Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.03.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 10.03.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Framsóknarmenn gera tilraun til að tefja byggingu sjúkrahússins VERKAMAÐURINN. Útéefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri;* Jakob Ámason, Skipagötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Sverrir Áskelsson, Loftur Meldal, Lárus Bjömsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Bjömssonar. FÖSTU TÖKIN Blaði Sjálfstæðis(flokksins hér í bæ, „íslendingi", farast svo orð í gær, í sambandi við erindi fulltrúa- ráðs verklýðsfélaganna: „Því verður að vísu ekki neitað, að hér er um þarfleg mál að ræða, og væri vel, ef þau kæmust í framkvæmd. En það er eins og tillögumenn haldi, að það sé nóg að tala um hlutina og heimta þá, meira þurfi ekki með. Enda mun það mála sannast, að tillögur þessar eru fram bornar í áróðursskyni, og flutningsmenn þeirra vita fullvel hverjir örðugleikar eru á að framkvæma þær, jafnvel þótt geta væri fyrir höndum. Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði hjá sósialistum. Þeir hafa fyr leikið þann leik, að heimta og ham- ast, ef kröfum þeirra hefir ekki verið sint. Sem betur fer eru flestir hugsandi menn hættir að taka þá alvarlega, ekki síst síðan sósíalistar tóku þátt i myndun núverandi ríkisstjórnar... Atvinnu- leysi er böl í hverju þjóðfélagi, og því miður virðist alt benda til þess að nokk- urt atvinnuleysi sé þegar í uppsiglingu, bæði hér á Akureyri og annarsstaðar. En til þess að útrýma þessu böli, þarf áreið- anlega meiri fastatök á málunum en sósí- alistar hafa sýnt hingað til. Það þarf sjálfsagt margfaldan lög- fræðilegan lærdóm til þess að finna „fastatökin“ hjá „ísl.“ í þessn máli. Meðan ritstj. „Isl.“ nr. 2 var for- maður Sjálfstæðisfélags Akureyrar, urðu verkamenn lítt varir við „fastatök" ráðandi flokka bæjarins í atvinnumálunum. Máske breytist til batnaðar eftir að ritstj. „Isl.“ eru orðnir tveir. Skrif „Viðborfs“-rit- stjórans gefa þó síst fyrirheit um það. „ísl.“ viðurkennir að tillögur fulltrúaráðsins séu þarfleg mál og að gott væri ef þau kæmust í fram- kvæmd. En hversvegna má þá ekki framkvæma þau? „lsl.“ segir að til- lögum. haldi, að það sé ekki nóg að tala um hlutina. Þetta er öfugmæli. Það eru einmitt Framsóknarmenn og og taglhnýtingar þeirra hér í bænum, Sjálfstæðismenn, sem ár- um saman hafa aðeins viljað ræða og athuga aftur og aftur tillögur sem fram hafa komið í atvinnumál- unum í stað þess að hrinda þeim málum i framkvæmd, sem „Isl.“ játar að séu þarfleg. „Isl.“ játar að atvinnleysi sé böl. Mikið var. Og hefir meira að segja orðið var við að alt bendi til þess að nokkurt atvinnuleysi sé þegar í uppsiglingu (takið eftir orðalaginu verkamenn, aðeins í „uppsiglingu" — og ekki nema ,,nokkurt“!). En úr þvu að „ísl." játar að atvinnuleysi sé böl og það sé hér í uppsiglingu og tillögur fulltrúráðsins séu þarfleg Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag var samþykt tillaga frá meiri- hluta spítalanefndar um að nýja sjúkrahúsið yrði reist á þeim stað, sem búið var áður að ákveða í teikningu af sjúkrahúsinu, en auk þess er þegar, eins og