Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.04.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 07.04.1945, Blaðsíða 1
V EKfOIIIUIÐURI nn XXVIII. árg. Laugardaginn 7. apríl 1945. 13. tbl. Betur má, ef duga skal Það vantar nokkra stóra hluti í útgerðarfélagið. Nefnd sú, sem hefir með hönd- um undirbúning að stofnun út- gerðarhlutafélags hér í bænum, hefir nú leitað undirtekta bæjar- búa, með almennri söfnun hluta- fjárloforða. Lét hún bera í húsin eyðublöð fyrir hlutafjárloforð, og hefir þeim nú verið safnað saman aftur, að mestu leyti. Undirtektir hafa verið sæmilega góðar að því leyti, að á þriðja hundrað bæjarbúa hafa tjáð vilja sinn til stofnunar félagsins með því að lofa hlutum. En hlutirnir hafa yfirleitt verið smáir, svo upphæð sú, sem safnast hefir — auk framlags bæjarsjóðs og Útgerðarfélags KEA — nemur aðeins ca. 240 þúsundum króna. Vantar þá enn 200 þs. krónur til þess að hámark það, sem bærinn hefir lofað, fáist, og mætti þó ekki minna vera. Nefndin hefir þegar gert ráð- stafanir til að reyna að fá méiri hlutafjárloforð, og vonandi tekst að ná það miklu fé, að félagið verði stofnað. „Verkam." hefir fengið upplýs- ingar um, að hlutafjárloforð þau, sem fengin eru, skiptast þannig: 152 hlutir á kr. 500.00 46 hlutir á kr. 1000.00 8 hlutir á kr. 2000.00 6 hlutir á kr. 5000.00 1 hluturá kr. 10000.00 Auk þess eru 60 þús. kr., sem blaðinu er ekki kunnugt um hvern- ig skiptist í hluti. Hvað sýnir þessi sundurliðun? Hún sýnir það, að ennþá sem komið er sitja hinir fjársterkari menn bæjarins að mestu hjá. Fram- lögin eru enn að langmestu leyti ffá mönnum, sem hafa áhuga fyrir því, að hafizt sé handa um slíka starfsemi, en eiga ekki fjármagn, sem neinu nemur, til að leggja í at- vinnurekstur. Hinir fjársterkari einstaklingar gera hins vegar — enn sem komið er — annað tveggja: Að sitja alveg sjá — eða láta smáar upp- hæðir, til þess aðeins að „sýna lit". Þessu til frekari staðfestu má geta þess, að hæsti hluturinn, 10 þús. krónur, er frá tiltölulega eignalitlum fjölskyldumanni, en einn af efnuðustu borgurum bæjar- ins lofar aðeins einu þúsundi (og ýmsir engu). Þetta verður að Iagast. Ef ekki fæst nokkuð af stærri hlutum, en þeim, sem komnir eru, verður sýnilega ekki hægt að stofna fólagið — og allt sit- ur í sama farinu. Og það virðist sérstök ástæða til að ávarpa forystumenn Sjálfstæðis- flokksins í þessu sambandi. Sjálfstæðisfélag Akureyrar átti frumkvæðið að þeirri undirbún- ingsstarfsemi, sem nú hefir verið framkvæmd. Bæjarstjórnin hefir, í fyrsta sinni, léð máls á þátttöku og lofað einum fjórða hlutafjárins. — Kaupfélag Eyfirðinga hefir gert hreint fyrir sínum dyrum og lofað einum fimmta hlutafjárins. Á þriðja hundrað einstaklingar — þar (Farmhald á 4. síðu). Rauði herinn hefur umkringt Vínarborg - barist í úthverfunum A vesturvígstöðvunum sækja Bandamenn mjög hratt fram og eru komnir 155 km. austur fyrir Rín. Hafa farið yfir Weser á breiðum kafla og stefna að Hanover. Mikið þýzkt lið ihnikróað í Rurh. Aðalþunginn í sókn Rauða hers- ins undanfarna daga hefur verið í Austurríki. Hann hefur nær um- kringt Vínarborg, höfuðborg Aust- urríkis, og í gær var tilkynnt að barist væri í úthverfum hennar. Vöj;n Þjóðverja er hörð í borginni og er barist um hvert hús. Rauði herinn tók í fyrradag járnbrautar- borgina Bartislava fyrir austan Vín. A vesturvígstöðvunum sækja Bretar og Bandaríkjamenn hratt fram, og í gær var sagt að þeir hefðu sums staðar sótt fram um 90 km. Þeir hafa brotist yfir ána Weser á mörgum stöðum og segja