Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.01.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 13.01.1945, Blaðsíða 1
VERKflnuMRinn XXVIII. árg. Laugardaginn 13. janúar 1945. 2. tbl. Skrif Þjóðviljans og Viðskifta- ráðs, fyrir 8 mánuSumr um heild- salasvindlið rifjuð upp. Hvað eftir annað höfðu þingmenn Sósíalistaflokksins gert fyrirspurn í þinginu um hvað fjármálaráðherrann, Björn Ólafsson, hygðist að gera viðvíkjandi innkaupaaðferðum heildsalanna. En ráðherrann svar- aði engu. Og nú síðast í haust, þegar Áki Jakobsson í útvarpsræðu bar fram ásakanir á hann, þverneitaði hann að nokkuð væri gruggugt í inn- kaupaaðferðum stéttarbræðra sinna, heildsalanna. Þjóðviljinn hafði og tekið mál þetta tiil meðferðar. Og það er viðeig- andi nú að rifja upp það, sem þá fór á milli Þjóðviljans og Viðskiftaráðs. Það er að vísu langt orðið síðan, — það var í maí 1944 — en það bregður ljósi yfir starfsaðferðir Viðskiftaráðs undáf yfirstjórn Björns Ólafssonar. Og hve langur tfeni gat liðið án þess gömlu yfirvöldin fengjust til að gera nokkuð í málinu, sýnir líka að aldrei hefði verið gert neitt, ef Fram- sóknarvaldinu hefði heppnast það áform sitt að láta Coca-cola-stjórn sína sitja áfram. 4. maí sl. birtist í Þjóðviljanum eftirfarandi ritstjórnargrein: „Hvenær á að rannsaka innkaupaaðferðir heildsalanna í New York? Það er opinbert leyndarmál í Reykjavík, að stórsvindl er haft í frammi í sambandi við ýms vöruinnkaup í Vesturheimi. Ýms firmu hér hafa þar umboðsmenn eða sérstakalega tilbúin milliliðafélög, til þess að láta þau selja sér vörurnar og vera þá búin að leggja ríflega á þær. Síðan geta firmun hér heima sýna sína reikninga, fengið hina hlutfallslegu, lögmætu álagningu ofan á þetta verð og sína litlu skatta af þeim til gróða, sem þannig fæst. En stórgróðinn, sem fer til huldumannsins, er skattlaus. Á þingi hafa þingmenn Sósíalistaflokksins borið fram fyrirspurnir til viðskiftamálaráðherra um hvað ráðuneyti hans geri í þessu máli. — Ráð- herrann hefir engu svarað slikum fyrirspurnum. Því stórorðari er hann hinsvegar, þegar hann deilir á dýrtíðina og til- kynnir að stríðsgróðatímabilinu sé lokið. En hvernig er því þá varið með aðferðir viðskiftaráðs til þess að halda niðri dýrtíðinni, t. d. á innfluttu vörunum? Innflytjendum leyfist að leggja ákveðna hlutfallstölu á verð innfluttu varanna. Það þýðir: því dýrar, sem þeir kaupa nú, því meir mega þeir leggja á! — Enda eru milliliðirnir úti, meðfram hafðir til þess að gera vöruna dýrari, svo meiri álagning fáist hér. Ríkisstjórnin hefir heimild til þess að láta Viðskiftaráð kaupa sjálft inn vörur, ef þess sé sérstök þörf. Sú heimild er ekki notuð. Það álíst ekki heppilegt að fara inn á einkasvið heildsalanna og S.Í.S. — Fólkið er bara látið borga vöruna því dýrar — og viðskiftaráðherrann látinn skammast út af dýrtíðinni. Fyrirkomulag það, sem nú viðgengst á verslunarmálum Islendinga, er það versta, sem um er að velja. Það var um þrent að velja: Hið fyrsta Landsverslun, er hefði það hlutverk að kaupa vörur inn ódýrt handa landsmönnum, - annað: frjáls samkeppni, þar sem hver sem vill gæti reynt að kaupa og selja sem ódýrast án allra hafta, — og þriðja: einokun handa vissum mönnum og sérleyfi þeim til handa, til að okra á lands- mönnum. Þriðja leiðin var valin. Einokun heildsalanna og S.Í.S., sem koma fram sem einn aðili, er það ófremdarástand, sem við nú búum við. Og af því ástandi hefir leitt slík spilling í verslunarmálunum, að til skamm- ar er. Hvað á þetta ástand lengi að viðgangast? Einokunarklíkan varðveitir spillingarforæðið af sérstakri kostgæfni. Viðskiftaráðherrann gætir þess með slíkri „princip"-festu, að jSþekt er annars hjá þessari stjórn, að enginn fulltrúi verklýðshreyfingarinnar fái að koma nærri Viðskiftaráði, — hinsvegar eigi heildsalarnir og S.