Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.01.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 13.01.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Jarðarför konunnar minnar og móður okkar MAGNEU MAGNOSDÓTTUR. sem andaðist 6. þ. m., fer fram miðvikudaginn 17. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hennar, Helga-magra- stræti 1, kl. 1 e. h. Eiginmaður og börn. Þjóðviljinn og Viðskiftaráðið. (Framhald af 3. síðu). ið undan skatti. Og nú er best að Viðskiftaráð fái að gefa upplýsing- ar um eftirfarandi atriði fyrst það svaraði svo greiðlega síðustu gagn- rýni. a. Hvað er Viðskiftaráð búið að fá í sínar hendur mikið af „frum- reikningum frá erlendum seljend- um“ frá þeim firmum, sem áður gáfu sjálf út reikninga? b. Hvað liggur við, ef firmun ekki skila þessum. reikingum? c. Hvaða eftirlit hefir viðskipta- ráð með því að ekki séu baksamn- ingar milli „erlends seljanda" og innflytjenda hér? Það er eins og gefur að skilja lít- ill vandi fyrir íslenzka heildsala að búa til amerísk firmu, sem auðvit- að eru „erlendir seljendur" og það sýnir, hve takmarkalausa fyrirlitn- ingu þeir hafa haft á eftirliti við- skiptaráðs, að sumir þeirra skuli hafa dirfzt að gefa sjálfir út vöru- reikningana og ekki einu sinni haft fyrir því að búa til „erlenda selj- endur“ til þess að geta betur dulið skattsvikin og gjaldeyrisútflutning- inn.“ .... Greininni í Þjóðviljanum 9. maí lýkur þannig: „Svo að síðustu: Rannsóknin á innkaupaaðferðunum. Skattayfirvöldin og gjaldeyriseft- irlitið bíða eftir frumreikningun- um, sem viðskiptaráð hefir lofað. Það mun verða fylgzt með því, hvernig þeirri rannsókn lýkur. Og svo sjálft hið háa viðskipta- ráð. Bera ekki játningar þess í yfirlýs- ingunni vott um, að það sé ekki vanþörf á að breyta til í því sjálfu, svo „rækilegar“ athuganir á sjálf- sögðum málum taki ekki eitt ár, — og eftirlitsaðferðirnar séu ekki valdar út frá því sjónarmiði hverjar „auðveldast“ sé að framkvæma, heldur spurt um hitt, hvort þær komi að gagni?“ Þannig hljóðaði aðalatriðið úr svari Þjóðviljans. Og síðan hefir verið rekið á eftir þessu — og það síðast í síðustu útvarpsumræðum, sem fram fóru í tíð Coca-Cola- stjórnarinnar. Nú eru kurlin að byrja að koma til grafar. Og nú verður að rann- saka til fulls framferði Coca-Cola- valdsins í gömlu ríkisstjórninni og viðskiptaráði hennar. Fimmtugsafmæli á Davíð Stefénsson, skáld, frá Fagraskógi, 21. þ. m. Iðjufélagar Akureyri. Samkvæmt fundarsamþykt 3 þ. m., fer fram almenn atkvæðagreiðsla innan féiagsins um það, hvort segja skuli upp núgildandi kaup- og kjarasamningi Iðju við S.Í.S. og K.E.A., gjörðum 27. og 29. des. 1943. — Atkvæða- greiðslan fer fram í Verklýðshúsinu laugar- daginn 13. þ. m. kl. 3—7 e. h. og sunnudag- inn 14. þ. m. kl. 1.30—4 e. h. STJÓRNIN Vopnahlé í Grikklandi Samkomulag hefir náðst milli Scobies bershöfðingja og grísku föðurlandsvinanna um vopnahlé, sem hefst um þessa helgi. Samkvæmt þessu samkomulagi hverfa hersveitir föðurlandsvina af svæði innan línu, sem er í 160 km. fjarlægð frá Aþenu, og frá Saloniki og ýmsum eyjum. Skifti fara fram á herföngum. Vinnuklúbbur Verkakvennafélagið „Eining“ ákvað á fundi sínum, sunnudaginn 7. janúar sl., að félagið skyldi hér eftir í vetur halda uppi vinnufundum á þriðjudagskvöldum í Verklýðshúsinu. Eru það því vinsam- leg tilmæli, að Einingarkonur reyni eftir fremstu getu, að