Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.03.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 10.03.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Nýtísku tunnuverksmiðja, bygging hafnarmannvirkj- anna á Oddeyrartanga, aukin útgerð, uppfylling sunnan Strandgötu, fiskniðursuðuverksmiðja, þrír barnaleik- vellir, eru kröfur fulltrúaráðs verklýðsfélaganna til bæjarstjórnar Akureyrar. (Framhald af 1. síðu). 2. Að lögð sé áhersla á að flýta byggingu á sjóvarnargarðinum á Oddeyrartanga, svo hægt sé að hefjast handa um hin ýmsu mannvirki, sem byggja á í sam- bandi við hafnargarðinn, t. d. dráttarbraut, þar sem taka mætti til viðgerðar og smíða alt að 500 tonna skip. 3. Að rannsaka hvaða stærð fiski- skipa mundi henta best til út- gerðar héðan, og að þeirri rann- sókn lokinni, beitti bæjarstjórn sér fyrir aukinni útgerð á Akur- eyri. . 4. Að gerð verði uppfylling sunn- an Strandgötu, frá hafnarbakk- anum að Oddeyrartanga. 5. Að bæjarstjórn beiti sér fyrir auknum fiskiðnaði hér í bæn- um með því að koma upp nið- ursuðuverksmiðju o. fl. 6. Að bæjarstjórn láta fara fram athugun á því, hvort henta þætti að byggja hér á Akureyri netagerðarverksmiðju. Greinargerð 1. liðs. Meðan tunnuverksmiðjan var rekin hér á Akureyri, var hún ein þýðingarmesta atvinnugrein bæjar- manna. — Þessi atvinna gat farið óhindrað fram yfir vetrarmánuð- ina. Rekstur verksmiðjunnar var, að því best er vitað hallalaus, þrátt fyrir þá tilhögun, að hún var rekin sem atvinnubótafyrirtæki, með lé- legum vélum, tíðum mannaskift- um, og því oft lítt vönum starfs- kröftum. Ef fengnar væru nýjar og sem fullkomnastar vélar til þessa at- vinnurekstrar, sem máske þyrfti að byggja utan um að einhverju eða öllu leyti, þá má álykta af fenginni reynslu, að þessi atvinnugrein geti orðið enn þýðingarmeiri en áður var. Það virðist einnig sjálfsagt að fyrirtæki þetta sé að öllum jafn- aði rekið sjálfstætt, og með sem bestum og hæfustum starfskröftum. Rekstur þessarar verksmiðju ætti að skapa 50 mönnum stöðuga at- vinnu, a. m. k. yfir vetrarmánuð- ina. Þar eð full þörf er á, að atvinnu- möguleikar hér á Akureyri vaxi en ekki minki, þá er það síst að ástæðulausu, að verkamenn hér í bæ leggja áherslu á; að þessi at- vinnurekstur hefjist hér sem fyrst að nýju. Greinargerð 2. liðs. I sambandi við hafnargerðina á Oddeyrartanga, vill fulltrúaráðið leggja sérstaka áherslu á byggingu fullkominnar dráttarbrautar, þar sem smíðuð væru og tekin til að- gerða 100—500 tonna skip. í Akur- eyrarbæ mun nú vera unnið að við- gerðum á skipum á þrem stöðum. í Dráttarbraut Akureyrar, sunnan Torfunefsbryggju, en vegna þrengsla við höfnina, mun fljótlega þurfa að hætta þessari starfsemi á þessum stað. — Þá mun vera unnið að viðgerð og smíði skipa á Oddeyr- artanga hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og Nóa Kristjánssyni, við fremur óhentug skilyrði, þar sem hvorugt fyrirtækið hefir dráttarbraut. — Af þessu virðist auðsætt hve mikil þörf er á byggingu nýrrar dráttar- brautar, sem væri það stór, að áður- nefnd fyrirtæki gætu haft þar bæki- stöð sína. EinnÍg má í þessu sam- bandi benda á það, að í (iðrum kaupstöðum mun nú vera hafinn undirbúnirigur að byggingu drátt- arbrauta, og mundi því Akureyri standa ver að vígi með samkeppni á þessu sviði, ef framkvæmd þessa verks drægist mjög lengi hér eftir. Greinargerð 3. liðs. Greinargerð um sjávarútvegsmál. Fyr