Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.02.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 10.02.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Grikklandsmálin Churchill hefir sömu afstöðu og Hitler og Franco til grísku föðurlandsvinanna Blöðum og útvarpi hefir verið mjög tíðrætt um ástandið í Grikk- landi að undanförnu. — Bretska stjórnin með ChurchiU í broddi fylkingar hefir sætt mikilli gagn- rýni heima fyrir og erlendis, meðal allra frjálslyndra manna, fyrir framkomu sína í Grikklandsmál- unum. Jafnframt hefir þýska stjórnin og stjórn Francos á Spáni tekið í sama streng og Churchill og ráðist á grísku föðurlandsvinina með hverskonar hrakyrðum og uppspunnum sögum um hryðju- verk. Ennfremur hafa staurblind afturhaldsblöð víða um heim, m. a. Alþýðubl., „Dagur“, Vísir og.Tím- inn, léð Hitler, Churchill og Franco lið í þessu máli og þannig órðið við ósk Hitlers um sameigin- lega baráttu „gegn bolsevisman- um“. Þegar styrjöldin skall á sat ein- ræðisstjórn að völdum í Grikk- landi, studd af grísku konungs- klíkunni. Kosningar höfðu að vísu verið látnar fara fram öðru hverju í Grikklandi, en þær voru bara nafnið tómt. í kosningunum 1935 var konungssinninn Kondylis hers- höfðingi svo duglegur í sumum héruðum að safna atkvæðum, að konungssinnar einir saman fengu fleiri atkvæði en kjósendur voru alls á kjörskrá. Grikkir hafa því ekki ýkja mik'la trú á gildi „frjálsra“ kosninga, meðan kon- ungssinnar, svo sem Plastiras, hers- höfðingi, fara með völd. Bretska útvarpið hefir óspart verið notað til þess að flytja áróður bretsku stjórnarinnar gegn mál- stað E. A. M. (grísku þjóðfrelsis- hreyfingarinnar) og E. L. A. S., sem eru hin vopnuðu samtök þjóðfrels- ishreyfingarinnar. Reynt hefir þannig verið, eftir mætti, að dylja fyrir almenningi túlkun andstæð- inga Hitlers, Churchills og Francos í þessum málum. Hinu merka enska blaði Caval- cade farast m. a. svo orð: „Gríska vandamálið er aðeins ein hliðin á hinu mikla vandamáli strfðsins, en það er greinileg aðvör- un til okkar um að við eigum stór- brotnari harmleiki í vændum en það, að brezkir hermenn skjóta gríska föðurlandsvini, ef leiðtogar Bretlands breyta ekki um stefnu. Við skulum fyrst athuga fljótlega staðreyndir Grikklandsmálanna. 1 rauninni eru þetta átök um stjórnarfar, — barátta á milli manna, aðallega herforingja, sem eru fulltrúar þess fasistiska einræð- is, sem Georg konungur og Metax- as hershöfðingi leiddu yfir Grikk- land fyrir nfu árum sfðan, og föður landsvinanna, sem hafa barizt á móti nazistum í meir en þrjú ár. — Þetta eru naktar staðreyndir. — Hitt er mestallt áróðursumbúðir. Stjórn Papandreus, sem er studd af Bretlandi, hefir ekkert kosið þing að baki sér (sama gildir auð vitað um stjórn Plastiras, sem nú hefir tekið við). — Papandreu sjálf- ur, sem nýlega fullyrti, að hann væri sósíalisti, er nú meðal Grikkja aðeins studdur af fjármálavaldinu og vopnuðum flokkum konungs sinna, ,,Fjallahersveitinni“ og „heil ögu hersveitinni", sem Papandreu, og sennilega ChurchiH Hka, vi)J gera að kjarna nýs grfsks hers, sem sé hollur gamla stjórnarfarinu. Það er ekki hægt að deila um þær staðreyndir, sem ollu árekstrinum. E. A. M. (grísku þjóðfrelsishreyf- ingunni), sem telur um 1.500.000 meðlimúog er studd af a. m. k. 80% af grísku þjóðinni, var skipað að leysa sjálfa sig upp með því að af- vopna her sinn, E.L.A.S. — Hún féllst á þetta með því skilyrði, að „Fjallahersveitin" og „heilaga her sveitin", væru líka afvopnaðar. Breski hershöfðinginn Scobie hafnaði þessu skilyrði. — E.AM.. bar þá fram þá málamiðlunartil- lögu, að E.L.A.S. herinn væri af- vopnaður að því leyti sem hann væri fjölmennari en hersveitir kon- ungssinna, svo að liðsmunur yrði enginn. — Papandreu hikaði, en Scobie sagði nei. Gengu þá E.A.M. ráðherrarnir úr