mæta á þessum fundum með handavinnu sína og taka þátt í því, sem fram fer. Það, sem haft verður þar um hönd er sögulestur, kvæðalestur og sagðar sögur og e. t .v. kappræður, og að sjálfsögðu drukkið kaffi. Eru konur beðnar að hafa með sér sykur og brauð, kaffi er veitt á staðnum. Við vonum að vel verði mætt og þessir fundir veiti okkur bæði skemtun og kynningu. — Verið velkomnar til starfa. Nefndin. Kvenfélaéið heldur aðalfund í Skjaldborg miðvikudaginn 17. þ. m. kl. 8.30 e. h. Framhaldssaga. í dag hefst hér í blaðinu stutt saga eftir O’ Henry, einn frægasta smásagnahöfund núlifandi, minsta kosti í Vesturheimi. Siðar er svo í ráði að birta í blaðinu alllanga sögu, en ekki hefir ennþá verið tekin ákvörð- un hver hún verður. Veéna þrenésla í blaðinu í dag bíður grein um Grikklandsmálin o. fl. Synjun bæjarstjórnar um vinnu (Framhald af 1. síðu). ljós þá skoðun að skýrsla verka- mannafélagsins væri óábyggileg, en taldi hins vegar engin tormerki á því að sjá atvinnulausum verka- mönnum fyrir atvinnu ef á annað borð væri vilji fyrir hendi til þess. Bæjarstjóri skýrði frá því að sprengiefni bæjarins væri nær því alveg þrotið og hinsvegar væri ekki unnt að halda áfram við hafnar- garðinn þar sem enn stæði á því að hlutaðeigandi ráðherra (Emil Jónsson) samþykkti gerð hafnar- garðsins. í fyrradag ræddi svo allsherjar- nefnd þessi mál og komst meiri- hluti hennar að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á því að bærinn sæi nema um 30 verkamönnum fyrir atvinnu. Var Var bæjarstjóra falið að rannsaka hvort hægt'væri að fá atvinnu handa nokkrum mönnum við að taka niður raf- magnsleiðslur setuliðsins í Hörgár- dal og hér í nágrenninu og við út- gröft á spítalalóðinni, ennfremur hvort veganefnd hefði ekki verk að láta vinna. Til þess að fyrirbyggja að marghrekkjaður lesari þeyti bókinni óles- inni út í horn í bræði sinni, skal eg strax taka það fram, að þetta er eng- in venjuleg dagblaðasaga. Enginn snöggklæddur, alvís ritstjóri skal verða hér á vegi þínum, lesari góður, enginn fréttahlaðinn fregnritari, ekkert hneyksli, engir merkisviðburðir, — yfir höfuð engin saga. Og ef mér leyfist það eina litla undanbrag, að lána húsnæði í blaða- mannaherbergjunum hjá „Tlie Morning Beacon“ í örfáar mínútur, skal eg lofa því hátíðlega að bregða hvergi út af áðurgreindum loforðum. Eg var, að nafninu til, að vinna fyrir „The Morning Beacon“, og hæsta áhugamál mitt var, að komast þar að föstu kaupi. Eins og sakir stóðu, voru öll hlunnindi mín falin í því, að einhver hafði, annaðhvort með skóflu eða garðhrífu, hreinsað ofurlítið horn af heljarstóru borði í blaðamannaherberginu, hálfsliguðu af himinháum stöflum af gengis- skrám, þingtíðindum og gömlum dagblöðum. Á þessu horni hafði eg skrifstofu mína. Eg skrifaði um allt sem eg sá á reiki mínu um göturnar, .heyrði borgina hrópa eða hvísla, hlæja að eða gráta yfir. Það eina, sem umtalsvert var um tekjurnar var, að þær voru ekki reglubundnar. — Dag nokkurn kom Tripp inn til mín og settist upp á borðshornið hjá mér. Tripp var eitthvað riðinn við prentsmiðjuna, — eg held að hann hafi gert eitt eða annað í myndadeildinni. Að minsta kosti var af honum myndasmíðalykt, og hendurnar á honum voru ætíð með blett- um og brunasárum af einhverjum sýrum. Hann var hálfþrítugur, en leit út fyrir að vera á fimtugsaldri, Ancllitið var þakið hálfsmánaðar skegg- broddum upp að