Verkamaðurinn - 30.03.1943, Page 2
Verkakvennafélagsins „Eining“ á
fylgiskj. nr., þá á Verkalýðsfélag
Akureyrar rétt til afsals sem með-
eigandi Verkakvennafélagsins „Ein-
ing“ í efri hæð hússins Strandgötu
7, Akureyri, með þeim réttindum,
sem því fylgja, enda taki það að sér
veðskuldir og aðrar skuldbinding-
ar vegna hússins, eftir þeim hlut-
föllum, sem áður giltu milli verka-
kvennafélagsins „Einingar" og
Verkamannafélags Akureyrar.
Þeir menn, sem skipuðu síðast
stjórn Verkamannafélags Akureyr-
ar og húsnefnd af þess hálfu, skulu
koma fram gagnvart skilanefnd
sem aðilji í stað Verkamannafélags
Akureyrar og fara með umboð fyrir
hönd meðlima þess, ef mál rís út af
samningi þessum.
*Með þesum samningi er ætlast til
að bundinn sé endi á undangengn-
ar þrætur innan verkalýðshreyfing-
arinnar á Akureyri út af atriðum
þeim, sem hér hefir verið sætst á.
Akureyri 1943.
Samningur
milli Verkakvennafélagsins „Ein-
ing, Akureyri, og Verkalýðsfélags
Akureyrar.
Við undirritaðar stjórnir Verka-
lýðsfélags Akureyrar og verka-
kvennafélagsins „Eining“ Akureyri,
gerum með okkur svofelt samkomu-
lag:
Verkakvennafélagið „Eining"
verði hið lögformlega sambandsfé-
lag verkakvenna á Akureyri og hafi
með að gera samninga um kaup og
kjör verkakvenna á Akureyri. í
Verkalýðsfélag Akureyrar hafa kon-
ur ekki inntökurétt, en þó er þeim
konum, sem eru löglegir meðlimir
félagsins þegar samkomulag þetta
er gert, heimilt að vera þar áfram,
ef þær óska þess, enda fylgi þær
töxtum, samningum og samþyktum
„Einingar", að því er snertir kaup
og kjör, og hafi þær þá jafnan rétt
til vinnu og meðlimir „Einingar“.
Samkomulag þetta er til staðfest-
ingar tillögum miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands í þessu efni.
Akureyri 1943.
Það getur ekki annað en vakið
athygli, að þótt hér sé átt við tvö
sambandsfélög, annað fyrir verka-
menn og hitt fyrir verkakonur, er
hér einnig gert ráð fyrir því, að
Verkalýðsfélagið hafi áfram innan
sinna vébanda með fullum réttind-
um konur, sem ættu samkvæmt
venju og heilbrigðri verkaskipt-
ingu slíkra stéttarfélaga, að vera í
Verkakvennafélaginu „Eining“.
Þá verður það ekki heldur lagt
í lágina sem vottur einlægs sam-
einingarvilja af hálfu fulltrúa
Verkamannafélags Akureyrar og
„Einingar“, að geta fallist á að
Verkalýðsfélagi Akureyrar verði
afhentur eignarréttur á sjóðum og
húseign Verkamannafélags Akur-
eyrar, áður en nauðsynlegar
breytingar á lögum Verkalýðsfél.
Akureyrar yrðu fullgerðar, að því
tilskyldu, að verkamenn þeir, sem
óskuðu upptöku í félagið fengju
þar félagsréttindi og samkomulag
fengist um stjórn Verkalýðshúss-
ins milli hins nýja eiganda og
Verkakvennafélagsins „Eining“, er
hefir verið og er löglegur meðeig-
andi í húseigninni.
Öllum þessum samkomulagstil-
boðum í heild og hverju út af fyrir
sig, hafnaði meiri hluti stjómar
Verkalýðsfélags Akureyrar.
Síðustu bréfaviðskipti.
Snemma dags, 2. apríl, átti ann-
ar okkar, Jón Sigurðsson, tal við
Erling Friðjónsson, þar sem Erlingi
var tilkynnt, að við værum að und-
irbúa síðustu tillögur okkar í þessu
máli og að við óskuðum að kallaður
yrði saman stjórnar og trúnaðar-
ráðsfundur í Verkalýðsfélagi Akur-
eyrar þá um kvöldið, til að taka af-
stöðu til þessara tillagna.
Bréf okkar, ásamt lokatillögum
sem birtar eru hér að fram-
an í samningsformum, auk til-
lagna um breytingar á lögum
Verkalýðsfélags Akureyrar, barst
Erlingi, að hans eigin sögn, nálægt
kl. 9 (kl. 21) að kvöldi sama dags.
En þar sem honum hafði verið
snemma dagsins tiíkynnt að bréf
okkar væri á leiðinni og um leið
fengið óskir okkar um fund þá um
kvöldið í stjórn og trúnaðarráði í
tilefni af þeim, sér hver maður, að
honum var hægðarleikur að ná
saman þessum fundi, tímans vegna.