á árum var rekinn á Akur- eyri mikil útgerð, sem bar sig vel og veitti mörgum bæjarbúum örugga atvinnu árum saman. — Fólk flutt- ist þá úr nærliggjandi sveitum til bæjarins, og tók að starfa við sjávar- síðuna, og þótti örugglega horfa um efnahag sinn og sinna. En er fram liðu stundir, fór að verða vart þess að útgerðarmenn, sem flestir ráku útgerð upp á eigin spýtur, tóku að selja skip sín, eða flytja út- gerðartæki sín úr bænum t. d. til Siglufjarðar. — Fór þá allmikið að dofna yfir útgerð héðan úr bænum' og ennfremur áhugi manna fyrir ’henni, enda hefir hún farið hrað- minkandi hin síðari ár. — Akureyr- ingar hafa þuft að horfa á eftir hverju skipinu á fætur öðru. sem selt hefir verið af einstaklingum vegna stundarhagsmuna þeirra. — Á síðastliðnum tíu árum hafa um 20 fiskiskip verið seld úr bænum, eða horfið á annan hátt, og aðeins eitt nýtt komið í þeirra stað. — Er því öllum ljóst hvílíkt atvinnutjón það er fyrir sjómenn á Akureyri og fjárhagslegt tjón fyrir bæjarfélagið í lieild. / Á Akureyri munu nú vera alls aðeins 8 fiskiskip heimilisföst, og flest af þeim skipum eru aðeins gerð út yfir síldveiðitímann. Fyrir skipaleysið og athafnaleysið hefir hinn mikli stríðsgróði af útgerð al- veg farið fram hjá Akureyri, að minsta kosti að langmestu leyti. — Fulltrúaráði verklýðsfélaganna á Akureyri er fullljós sú staðreynd, að það sinnuleysi bæjarins varð- andi útgerðarmál, hefir skaðað bæjarfélagið ómetanlega á síðustu árum. Hafa þó háværar raddir úr hópi sjómanna og verkamanna í þessum bæ, bent á það, með rökum, að stefna bæri að því að fjölga fiskiskipum og auka útgerð héðan. fafnframt hafa verið lagðar margar tillögur fram um þessi mál, sem þó hafá, illu heilli, verið vísað frá og ekkert gert með þær. Er nú svo Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför ÞÓRUNNAR ÞÓRARINSDÓTTUR frá Skeggjastöðum. — Ennfremur þökkum við hjartanlega þeim, sem sýndu henni vinsemd og hjálp í veikindum hennar. Fyrir hönd okkar og fjarstaddra vandamanna: Guðrún Kr. Pálsdóttiir, Hólmfríður Jónsdóttir, Bergljót Þórarinsdóttir, Jón Þórarinsson. I komið að allir hugsandi menn sjá, að svo má ekki til ganga lengur, heldur verður nú að hefjast handa um raunhæfar úrbætur á þessu sviði. Kaup á fiskiskipum er óhjá- kvæmileg nauðsyn, til þess að bægja frá dyrum sjómanna og annara vá- gesti atvinnleysisins. Akureyri þarf að eignast 2 togara, sem gerðir eru út á veiðar mest allt árið, og minnst 5 100—150 smá- lesta fiskiskip, er telja megi að henti Akureyri best vegna legu bæj- arins. — Ef þessu yrði komið í kring og trygt að þessi atvinnutæki, sem afla auðæfa úr skauti sjávar, séu eign bæjarfélagsins í einni eða ann- ari mynd, þá myndi Akureyri hafa aðra sögu að segja í sjávarútvegs- málum, en sögu 10 sl. ára. — Við lítum svo á, að með kaupum á 2 togurum og 5 smærri fiskiskipum, þá mundi þau geta veitt um 120 manns stöðuga atvinnu mest alt ár- ið. Þess er líka full þörf, því öllum er það ljóst, að athafnaleysi eða kyrstaða í sjávarútvegsmálum hefir verið hið mesta tjón fyrir Akureyr- arbæ. Fyrir því vill Fulltrúaráð verk- lýðsfélaganna á Ákureyri beina þeirri áskorun til bæjarsfjórnar Akureyrar og Nýbyggingaráðs, að þaðhlutist til um það, að til Akur- eyrar verði keyptir 2 togarar og 5 100—150 smálesta fiskiskip, strax að skríðinu loknu, eða fyr ef hægt er. Greinargerð 4. liðs. Eitt af því, sem virðist mjög álit- legt