Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.02.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 10.02.1945, Blaðsíða 1
VERfínmnÐURi nn XXVIII. árg. Laugardaginn 10. febrúar 1945. 6. tbl. Aðalfundur Verkamannalélags . Akureyrarkaupstaðar Steingrímur Aðalsteinsson kosinn f ormaður Verkamannafélagið hélt aðal- fund sinn sl. sunnudag og var hann fjölsóttur. Fráfarandi formaður flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári, 1 félagið höfðu gengið á árinu 69 menn, en 11 úr- sagnir borizt og voru félagsmenn í árslok um 350. Eignir félagsins höfð vaxið á árinu um rúmlega 3 þús. kr. Að aflokinni skýrslu sinni lýsti formaður úrslitum allsherjarkosn- inganna, en þau urðu á þá leið, að A-listjnn hlaut 123 atkv., B-listinn 157, en 2 seðlar voru ógildir og 1 auður. Hin nýja stjórn og trúnaðar- mannaráð er þannig skipuð: Formaður:. Steingrímur Aðal- steinsson. Ritari: Adolf Friðfinns- son. Gjaldkeri: Rósberg G. Snædal. Meðstjórnendur: Loftur Meldal og Kristinn Arnason. Varaformaður: Björn Jónsson. Vararitari: Hösk uldur Egilsson. Varagjaldkeri: Stgr. Eggertsson. Varameðstjórnendur: Stefán Árnason og Tryggvi Emils- son. Trúnaðarmannaráð: Björn Jónsson, Stefán Arnason, Árni Þor- grímsson, Steingr. Eggertsson, Sig urjón Jóhannesson, Torfi Vil- hjálmsson. Varamenn: Höskuldur Egilsson, Pálmi Jónsson, Þórður Valdimarsson, Þorgeir Ágústsson, Kristján Einarsson og Áskell Snorrason. Að loknum umræðum um skýrslu fráfarandi stjórnar héldu Röggsamlegar ráðstalanir í ísliskmálunum AÐALFUNDUR verkakvennafél. „EINING" Verkakvennafélagið „Eining" hélt aðalfund sinn 4. febr. sl. — Stjórn- ina skipa þessar konur: Elísabet Eiríksdcktir, formaður. Sigríður Þorsteinsdóttir, varaform. Áslaug Guðmundsdóttir, ritari. Lísbet Tryggvadóttir, gjaldkeri. Elísabet Kristjánsdóttir, meðstj. Varastjórn: Hulda Ingimarsdóttir. Ingunn Eiríksdóttir. Aðalheiður Eggertsdóttir. Trúnaðarmannaráð: Margrét Vilmundardóttir. ]óna Gísladóttir. Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Guðrún Guðvarðardóttir. Til vara: Ölína Gunnlaugsdóttir. Guðný Vilmundardóttir. Rósa Jóhannsdóttir. Endurskoðendur: Guðrún Guðvarðardóttir. Ingibjörg Eiríksdóttir. aðalfundarstörf áfram. í dómnefnd voru kosnir: Haraldur Þorvaldsson, Áskejl Snorrason, Daníel Guðjóns- son, Stefán Árnason og Tryggvi Emilsson. 1 húsnefnd Verklýðshúss- ins hlutu kosningu: Steingr^ Aðal- steinsson, Pálmi Guðnason og Svav- ar Jóhannesson. Endurskoðendur reikninga voru kjörnir: Marteinn Sigurðsson og Sigurður Róbertsson. Samþykt var á fundinum að hækka árgjald félagsmanna i kr. 35 og skyldi hækkuninni, kr. 5, varið til væntanlegrar skrifstofu verfca- lýðsfélaganna hér í bænum, en það hefir lengi verið áhugamál Verka- mannafélagsins að koma á fót slíkri skrifstofu, enda hin mesta nauðsyn. I umræðunum á fundinum kom það greinilega í ljós, er rætt var um nýafstaðnar kosningar, að verka- menn eru staðráðnir í því að vinna saman að málum félagsins og heill þess, þrátt fyrir nokkurn skoðana- mun. Þeir, sem hafa vænst sundr- ungar eða jafnvel klofnings út af kosningunum hafa hlakkað of snemm aog munu verða fyrir hin- um hverfilegustu vonbrigðum. Atvinnumálaráðuneytið hefir, samkvæmt heimild í lögum nr. 11 frá 12. febr. 1940, um sölu og út- flutning á vörum, ákveðið að leyfa ekki útflutning á ísuðum fiski í er- lendum flutningaskipum, öðrum en færeyskum, nema hann fari fram á vegum ríkisstjórnarinnar, er því öllum öðrum óheimilt að flytja út ísaðan fisk með slíkum skipum. Verður sá ágóði, 'er verða kann af þessum útflutningi fisksins og ann- ari hagnýtingu aflans, eftir nánari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ástæðan fyrir því, að ríkisstjórn- in hefir nú gripið til fyrnefndrar lagaheimildar er sú, að nokkrir STUTTAR FRETTIR Stjórn Pierlots í Belgíu liefir beðist lausnar, vegna þess að ráð- herrar sósíaldemokrataflokksins höfðu sagt af sér, en miðstjórn flokksins hafði samþykt þá ráðstöf- un með 14 atkv. gegn 2. 