varnarkerfi þýzka hersins allt í molum austan Rínar. Hersveitir Bandamanna eru nú 60 km. frá Bremen, en í skotfæri við Hanover. Hersveitir þær, sem lengst eru komríar austur fyrir Rín (150 km.), eru um 200 km. frá Berlín. Á síð- Lúðrasveitin fær ný hljóðfæri Lúðrasveit Akureyrar hefur nú fengið 19 ný blásturshljóðfæri frá Ameríku. Kostuðu þau hingað komítt um 17.400 kr. Tónlistarfélag Akureyrar bauð bæjarstjórn og fréttamönnum áð skoða þessi nýju hljóðfæri og heyra Lúðrasveitina leika á þau, 29. f. m. á Hótel KEA. Hinn 40. maí 1943 var Tónlist- arfélag Akureyrar stofnað af 12 Sovét-sknðdrekar geisa yfir fannbreiður Austur-Prússlands í áttina^ til Königsberg, höfuðborgar Prússlands, i lok janúar sl. Á sama tíma ruddust hersveitir úr Rauða hernum yfir Karpatafjöll i Suður-Póllandi. mönnum, er sáu nauðsyn þess að koma hér á auðugra tónlistarlífi og vinna að stofnun lúðrasveitar fyrif bæinn. Á þessu sviði var ekki hægt um vik, því mikill skortur var á viðunandi hljóðfærum handa Lúðrasveitinni og einnig örðugleik- ar á því að fá þau innflutt. Lúðrasveit Akureyrar hefur nú verið starfandi í næstum tvö ár, eins og bæjarbúum er kunnugt og á þeim tíma skapað sér öruggar vin- sældir fyrir leik sinn við ýms hátíð- leg tækifæri, þótt mjög skorti á að liún hefði nægan eða góðan hljóð- færakost. Eftir stofnun Tónlistar- félagsins var strax farið að vinna að útvegun nýrra hljóðfæra fyrir Lúðrasveit Akureyrar og nú um sl. áramót tókst félaginu að fá 19 blásturshljóðfæri frá Ameríku, sem kostuðu samtals kr. 17.375.25. Bæj- arstjórnin veitti 10.000 kr. styrk til kaupanna. Á stírdag bauð Tónlist- arfélag Akureyrar bæjarstjórn og blaðamönnum. til kaffidrykkju á Hótel KEA og sýndi þeim þar hin nýju hljóðfæri Lúðrasveitinnar sem lék nokkur lög fyrir gestina. Var það mikið tónaflóð og virtist leikurinn vera hreinn og samstillt- i (Farmhald á 4. síðu). astliðnum hálfum mánuði hefur tala fanga á vesturvígstöðvunum farið fram úr 300 þúsundum. í Lundúnafréttum í fyrradag var sagt, að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu nú um 1 miljón hermanna fyrir austan Rín. í Ruhr-héraðinu er mikið, þýzkt lið innikróað • og kreppir æ meir að því. Þar eru teknir mörg þúsund fangar á degi hverjum. Miklar loftárásir hafa undanfar- ið verið gerðar á margar þýzkar borgir og undanhaldsleiðir Þjóð- verja. Því var haldið fram í ensk- um fréttum í gær að liðflutningar Þjóðverja frá Hollandi væri að verða mjög erfiður og hefði stór- lega dregið úr þeim. RÚSSAR SEGJA UPP Japan-Rússneska griðasáttmálanum Það var opinberlega tilkynnt í Moskva í fyrradag, að rússneska stjórnin hefði formlega sagt upp griðasáttmálanum við Japani, en* hann er útrunninn á næsta ári. — Samningur þessi var gerður 1941 og gilti til 5 ára, en hvor aðili gat sagt honum þá upp með eins árs fyrir- vara. Rússneska stjórnin hefur nú notað sér þennan rétt. FULLTRUARAÐIÐ opnar skrifstofu Fulltrúaráð verklýðsfélaganna á Akureyri opnaði nú um mánaða- mótin skrifstofu fyrir félögin í bænum, sem eru í Alþýðusam. Is- lands. Skrifstofan er í Verklýðshús- inu og er opin daglega frá kl. 3.30 —6.30 e. h. Mun hún annast ýms störf fyrir félögin og einstaka með- limi þeirra (sjá nánar í orðsend- ingu Fulltrúaráðs, á öðrum stað í blaðinu). — Verkafólk í bænum muti almennt fagna þessum fram- kvæmdum, þar sem mjög tilfinnleg vöntun hefur verið á slikri skrif- stofu, eins og ræður af líkumf þar sém verklýðsfélögin eru orðin svo f jölmenn og starf þeirra mikið. \

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.