Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.02.1944, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 12.02.1944, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURJNN 4 r>~ "StHaBMBMBBMHM legri skipan á sambúS Rússa og Pól- verja“. í ritstjórnargrein í sama blaði er m. a. sagt: „Engi*111! sem lítur til baka yfir sögu pólska ríkisins, frá því það var endur- reist 1939, getur efast um það, að ákvörðun Pólverja um að ýta landamær- unum austur með hjálp Frakka, eftir ósigur Rússa 1920, var óheppileg ákvörðun. Pólland hefði orðið sterkara og saga þess farsælli, ef það hefði látið sér nægja eðlilegri landamæri og ekki verið eins fíkið i að fá innan ríkistak- markanna framandi þjóðir gegn vilja þeirra“. Menn geta svo velt því fyrir sér, hvort ritstjórar „Dags“ hefðu reynst hyggnari en pólska stjórnin, ef þeir hefðu setið við stjórnarstýrið í Póllandi 1920 og ’21 (og núna í London). Menn geta líka, að gamni sínu, rifjað upp það, sem þýska útvarpið hefir sagt um þessi mál undanfarið og reynt að finna hvort nokkur munur er á fyrnefndri Dagsgrein og áróðri þýska útvarpsins i þessu máli. Eftir þann samanburð getur niðurstaðan ekki orðið nema þessi: — „Dagur“ er á nákvæmlegu sömu línu í þessu máli og þýska nazistaútvarpið. Hitt er svo líka athyglisvert út af fyr- ir sig, að „Dagur“, blað utanríkismála- ráðherrans, skuli rétt eftir að Island hefir tekið upp stjórnmálasamband við Sovétríkin, gerast ipálsvari Þjóðverja og pólsku barónastjórnarinnar gegn Sovét- ríkjunum. Virðist slík afstaða lítt til þess fallin að skapa grundvöll fyrir við- skifti við það ríkjasamband í Evrópu, sem verður þar langsamlega sterkasta aflið að lokinni þessari styrjöld, en versl- unarviðskifti við Sovétríkjasam- bandið eða einstök sambandsríki þess gætu vafalaust orðið traust undirstaða undir auknum, verklegum framkvæmd- um hér á landi, ef viturlegar væri á hald- ið af hálfu íslenskra stjómarvalda í þess- um efnum, en ráðandi menn í Póllandi og Finnlandi gerðu á undanförnum árum. Jakob Árnason. Bretar biðja um meiri fisk í einu dagblaðanna í Reykja vík birtist nýlega Reutersseyti um, að matvælaráðherra Breta hefði sent íslenzku ríkisstjórn- inni tilmæli um, að íslendingar sendu betri fisk til Bretlands. Þar sem utanríkisráðuneytinu hafa eigi borist neinar slíkar kvartanir hefir málið verið at- hugað nánar, og við þá athugun hefir komið í ljós, að hin um- rædda Reutersfregn var svo- hljóðandi: „Með tilvísun til brezkrar sendinefndar, sem hefir farið til íslands með það fyrir augum að athuga möguleikana á að senda aukið fiskimagn til Bretlands, hefir Colonel Llewellin bent á það, að íslenzka fiskimenn, eins og fiskimenn Bretlands, Canada, Nýfundnalands og Azoreyja skorti fiskiskip“. Eins og sjá má hefir því ekki verið beðið um að betri fiskur yrði sendur til Bretlands, heldur er þess óskað að þangað verði sendur meiri fiskur. Reykjavík, 9. febrúar 1944. U tanríkismálaráðuneytið. Atvinna Stúlka getur fengið atvinnu við afgreiðslu- og innheimtustörf; þarf helst að kunna vélritun. — Fyrir- spurnum ekki svarað í síma. * BÓKABÚÐ AKUREYRAR. TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið að hámarksverð á blautsápu (kristalsápu) skuli vera sem hér segir: í heildsölu ........ kr. 3.68 í smásölu ...........— 4.60 Hámarksverðið í smásölu nær til sápu, sem verzlanir hafa keypt eftir 1. febrúar sl., en óheimilt er að hækka eldri birgð- ir. Verzlunum utan framleiðslustaðar er heimilt að bæta við hámarksverðið sannanlegum flutningskostnaði. Reykjavík, 4. febrúar 1944. Verðlagsstjórinn. VEFNAÐARNÁMSKEIÐ verður á Akureyri 1. til 31. marz n. k„ í vinnustofu Heim- ilisiðnaðarfélags Norðurlands, Brekkugötu 3. Kennslu- gjald kr. 150.00. Við umsóknum tekur og gefur nánari upplýsingar, formaður félagsins, HALLDÓRA BJARNADÓTTIR. — Sími 488. Álit lýðveldisnefnar (Framhald af 2. síðu)!. eigi fela neinum öðrum umboð til að svara henni. Um þetta á þjóðin sjálf að taka úrslitaákvörðun en engir kjörnir eða sjálfkjörnir fulltrú- ar, í hversu háum stöðum sem þeir kunna að vera. Þangað til ríkisstjóri undirrit- aði stjórnskipunarlögin 15. des. 1942 og gerði þau þar með að hluta af stjórnarskrá íslenzka ríkisins, gat menn greint á um, hverja aðferð skyldi við hafa í þessu. Eftir það kemst enginn efi að, nema því aðeins, að menn vilji nú gera nýja stjórnarskrár- breytingu til undirbúnings sam- bandsslitum og lýðveldisstofnun. Afnema bæði 2. og 4. málgs. 