augum, rauðbleikum og óræktarlegum, líkustum mosa- hýjungi í uppblásnu holti. Hann var gugginn og óhreystilegur, tötrugur og flóttalegur, og sílánandi hjá manni frá tuttugu og fimm sentum og upp í einn dal. Hann þekti eins nákvæmlega þanþol gjaldtrausts síns, og efnafræðisstofa ríkisins þekkir formúluna H20. Hann var svo veikl- aður á taugum, að á meðan hann sat á borðshorninu hjá mér, hélt hann dauðahaldi með annari hendinni um úlnlið hinnar, til þess að draga úr skjálfta beggja. Orsökin var jafn augljós, eins og væri hún skrifuð utan á hann: Brennivín. í látæði var hann fullur af uppgerðargáska og stertimennsku, sem þó engan blekti, en það hjálpaði honum oft við lán- beiðnirnar, einmitt af því að það var svo ömurleg og auðsæ uppgerð, að mönnum hraus hugur við. — Þennan sama dag hafði mér lánast að herja fimm skínandi silfur- dali út úr gjaldkeranum, sem fyrirfram borgun fyrir sögu, er eg hafði fengið ritstjóra sunnudagsútgáfunnar — þvernauðugan, þó — til að taka- í næsta blað. Svo þótt eg væri kannske ekki reiðubúinn til að undir- skrifa eilífan frið við tilveruna, þá mátti þó segja að við hefðum samið með okkur vopnahlé. Og eg var í miðju kafi að skrifa innblásna lýsingu á Brooklyn-brúnni í tunglskini. „Jæja, Tripp,“ sagði eg og leit upp heldur stygglega. „Hvernig geng- ur það?“ En mér hnykti við þegar eg leit á hann. Ennþá hafði eg aldrei séð hann eins aumlegan, eins yfirbugaðan og örvinglaðan og nú. Hann hafði náð því yfirstigi eymdar og ógæfu, sem skar mann svo í hjartastað, að mann langaði til að lúberja hann. „Áttu einn dal?“ spurði Tripp á sinn allra flóttalegasta hátt og leit á mig eins og flækingshundur. „Já, eg á það,“ sagði eg. „Já, Tripp, eg á einn dal,“ endurtók eg hátt og kuldalega. „Og eg á meira að segja fjóra aðra dali líka. En það var ekki fyrirhafnarlaust að sarga þá út úr Atkinson gamla, skal eg segja þér. Og eg fékk þá,“ hélt eg áfram, „til greiðslu á hlutum, sem mig vant- ar — sem eg þarfnast — sem mig skortir — sem mig vanhagar um — og sem kosta nákvæmlega fimm dali. Skilurðu það?“ Hræðslan um þann voða, sem einn af mínum dýrmætu silfurdölum var staddur í, rak mig til að leggja sem mesta áherslu á synjunina. „Eg ætlaði nú heldur ekki að slá þig,“ sagði Tripp. „En eg hef upp- götvað aldeilis afbragðs söguefni, sem eg hélt þú gætir notað. Ef þú teygir vel úr því, ætti það að endast þér í íieilan dálk að minsta kosti. Það hlýtur að gera alveg hvínandi góða sögu, ef þú vinnur vel úr því. En það kostar þig sennilegast einn eða tvo dali í nauðsynlegar upplýs- ingar. Sjálfur ætlast eg ekki til neinna launa.“ Mér létti fyrir brjóstinu og varð hlýrri í skapi til Tripps, því uppá- stunga hans sýndi að hann mat þó gerða greiða, enda þótt hann ekki sýndi lit á endurgreiðslu. Ef hann hefði haft vit á að nota tækifærið og biðja um tuttugu og fimm sent, mundi hann strax hafa fengið þau. „Látum okkur heyra söguna,“ sagði eg, og mundaði blýantinn með valdsmannlegum ritstjórasvip. „Já, nú skaltu bara heyra,“ sagði Tripp. „Það er stúlka. Falleg? Mað- ur guðs og lifandi, eitthvert það skrautlegasta kvenkyn, sem þú hefir nokkurntíma séð. Rósir í morgundögg — fjólur í grænni laut — og allt í þeim dúr, þú skilur. Hún hefir dvalið í öll sín tuttugu ár á Long Is- land og aldrei komið til borgarinnar áður. Eg rakst á hana í 34. stræti, (Framhald).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.