Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 21.11.1942, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 21.11.1942, Blaðsíða 2
2 VERKAM AÐURINN BLAÐASKRIF UM EINKAMÁL HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Skyldi ekki vera óþekt fyrirbrigði utan íslands, að persónulegar fjár- reiður fátækra prívatmanna, sem lifa frá hendinni til munnsins, óbreyttir einkahagsmunir, sem eng- um koma við og enginn getur haft áhuga fyrir, séu gerðir að efni í endalausar ritgerðir í dagblöðum eins og siður er í Tímanum. í vor var blað þetta stundum útfylt af skýrslum um það, hvenær ýmsir óbreyttir borgarar hér í bænum, sem tilgreindir voru með nafni og áritun, hefðu verið í peningahraki eða vantað húsnæði og þvíumlíkt. Skildist manni þetta vera rkkið í blaðinu í svívirðingarskyni við menn þessa af því þeir höfðu listir að atvinnu, rétt eins og öruggasta ráðið til að svívirða íslenska lista- menn í augum almennings væri að núa þeim því um nasir, að þeir væru ekki fæddir með silfurskeið í munninum. Mun hvergi í veröld- inna vera þekt jafn undarleg aðferð til að svívirða listamenn eins og bregða þeim um fátækt. Undarleg- ast var þó, að höfundur þessara skýrslna hafði gleymt því, sem öll þjóðin veit, að hann hefir sjálfur aldrei verið matvinnungur, heldur lifir á sníkjum, samskotum og gjöf- um — þegar best lætur. Þó er ekki skrifað jafn mikið í Tímann um fjárreiður nokkurs manns eins og höfund þessara lína. Um þær er skrifað sýknt og heilagt ár eftir ár í blaðið, ýmist nafnlaust, undir dulnefni, með smáu letri og stóru, bæði ofan máls og neðan, stundum meira að segja í bundnu máli. Mun ekki meira dálkarúmi hafa verið eytt í Tímanum til að ræða um heimsfræga stórsvindlara í fjármálum, eins og t .d. Kreuger, en hið ógurlega spursmál, hvernig H. K. L. megi ráða fram úr því tröllaukna viðfangsefni að fæða sig. Höfundur ailflestra þessara Tíma- greina, sem cr alþingismaður, hefir stundum verið nefndur „þjóðfífl íslendinga", og hefir forseti Sam- einaðs Alþingis að gefnu tilefni lýst því hátíðlega fyrir öllum þing- heimi úr forsetastóli ómótmælt, að hann hafi ekkert við nafngift þessa að athuga né þær ályktanir, sem af henni hlutu að verða dregnar, og má þannig segja með nokkrum rétti, að sambykt Alþingis liggi fyr- ir nafngiftinni. Eftir rúmtaki og tíðleik greina þessara um einkahagsmuni H. K. L. skyldi maður ætla, að þetta væru ekki aðeins hin einu fjármál, sem höf. greinanna bæri verulega fyrir brjósti, heldtir væri hér um að ræða einhverjar gríðarupphæðir, sem bæru allar aðrar summur á íslandi ofurliða, og illkleift mætti heita fyrir menska menn að afla. Hefir hann talið upp fjölda aðila, þar á meðal nokkur auðfyrirtæki innlend og erlend, ríkiskassa eins voldug- asta stórveldis jarðarinnaé, auk ýrhsra embættismanna og prívat- manna hér innanlands, sem standi undir þeirri feiknabyrði, að branð- fæða þennín eina mann, Halldór Kiljan Laxness. Þetta ágæta þjóð- fífl heldur án efa, að eg borði mörg þúsund tonn af matvöru á ári. Fyrir fám dögum var enn fjögurra dálka grein í Tímanum um málið. Þar skorar fíflið hátíðlega og með grát- staf í kverkum á Morgunblaðið að taka sig til og fara nú fyrir alla lif- andi muni að skrifa líka