Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1941, Page 4

Verkamaðurinn - 06.09.1941, Page 4
4 VERKAMAÐURINN VIÐURSTYGGILEGT OFBELDISVERK. (Framhald af 1. síðu). unni og rannsökuð af héraðslækni og herlækni. Frásögn þeirra hjóna er á þá leið, að þau hafi verið að berjum í hrauninu fyrir neðan Hólm. Hafi þá komið til þeirra 4 ame- rískir hermenn og gefið sig á tal við þau og síðan fyrirvaralaust ráðist á þau og felt. Nauðguðu þeir þvínæst kon- unni, hver eftir annan, en héldu manninum á meðan. Hurfu þeir að því loknu á burtu með ógnun- um að því er þeim hjónum virtist. Við liðskoðun er ameríska her- stjórnin lét fara fram í gær og í fyrradag, tókst hjónunum að end- urþekkja þrjá þessara manna og fjórði maðurinn hefir nú einnig fundist. SKÝRSLA HERSTJÓRNARINNAR. „Yfirmaður fyrstá Bandaríkja sjóliðaherfylkisins (First United States Marines Brigade-Provision- al), harmar mjög hinn leiða at- burð, er árás var gerifr á íslenzka konú, en fjórir menn undir hans stjórn eru sakaðir um árásina. Mennirnir hafa verið handtekn- ir og verða þegar leiddir fyrir herrétt. Þetta er í fyrsta skipti í sÖgu United States Marine Corps, sem slíkt afbrot hefir verið framið, og herfylkisforinginn óskar af þessu tilefni, að fullvissa íslensku þjóð- ina um, að þessum mönnum verð- ur þunglega hegnt fyrir afbrot þeirra“. Glæpur þessi er svo svívirðileg- ur að því verður ekki með orðum lýst. Það er að vísu gott til þess að vita, út af fyrir sig, að her- stjórnin skuli hafa brugðið fljótt við í þessu máli, og rannsakað það rækilega og gefið yfirlýsingu um að hinum seku hermönnum verði þunglega refsað. En þessi atburður sýnir hvers- konar menning það er sem íslend- ingar eiga von á að berist hingað með hinum erlendu hermönnum. í skjóli auðvaldsskipulagsins í Am-- eríku hefir þróast meiri spilling og glæpastarfsemi en sennilega nokkursstaðar annars staðar í veröldinni. Glæpur hinna 4 amerísku her- manna er spegilmynd af þeirri siðmenningu, sem amerísku milj- ónamæringarnir hafa skapað und- anfarna áratugi. Dómur undirréttar í máli „þjóð- stjórnarinnar“ gegn ritstjórum „Nýs Dagblaðs“ og „Þjóðólfs“ féll á þá leið, að Gunnar Benediktsson var dæmdur í 200 kr. sekt eða 15 daga fangelsi og Valdimar Jó- hannsson í 60 daga fangelsi. Dóm- urinn var bygður á þeim forsend- um að þeir hefðu notað algeng ís- lensk orð um erlendan mann. Húsnæðisvandræðin . t . . (Framh. af 1. síðu). ríkisvaldsins, sem ekki getur lát- ið sér þetta mál óviðkomandi — síst af öllu í Reykjavík — og miðar áðurnefnd tillaga Stein- gr. Aðalsteinssonar að því, að bæjarstjórn Akureyrar fái heim- ild til að beita hér samskonar ráð- stöfunum og líklegt er að ríkis- valdið grípi til, vegna húsnæðis- eklunnar í höfuðstaðnum. Ennfremur ber nefndinni að at- huga, hvort ekki kunni að vera, í einhverjum húsum, ónotað hús- rými, sem mætti innrétta til íbúð- ar, og þá gera ráðstafanir til að svo verði gert. Verður bærinn, ef þörf krefur, að leggja fram fé til þeirra hluta. Og að lokum — ef ekki reynist nægilegt það húsrými, sem Bret- arnir væntanlega víkja úr, að við- bættu því, sem ef til vill væri hægt að innrétta umfram það, sem nú