stjórn Papandreus. Scobie flutti „Fjallahersveitina" til Aþenu. E.A.M. fyrirskipaði alls- herjarverkfall. Og var þvf hlýtt af grískum verkamönnum um allt land. Breski herinn var látinn vera við öllu búinn. Papandreu, sem nú var öruggur í skjóli breska hersins, ákvað að láta til skarar skríða. Hermenn hans og lögregla skutu á óvopnaða mót- mælagöngu Þjóðfrelsisnefndarinn- ar í Aþenu. E.L.A.S. hersveitir komu kröfugöngufólkinu til hjálp- ar, og borgarastyrjöld var hafin. Bretland átti jafnmikinn þátt í þeirri borgarastyrjöld og Ítalía í Spánarstríðinu, og ekki með meiri heiðri. í fyrstu yfirlýsingu sinni um mál- ið skeytti Churchill ekkert um þess ar staðreyndir. Hann fullyrti, að handvélbyssur væru notaðar „til að koma á með ofbeldi kommúnist- isku einræði, án þess að almenning- ur gæti látið óskir sínar f ljós.“ Það er rétt að gera ráð fyrir, að ráðgjafar hans í Aþenu hafi blekkt hann. E.A.M. er ekki kommúnistisk samtök. Að konungssinnum undan- teknum eru meðlimir hennar úr (lllum stjórnmálaflokkum, þar á meðal kommúnistar. E.A.M. hreyf- ingin er lýðveldissinnuð og andvíg einræði, og hún er á móti því, að Georg konungur og fasistiska ógna- stjórnin komi aftur. Athugum ennfremur þessar stað- reyndir. Þegar hinn hverflyndi Pa pandreu sá afleiðingarnar af sam- vinnu sinni við Scobie, vildi hann segja af sér. Stungið var upp á stjórn allra flokka, undir forustu Sofulis, leiðtoga frjálslynda flokks- ins. — Brezka stjórnin fyrirbauð þetta strax, — treysti auðsjáanlega steypiflugvélum og skrjðdrekum betur til að ráða fram úr vandamál- inu. Tal Churchills um vilja grísku þjóðarinnar í þessu sambandi er einber hræsni. — Vilji mikils meiri hluta grísku þjóðarinnar er vel kunnur. Hún er staðráðin í að stofna lýðveldi. Meiri hluti gríska hersins og flot ans í Egyptalandi lýsti yfir fylgi sínu við lýðveldi snemma á þessu ári (1944). — Þess vegna var breskur her látinn afvopna þessa hermenn og sjóliða. Ef kosningar væru látnar fara fram núna í Grikklandi, áður en gamla stjórnin er búin að endur- skipuleggja hið vfyrra einræði sitt með stuðningi breska hersins, mundu um 80% greiða atkvæði með lýðveldi. — Þess vegna liggur grísku afturhaldsöflunum svona skelfing mikið á að byrja að skjóta.“ Churchill hefir reynt að verja framkomu bretsku stjórnarinnar með því að halda því fram að E. A. M. og E. L. A. S. séu eingöngu sam- tök kommúnista. Stærsta, og útbreiddasta blað Breta, íhaldsblaðið „Times", er á öðru máli. 6. des. sl. símaði frétta- rit«ri blaðsins í Aþenu, að ,,E. A. M. sé myndað af Kommúnista- flokknum, Sósíalistaflokknum, Gríska sósíalistasambandinu, Sós- íaldemokrataflokknum, Verka- manna- og bændaflokknum, vinstra armi Frjálslynda flokksins og mörg- um öðrum Samtökum og einstakl- ingum“. Churchill japlar sí og æ á því eft- irlætisslagorði Hitlers, að grísku kommúnistarnir séu glæpamenn og jafnframt hefir Churchill staðhæft, að þeir hefðu verið duglausir í bar- áttunni gegn Þjóðverjum. Hið heimskunna, enska borgara- blað, New Statesman and Nation, er á annari skoðun. Farast blaðinu m. a. svo orð í ritstjórnargrein 16. desember síðastliðinn: „Þessir Grikkir, sem nú eru skotspónn bretskra flugmanna, hafa barist eins hetjulega og hver önnur þjóð gegn sam- eiginlegum óvinum Bandamanna. Engin þjóð hefir þjáðst eins sárt vegna hung- ursneyðar og kúgunar. Þegar Þjóðverjar og Búlgarar réðust inn í landið, voru Grikkir örmagna eftir jerfiða styrjöld við Itali, og hefði ekki verið nema eðlilegt að þeir hefðu gefið upp alla vörn, þegar hinn fámenni bretski hjálparher varð að fara á brott. En einir og yfirgefnir tóku þeir höndum saman gegn ofureflinu. — Miðflokkarnir og vinstri flokkarnir, alt frá Frjálslynda flokknum til kommún- ista, mynduðu þjóðfrelsisfylkinguna (E. A. M.), og komu upp öflugum skæruher (ELAS), sem