Fer bréf okkar hér á eftir:
Pt. Akureyri 2. apríl 1943.
Félagar!
Við undirritaðir fulltrúar Al-
þýðusambands íslands, sendum ykk-
ur hjálagðar tillögur okkar viðvíkj-
andi sameiningu verkamanna hér á
Akureyri í eitt verkalýðsfélag.
Vitanlegt er, að þar sem raun-
verulega er um sameiningu tveggja
félaga að ræða, eignayfirfærslu og
að annað félagið sé lagt niður, þá
þarf að gera um það lögformlegan
samning, og svo einnig um einstök
framkvæmdaratriði sameiningar-
innar, svo sem: lagabreytingar, inn-
töku nýrra félaga, skilgreiningu fé-
lagslegra réttinda milli félags ykkar
og Verkakvennafélagsins „Eining“
o. s. frv.
Ætlun okkar er sú, að samkomu-
lag það, sem gert verður sé í þrennu
lagi, eins og meðfylgjandi skjöl
bera með sér, en þó á þann hátt, að
aðalsamningurinn telst ekki upp-
fylltur, fyrr en samkomulag hefir
verið undirritað af hálfu ykkar og
,,Einingar“ um skilgreiriingu félags-
legra réttinda, hjálagðar lagabreyt-
ingar verið samþyktar og staðfestar
og afsal eigna verið gefið.
Við viljum taka það fram, að við
teljum tvímælalaust, að fyrir verka-
lýðssamtökin, ekki aðeins hér á Ak-
ureyri heldur og í heild, er besta
lausnin á þessum málum sú, að fult
samkomulag geti náðst, en tími sá,
er við getum dvalið hér vegna þess-
ara mála, er takmarkaður, og þetta
því okkar síðustu tillögur um sam-
einingu á þessum grundvelli.
Viljum við því eindregið mælast
til, að á þeim fundi er Jón Sigurðs-
son bað um í morgun að haldinn
yrði í kvöld, verði teknar til um-
ræðu þessar tillögur okkar og at-
kvæðagreiðsla fari fram hvort velja
skuli eða hafna.
Þá viljum við og alvarlega beina
þeirri áskorun til ykkar, að halda
fund í félaginu ekki síðar en n. k.
sunnudag til þess, ef trúnaðarráð
félagsins felst á tillögur okkar, sem
við vonum að það geri, að þar verði
samkomulagið staðfest, inntöku-
beiðnir afgreiddar, lagabreytingum
lýst, og annað það fyrir tekið, sem
nánar er tilgreint í samningsupp-
kastinu.
Hinsvegar, ef trúnaðarráðið felst
ekki á tillögur okkar, viljum við
samt sem áður óska eftir að fundur-
inn verði haldinn á hinum tiltekna
tíma, til þess þá, að félagsfólkið fái
sjálft að velja eða hafna sameiningu
á grundvelli meðfylgjandi tillagna,
enda mundum við að sjálfsögðu
mæta á þeim fundi með málfrelsi
og tillögurétti eins og við höfum
heimild til samkvæmt lögum Al-
þýðusambands íslands.
Ef ekkert samkomulag fæst á
þeim grundvelli er við undanfarið
aðallega höfum rætt málin á, vilj-
um við enn á ný bjóða ykkur, í um-
boði Alþýðusambandsins og hinna
tveggja félaganna, að sameina fé-
lögin á grundvelli þess sem hér
segir:
„Verkalýðsfélag Akureyrar,
Verkamannafélag Akuréyrar
og Verkakvennafélagið „Ein-
ing“ verði sameinuð í eitt nýtt
félag, sem yfirtaki eignir allra
hinna sameinuðu félaga, enda
sé það opið öllum verkalýð í
samræmi við lög Alþýðusam-
bands íslands og annara lög-
legra sambandsfélaga, er bera
heitið verkalýðsfélag“.
Við óskum eftir, að þessi tillaga
verði einnig rædd og afgreidd með
atkvæðagreiðslu í trúnaðarráði, ef
hin fyrri nær ekki samþykki.
Skriflegt svar við þessu erindi
okkar óskum við að fá, ekki seinna
en kl. lOi/jj—11 árd. á morgun.
Með félagskveðju.
Jón Sigurðsson.
Jón Rafnsson.
Til
stjórnar Verkalýðsfélags Akureyrar.