öllum bæjar- búum er kunnugt, búið að byggja nokkurn hluta af sjúkrahúsinu og grafa fyrir grunni þess að mestu leyti. Tillagan var samþykt með samhlj. atkv„ en Br. Sveinsson, bæj- arfulltrúi Framsóknar, sat hjá, og tjáði sig hlyntan tillögu Stefáns Árnasonar, fulltrúa Framsóknar í spítalanefnd, um að byggja spítal- ann vestar, sunnan Eyrarlandstúns. Framkoma Framsóknarmanna er hin furðulegasta. Árum saman hef- ir verið beðið eftir, rætt og ritað um byggingu sjúkrahússins — og altaf verið gert ráð fyrir bygging- unni á þessum stað. Allan þann tíma heyrist ekki orð frá Framsókn í þá átt að ófært sé að byggja spítal- ann á þeim stað, sem valinn hefir verið. Þeir samþyktu meira að segja athugasemdalaust, að grafa fyrir grunni spítalans og byggja þann hluta, sem þegar hel'ir verið reistur, á þessum „óheppilega" stað. En svo þegar málin horfa þannig við, vegna samþykta Alþingis, að sjúkrahúsnefndinni og bæjarstjórn virðist nægilegt fé fengið til að hefja bygginguna án frekari drátt- ar, þá kemur fulltrúi Framsóknar í spítalanefnd með tillögu um, að byggja spítalann mun ofar og vest- ar en áður hafði verið ráðgert og raunverulega samþykt með útgrefti á grunni og byggingu nokkurs hluta af sjúkrahúsinu. Ekki þarf glöggskyggnan mann til að sjá að rifrildi um hvar ætti að byggja spítalann annarstaðar en nú hefir verið ákveðið hefði getað valdið ekki aðeins margra vikna töf heldur jafnvel svo mánuðum skift- ir, auk þess sem bygging spítalans mál, hvað er þá í veginum? Sósíal- istar hafa borið fram tillögur um að bæjarstjórn asmþykki að hefjast handa um að hrinda þarfamálun- um í framkvæmd. Á liverju stend- ur þá? Ekki á fé. Hagskýrslurnar segja, að innlögin í bankana fari sí- vaxandi. Á hverju stendur þá? Ekki þó líklega á Sjálfstæðismönnum, sem að sögn „ísl.“ í gær hafa tekið atvinnumálin svo föstum tökum síðan 1911, að nú eru aðeins 9 skip eftir íl bænum af 40 skipum 1911, meðan skipastóll flestra annara bæja hefir vaxið til muna. Minna ekki „viðhorfs“skrif „ísl.“ átakanlega mikið á skrum, þegar þau eru borin sarnan við ástandið’ í atvinnumálunum. Og að þessu öllu athuguðu, er nokkur maður til hér í bæ, sem treystir sér til þess að halda því fratn, netna þá í áróðurs- skyni, að „viðhorfs“ritstjóri „Isl.” sé hugsandi maður. á öðrum stað hefði haft í för með sér fjárhagslegt tjón fyrir bæinn. „Degi“ þykir það ómaklega mælt að bera Framsókn á borð óheilindi, og telur að slíkt hljóti að stafa af hatri, en ekki af þeirri reynslu, sem fen°ist hefir af vinnuhrögðum Framsóknar. Þeir ættu ekkiaðkasta grjóti, sem búa i glerhúsum. — Hvernig er það með heilindi Fram- sóknar í hafnargarðsmálinu og byggingu hinna stórfenglegu hafn- armannvirkja á Oddeyrartanga, „Dagur“ sæll? Það þarf sann§rlega kjark' til þess og takmarkalausa óskammfeilni, að halda því fram, að ómaklegt sé að álíta að Fram- sóknarenglarnir séu nokkurn tíma óheilir og svikulir. — Hvenær ætl- ar F^amsókn annars að efna stóru orðin sín um mannvirkin á Tang- anum og framkvæma samþykt bæj- arstjórnar? Er búinn að opna rakarastofuna aftur Jón Eðvarð, rakari Það er hagsýni, að kaupa vinnufatnað í Versl. HRÍSEY. Þar er hann ódvrast- J ur og töluvert úrval. Síðasti