Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.04.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 07.04.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN 8? Stjórnmálalræði Tima-Dallins Mörg undanfarin ár hafa blöð Framsóknarflokksins einatt verið að skreyta síður sínar með níð- greinum um stærsta lýðríkið í Ev- rópu, Rússland, og forystumenn þesS. Það lætur nærri, að þessi lið- ur í Framsóknarblöðunum sé orð- inn álíka algengur og „Sjafnar-“- eða „Gefjunar“-auglýsingar, en auðvitað miklu minni að menning- argildi. Þessar Rússlands-greinar eru ýmist þýddar eða laglega end- ursagðar og endurbættar eftir bina og þessa nazista-brodda, þýzk-enska eða þýzk-bandaríska, aðrar eru spunnar út af „einkaskeytum“ til blaðanna! og loks leggja ritstjórarn- ir sjálfir drjúgt af mörkum til þess- ara mála og þá framleiðslu þarf raunar ekki að ræða um, því eng- inn læs maður er farinn að leggja trúnað á hatursskraf þeirra í garð Sovétríkjanna. ,,Tíminn“ er líka að mestu hættur að tefla fram sínum innlendu „Rússlands-sérfræðing- um“, en reynir í þess stað*að snapa upp úr erlendum nazistablöðum það versta og svívirðilegasta, sem þau hafa flutt um Sovétríkin og stjórnmálaleiðtoga þeirra. „Dagur“ hér á Akureyri er líklega ver sett- ur, hvaðsnertir þessar samantínslur. og teflir enn sínum litlu peðum, sem engan snefil hafa af sjálfsvirð- ingu eða þekkingu, heldur miðla einatt af sama nægtabrunni — þ. e. ímynduðu hatri sínu á Rússum. — Hér verður ekki rætt um það slúð- ur, enda þarflaust, þar sem höfund- arnir hafa dæmt sig sjálfir til dauða fyrir löngu. í „Tímanum" 27. marz sl. er löng „kjallaragrein", með fyrirsögn- inni: „Hvaða hlutskipti ætla Rúss- ar Þjóðverjum?" í löngum og feit- letruðum formála, sem ritstjórinn skrifar fyrir grein þessari, er þess getið, að hún sé eftir heimsfrægan rithöfund, David J. Dallin að nafni, og sé hann manna glöggsýn- astur í öllum pólitískum málum Evrópu, enda skrifað frægar bækur um Rússland! Þótt kjallari og háa- loft „Tímans“ hafi oft að geyma margt daunillt og gruggugt, þá mun þetta vera eitt það allra ógeðs- legasta, sem þar hefur sézt af svip- uðu tagi. Þessi Dallin rithöfundur (þess er þó ekki getið í hvaða rit- höfundafélagi hann er!) hrúgar þarna upp hinum furðulegustu sögum og fullyrðingum um fyrir- ætlanir Rússa eftir stríðið. Hann virðist hafa gramsað í heilafrumum Stalins mjög ítarlega, eftir kunnug- leika hans að dæma á hugmynda- auðgi hans, eins og þarna kemur fram. Dallin veit alveg upp á hár hvað Stalin og þeir í Moskva hafa á prjónunum, þótt aldrei hafi neitt verið áður upplýst þar um. Hann veit svona hér um bil upp á miljón, hvað Stalin ætlar sér að taka marga Þjóðverja í nauðungarvinnu til Rússlands og drepa þá þar úr þreytu og harðrétti! „Bandamenn ætla, segir hann, að láta Þjóðverja borga miklar skaðabætur eftir stríð- ið, og auðvitað fá Rússar bróður partinn af því,“ en það finnst hon- um harla einkeninlegt af Rússum, að vilja heimta bætur fyrir það þótt nokkur hundruð borga í landi þeirra hafi verið jafnaðar við jörðu og íbúarnir strádrepnir eða fluttir í þrælkun til þýzkra iðjuhölda. — Réttsýnn maður, David Dallin! — Hann myndi ekki „vitja misgjörða feðranna í þriðja og fjórða lið“, eins og sagt er að drottinn geri! — Og enn segir Dallin: „Það er hið raunverulega kappsmál ráðstjórn- arinnar að svipta hinar þýzku yfir- stéttir áhrifum og völdum“. Kom engum á óvart nema Dallin og „Tímanum". Flestir munu hafa haft þá skoðun, að áform Banda- manna væri að koma stjórn Hitlers T Þýzkalandi á kné og tryggja að hún næði ekki framar um stjórn- völinn þar í landi. Fáir munu hins vegar hafa álitið það stefnu eða vilja Bandamanna, að þegar Berlín