, þarf engum getum að leiða. Nefndin vill taka það skýrt fram, að þótt störf hennar hafi fjallað um sambúð íslenskra kvenna við hið erlenda setulið, telur hún, að íslenskir karlmenn eigi hér sinn bróðurpart af sök- inni óskiftan, því að konur gerast ekki vændiskonur nema fyrir til- verknað karlmanna, og rudda- skapur íslenskra karlmanna í um- gengni við konur hefir síst verið til þess fallinn að skapa háttvísi og fagra siðu meðal íslenskra kvenna. „Hernámið leiðir þvi vafalaust marga lausung í ljós, sem áður var til, en aðeins betur dulbúin“. (Úr bréfi landlæknis). Lögreglan mun hafa um það sterkan grun, eða jafnvel vissu, að íslenskir karlmenn séu oft milliliðir þegar stúlkur komast í tæri við' setuliðsmenn, og er sök slíkra manna jafnvel ennþá ægi- legri en kvenfólksins. Hinsvegar er kvenfólkið, og þó einkum stúlkubörn, í þessu efni sá aðili, sem er í hættunni staddur, og mun því ekki verða hjá því kom- ist að snúa sér að því fyrst og fremst. Er og tvöföld ástæða til þess, að alt sé gert, sem unt er, til þess að ráða fram úr þessum (Framhald á 3. síðu),

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.