um þetta skelfilega vandamál. Meðan Hriflu-Jónas var að nudda sér utan í mig hérna um árið, var eg að vísu fremur veitandi en þiggjandi í þeim kunningsskap. — Maður getur sagt gæluorð um stundarsakir við meinhægan rakka þó maður skipi honum fljótlega að þegja og snauta heim til sín, ef hann ætlar að byrja með kúnstir. það getur verið áríðandi fyrir Jón- as Jónsson, að honum takist að skilja þetta. Nú vill skinnið nefnilega fara að nudda sig utan í mig aftur. Harin lýsir því yfir í Tímanum, að til þess að losna við fgerð þá, er hann hefir í heilanum út af persónulegum einkahagsmunum H. K. L., sé hann nú óðfús að flytja á Alþingi tillögu um að útvega mér einhver ósköp af peningum. Eg veit ekki til þess, að eg hafi nokkurntíma beðið þennan mann um peninga. Eg bið engan um pengina. Mig vantar ekki pen- inga. Og eg hugsa ekki úm pen- inga. Eg vil aðeins fá að vinna fyrir mínum litlu daglegu þurftum eins og aðrir fátækir menn, og þetta fæ eg og hr.fi altaf fengið, án þess það hafi valdið mér nokkrum sérstök- um htilabrotum eða vanda. Aftur á móti mundi eg telja það blett á mannorði mínu, sem erfitt væri að þurka af, ef eg ætti nokkurntíma héðan af eftir að taka við eyrisvirði til minna þarfa svo, að Jónas Jóns- son hefði goldið þar til jákvæði. Eg þekki ekki það skarn, sem eg vildi ekki heldur þvo af höndum mér en meðatkvæði slíks manns. Þó skal eg gefa þessum manni kost á að veita viðtöku og koma til skila fyrir hann einni upphæð af mörgum álíka vel fengnum, sem runnið hafa í hans vasa, en* það ern Ritst jórar ,Dags6 kalla kjósendur flökkulýð! ,,Dagur“ lætur svo umraælt um þá kjósendur, er yfirgáfu Fram-, sókn, Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. og kusu með Sósíalistum: „Þeir eru því orðnir að flökku- lýð, sem leitar sér skjóls. .. .“ „Það er flökkulýðurinn, sem fleygir sér í faðm kommúnista að þessu sinni“. (Leturbr. ,,Vm.“). Fögur er nú nafngiftin, sem „Dags“-ritstjórarnir velja þessum fyrverandi kjósendum þjóðstjórnar- flokkanna. „Flökkulýðurinn" mun áreiðanlega minnast þessa ávarps ,,Dags“-ritstjóranna, og svara á þann eina hátt, að auka „flökku- manna“strauminn til Sósíalista- flokksins. peningarnir úr sjóðum fátækra listamanna, sem hann notaði í hitt- eðfyrra til þess að setja blett á nafn saklauss barns síns. Ef hann vill senda mér þetta þýfi í tryggri ávísun, skal eg sjá um, að það kom- ist á réttan stað á ný. Þegar því er lokið, og kannske reyndar fyr, get- um við síðan haldið áfram að skrifa í blöðin urn fleiri atriði úr einka- málurn Jónasar Jónssonar. Halldór Kiljan Laxness. (Þjóðviljinn). Hitler og útvarps- draugurinn. í næst síðitstu ræðu Hitlers, sem var útvarpað frá öllum þýskum út- varpsstöðvum, greip röddin, sem kallar sig „rödd fólksins", hvað eft- ir annað fram í. Stundum greip röddin svo ört fram í, að í raun og veru var um samtal að ræða milli Hitlers og ,,draugsins“. Hér er dá- lítið sýnishorn: Þegar Göbbels kynti Hitler, sagði röddin: — í dag get ég loksins talað. Enn einu sinni hefi eg misreiknað mig. Rússland er orðið að einum kirkjugarði fyrir þýsku þjóðina. Við erum að nálgast úrslitaósigur- inn. Eina leiðin til undankomu er friður. Þegar Hitler afsakaði sig með því, að ræður hans færu