Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.02.1944, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 12.02.1944, Blaðsíða 1
XXVII. ÁRG. Laugardaginn 12. febrúar 1944. 6. tbl. Tollalækkunin er ódýrasta leiðin til að lækka dýrtíðina — en vilja þjóðstjórnar- flokkarnir fara þá leið? Einn af þingmönnum Sósíalista- flokksins, Þóroddur Guðmundsson, hefir lagt fram svohljóðandi þings- ályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta nú þegar fara fram endurskoðun á lögum um tollskrá, í því skyni að fella niður tolla á þeim vörum, sem áhrif hafa til hækkunar á framfærslukostnað, svo og lækka eða fella niður tolla á þeim vörum, sem atvinnuvegir landsmanna þarfnast mest til fram- leiðslunnar, og ennfremur öðrum þeim nauðsynjavörum, sem beint og óbeint hafa áhrif til hækkunar á verðlag í landinu. Felur Alþingi ríkisstjóminni að leggja fram, svo fljótt sem unt er, fmmvarp til laga, sem feli í sér framangreindar breyt- ingar á tollalöggjöfinni. Jafnframt felur Alþingi ríkis- stjórninni að notfæra sér nú þegar heimild í gildandi tollalöggjöf og hætta að innheimta tolla af stríðs- farmgjöldum". I greinargerð segir m. a. svo: „Ein af ástæðunum fyrir hinu háa verðlagi í landinu, eru þeir gíf- urlega háu tollar, sem ríkið leggur á flestar innfluttar vörur. . . . Það hefir verið reiknað út, að af- nám tolla á þeim vörum, sem vísi- tala kauplagsnefndar er reiknuð eftir, mundi lækka ví^itöluna um 20 stig a. m. k. og mundi valda meiri lækkun á dýrtíðinni en á vísitölunni. Við útreikninga, sem gerðir hafa verið, að vísu ( flýti, virðist svo sem ríkissjóður mundi við það tapa í tolltekjum 8J4 millj. króna. Þegar þetta er borið saman við það, að ríkissjóður hefir und- anfarið keypt niður vísitöluna um 14 til 15 stig með því að greiða nið- ur verð á kjöti og mjólkurafurðum, en það nemur um 15 millj. króna útgjöldum á ári, sést best, hve mik- ið hagstæðara væri fyrir ríkissjóð að afnema tollana á nauðsynjavör- um. Eftir því sem best verður séð, er því hér um miklu hyggilegri leið fyrir ríkissjóð að ræða, þar sem með afnámi tollanna er hægt að lækka vísitöluna um 20 stig með 8V£ milljón króna úr ríkissjóði, en með niðurkaupum á verði kjöts og Dagsbrún krefst kauphækkunar Verkamannafélagið Dagsbrún af- henti stjórn Vinnuveitendafélags- ins 4. þ. m. uppkast að nýjum samningi um kaup og kjör verka- manna. Samkvæmt uppkastinu er m .a. gert ráð fyrir að grunnkaup í allri almennri vinnu hækki úr kr. 2.10 upp í 2.50. Fulltrúar vinnuveitenda og Dagsbrúnar hafa átt með sér einn viðræðufund. Gömlu samningarnir falla úr gildi 20. þ. m. Er ekki tími til þess kominn fyr- Sósíalistafélag Akur- eyrar eindregið fylgj- andi stof nun lýðveldis 17. júní n. k. una um mjólkurvara kostar ríkissjóð árlega ir Verkamannafélág Akureyrar- um 15 milljónir að lækka vísitöl- kaupstað að fara að taka kaup- 14—15 stig. Auk þess er | gjaldsmálin til rækilegrar yfirveg- unar með tilliti til hins óhagstæða vísitölugrundvallar og hins al- menna atvinnuleysis, sem er í raun og veru sama og stórfeld launa- lækkun. ' það sannað mál, að með hinni síð- ari leið lækkar dýrtíðin minna en vísitalan, svo að allir launþegar tapa á því, að vísitalan sé lækkuð á þann hátt. NIKOPOL I HÖNDUM RÚSSA Barist í Korsun — Vatutin heldur áfram sókninni Þrjár þýskar flugvél- ar varpa sprengjum á Austurlandi Blaðinu hefir borist svohljóðandi tilkynning frá herstjórninni: Þrjár þýskar sprengjuflugvélar komu snöggvast inn yfir austur strönd íslands síðla morguns 10. febr. 1944. Þær vörpuðu sprengjum en ekkert tjón hlautst af þeim, hvorki hjá íslendingum eða hern- um. — Það var samstundis hafin skothríð á flugvélarnar úr loft- varnabyssum og það er álitið að ein sprengjuflugvélin hafi laskast af völdum þessarar skothrlðar, í þessari viku tóku sovéthersveit- ir borgina Nikopol og hinar auð- ugu mangannámur í nágrenni borgarinnar. Er þetta mjög mikill hnekkir fyrir Þjóðverja. Rauði her- inn nálgast nú borgirnar Krivoi Rog, Kherson og Nikolajev. Rússar hafa klofið varnarsvæði innikróuðu þýsku hersveitanna í tvent og er nú barist á götunum í Korsun, en það er aðalstöð innikró- aða liðsins. Stalin gaf út nýja dagsskipan í gær, þar sem skýrt var frá því að hersveitir Vatukins hefðu tekið bæinn