4 Hollenska stjórnin hefir einnig beðist lausnar. Báðar þessar stjórn- arbreytingar stafa af því að almenn- ingur í viðkomandi löndum er í al- gjörri andstöðu við stefnu og vinnubrögð fráfarandi stjórna, sem setið hafa í skjóli bretska aftur- haldsins. Bygging sjúkrahússins hafin í vor. Alþingi hefir samþykt frumvarp um breytinugu á spítalalögunum. Leggur ríkið nú fram 3/5 hluta af byggingakostnaði sjúkrahúsa. Mun spítalanefnd og bæjarstjórn Akureyrar nú loksins hefjast handa í vor með byggingu sjúkrahússins, sem almenningur hefir beðið eftir með óþreyju. braskarar í Reykjavík voru búnir að leigja þau bretsku skip, sem not- uð hafa verið til ísfisksflutnings undanfarin ár, samkvæmt fisksölu- samningnum við Breta, en Bretar sögðu þeim samningi upp um ára- mótin. Ætluðu braskararnir að nota sér það vandræðaástand, sem skapaðist við uppsögn samningsins, til þess að græða á því stórfé og hlupu í kapp við ríkisstjórnina um leigu á bretsku skipunum. Ríkisstjórnin hefir nú gert samn- ing við Færeyinga um leigu á fjöldamörgum færeyskum skipum til ísfiskflutninga. Með þessari ráðstöfun hefir rík- isstjórnin komið veg fyrir að óþarfa milliliðir raki saman fé á útflutn- ingi ísfisksins á kostnað fiskeig- enda. STALIN, ROOSEVELT OG CHURCHILL Á RÁÐSTEFNU Hinir þrír „stóru", Stalin, Roose- velt og Churchill eru nú á ráð- stefnu. Talið er að hún sé einhvers staðar í nánd við Svartahaf. Algert samkomulag hefir náðst um rekst- ur styrjaldarinnar til stríðsloka, og viðræður fara nú fram um vanda- mál eftirstríðsáranna. Mikill fögnuður ríkir í löndum Bandamanna yfir þeim árangri, sem þegar er kunnugt um að hefir náðst á ráðstefnunni. Rauði herinn 65 km. frá Berlín. Rauði herinn er nú 65 km. frá Berlín og kominn að Oder á yfir 80 km. kafla austur af Berlín og jafn- vel yfir fljótið samkvæmt fregnum Þjóðverja. Þjóðverjar segja að Rússar séu aðeins 56 km. frá Ber- lín. 1 Slesíu eru Rússar komnir yfir Oder á löngum kafla og hafa sótt fram vestan árinnar 20—30 km. báða vegu við Breslau. Síðustu fréttir. 1 Austur-Prússlandi eru Rússar búnir að umkringja hafnarborgina Elbing og eru komnir að úthverf- um Königsberg. Þá nálgast Rússar óðum Stettin og eru sagðir um 40 km. frá borginni. A vetstirvígstöðvunum hafa her- sveitir Montgomerys hafið nýja sókn. Olíuverðið hækkar Hráolía hefir verið hækkuð úr kr. 42 aura lítr. af geymum og tunnum, upp í 55 aura af geymum og 57V2 eyri af tunnum. Steinolía hefir hækkað úr 60 aurum lítr. á 1/1 tunnum upp í 8Eeyri, bensín úr 67 aurum lítr. upp í 77 aura. I næsta blaði verður nánar rætt um þessi mál. Bær brennur 31. f. m. brann íbúðarhúsið að Saurbæ í Eyjafirði. Varð eldsins fyrst vart uppi á lofti og er talið líklegt, að eldurinn hafi komið upp í þaki hússins. Húsað var bygt úr steinsteypu, með timburskilrúmum á efri hæð. Tjón varðá innanstokks- munum. Slökkvilið Akureyrar fór fram að Saurbæ en fékk litlu áorkað, sök- um vatnsskorts og vegna þess að það kom seint á vettvang af eðlileg- um ástæðum. Úrslit Stórhríðarmótsins Fyrsta skíðamót vetrarins, Stórhríðar- mót 1945, var haldið í Búðargili á Ak- ureyri sunnudaginn þ. 4. febr. kl. 2 e. h. Kept var í svigi karla A-, B- og C-flokks. Brautin var um 120 metra löng, fall 45 metrar, 12 hlið. — Keppendur í A-fl. voru 5 og voru úrslit þessi: 1. Magnús Brynjólfsson, K. A., 40,0 sek. 2. Júlíus B. Magnússon, Þór, 40,8 sek. 3. Björgvin Júníusson, K. A.,'41,3sek. 4. Hreinn Ólafsson, Þór, 41,7 sek. 5. Eysteinn Árnason, K. A., 42,7 sek. Kependur í B-flokki voru 7 og voru þeir ræstir með A-fl. Úrslit urðu: 1. Finnur Björnsson, Þór, 42,0 sek. 2. Sigurður Þórðarson, K. A. 44,0 sek. 3. Vignir Guðmundsson, Þór, 48,3 sek. Keppendur í C-flokki voru 20; braut- in, sem þeir fóru nokkru léttari en A-fl,- brautin. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Guðmundur Gíslason, M. A., 36,0 sek. 2. Júlíus B. Jóhanness., M. A., 37,1 sek. 3. Gunnar Sigurjónsson, Þór, 37,2 sek. Að endingu var keppni drengja, 14— 16 ára, voru keppendur 10. 1. Kristinn Jónsson ........ 22,9 sek. 2. Jón Vilhjálmsson........ 24,2 sek. 3. Jóhannes Sigurbjörnsson ., 24,5 sek.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.