Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 21.11.1942, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 21.11.1942, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURTNN 3 ILJA EHRENBURG: MEÐAN LAUFIN FALLA VERKAMAÐURINN Úttafandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Steingrímur Aðalsteinsson, Jakob Ámason, Jóhannes Jósefsson. Áskriftargjald kr. 8,00 árgangurinn, i lausasölu 20 aura eintakið. ÁbyrgOarm.: Steingr. Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags ins, Gránufélagsgötu 23. Prentverk Odda Björmsonar. Það þarf að mynda stjórn, sem stöðvar og minkar dýrtíðina Hvar sem menn hittast hljómar þessi- spnrning dag eftir dag: Hef- irðu nokkuð heyrt um hverjir mynda stjórn? Ótál sögur ganga um, að búið sé að mynda stjörn bak við tjöldin og eru þessar sögur jafnbreytilegar og veðráttan, þegar hún er sem óstöð- ugust. Það gengur vissulega ekki samkvæmt áætlun að mynda ríkis- stjórn, það er annað, sem gengur eftir áætlun. Dýrtíðin heldur áfram að vaxa jafnt og þétt — sam- kvæmt áætlun þjóðstjórnarflokk- anna gömlu. Þeim er auðsjáanlega miklu meira áhugamál, að Eiækka kjötið og mjólkurvörurnar, heldur en að mynda stj(')rn til að stöðva dýrtíðarflóðið. Allir játa, að nauðsynlegt sé að mynda stjórn, svo hægt sé að stöðva dýrtíðiná. En engin trygging er fyrir því, að dýrtíðin verði stöðvuð, þó ný stjórn verði sett á laggirnar. Nýja stjórnin, hvernig sem hún verður skipuð, getur ekki stöðvað dýrtíðina, nema hún framkvæmi þær ráðstafanir, sem nauðsynlegt er að gera til að stöðva dýrtíðina. Nýja stjórnin hefir ekki verið mynduð enn, af því að meiri hluti þingmanna er enn að minsta kosti ekki fylgjandi þeim róttæku að- gerðum, sem eru óhjákvæmilegar, ef skrafið um baráttuna gegn dýr- tíð og upplausn á að vera annað en orðin tóm. Verði mynduð stjórn, sem ekki vill stöðva dýrtíðina, þá mun hún aðeins geta setið skamma stund. Sósíalistaflokkurinn er eini flokk- uririn, sem heill og óskiftur hefir Lrorið fram þær einu tillögur, sem geta stöðvað dýrtíðina ,og minkað hana verulega, ef þeim yrði hrint í framkvæmd. Ráðstafanir þær, sem Sósíalistaflokkurinn telur óumflýj- anlegar, ef gera á alvöru úr því. að stöðva og minka dýitíðina, eru í stuttu máli þessar: Tollar á öllum nauðsynjavör- um verði afnumdir meðan stríðið stendur og skömtun tekin upp á öllum nauðsynjavörum. Gen£i krónunnar verði hækkað smátt oé smátt. Landsverslun verði sett á laéé- irnar, sem hafi alla utanríkisversl- un í stnum höndum og aðeins nauðsynlegasti innflutninéur lát- inn sitja fyrir. Kaupéjaldið verði samræmt um alt land með frjálsum samn- inéum við verklýðsfélöéin. Stríðséróðinn verði tekinn úr hörtdum stríðséróðaíyrirtækjanna oé rtotaður til þjóðarþarfa. Sala fasteiéna, skipa oé jarða í éróðabrallsskyrxi verði bönnuð meðan stríðið stendur yfir oé verði þannié hindrað að stríðséróða- mennirnir haldi áfram að sölsa undir sié þjóðarauðinn. Sapminéur verði gerður við bændur um fast érunnverð á land- búnaðarafurðum oé breytist það samkvæmt sérstakri dýrtíðarvísi- tölu eins oé kaup launþeéa. Útreikrúnéur vísitölunnar verði endurskoðaður. Verðeftirlit verði stórum endur- bætt. Rífleéar ríkisábyréðir verði veittar bæja- oé sveitafélöéum íyrir lánum til nauðsyiúegra fram- kvæmda. Allar Jressar ráðstafanir er nauð- synlegt að framkvæma ef leysa á hið mikla vandamál: stöðvun dýr- tíðarflóðsins. Fyrir kosningarnar tjáðu Fram- sóknarforingjatnir sig sammála aessum tillögum og Tíminn sagði að