Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1941, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 06.09.1941, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd': Steingr. Aðalsteinsson, Jakob Árnason. Abyrgdarm.: Steingr. Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftargjald kr. 6.00 árgangur- inn. f lausasölu 15 aura eintakið Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags- ins, Gránufélagsgötu 23. Prentverk Odds Björnssonar. Ei tveooia ára styriöld Tvö ár eru nú liðin síðan Hitl- ers-Þýzkaland réðist á Pólland, sem var sigrað á fáum dögum. Þýski herinn sneri vopnum sínum síðan í vestur og á nokkrum vik- um hafði hann brotið á bak aftur mótspyrnu Danmerkur, Noregs, Hollands, Belgíu, Frakklands og Bretlands (á meginlandi Evrópu). Næsta skref Hitlers var Balkan- skaginn. Þar fór á sömu leið. Hvert ríkið á fætur öðru var lagt undir járnhæl fasismans annað- hvort með þýskum vopnum eða svikum valdhafanna eða hvort- tveggja. Rúmenía, Búlgaría, Júgó- slavía og Grikkland voru fyr en varði í klóm fasismans. Hersveitir Breta voru hraktar frá Krít. Ung- verjaland var selt í hendur Hitl- ers. Sú skoðun var orðin almenn að þýski herinn væri ósigrandi. Næsta skrefið var árásin á Sov- étlýðveldin. Með árásinni á þau gjörbreyttist viðhorfið. Styrjöldin sem áður var háð milli heims- valdasinnaðra stórvelda var nú í einu vetfangi orðin að Styrjöld, þar gem raunverulega var barist fyrir frelsi og lýðræði hinna und- irokuðu. Áður hafði þýski herinn átt í höggi við hikandi eða litla dreifða heri. Nú hefir hann í 12 vikur þreytt fangbrögð við hinn öfluga Rauða her. Hin hetjulega og stórfenglega vörn Rauða hers- ins hefir gefið lýðræðisþjóðunum sigurvissuna aftur. Rauði herinn hefir sýnt að herskarar Hitlers eru ekki ósigrandi. Hin ákveðna og vasklega mótspyrna Sovétríkj- anna gegn villimannlegri árás fas- istanna hefir orðið til þess að sameina lýðræðisöflin í heimin- um, sem Chamberlainstefnan hafði sundrað. Með hverjum degi styrkjast samtök Bandamanna. í Bretlandi og Bandaríkjunum verða æ háværari raddir, sem krefjast aukinnar aðstoðar við Sovétríkin, sem nú bera hitann og þungann af baráttunni fyrir verndun lýðræðisins og frelsisins í heiminum. Hetju-vörn Sovét- hersins og Sovétþjóðanna hefir gefið andstæðingum fasismans í herteknu löndunum byr undir báða vængi. Daglega berast fregn- ir þaðan um vaxandi ólgu og ó- kyrb^ Nú eftir að styrjöldin á austur- vígstöðvunum hefir staðið í 12 vikur, er ástandið þannig, að Hitler hefir mist yfir 2¥2 miljón hermanna án þess að vera nokk- uð nær því að vinna úrslitasigur. Þýski herinn er nú orðinn veikari én hann var þegar hann hóf hern- aðinn í Austurveg en Rauði her- inn hefir hinsvegar eflst á sama tíma, auk þess sem hernaðarað- staða Bandamanna er mun hag- stæðari eftir hernám Iran og loks hefir á þessum 12 vikum tekist að styrkja samtök Bandamanna svo að litlar líkur eru til að Chamber- lainstefnumönnum takist að hindra frekari samvinnu Banda- manna eða rjúfa hana. Öllum lýðræðissinum er nú að verða það ljóst, að eins og Cyril Laiken útvarpsfyrirlesari sagði í morgun í bretska útvarpinu: bili vörn Sovétríkjanna, þá verður ekki séð að jafnvel Bandaríkin geti bjargað lýðræðisþjóðunum og hindrað heimsyfirráð Hitlers, það ríður því á að veita Sovétríkjun- um strax skjóta aðstoð, sem er meira en orðin tóm. RAUÐI HERINN (Framhald af 1. síðu). sem þeir reyna að kúga Búlgara með sér í stríðið. Doriot drepinn. Ólgan vex jafnt og þétt í Frakk- landi. Hin kúgaða þjóð svarar handtökum og aftökum stjórnar- valdanna með aukinni skemdar- starfsemi. Það eru nú orðnir dag- legir viðburðir að þýskir og franskir fasistar séu myrtir á göt- um úti eða annarsstaðar þar, sem í þá næst. Quislingar Frakkiands eru í stöðugri lífshættu. í fyrra- dag var skotið á Doriot hinn kunna franska liðhlaupa og verk- lýðssvikara, sem sveik Kommún- istaflokkinn fyrir nokkrum árum og gekk síðan lengra og lengra til hægri uns hann gerðist opinber liðsmaður Hitlers. „Lifl liin frjálsa Þýska« landH. „Draugurinn“ í þýska útvarp- inu, en svo er röddin kölluð, sem undanfarið hefir stöðugt gripið fram í þýsku fréttirnar og farið óþægilegum orðum um þýsku nazistana, lét enn til sín heyra 1 gær og skýrði frá manntjóni Þjóðverja á austurvígstöðvunum og varaði menn við að trúa full- yrðingum nazistanna um tjónið á austurvígstöðvunum. Lauk hann máli sínu með þessum orðum: „Niður með Hitler! Lifi hið frjálsa Þýskaland“. Bretsku verklýðslélögin taka upp samvinnu við