Þar sem enginn fundur fékkst
haldinn að þessu sinni og sýnt var,
að meirihluti stjórnar Verkalýðs-
félagsins ætlaði enn að fara sínu
fram þvert ofan í ítrekaðar óskir
okkar og félagsmanna, kom að því
að miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands sá sér ekki lengur annað fært
en að skerast í leikinn og sendi
stjórn Verkalýðsfélags Akureyrar
3. apríl síðdegis eftirfarandi úr-
slitakosti:
Skeyti Alþýðusam-
bandsins
Stjórn Verkalýðsfélags Akureyrar
c/o Erlingur Friðjónsson Akur-
eyri. Tilkynnum yður hafi ekki
náðst samkomulag um sameiningu
Verklýðsfélags Akureyrar og
Verkamannafélags Akureyrar fyrir
klukkan 24 í dag 3. apríl er Verk-
lýðsfélagi Akureyrar hér með vikið
úr Alþýðusambandi íslands og um-
boðsmönnum Alþýðusambandsins,
Jóni Sigurðssyni og Jóni Rafnssyni
fyrirskipað að stofna nýtt sam-
bandsfélag verkamanna á Akureyri
nú þegar. Afrit af skeyti þessu sent
umboðsmönnum Alþýðusambands-
ins.
F. h. miðstjórnar Alþýðusambands
íslands.
Guðgeir Jónsson, forseti.
Björn Bjarnason, ritari.
Undirskrift staðfestir
Lára Einarsdóttir, símastúlka.
Fyrst, þegar svona er komið, er
brugðið við í herbúðum þeirra Er-
lings og Halldórs, kallaður saman
trúnaðarráðsfundur og samið bréf
til okkar, fulltrúa Alþýðusam-
bandsins.
Vegna þess, að þetta síðasta
bréf þeirra bræðra er að mestu
leyti tilvitnaðar setningar úr fram-
anskráðum samkomulagstillögum
okkar og tillögum okkar um breyt-
ingar á lögum Verkalýðsfélags Ak.,
og breytingar við þær, þá látum
við nægja, á þessum stað í blaðinu,
að draga hér saman efni þess, en
aað er sem hér segir:
Þegar við höfum fengið löglegt
afsal (með þinglesningu o. s. frv.)
] 'yrir eignum Verkamannafélags Ak-
ureyrar, þá skulu verkamenn „öðl-
ast óskoruð félagsréttindi“ í Verka-
lýðsfélagi Akureyrar, en þó aðeins
þeir „verkamenn“, sem „að áliti
meiri hluta trúnaðarráðs“ (þ. e.
Erlings, Halldórs og Co.) eru verð-
ugir þess að komast í félagið!
(Bréfið er birt á öftustu síðu).
Bréf þetta barst okkur kl. 11,07
fyrir miðnætti 3. apríl, eða tæpri
klukkustund áður en frestur Al-
þýðusambansstjómar var útrunn-
inn.
Þar sem okkur hafði í fullar
tvær vikur boðist samkomulag við
þá bræður á þeim grundvelli, að
þeir fengi í sínar hendur ráð yfir
eignum Verkamannafélags Akur-
eyrar, án þess að Verkalýðsfélag
Akureyrar yrði opnað fyrir verka-
lýðnum og sáum þess vegna ekkert
nýtt í þessu bréfi þeirra, þá afréð-
um við að senda þeim eftirfarandi
orðsendingu 30 mínútum áður en
frestur Alþýðusambandsins var út-
runninn, ef ske kynni, að þeir bæru
gæfu til að sjá sig um hönd á síð-
ustu stundu:
Ak., 3. apr. kl. 11,30 1943
Með skírskotun til síðustu sam-
komulagstillagna okkar og bréfs
dags. 2. apr. s. 1., lýsum við því hér
með yfir, að með bréfi yðar, mót-
teknu kl. 11.07, er lokið af okkar
hálfu samningaumleitunum við
yður.
Virðingarfyllst,
F. h. Alþsb. íslands.
Til stjórnar
Verkalýðsfél. Akureyrar, Akureyri.
Eins og þessi orðsending ber
með sér, er hún aðeins skírskotun
til síðustu samkomulagstillagna
okkar, sem þeir voru búnir að hafa
til athugunar meira en sólarhring,
og jafnframt yfirlýsing um það, að
nýjar tillögur af okkar hálfu
kæmu ekki til greina. Hins vegar
stóð þeim opið að nota réttilega 30
mínúturnar, sem eftir voru af
frestinum.
Annar okkar, Jón Rafnsson,
leiddi athygli þeirra Erlings og
Halldórs að þessu í persónuviðtali,
þegar þeir færðu okkur síðasta bréf-
ið sitt. En þeir kváðust mundu
ganga tii hvílu og vilja ræða málið
nánar á morgun!
Það sést því greinilega á þessu,
að þeir bræður höfðu, þrátt fyrir
úrslitakosti Alþýðusambandsins, á-
kveðið að geyma sér til morguns
frekari bollaleggingar út af þessu
máli, enda hafði trúnaðarráðsfund-
ur þeirra sagt sitt lokaorð, og þegar
ofanrituð orðsending okkar barst
Erlingi, hafði hann að eigin sögn
verið genginn til náða.