þetta væri eins og talað út frá aeirra eigin brjósti. Fn auðvitað meintu Framsókn- arforingjarnir þetta ekki alvarlega. Það kom strax í ljós, þegar Sósíal- istaflokkurinn skrifaði Framsókn >réf, þar sem hann spurðist fyrir um það, hvort Framsóknarfl. væri reiðubúinn til þess að lofa því op- inberlega fyrir kosningarnar, að styðja slíkar tillögur á næsta Al- þingi eftir kosningarnar. Framsókn treysti sér ekki til að lofa þessu fyrir kosningarnar. Á svipaðan hátt hag- aði Alþýðufl. sér, hann lét líklega fyrir kosningarnar um að hann væri fylgjandi þessum ráðstöfun- um. Innan Framsóknar- og Alþýðu- flokksins eru áhrifaríkir menn, sem vilja um fram allt ganga í sæng með glerkúaflokknum, þó þeir viti, að ineginhluti kjósenda þessara flokka séu andvígir áframhaldandi sam- vinnu við stríðsgróðamennina, sent munu berjast hatramlega gegtt ölhim ráðstöfunum, sem gætu skcrt eða skorið niður stríðsgróða þeirra. Það er útilokað að hægt sé að stöðva dýrtíðarflóðið nema með þ-ví að mynda stjórn sem gengi í ber- högg við vilja og hagsmuni stríðs- gróðamannanna. Jónas frá Hriflu og Stefán Jóhann vilja samstarf við Ólaf Thors og heildsalana og aðra stríðsgróðamenn. Stjórn, sem stöðv- ar dýrtíðina og upplausnina verður því ekki mynduð nema nægilega margir þinginenn Framsóknar og Alþýðufl. hafi þor til þess að rísa upp gegn flokksformönnum sínum og gangi til samstarfs við sósíalista um lausn dýrtíðarmálanna. TIL EFTIRBREYTNI Stokkhólmur. — Heimdallur, fé- lag íhaldssinnaðra stúdenta við há- skólann í Uppsölum, hefir útilokað þá meðlimi, sem eru hlvntir nazist- um, segir útvarpið í Stokkhólmi. Um leið og framkvæmdin var til- kynt, spurði félagið: „Hvernig get- ur maður kallað sig þjóðlegan og sænskan, þegar hann vill koma á skipan, þar sem ekkert rúm er fyrir smáþjóðirnar?" Fyrir þremur árum síðan. ..... j I.oksins höfðu þeir fengið það, sem þeir þráðu. Þýskar konur stóðu á stciðinni og kölluðu til manna sinna og unnusta: — Gleymdu nú bara ekki franska ilmvatninu. — Þú veist að mér þykja pólsku pylsurnar svo góðar. Stíktu á þig ofurlitlu af tweed-efni þegar þú kemur til Fnglands. Klukkur hringdu. Bumbur voru barðar og gjallarhorn endurvörp- uðu æstum hrópum Hitlers um l’ata Morgana, sem væri innan skot- rnáls. Allir Þjóðverjar keyptu kort. Stríðið átti að standa í þrjá mánuði. Þrjii ár eru liðin. í dag eru líka maunþyrpingarnar úti fyrir rers'l- umiiu. Fn fólk stendur þar ekki til þess að kaupa kort, heldur til þess að iá ofurlítið af smjörlíki. Þýska- land í dag er eins og lauflaus skóg- ur, lierjaður af fyrstu hauststorm- unum — lítið annað en gamlar kon- ur, gamlir menn og útlendingar og neyttir þrælar. Hermenn Hitlers, blóm þýska æskulýðsins, sem al- drei springur út, rotna í eyðimerk- ursandinum í Afríku og í frosnu mýrunum í Lapplandi. Þýskar kon- ur hafa fengið gerfimenn (Ersatz- menn) — Rúmena Og ítali, sem þau- skilja ekki. Klukkurnar hringja ekki lengur. >ær hafa fyrir löngu verið brædd- ar og notaðar í fallbyssur og loft- varnaflautur, sem væla á hverri einustu nótt sem erlendu flugvél- arnar koma og kenna Þýskalandi hvað skelfingar og ógnir eru. Og á morgnana leggur ekki lyktina af ilmvatni um þýsku borgirnar, lieldur af hinum dauðu. , Karl, Otto og Kurt fóru að heim- an til að leggja undir sig Paradís. Frönsku vínekrurnar voru troðnar niður, norsku fiskiverin þrend og á milli hinha klassisku súlna Aþenuborgar lágu sveltandi mann- eskjur, sem dauninn lagði af, svo að Karl og Otto og Kurt