væri fallin þeim í hendur, þá myndi það verða þeirra fyrsta verk að gefa Hitler og Göbbels nýja stjórnarstóla og tryggja þeim vöjd- in í Evrópu í framtíðinni, jafnvel svörtustu nazistar hafa ekki þorað að vera svo bjartsýnir. Mikil er glöggsýni Dallins! Síðan ræðir sami Dallin innan- ríkispólitík Rússa, og þar er að finna þessa ilmandi setningu: „Af- nám alls, sem getur verið þjóðfé- lagslega liættulegt, hefur verið sjálfsagt úrræði í Ráðstjórnarríkj- unum í 25 ár“. Þetta ,,úrræði“ finnst greinarhöfundi hæpin leið og engan veginn sjálfsögð, en aðrir mundu liafa ætlað í fáfræði sinni, að stefna hverrar góðrar stjórnar miðaðist einmitt við það, að bæja því þjóðhættulega frá dyrum, en auka það ekki, enda myndi sú for- usta ekki vel séð af þegnunum, sem ýtti undir það þjóðhættulega, en berðist ekki gegn því. Allur málflutningur Dallins er með þessu marki, þar er hrúgað upp ýmsum stórum orðum um Ráðstjórnina, en auðvitað nær það ekki lengra, því öllum rökstuðn- ingi er sleppt, svo hver athugull lesandi sér, að þarna er um að ræða hollnustu við nazista Þýzkalands annars vegar, en taumlaust hatur og illgirni í garð sósíalismans. En slík- ur málflutningur fellur „Tíma“- ritstjórunum vel í geð, því hann er í sama ,,dúr“ og þeirra eigin skrif og uppdiktanir um þessi mál. Ástin á Hitlers-nazismanum gerir þá æf- inlega blinda. í hvert sinn, sem þýzki herinn er á undanhaldi fyrir Rússum, emja „Tíminn" og „Dag- ur“ hér uppi á íslandi enn hærra en þýzku nazista-forsprakkarnir sjálfir og biðja Rauða hernum óbæna. Þetta hefur m. a. komið ljóslega fram í fréttaflutningi þess- ara blaða, þegar Rússar hafa sótt fram. Ritstjórarnir hafa þá bætt við fréttirnar, eins og til að mýkja sár- in, að enn væri ástæða til að vona, að nazistar næðu sér á strik. í vor sem leið, þegar Rauði herinn var í þann veginn að taka borgina Vilna, segir ,,Tíminn“: „Reynir nú mjög á snarræði þeirra (Þjóðverja) og skipulagsnilli og er eigi ósennilegt að þeir sýni það enn, að þar standa þeir manna fremstir“. (Letubr. „Verkam."). Þama kemur fram hin einlæga barnstrú Framsóknar- manna á sigur nazismans, samfara eggjun. Það er vafamál, þótt nazistar hefðu hér opinbert málgagn, að það héldi betur uppi vörn fyrir Hitler og Þýzkaland, en Framsókn- arblöðin hafa viljað gera öll stríðs- árin, hitt er svo annað mál, að árangurinn er harla lítill, en vissu- lega ber Hitler að taka viljann fyr- ir verkið. Það þarf vissulega fádæma for- herðingu til, þegar þessir sömu menn eru sýknt og heilagt að stag- ast á hlutleysi og aftur hlutleysi af hálfu íslands, samtímis því, að blöð þeirra birta hinar verstu og fáranlegustu lygagreinar um Ráð- stjórnarríkin og grea kenningar er- lendra fasista að sínum eigin. Hvernig er það hlutleysi hugsað? Ætli nokkur sagnfræðingur í fram- tíðinni verði í vafa um það hvoru megin „Tíminn" og „Dagur“ hafi staðið í yfirstandandi styrjöld, hafi hann þessi málgögn við hend- ina? En Framsóknarmenn virðast leggja þá merkingu í hlutleysi, að aldrei megi á nokkurn hátt gagn- rýna nazista eða, leggja glæpum þeirra lastyrði. Til sönnunar þessu er það, að Framsóknarforkólfarnir hér rísa æfinlega upp á afturfæt- urna, eins og reiðir rakkar, ef ís- lendingar láta á sér skilja, að þeim líki miður, þegar þýzku nazistarnir drepa tugi og aftur tugi íslenzkra borgara. Þá æpa þeir hlutleysi! hlutleysi! Engin fórn er nógu stór lianda Hitler og hans böðltim, að áliti Framsóknarmanna. En sjálfir birta þeir æ ofan í æ glæpsamlegar lygagreinar um eina stríðsþjóðina, og einmitt það stórveldið í Evrópu, sem hefur aldrei slægst eftir neinu frá íslendingum eða skert eitt hár á höfði nokkurs íslenzks borgara. Eina ,,sök‘) þessa ríkis er sú, að