Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.04.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 07.04.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Gamla Heidelberg nýtur vinsælda í bænum. VERKAMAÐURINN. Útéefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Árnason, Skipaéötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Ámason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Úsvörin hækka Fjárhagsáætlun Akureyrarkaup- staðaj var lögð fyrir bæjarstjórnar- fUnd s.l. þriðjudag og var lienni þá vísað til annarrar umræðu, en sennilega kernur hún til lokaaf- greiðslu á næsta fundi bæjarstjórn- ar. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unarinnar eru nú 3.264.160 kr. eða um 700.000 kr. hærri en sl. ár. Sér- staka athygli vekur, að útsvörin í ár eru áætluð 15% hærri en í fyrra eða alls 2.287.160 kr. Það má því telja víst, að útsvör á einstakling hækki verulega í ár og mun þó flestum hafa þótt nóg fyrir, en það iná vera áhyggjuefni allra lauij- þega í bænum, að skattarnir skulu hækka svo mjög á sama tíma og at- vinnuhorfur bæjarbúa eru síversn- andi og atvinnuleysið þegar kreppt mjög að mörgum verkamönnum í undanfarna 5—6 mánuði. Það verð- ur erfitt fyrir þá fjölskyldumenn, sem engar tekjur hafa haft í vetur, en safnað stórum skuldum, að greiða mörg hundruð króna í bæj- arsjóð með vorinu. En ráðamenn bæjarins láta sig litlu skipta að- stæður og kjör verkamanna. Með- an þeir geta með valdboði og fjár- námi plokkað skattana af alþýð- unni í bænum, eru þeir rólegir og sinna engurn kröfum um aðgerðir til úrbóta í atvinnuleysinu. Fyrir jól í vetur fékk bæjarstjórnin að vita, að um 200 verkamenn í bæn- um væru atvinnulausir og sæu ekki neina vinnu framundan. Þetta vé- fengdi meirihluti bæjarstjórnar og vildi ekki neitt aðhafast, en síðar munu þó flestir hafa fengið vissu fyrir því að hér var mikið og al- mennt atvinnuleysi í allan vetur og er enn. Verkalýðsfélögin hafa þrásinnis krafist þess af bænum, að hann léti hefja einhverja vinnu til að bæta úr brýnustu þörfum og jafnframt bent á verkefni. En ekk- ert hefur mátt framkvæma. Því hefur verið haldið þrásinnis fram hér í blaðinu, að hagur verka- manna væri einnig hagur bæjarins og fyr eða seinna hlýtur að reka að því að bæjarstjórnin fær þessi sann- indi upp í hendurnar, svo að ekki verður véfengt. Útgjöld bæjarins vaxa í hlutfalli við atvinnuleysis- dagana hjá verkamönnum og svo getur farið áður en varir, að þeir. sem nú eru látnir borga hallann, gefist upp undan byrðinni og bæj- arstjórn geti ekki innheimt öll sin háu og hækkandi útsvör. En allt virðist benda til þess að afturhaldið í stjórn þessa bæjar vakni ekki fyrr en á elleftu stundu, þegar öngþveit- ið er skollið yfir og þá verður róð- urinn erfiður og eflaust ræðurun- Leikfélag Akureyrar og Karlakór- inn „Geysir“, hafa nú í allmörg skipti sýnt þýzka sjónleikinn „Gamla Heidelberg" á sviði hér. Þetta er í annað sinn, sem „Heidel- Irerg*' er sýnt á Akureyri, og má íullyrða, að fáir aðrir leikir, sem hér hafa verið færðir á svið, hafi aflað sér meiri vinsælda. í þetta sinn er leikurinn allmjög styttur, sérstaklega hvað sönginn snertir og tapar hann við það miklu. Annars er uppfærslan á leiknum yfirleitt góð og alveg sérstaklega liljóta hin fögru og íburðarmiklu leiktjöld að vekja aðdáun áhorfenda. Um flutn- ing hlutverkanna, verður heldur ekki annað sagt, en að hann takist öllum leikurunum sæmilega og sumir skila þeim með prýði og sóma fyrir leikstarfsemi bæjarins. Leikstjórinn, Ámi Jónsson, er sýnilega athugull og smekkvís stjórnandi og hefur tekist vel að æfa leikinn. Auk þess fer hann þarna sjálfur með eitt aðalhlut- verkið, Lutz kammerþjón, sem ger- ir tvímælalaust mesta „lukku“ í leiknum, leikur hans allur er svo jafn og sjálfum sér samkvæmur, að með ágætum má telja. — Jóhann Guðmundsson (prinsinn) leikur látlaust og eðlilega svo glæsibragur er á, en gerfi hans er ábótavant, eða öllu heldur, að hann vantar bein- línis gerfi, svo að tihorfendur gætu eins vel haldið, að þeir sæu inn fyrir afgreiðsluborðið í pósthúsinu, ef leiktjöldin segðu ekki til sín. — Júlíus Oddsson og Stefán Jónsson leika vel og eðlilega og sama er að segja um flesta aðra leikendurna í smærri hlutverkunum. — Þá má ekki gleymi hennf Káthie (Brynhildur Steingrímsdóttir), en hún mun vera lítið þjálfuð, sem leikari, en gefur þarna til kynna, að nokkurs megi vænta af henni í framtíðinni, leikur hennar er létt- ur og óþvingaður og persónan við- feldin á sviði. Margir munu verða-fyrir