víkingurinn, eftir JOHAN BOJER, er ný- nýkominn út. Þetta er framiir- skarandi skemmtileg bók og taliin a'f mörgum það besta sem Johan Bojer hefir skrifað. — Allir, sem tesið hafa „Innstu þrána“, eftir sama höfund, þurfa að kaupa og lesa „Síðasta víkinginn". Bókaverzlunin Edda. ÁVARP til verkalýðs og vinnandi þjóðar Islands Meira en átta ár eru liðin síðan Þjóðvilljinn hóf göngu sína. — Alt frá byrjun hefir Þjóðviljinn staðið í fylkingarbrjósti verkalýðs- ins í baráttu hans fyrir bættum kjörum, fyrir frelsi og einingu sam- takanna. — Sleitulaust hefir Þjóðviljinn barist fyrir samfylkingu verkalýðsins og þjóðfylkingu allra llýðræðissinna gegn fasismanum. Sleitulaust hefir Þjóðvi'ljinn unnið að samstarfi hinna vinn- andi stétta til sjávar og sveita. — Þjóðviljinn hefir afsláttarlaust túlkað sjálfstæðiskröfur þjóðarinnar á sviði stjómarfars, atvinnu og viðskifta. — Hann hefir haft forystu í þeirri framfarabaráttu ís- lensku þjóðarinnar, sem skjallfest er orðin í stefnuskrá ríkisstjórn- arinnar. — Engar fangelsanir, engir brottflutningar, ekkert boð eða bann hafa nokkm sinni megnað að kæfa eða slæva hina kröftugu rödd Þjóðviljans. — Svo mun og verða framvegis. — Af þessum ástæðum hefir íslensk alþýða tekið ástfóstri við blað sitt, Þjóðvilj- ann. — Hún hefir skilið, hvert skarð væri fyrir skildi, ef hún ætti ekki jafn traustan málsvara og skipuleggjara í frelsisbaráttu sinni og Þjóðviljinn er og hefir verið. Þessvegna hefir alþýðan hvað eftir annað lagt fram fé af fátækt sinni til þess að Þjóðviljinn þyrfti ckki að hætta að koma út. Hingað til hefir Þjóðviljinn verið gefinn út með tapi. Þetta tap hefir verið bætt upp með frjálsum framlögum alþýðufólks og ótelj- andi fóraum margra karla og kvenna. — En nú er kominn tími til þess, að alþýðan skapi blaði sínu slík skilyrði, að Þjóðviljinn kom- ist á sem skemmstum tíma á fjárhagslega traustan grundvöll og verði rekinn án taps. — Framskilyrði þessa er það, að Þjóðviljinn eignist eigin prentsmiðju. — Til þess að koma upp prentsmiðju fyrir Þjóðvi'ljann verður óhjákvæmilegt að mynda hlutafélag um hana. — í þessu skyni hefjum við í dag allsherjarfjársöfnun um land alt til þess að gefa Þjóðviljanum sem flest hlutabréf í prent- smiðjunni. — Og samtímis hefst í dag hlutafjársöfnun meðal þeirra manna, er vilja stuðla að fjárhagslegu öryggi Þjóðviljans. — Sósíal- istaflokkurinn snýr sér því til verkálýðsins og allrar vinnandi þjóð- arinnar með áskorun um að gera stórfelt átak til þess að gefa Þjóð- viiljanum prentsmiðju og stíga þar með fyrsta skrefið að því marki að gera Þjóðviljann fjárhagslega sjálfstæðan. Verkamenn og verkakonur! Vinnandi þjóð íslands! Þjóðviljinn er eign Sósíalistaflokksins, eign alþýðunnar. Flokk- urinn og alþýðan vaka yfir Þjóðviljanum sem óskabarni sínu. — Þjóðviljinn er ykkur dýrmætari en svo, að þið megið við áfram- haldandi taprekstri hans. - Sýnið í verki, að barátta Þjóðviljans fyrir málstað ykkar hafi ekki veriið til einskis háð. - Sýnið í verki, að það er vilji fólksins, að Þjóðviljinn verði ekki aðeins pólitískt heldur og fjárhagslega sjálfstætt dagblað hinnar vinnandi þjóðar íslands. Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.