það hefur talið sér betur henta stjórn- arkerfi sósíalismans, en „svartlist" Jónasar frá Hriflu og Hermanns Jónassonar, og allur þorri íslend- inga mun ekki ámæla Rússum fyrir það val. „Tíminn“, „Dagur“ eða Dallinar þeirra þurfa ekki að reyna til að neyða þeirri trú upp á ís- lendinga, að þeim beri að hata rússnesku þjóðina fyrir sigra hennar á nazistum Þýzkalands, ekki heldur þótt þeir veini sárara en sjálfir níðingarnir í Berlín. íslenzka þjóðin dæmir nazism- ann eftir verkunum og metur minningu þeirra mörgu sona sinna, sem nazistarnir þýzku hafa myrt á síðustu árum, meira en svo, að F ramsóknarblöðin fái vakið meðaumkun með þeim, þótt herir lýðræðisríkjanna nálgist bæjardyr þeirra. r. Húseign til sölu Tilboð óskast í neðstu hæð hússins Eiðsvallagata 1. — Allar upplýsingar gefur Bjarni Jóhannesson, bílstjóri. Einn starfsmaður Kaupfélagsins Hellu í Rangárvallasýslu, Ragnar Jónsson, rit- ar grein um samvinnumálin í „Frálsa verzlun“, þar sem hann lýsir afstöðu Framsóknarmanna til kaupfélaganna í landinu. Hann heldur því réttilega fram, að störf þeirra miði að því, að skylda alla þá, sem eru í kaufélögum til að vera einnig Framsóknarmenn og telur ofvöxt og „einokunaraðstöðu“ kaupfé- laganna geta verið stórhættulega. Margt í grein Ragnars er athyglisvert og rétt- mætt, enda hefur það komið illa við J. J. í „Samvinnunni11. Jónas gamli reynir að hártoga greinina, en ferst það óhöndug- lega að vonum, því starfsemi hans og annara Framsóknar-„samvinnumanna“, hefur verið þannig, að undanförnu að all- ir hafa séð hvað vakti fyrir þeim — það á að gera kaupfélögin að útungunarstöð fyrir hinn vesæla flokk, sem eitt sinn átti að vera frjálslyndur og framsækinn, en er nú lengst kominn á íhalds- og auð- valdsbrautinni, af öllum afturhaldsflokk- um. ★ Jónas segir, að „nálega allir sveita- menn og margir bæjarmenn séu sam- starfsmenn í samvinnufélögunum....“, en hinu gleymir hann, að flest stærstu kaupfélögin ásamt S. í. S., hundsa alger- lega þá, sem eru ekki á línu Framsókn- ar og má í því sambandi benda á tvent, sem rökstyður þetta, svo ekki þýðir um að deila, hvorki fyrir Jónas né aðra. „Samvinnan", blað kaufélaganna, hefur gengið blaða lengst í því að svívirða bæjarbúa eða neytendur, ef þeir hafa krafizt einhvers annars af samvinnufé- lögunum, en forkólfunum hefur þótt henta fyrir Framsóknar-bændurna, og allir þeir, sem ekki hafa sagt já og amen við öllu, sem Framsókn þóknaðist að bjóða, hafa verið stimplaðir fjandmenn samvinnufélaganna og taldir þjóðhættu- legir. S. í. S. og mörg kaupfélög, eins og t. d. KEA, auglýsa vörur sínar svo að segja einungis í blöðum Framsóknarflokksins og jafnvel áríðandi tilkynningar, sem er- indi eiga til allra félagsmanna mega ekki birtast nema á sama stað. Með þessu er raunverulega verið að neyða alla við- skiptamenn félaganna til að kaupa og lesa blöð Framsóknarflokksins og er augljóst í hvaða augnamiði það er gert. Það er því tilgangslaust fyrir Jónas að reyna að klóra yfir „samvinnupólitík“ Framsóknar. ★ Gunnar Grímsson, kaupfélagsstjóri á Skagaströnd, hefur einnig kvatt sér hljóðs nýlega og vítt framkomu og starfs- aðferðir nokkurra Framsóknarmanna í samvinnumálum, þar á meðal Jón Áma- son, sem var aðalforsvarsmaður kjöt- greftrunarinnar um árið. Þetta sýnir, að augu sumra forystumanna samvinnufé- laganna eru að opnast fyrir þeirri spill- ingu, sem Framsókn hefur tekizt að inn- leiða í félagsskapinn. ★ Nýjasta „Samvinnan“ hefur inni að halda tvær langar greinar um Krím-ráð- stefnuna og eru höfundar þeir nafnarnir Jónas frá Hriflu og Jónas spámaður Guðmundsson. Jónas 1. heldur því fram, (Framhald á 3. síðu. y í J

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.