nokkr- um vonbrigðum,- þegar þeir sjá leikinn, vegna þess að þeir hafa bú- ist við miklum söng og iðandi f jöri út í gegn, en söngurinn er hins veg- ar fremur tilþrifalítill og skorinn við neglur og gamanið eða fjörið fer að mestu leyti út um þúfur. Bókmenntalegt gildi leiksins er harla léttvægt og bygging hans í brotum, enda hefur honum aldrei verið ætlað á bekk með verkum meistaranna* en hann hefur jamt sem áður náð furðulegum vinsæld- um og útbreiðslu, sem gamanleik- ur, en virðist þó stórgallaður hvað það snertir, alveg sérstaklega eru leiklausnirnar (catastrophe) óvið- eigandi í gamanleik sem þessum. Baráttan (conflict), sem leikurinn á sérstaklega að sýna og verður til fyrir, mitsekst og allt fellur aftur í sama farveg. Slíkar lausnir hljóta að skemma gleði áhorfendá að um um megn, þótt þeir hafi lengi dottað og hvílt sig. verulegu leyti, þegar um gaman- leik ræðir. En þetta er ekki sök leikendanna hér, þeirra frammi- staða er góð og þeir eiga þakkir skilið fyrir sýningarnar á „Garnla Heidelberg", enda hefur aðsókn að leikhúsinu verið óvenju góð. R. G. Sn. Orðsending frá skrifstofunefnd Fulltrúaráðs Verklýðsfélaganna. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna á Akureyri kaus fyrir nokkru nefnd til að undirbúa og koma upp skrif- stofu fyrir verklýðsfélögin í bæn- um. Hinn 3. apríl sl. opnaði nefnd- in skrifstofu þessa í Verklýðshús- inu og er hún opin alla virka daga frá kl. 3.30 til 6.30 e. h„ laugardaga kl. 3 til 5 e. h. Starf skrifstofunnar verður í að- alatriðum þetta: 1. Annast milligöngu um ráðtj- ingar verkafólks í bænum um lengri eða skemmri tíma, atvinnu- þiggjanda og atvinnurekanda að kostnaðarlausu. Þá mun skrifstofan einnig aðstoða bændur við ráðn- ingu fólks héðan úr bænum, sem kynni að vilja stunda vinnu í sveit- um. 2. Skrifstofan annast ókeypis vél- ritun og fjölritun á bréfum eða skýrslum fyrir félögin, sem að henni standa og einnig fyrir ein- staka meðlimi þeirra, hvað snertir félagsmálin. ■ 3. Skrifstofan veitir meðlimum I félaganna ýmsar upplýsingar varð- j andi störf verklýðssamtakanna, ef í þeir æskja þess, svo sem um samn- inga, kauptaxta, félagaskrárá o. fl. Skrifstofan mun vera í nánu sam- bandi við stjórnir félaganna og einnig væri æskilegt að einstakir félagar kæmu sem otfast á skrif- stofuna og gæfu henni upplýsingar varðandi vinnu sína og annað senr við kemur félagsstarfinu. Skrifstofunefndin. Nær og fjær . V (Framhald af 2. síðu). að Rússar vilji ná hér hernaðarstöðvum og steypa Islendingum í stríð við Þjóð- verja. Hann segir að „stríðsyfirlýsing frá hálfu Islendinga væri.... DRENG- SKAPARLAUS“ og „íslendingum væri það ógeðfellt. . . . að ráðast á andstæð- ing sem fallin væri fyrir vopnum ann- ara“. Herská þjóð, íslendingar, en ekki „drengskaparlaus“!!! Kvenfélagið Hlíf heldur fund í Skjaldborg fitnmtudaginn 12. apríl n.k. kl. 8.30 e. h. — Kaffidrykkja. — Skemmtiatriði. — Fjölmennið. Frá Mæðrastyrksnefnd. — Mæðra- styrksnefnd Akureyrar opnar skrif- stofu miðvikudaginn 11. þ. m. í Brekkugötu 1, uppi, (Pöntunarfélags- húsinu), gengið upp að sunnan. — Viðtalstími: Mánudaga, miðvikudaga og röstudaga kl. 5—7 e. h. alla dag- ana. —- Tilgangur skrifstofunnar er sá, að veita öinstæðings mæðrum upplýsingar og aðstoð í ýmsum vandamálum þeirra, sem þær þurfa að fá leyst. — Einnig um sumardvöl,. sem nefndin annast, nú eins og að undanförnu, fyrir þreyttar konur. Við vonumst eftir því, að allar þær mæður og yfirleitt konur þessa bæjar, sem eitthvað þurfa á hjálp okkar að halda, snúi sér til okkar í fullu trausti. Virðingarfyllst. Mæðrastyrksnefndin. TILKYNNING FRÁ NÝBYGGINGARRÁÐI: UMSÓKNIR UM FISKIBÁTA BYGGÐA INNANLANDS Ríkisstjórnin hefir ákveðið að láta byggja innanlands á næstu 1—2 árum 50 fiskibáta af þessum stærðum: 25 báta, 35 smálestir að stærð, og 25 báta, 55 smálestir að stærð. Tilskilið er að ríkisstjórnin geti selt þessa báta einstakl- ingum, félögum eða stofnunum til reksturs. Teikningar af 35 smálesta bátunum hafa þegar verið gerðar og eru til sýnis hjá Nýbyggingarráði, en verið er að fullgera teikningar at' 55" smálesta bátunum og verða þær og til sýnis strax og þeim er lokið. Umsóknir um þessa báta sendist til Nýbyggingarráðs, sem allra fyrzt, og eigi síðar en 15. maí 1945. Þeir, sem þeg- ar hafa óskað aðstoðar N ýbyggingarráðs við útvegun báta af þessum stærðum, sendi nýjar umsóknir. Við úthlutun bátanna verður að öðru jöfnu tekið tillit til þess í hvaða röð umsóknirnar berast. Nýbyggingarráð.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.