er — verður bæjarstjórn- in að fá heimild til að taka leigu- námi hluta af þeim stóríbúðum, sem vitanlegt er að til eru í bæn- um. Það mundi hlutaðeigendum að vísu þykja hart aðgöngu. En hitt er þó miklu fjarstæðara, að fáar manneskjur gúkni yfir fjölda herbergja, en aðrir fái ekkert þak yfir höfuðið. Sem sagt. Nefndin hefir fengið verkefni að vinna, og hún verður að vinna það af fullri alvöru og með það eitt mark fyrir augum að útvega öllum húsnæðislausum bæjarbúum viðunandi þak yfir höfuðið. Og það munu vera ráð til þess, ef ekki er hlífst við að beita þeim. Blaðamenn »Þjóðviljans« taka við ritsijórn attur. Um s.l. mánaðamót tóku þeir Einar Olgeirsson, Sigfús Sigur- hjartarson við ritstjórn „Nýs Dag- blaðs“; Sigurður Guðmundsson verður einnig starfsmaður við blaðið. Gunnar Benediktsson, útgefandi „Nýs Dagblaðs“ og fyrverandi rit- stjóri þess tekur við ritstjórn „Réttar“. ‘ Verðlækkun. Verðlækkun hefir verið ákveðin á kartöflum á tímabilinu frá 1. þ .m. til 31. okt. næstk. eins og hér seg- irí Heildsöluverð kr. 55.00 pr. 100 kg. Smásöluverð við sölu í lausri vigt má ekki fara fram úr 35%. Kaffi- og sykurskamturinn, á tímabil- inu 1. okt. til 31. des. verður aukinn all- verulega. Verður kaffiskamturinn 1200 gr. óbrent kaffi og 300 gr. aukaskamtur til jólanna. Sykurskamturinn hækkar um 250 gr. á mánuði og auk þess verður 400 gr. aukaskamtur til jólanna. Korn- vöruskamturinn verður einnig aukinn eitthvað. Pianohljómleika heldur Árni Krist- jánsson í Samkomuhúsi bæjarins næstk. mánudag og hefjast þeir kl. 9 e. h. Kvenfélagið »Framtíðin« efnir til hlutaveltu um aðra helgi og rennur ágóðinn af henni til nýja sjúkrahússins. 95 ára afmæli átti í fyrradag ekkjan Hólmfríður Einarsdóttir, móðir Jóhannes- ar Jónassonar yfirfiskimatsmanns Eyr- arlandsveg. Iðnskðli Akureyrar * verður settur miðvikudaginn 15. okt. n. k. kl. 8 e. h. Nýir iðnnemar og þeir, sem hafa í hyggju að taka próf milli bekkja í haust, tali við undirritaðan sem fyrst. Kvölddeild skólans tekur, svo sem að undanrörnu, við nemendum í íslenzku, dönsku, ensku, reikningi, bókfærslu og jafnvel teikningu. — Skólagjald er mjög sanngjarnt. Par sem húsnæði er all- takmarkað, ættu umsækjendur að tala sem fyrst við undirritaðan, sem gefur allar nánari upp- lýsingar um skólann. Til viðtals Klappar- stíg 1. Sími 274. J ó n Sigurgeirsson, skólastjóri, Fjölskyldur, sem búast við að verða húsnæð- islausar 1. október næstkomandi, eru beðnar að Iáta vita um það á úthlutunarskrifstofu bæjarins í Samkomuhúsinu, sem verður op- in kl. 4—5 e. h. virka daga. Húsnæðisnef ndin. Svörður. Viljum selja nokkra bíla af sverði, mjög vægu verði sé hann tekinn á svarðarlandinu í Kollugerði. Lyst- hafendur snúi sér til Helga Steinarr, er sér um sölu og afhendingu svarðarins. Sala fer aðeins fram vik- una 8 -13. þ.m. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýkomið: Peningakassar Skólakrít Perripappír Reglustrikur Bókastoðir Lakk Crepepappír til sölu. Upplýsingar hjá pQleiIi Pflfleifssynb B.S.0 með tveimur litlum íbúð- um, lausum 1. okt. n.k. Jón Stefánsson. Gnl. Tr. Jónssonar.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.