Í.S. þar sína fulltrúa. Hvað er það, sem ráðherrann er að varðveita svona vel? Hvað er það í starfsemi Viðskiftaráðs, sem hann er hræddur um að breytist, ef verkalýðurinn ættí þar fulltrúa? (Framhald á 2. síðu). Bæjarstjórn synjar kröfu verkamanna félagsins um atvinnu fyrir 80-100 manns Fyrir bæjarstjórnarfundi s. 1. þriðjudag lá m. a. eftirfarandi er- indi frá Verkamannafélagi Akur- eyrarkaupstaðar: „Fundur haldinn í Verkamann- félagi Akureyrarkaupstaðar 17. des. 1944 samþykkir að skora á bæjar- stjórn Akureyrarbæjar að hefja nú þegar úr næstu áramótum atvinnu bótvinnu fyrir 80—100 manns, sem félagið telur atvinnulausa eða at- vinnulitla samkvæmt skýrslu, er félagið hefir látið gjöra í verka- mannafélaginu. Vill fundurinn benda á þessi verk, er hann telur að megi vinna: 1. Grjótsprenging og mölun á grjóti. 2. Haldið sé áfram að vinna við hafnargarðinn á Oddeyri, það sem hægt er að vinna verka- mönnum, t. d. að bæta grjóti á norðurgarðinn o, fl. 3. Grafa út lóðir þær, er bærinn á við Hafnarstiæti norðan við hús Hjalta Sigurðssonar." í tilefni af þessu erindi bar Jakob Árnason fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir að láta hefja nú þegar at- vinnubótavinnu fyrir 80—100 manns." Tillagan var felld, en erindi verkamannafélagsins vísað til alls- herjarnefndar. í umræðunum um þessi mál lýsti Sigfús Baldvinsson því yfir að eng- in verkefni væri tii að láta vinna. Jakob Frímannsson lagði áherslu á að verklýðssamtökin þyrftu að hvetja meðlimi sína til að fara burtu úr bænum og fá sér vinnu einhvers staðar annars staðar en hér. Svavar Guðmundsson lét í (Framhald á 4. síðu). LEIKFELAG AKUREYRAR sýnir „Brúðuheimilið" í Reykjavík. Leikfélag Reykjavíkur hefir boð- ið Leikfélagi Akureyrar til Reykja- víkur til þess að sýna þar „Brúðu- heimilið", sem leikfélagið sýndi hér í haust undir stjórn frú Gerd Grieg. Er þetta í fyrsta sinn sem Leik- félag Akureyrar sendir leikflokk til Reykjavíkur. Er gert ráð fyrir að það verði um næstu mánaðarmót. Nvsfórsókn Rauðahersíns? Lokaátökin í Budapest hafin. Þjóðverjar segja nú frá því í út-! varpsfréttum sínum, að Rauði her-1 inn hafi byrjað mikla sókn við Vi- stulafljót norðaustur af borginni: Cracow í Suðvestur-Póllandi. Rúss- j ar minnast ekkert enn á þessa sókn í fréttum sínum. ------------------------..... ... i i-.i .i.i,.., Glæsilegur sigui' sósíalista í Olaf sf irði 6. þ. m. fór fram kosning 7 manna í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Þrír listar voru í kjöri og urðu úr- slitin þessi: A-listi (Framsókn) hlaut 76 atkv. og 2 menn kjörna, B-listi (Sjálfstfl.) 139 atkv. og 3 menn kjörna og C- listi (Sósíalistafl.) 111 atkv. og 2 menn kjörna. Þeir sem kosningu hlutu voru: Sigurst. Magnússon skólastj. (Sós.) Sigursv. D. Kristinss. skrfstm. (Sós.) Ásgr. Hartmannss. kaupm. (Sjálfst.) Sig. Baldvinsson útgm. (Sjálfst.) Þorst. Þorsteinsson útgm. (Sjálfst.) Árni Valdimarsson útibússtj. (F.) Björn Stefánsson kennari (F.) Við síðustu hreppsnefndarkosn- ingar 1942, fekk listi óháðra og sós- íalista 98 atkv., listi Sjálfstæðism. 146 atkv. og Framsókn 80 atkv. í Búdapest hefir Rauði herinn meir en 4/5 hluta borgarinnar á valdi sínu og hefir byrjað lokaárás- ina á leifarnar af setuliði Þjóðverja í borginni, og telja fréttaritarar að átökunum í borginni verði senn lokið. Þjóðverjar hófu fyrir nokkr- um dögum gagnsókn fyrir vestan Budapest í þeim tilgangi að koma setuliðinu í borginni til hjálpar og varð nokkuð ágengt fyrst, en Rauði herinn hefir nú algjörlega stöðvað gagnsóknina, sem hefir því farið út um þúfur og orðið Þjóðverjum afar dýrkeypt. Norðan við Dóná hafa sovéthersveitir unnið á og eru komnar að borginni Komarom, sem er mjög mikilvæg samgöngu- miðstöð og aðalbirgðastöð gagná- rásarhers Þjóðverja vestan við Bu- dapest. Síðustu fréttir Þjóðverjar skýra nú frá því, að Rússar hafi byrjað mikla sókn á 3 stöðum, í Austur-Prússlandi með- fram járnbrautinni til Insterburg, og við Vistulafljót, 200 km. suður af Varsjá, og loks milli Kosice og Losonez í Tékkoslóvakíu. Játa Þjóðverjar að Rússum hafi þegar orðið nokkuð ágengt, en sóknin við Vistulafljót hófst í gærmorgun.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.