75. gr. stjskr. og fjarlægjast þannig enn meir en áður þann hátt, sem frá upphafi var hugsaður um afnám sambandslaganna, og útiloka beina þátttöku hvers einasta kjósanda í lýðveldisstofn- uninni. Ef menn teldu slíkt ráð- legt nú ,vrði Alþingi fyrst að samþykkja það, svo yrði að rjúfa þing og kjósa almennum alþing- iskosningum, Alþingi koma sam- an á ný og endursamþykkja hin nýju ákvæði óbreytt og ríkis- stjóri að staðfesta þau. Því næst þyrfti að koma sér saman um nánari kosningareglur til þjóð- fundar og kynni það að reynast fullerftt. Þá væri eftir að kjósa til þjóðfundar almennum kosn- ingum um land allt, og væri þó enn eftir hið mikla starf þjóð- fundarins, þar á meðal að kveða á um sambandsslit og lýðveldis- stofnun. Þá er þess að gæta, að svo kynni til að takast um kosn- ingareglur til þjóðfundarins, eigi sízt ef þar ætti sæti óákveð- inn fjöldi sjálfkjörinna manna, að fulltrúar algers minni hluta landsmanna réðu úrslitum á slíkum fundi. Afleiðing þessarar aðferðar mætti vel verða sú, þegar búið væri að yfirvinna allar þær tor- færur, tafir og sundrung, sem henni væru samfara, að þjóð- fundurinn ákvæði þá skipun, sem meiri hluti þjóðarinnar Vildi á engan hátt við una, og má þá nærri geta, hversu hún mundi af öðrum virt. Getur því eigi komið til mála, að horfið verði af þeirri braut, sem hefir verið mörkuð að nokkru allt frá 1920, en að öðru frá 1942, þegar hefir verið viðurkenna af er- jendum aðilum og ein getur tryggt íslenzku þjóðinni sjálfri og þar með hverjum einasta kjósasda úrsiltaráð um það mál- efni, sem landsmenn allir verða að láta til sín takaogkveðaá um. Af öllu því, sem nú hefir verið tekið fram, er ljóst, að ekki er færst að Alþingi víki nú af þeim grundvelli, sem menn fyrir löngu hafa lagt um afgreiðslu þessara mála og núverandi ríkis- stjórn einnig er samþykk, og fari inn á nýja leið, sem hafa mundi í för með sér ófyrirsjáanlega töf og truflun í meðferð skilnaðar- málsins og lýðveldisstofnunar á íslandi. Sundurþykkir menn Lag: Suðurnesjamenn. Leggjast nú á sveifar „lögskilnaðarmenn“, toga í tímans hjólið og tefja það enn. Kaldrifjaðir, kænir konunghollir menn. Telja þeir ei lýðveldið tímabært enn. Arka fram á ritvöll „áhrifamenn“, tvöhundruð og sjötíu teljast þeir enn, óttaslegnir, argir yfirstéttarmenn. Alþýðunnar áhrif nú auka þeir senn. Hopa síst af hólmi „hraðskilnaðarmenn", beita réttum rökum í ritdeilum enn. Sómakærir seggir, sigurvissir menn vinna að fullu frelsi og fá það nú senn. Alútir þeir staulast „undanhaldsmenn“, Stefán Jóhann „Standpunktet“ stúderarar enn. lágvaxnir og linir lítilsigldir menn. Enginn að þeim dáist né öfundar senn. íslendingar eru undarlegir menn. Kylfa ræður kasti og kriturinn enn. Sykja fram til sigurs sundurþykkir menn. Auðna skapar úrslit á íslandi senn. Ó. O. RÚGMJÚLIÐ ÍSLENSKMALAÐA er komið aftur. Pöntunarfélagið ÁRÁS Á KOTKA Um 150 rússneskar sprengju- Hugvélar gerðu árás á borgina Kotka í Finnlandi í fyrrinótt; árás- in stóð yfir í tvær klukkustundir. Bandaríkin hafa sent Finnum orð- .endingu um að hætta samvinn- unni við Þjóðverja áður en það er orðið of seint. Krataforinginn Tanner berst um á hæl og hnakka fyrir áframhaldandi samvinnu við Hitler. Hjónaband. Ungfrú Lilja Kristjáns- dóttir og Þórhallur Guðmundsson bíl- stjóri, Eyrarveg 35. 80 ara varð Lárus Thorarensen, Strandgötu 39, sl. fimtud. „Verkam.“ ám- ar þessum brautryðjanda verklýðssam- takanna í bænum allra heilla og blessun- ar á óförnu æfiskeiði. Landskjálfakippur fanst hér í bænum kl. rúmlega 4 síðd. sl. sunnudag. ÁrshátíS Verkamannafélags Akureyr- arkaupstaðar og verkakvennafélagsins „Eining“ verður haldin í Samkomuhús- inu í kvöld. — Árshátíð Bílstjórafél. Ak- ureyrar er einnig haldin í kvöld á Hótel Norðurlandi. Leikfélag Ákureyrar minnist 60 ára afmælis frú Svövu Jónsdóttur, leikkonu, með fjölbreyttri samkomu í Samkomu- husi bæjarins á morgun. Ágóðinn rennur til leikkonunnar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.