var vopnaðut»að nokkru leyti af Bandamönnum, en aðallega með vopnum, sem tekin voru hernámi frá ítölum. Her þessi barðist svo hraust- lega, að hann frelsaði nær öll sveitahér- uð Grikklands undan erlendri kúgun. Herinn, sem er talinn hafa á að skipa 80 þúsund manns, er vel skipulagður eftir fyrirmynd Titos marskálks. Honum er stjórnað, með hjálp nokkurra hæfra her- foringja, af prófessor Svolos og nokkrum fremstu mentamönnum landsins, þar á meðal tveimur biskupm. Þetta eru menn- irnir sem Mr. Churchill talar um með fyrirlitningu sem „glæpamannaflokk af fjöllum ofan“. Greinninj lýkur með þessum orðum: „Við höfum engan rétt til að krefjast undirgefni og hlýðni af Grikkjum. Við eigum hinsvegar með að ætlast til einlægrar samvinnu um sameiginlegan málstað. Skorti Mr. Churchill vit til að losa Breta úr aðstöðu, sem hneykslar heilbrigða skynsemi landa hans og særir mannúð þeirra, verðum við að vænta þess að meðráðherrar hans og Verka- mannaflokkurinn knýi hann til þess. Fimm ár hættu og skelfinga hafa ekki stungið bretsku þjóðinni svefnþorn, svo hægt sé umyrðalaust að setja hana í hernaðarástand gegn vinveittri þjóð, sem ætlast til þess af okkur að við end- urvekjum frelsi hennar“. Bretskur liðsforingi, sem gegnii herþjónustu í Grikklandi, er ekki þeirrar skoðunar að E. A. M. sé „lít- ill minnihluti öfgamanna“ eins og öfgamaðurinn Churchill sagði. — New Statesman and Nation birti 23. des. sl. eftirfarandi útdrátt úr bréfi frá liðsforingjanum. Liðsfor- inginn sagði: „í alla liðlanga nótt heyrði eg og í all- an morgun sá eg „hinn litla minnihluta öfgamanna11 streyma frá þorpum sinum í kröfugöngu fyrir frelsi. Þetta fólk er ekki skæruliðar. Það eru heilar f jölskyld- ur í vögnum eða fótgangandi, ungir og gamlir, með afa og ömmu, böm og hús- dýr, og það ber í göngunni fána margra þjóða og merki allra flokka (nema kon- ungssinna) og meira að segja krossmörk; og þorpprestarnir, sem þekkja líf og hugsanir sóknarbarna sinna, eru þarna með þeim, ganga þar hátíðlega við hlið þeirra undir fána E. A. M. (Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar). Það geta ekki aðrir hafa orðið eftir heima í þorpunum í dag, en fáeinir f jörgamlir menn og dauðveikir. / Þarna eru einnig vel agaðir flokkar ungra manna, en vopnlausir, og nokkrir hópar vopnaðara E. L. A. S.- og E. A. M,- en flestir þeirra eru annarsstaðar að treysta stöðvar sínar og sjá um flutninga á matvælum, skotfærum og eldsneyti, og bestu herflokkarnir eru famir sem liðsauki til Aþenuhéraðsins. Þar hafa Bretar nú beitt indversku liði til að koma á „lögum og reglu“, en hér verður engin borgarastyrjöld nema Bretar flytji hingað óvinsæla stjórnarhermenn, því konungssinnar, fasistar og íhaldsmenn em hér nær fylgislausir og auk þess vopnlausir. Ofurstar og majorar ræða um, og segjast ætla að kenna þessum „bolsevik- um“ mannasiði, og eru reiðubúnir að styðja fyrverandi kvislinga og fasista og Kairóista, sem nú eru heim komnir. Mér þykir vænt um að mikill fjöldi her- manna er annarar skoðunar og eru í þann veginn að fá nóg af öllu saman. Ein bretsk flugsveit hélt hátíðlega at- höfn í gær, og jarðsetti leifar Atlants- hafsyfirlýsingarinnar með hemaðarvið- höfn. Mér skilst að nú ætli þeir að svelta Aþenubúa til uppgjafar, svo þeir játist undir stjórn hinna ofmettu. Blessað fólk- ið, sem mest hefir þjáðst og vill berjast verður að beygja sig fyrir þessum rott- um, ef þetta nær fram að ganga, en það mun ekki verða, þó það kosti þúsundir mannslífa. Það lífhæfa sigrar“. E. L. A. S.-hersveitirnar eru enn- þá ósigraðar. Og nú fara fram samningatilraunir milli E. A. M. og grísku stjórnarinnar í Aþenu. Vonandi verður þess ekki langt að bíða uns Grikkir endurheimta frelsi sitt með öllu úr höndum pramhald á 3. síðu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.