verklýðsfélag Sovétrlkjanna. Á ráðstefnu bretsku verklýðsfélaganna, sem haldin var í Edinborg undanfarna daga var samþykt einum rómi að taka upp samstarf við verklýðsfélög Sovét- ríkjpnna og var samþykt tillaga frá stjórn verklýðssambandsins um fastar samstarfsnefndir verklýðssamtakanna 1 Bretlandi og Sovétríkjunum. Meirihluti stjórnar bretska verkamannaflokksins, sem neyðst hefir til að taka þessa af- stöðu, vegna almenningsálitsins, heldur þó hinsvegar áfram fjandskap sínum við bretska kommúnistaflokkinn. Viljið pið ekki vera með 1 Vaxandi erfiðleikar. Þýsku blöðunum verður nú mjög tíð- rætt um þá erfiðleika, sem þýski herinn á nú við að stríða. »Wiener Tageblatt« segir t. d. að nýtt vandamál sé nú kom- ið til sögunnar og það er húsnæði handa þýska hernum á austurvígstöðvunum. Segir blaðið að Rússar ónýti öll hús og jafnvel kofa á þeim svæðum er þeir yf- irgefa. Þá kvarta blöðin um rigningar á Leningrad-vígstöðvunum og vaxandi erf- iðle'ka á að koma eldsneyti til vélaher- sveitanna. í henni tóku þátt í gær: Hallgr. Hallgrímss., Brekkug. 13. Gunnl. Hallgrímss., Svalbarðseyri. Kristján Gunnlaugss., Svalb.eyri. Jóhanna Jóhannesd., Oddagötu 5. Kristján Helgason, Krabbastíg 1. Valdimar Haraldss., Kjötbúð Kea. Ásta ísleifsdóttir, Glerárgötu 7. Jendoft Indbjörn, Akureyri. Hanna Martha Vigfúsd., Odd.g. 34. Ingibjörg Halldórsd., Strandg. 17. Brjánn Jónasson, Hafnarstr. 93. Nýbjörg Jakobsd., Oddeyrarg. 34. Kristín Bjarnad., Þingvallastr. 18. Guðm. Halldórsson, Brekkug. 3. Stefán Aðalsteinsson, múrari, Karl Gunnlaugss., Munkaþ.str. 19. Siðferðisástandið í Reykjavík. (Framh. af 2. síðu). vanda, þar sem börn þau, er nú dvelja í sveit, munu koma heim á næstunni. Að sinni mun nefndin ekki fjölyrða um þessi mál, en í sam- ráði við ríkisstjórnina mun verða tekið nánar til athugunar, hverj- ar leiðir þyki færastar. Nefndinni er ljóst, að ströng bönn eru um margt varhugaverð. Það, sem mestu máli skiftir í þessu sem öðru, er, að hver ein- staklingur geri skyldu sína, að hér skapist sterkt almenningsálit sem krefst þess að íslenskt þjóð- erni, íslensk menning og íslensk tunga verði vernduð, að íslend- ingar verði framvegis sjálfstæð menningarþjóð. Framtíð íslensku þjóðarinnar er fólgin í því einu, að æska landsins gleymi ekki þegnlegri skyldu við blóð sitt og rnóðurmold. Svo sem mörgum er kunnugt hefir Ferðafélag Akureyrar unnið að því undanfarin sumur að gera bílveg upp úr Eyjafirði innan- verðum og opna þannig leið suð- ur á öræfin um miðbik landsins. Er þetta hinn forni Vatnahjalla- vegur, sem liggur upp frá Há- karlatorfu upp í Hafrárdal og síð- an upp úr dalverpinu suður á ör- æfin. Vegagerð þessi hefir öll verið unnin í sjálfboðavinnu, og er henni nú furðuvel á veg komið, þannig, að s.l. sunnudag, þegar hópur fólks fór þangað fram eftir til vinnu, þá ók bifreið upp alla brekkuna upp í Hafrárdalinn og meir en miðja vegu upp dalinn. Þar fyrir framan er búið að ryðja nokkurn kafla, svo vonast er til, að þegar tvö áhlaup hafa verið gerð enn — en þau verða gerð tvo næstu sunnudaga — megi takast að aka bifreið alla leið upp á brún hásléttunnar, en þá taka við á all-löngu svæði sléttir sandar greiðfærir bifreiðum. Þetta fer þó nokkuð eftir því hversu góð þátttaka verður í þessum tveimur næstu vinnuferð- um — og leyfir „Verkam.“ sér að kasta fram þeirri spurningu til lesenda sinna, hvort þeir vilji ekki — þeir sem tækifæri hafa til — vera með í því að opna Akur- eyringum greiðfæra leið til hinna tignarlegu og sumarfögru öræfa við hjarta ættjarðarinnar. Það verður, sem sagt, farið í fyrramálið og næsta sunnudags- morgun. Um flutninga fram og aftur annast Ferðafélagið; og ættu þeir, sem vilja vera með, að gefa sig fram við Þorstein Þorsteinsson, Brekkugötu 43, sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar. Bílferð upp á brún hásléttunn- ar annan sunnudag — er kjör- orðið. Te-setl Pöntunarfélagið. Náttföt, Hlutaveltu heldur Iþróttáhúsnefndin á morgun kl. 4, í Samkomuhúsinu. Rennur. ágóðinn til íþróttahúsbvggingarinnar. Margir góðir drættir verða á boðstólum. Drátturinn kostar 1 kr. Er það hærra en venjulega og er það ekki nema eðli- legt þar sem verð á öllu hefir stórhækk- að undanfarið. Bæjarbúar! Fjölmennið á hlutaveltu íþróttahússins! Steingr. j. Þorsteinsson, mag. art., flytur erindi í Samkomuhúsinu næstk. fimtudagskvöld um Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar, Sloppar Náttkjólar Bindi Skygni Pöfltunarfélaoið.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.