að framkvæma hér á Akureyri er uppfylling sunnan Strandgötu, alla leið frá hafnarbakkanum að Oddeyrartanga. Þar sem aðgrynni er mikið á þessu svæði, myndi þarna fást allstórt landsvæði. Leiga eftir byggingarlóðir og fleira á þessum stað ættu að nema allmik- illi fjárhæð árlega. Einnig vantar tilfinnanlega svæði fyrir fólks- og vörubifreiðar, og mætti ætla þeim stað á þessari uppfyllingu. Um þessa framkvæmd hefir nokk- uð verið rætt og ritað, og færð all- sterk rök fyrir því að hún geti vel borið sig fjárhagslega. Greinargerð 6. liðs. Greinargerð um nóta- og netaverk- smiðju. Hér er bent á alveg nýja starfs- grein í iðnaði, sem æskilegt væri að rekin væri hér, þar sem vænta má að mikil þörf verði fyrir hverskon- ar síldarnætur og net á komandi tímum, og sem íslendingar hafa greitt fyrir árlega stórfé út úr land- inu. Þó við þurfum að kaupa hrá- efni frá útlöndum til þessa iðn- rekstrar, þá er aðstaða okkar ekk- ert lakari en t. d. Norðmanna í þessu efni, en ef slík verksmiðja yrði reist hér myndi hún veita mörgu fólki atvinnu. Barnaleikvellir. Barnaleikvellir fyrir börn bæjar- ins, mun nú óefað teljast hið mesta nauðsynjamál. — Það er þegar öll- um ljóst, sem láta sér uppeldismál æskulýðs þessa bæjar nokkuð skifta, að ekki dugir lengur að daufheyrast við kröfum og þörfum tímans. Fyrir nokkrum árum lét Akur- eyrarbær starfrækja barnaleikvöll út á Oddeyrartúnum, með nokkr- um myndarbrag. Hafði þar starf- andi mann, sem gætti barnanna. Ennfremur var komið þar upp til- tölulega góðu skýli fyrir börnin er þau gátu hagnýtt sér ef eitthvað var að veðri. Þar var þeim kent eitt og annað við barna hæfi, er telja má hina mestu þörf. — Nú er þetta ekki lengur fyrir hendi í jaeirri mynd sem var, og er það illa farið, því þörf fyrir barnaleikvelli vex með hverju árinu sem líður. — Eins og málum er nú háttað, eru götur bæjarins þeirra eini leikvangur. Frá morgni til kvölds eru börn að þvælast á götunum fyrir bílum og hverskonar farartækjum, og tor- velda oft umferð, þrátt fyrir eftirlit lögreglu og annara þeirra er telja götuleiki stórhættulega, bæði vegna þess að oft liggur við slysum vegna urrfferðar, og eins vegna þeirra slæmu kynningar er börn verða fyrir, er þau lenda í hópi óvand- aðra unglinga. Mörg eru þau dæm- in um óknytti þeirra barna, er eftir- litslaust alast upp á götum bæjar- ins. — Það er því hlautverk hins hugsandi manns, sem lætur sér annt um æsku þessa bæjar, að hefj- ast nú handa raunhæfra úrbóta í þessu máli. Fyrir því vill Fulltrúaráð verk- lýðsfélaganna á Akureyri leyfa sér að beina þeirri áskorun til bæjar- stjórnar Akureyrar, að hún láti strax í vor útbúa 3 barnaleikvelli: 1 á Oddeyri, 1 á ytri-brekkunni og 1 í innbænum, og komi ripp við hvern þeirra sæmilega góðu skýli, og hafi þar umsjónarmenn er gæti barnanna og hafi þar jafnframt nokkra kenslu með höndum. Þá ber og að gæta þess, að yfir vetrarmánuðina þarf að hafa af- mörkuð svæði, þar sem börn geta dvalið með sleða sína og skíði, og þarf einnig umsjónarmann, sem er fær um að hafa þar tilsögn á hendi. Ef þessu væri komið í kring, þá má vænta þess að götuslark barna og annað það, sem er samfara slæmri kynningu, færi minkandi. Teljum við þá að Ulganginum sé náð. Það eru vinsamleg tilmæli Full- trúaráðs verklýðsfélaganna á Akur- eyri, að háttvirt bæjarstjórn taki (Framhald á 4, síðu). t

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.