Chepetovka 72 km. suðaust- ur af Rowne, en bær þessi var mjög mikilvæg hernaðarmiðstöð Þjóð- verja. Rauði herinn er nú aðeins 10—12 km. frá járnbrautinni milli Varsjá og Odessa. RAUÐI KROSSINN fær nýja sjúkrabifreið Sl. fimtudag bauð Rauða-Kross- deild Akureyrar blaðamönnum og fréttaritara útvarpsins að skoða sjúkrabifreið. sem deildin fékk fyr- ir skemstu. í bifreiðinni er 1 sjúkrakarfa, en auk þesss eru þar sæti fyrir 3—4 menn. Bifreiðin virðist vera hið prýði- legasta farartæki og hefir þegar reynst ágætlega í ferðum, sem farn- ar hafa verið út í sveitir til að sækja sjúklinga. Bílstjórinn er Haraldur Kjartansson, Oddeyrargötu 4, en að degi til geta þeir, sem þurfa að fá sjúkrabifreiðina, snúið sér til Kjartans Sigurtrvggvasonar, Ben- sínafgreiðslu K. E. A., sími 428. Rauði-Krossinn á bestu þakkir skilið fyrir framgöngu sína í þessu máli og væri hún vart betur launuð en með því að efla deildina enn meir, annað hvort með því að fleiri gerist meðlimir hennar eða þá með því að styrkja deildina fjárhagslega, 1 því bifreiðin mun vafalaust hafa verið alldýr. Aðalfundur Verkamanna- félags Glæsibæjarhrepps var nýlega haldinn. í stjórn voru kosnir: Jón Sigur- jónsson, formaður, Friðrik Krist- jánsson, ritari, Halldór Jónsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Eiður Aðalsteinsson og Sigurður Vigfús- son. Varastjórn: Bergur Björnsson, formaður, Baldur Sveinsson, ritari, Þorsteinn Stefánsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Óskar Tryggva- son og Sigurjón Jónsson. Á aðalfundi Sósíalistafélags Ak- ureyrar var eftirfarandi ályktun samþykt einróma: „Aðalfundur Sósíalistafélags Ak- ureyrar, haldinn 8. febr. 1944, lýsir því yfir, að Lann lítur svo á, að ís- lendingar hafi jafnan átt fullan og óskoraðan rétt til að ráða sjálfir stjórn og stjórnskipulagi íslensku þjóðarinnar, og geti því ekki kom- ið til mála að spyrja neinn annan aðila leyfis í þeim efnum. Lýsir fundurinn sig eindregið, fylgjandi því, að lýðveldi verði stofnað eigi síðar en 17. júní þ. á. og telur eðli- legast, að lýðveldisforsetinn verði kosinn af allri þjóðinni með al- mennri kosningu. Fundurinn harmar það, að til skuli vera íslenskir þegnar, er snú- ist hafa gegn þessu máli, og telur það þjóðarskömm. Fundurinn skorar á alla þjóðina að fylkja sér einhuga um lýðveldis- málið að dæmi Norðmanna 1905, er þeir heimtu sjálfstæði sitt. Skor- ar hann á stjórnmálaflokka, stétta- élög og hverskonar menningarfé- ög að vinna eftir megni að því, að vekja kjósendur til algerðrar sam- stillingar í málinu og hefja nú þeg- ar sameiginlega skipulagða baráttu um alt land fyrir einingu þjóðar- innar á fyrnefndum grundvelíi". V erkakvennafélagið „Eining“ hélt aðalfund sinn sunnud. 6. febr. — í stjórn voru kosnar þessar konur: Elísa- bet Eiríksdóttir, form., Áslaug Guð- mundsdóttir, ritari, Lísbet Tryggvadótt- ir, féhirðir og þær Ólína Gunnlaugsdótt- ir og Elísabet Kristjánsdóttir meðstjóm- endur. Varastjóm: Sigríður Þorsteins- dóttir, form., Hulda Ingimarsdóttir, rit- ari, Ingunn Eiríksdóttir, féhirðir, með stjórnendur Helga Jónsdóttir og Aðal- heiður Eggertsdóttir. ■— í trúnaðarráð voru þessar kosnar: Margrét Vilmundar- dóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Til vara: Sigríður Kristinnsdóttir og Jóna Gísladóttir. Endurskoðendur: Guðrún Kristjánsdóttir og Laufey Jónsdóttir, Til vara: Ingibjörg Eiríksdóttir. Félagið hefir haldið 9 fundi á ári: þar af 2 fræðslufundi og 3 skemti I fundi. í félaginu eru nú 180 konur. Kommúnistar fjórfalda fylgi sitt í Kolumbíu Fyrir skömmu síðan fóru fram bæjarstjórnarkosningar í Kolum- Suður-Ameríku. Fengu 88 fulltrúa en áttu bía-ríki í tommúnistar áður 22. Alþjóðaþing verklýðsfé- laga verður haldið í London í sumar Bretsku verklýðsfélögin hafa akveðio að efna til alþjóðaráð- stefnu verklýðssambanda 5. júní n.k. 37 löndum hefir verið boðin þátttaka og er ísland meðal þeirra. Meðal annars mun þingið hafa til meðferðar stofnun nýs alþjóða- sambands verklýðsfélaga. Benes hvetur til byltingar Benes, forseti Tékkoslovakíu hélt nýlega ræðu í London, þar sem hann skoraði á Tékka að hefja vopnaða alþýðuuppreist gegn Þjóðverjum og stofna byltingarráð í borgum og bæjum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.