urðu að stinga nefinu í barm sinn og fóru þess þannig á mis, að sjá hinar fögru súlur. Hvar var þessi paradís? Álfkonan í æfintýrinu fegraði alt, sem luin snerti. Hún liafði töfrastaf. Hitler liefir líka merki- legan hæfileika til að breyta. Töfra- sproti hans er Stukasflugvélar og skriðdr^kar, og það sent hann snertir við, liggur brent til kaldra kola og í rústum. „Ljós“, hrópaði (ioethe á ,bana- beðinu. ,,Nótt“, hrópar Þjiiðverj- inn 1942. Ff jteir gætu, myndu þeir byrgj a spl aíuppkomu n a. Þjóðverjum er tamt í munni orð- ið innikróun. Þeir notuðu það þeg- ar barist var í Póllandi. Þeir notuðu það alstaðar. í dag eru þeir sjálfir innikróaðir og ekki aðeins með orðum. Frá steppunum í Ukrainu til fjallanna í Júgoslavíu, frá hin- um gróðurmiklu ásum í Frakklandi til nöktu klettanna í Noregi liggur hringur — hringur hatursins. Og í Þýskalandi sjálfu eru milljónir er- lendra þræla, sem eru eins og her- mennirnir í Trojuhestinum. „Sjáið, Þýskaland er orðið stórt Iand“, segja þýsku blöðin. En Þjóð- verjar líta örvinglaðir í kringum sig: Borgirnar eru eyðilagðar að meira eða minna leyti. Otto hefir verið drepinn, Karl hcfir verið drepinn, Kurt hefir verið drepinn. Bergmálið í eyðilögðum máuimuú segir drepinn, drepinn. Drepinn. Hitler kallar Þjóðverja „þjékV sem vantar lífsrúm". í dag er Þýska- land að verða rúm, þar sem ekkert líf er. Þýsku hermennirnir hafa farið víða, og þeir hafa séð margt. F.n þeir hafa farið ol langt. Þeir kæra sig ekki lengur um að sjá ný fjöl.l, nýjar borgir. Þeir vilja sjá sín eigin heimili. En þeir hafa farið of langt. Þeir vita það sjálfir. Scilin er að byrja að ganga til við- ar hjá Þýskalandi nazistanna, og skuggarnir eru að verða langir. Að baki Þjóðverjum er dauði annara. Framundan Þjéiðverjum bíður þeirra eigin dauði. Þeir hafa \aðið áfram frá Nar- vík til Pjatigorsk, frá Rotterdam til F.l Alamein. Þeir geta ekki snúið við, því leiðin til baka er lögð jarð- sprengjum haturs miljóna manna. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd á sjötíu oé fimm ára af- mæli mínu. ÞORVALDZJR HELGASON. Sænska lögreglan í þjónustu Hitlers Blað frjálsra Norðmanna, „Norsk Tidend“, hefir birt eftirfarandi fregn: Nýlega skýrði éitvarpið í Moskva frá því, að sænska lögreglan hefði komið hrottalega fram við Sido- tenko, fulltrúa rússnesku ferða- mannaskrifstofunnar, Inturist, í Stokkhólmi. Útvarpið í Moskva Ijafði áður skýrt frá því,’ að hann hefði verið fangelsaður, án þess að nokkur ástæða væri til {>ess. Sænska lögreglan notar aðferðir, sem eru notaðar í píningarklefum Hitlers. sagði Moskxa-útvarpið, og Sidorenko hefir orðið að þola móðganir og líkamlegar refsingar, við tilraunir, sem hafa verið gerðar til þess að reyna að fá hann til þess að svara fráleitum spurningum. Þegar Sidorenko neitaði að skrifa undir hinar upplognu ásak- anir sænsku lögreglunúar, var hon- um hótað með því, að; hann skyldi verða píndur meira, til þess að fá hann til að ,.meðganga“. Fulltrúi sænska dómstólsins, sem kanli glögg sk^l á þessum yfirgangi. hefir enga tilraun gert til þess að stöðva þetta. Þegar Sidorenko mótmælti þessum aðförum, svaraði þessi fulltrúi því, að óhjákvæmilegt yrði að nota hrottalegar aðferðir þegar yfir- heyrslurnar færu fram. Sendisveit Sovétríkjanna í Stokkhólmi hefir gert nauðsynlegar ráðstafanir til þess að vernda Sidorenko gegn gjörræðislegri framkomu af hálfu hinna sænsku lærisveina þýsku leynilögreglunnar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.