síversn- andi, og að hann hefði ekki svo mikið að segja, svaraði röddin sam- stundis: — Skynsamlega mælt, Adolf, með afburðum vel sagt. Hitler: Eg er önnum kafinn við raunhæf viðfangsefni. . . . Röddin: Að leiða þýsku þjóðina til grafarinnar. Hitler: Vér verðum að gera oss Ijóst hvers ástandið krefst af okkur.. . . Röddin: Já, frið. Aðeins frið. Ilitler: Þeir tala um að „nýjar vígstöðvar" skuli verða myndað- ar. . . . Röddin: Og þú getur ekki sofið á næturnar vegna þess. Hitler: Árið 1942 var mikil raun fyrir þýsku þjóðina. . . . Röddin: Það er ekki gott að all- ar áætlanirnar þínar fyrir árið 1942 fóru út um þúfur. Hitler: Vér höfum lagt vegi, sem eru mörg þúsund kílómetrar. . . . Röddin: Bíddu við! Samgöngu- leiðirnar eru einmitt eitt af hinum miklu erfiðleikum þínum. Hitler: Þegar þér lesið um ein- hvern, sem hefir hlotið Járnkross- inn.... Röddin: Konur óska ekki eftir að sjá mennina með Járnkrossinn á brjóstinu og trékrossinn á gröfinni. Hitler: Vér munum gera skemd- arverkamennina óskaðlega. . . . Röddin: En aðrir munu koma í stað þeirra. Vér skorum á fólkið að vinna skemdarstörf æ ofan í æ. Hitler: Hinir fórnfúsu menn á vígstöðvunum skulu trygðir gegn því að aðrir heima hagnýti sér ástandið í eiginhagsmunaskyni. .. . Röddin: Útrýmið þessvegna Hitler og þjónum hans. Bókarfregn. Svend Hedin: Lönd leyndar- dómanna. — Ferðir um fjöll og eyðimerkur Mið- Asíu 1893—1897. — BÓka- forlag Pálma H. Jónssonar. Prentverk Odds Björnsson- ar. Höfundur þessarar bókar, Sven Hedin, er fyrir löngu heimskunnur landkönnuður og vísindamaður. En hann er líka meira. Hann er rit- höfundur og teiknari. Hann hefir skrifað langar bækur um ferðalög sín utn lítt kunn eða óþekt lönd og landshluta. Frásögn hans er skemtileg og margvíslegan fróðleik þar að finna um lönd og þjóðir, sem fáir þektu áður en Sven Hedin veitti lesendum sínum þá fræðslu, sem falin er í ferðasögum hans. Það er tvímælalaust mikill feng- ur að því, að ein af bókum hans hefir nú verið gefin út I íslenskri þýðjngu, þó langt sé nú um liðið síðan bókin kom út á frummálinu og margir hafi síðan kannað miklu nánar þau lönd, er höfundurinn ferðaðist um 1893—1897 og skýrt frá í þessari bók. Að sjálfsögðu eru gallar á þessari bók eins og gerist og gengur. Má í því sambandi benda á hina lang- dregnu lýsingu á þjófnáðinum á farangrinum, sem Sven Hedin varð að skilja eftir í eyðimörkinni. Slík frásögn á lítt heima í riti jafn ágæts könnuðar og vísindamanns, sem Sven Hedins. En kostir bókarintl- ar eru svo yfirgnæfandi, að lesand- inn fyrirgefur honum slíkar yfir- sjónir. Áræði og þrautseigja hans heillar lesandann, svo lestrinum er ekki lokið fyr en höfundurinn er kóminn heill á húfi, úr svaðilförúm sínum, heim til Stokkhólms, eftir þriggja ára og sjö mánaða fjarveru. Þýðingu bókarinnar hefir Sig- urður Róbertsson, rithöfundur, leyst af heridi og hefir tekist prýði- lega. Bókin er gefin út af bókaforlagi Pálma H. Jónssonar, Akureyri, og er allur frágangur hinn vandaðasti, enda ekki annars að vænta, þar sem Prentverk Odds Björnssonar hefir annast prentnn hennar. Fóðursilki Silkiundirföt Silki-crepe Telpu-pils Telpu-kjólar Pöntunarfélagið.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.