Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1945, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 01.05.1945, Qupperneq 4
4 VERKAMAÐURINN Greinargerð ríkisstjórnarinnar um stríðsyfirlýsingarmál Framsóknar Ríkisstjórnin birti 25. þ. m. greinargerð um hið svokallaða stríðsyfirlýsingarmál. Eins og grein- argerðin ber skýrt með sér, eru all- ar hinar margtugðu staðhæfingar Framsóknarblaðánna um, að Sósíal- istafl. hafi heimtað að við segðum Þjóðverjum sltríð á hendur, upp- spuni frá rótum, enda er strákpísl- in, er ritar „Dag“, nú smátt og smátt að kyngja gróusögum sínum um afstöðu sósíalista í þessu máli. Greinargerð ríkisstjórnarinnar fer hér á efitir, orðrétt og geta þar með allir gengið úr skugga um, á hve traustum stoðum vaðall „Dags“ hefir verið: „Um miðjan febrúar skýrði sendiherra Bretlands á íslandi, ríkisstjórn fslands frá því, að hinum sameinuðu þjóðum og sam- starfsþjóðum þeirra (Associated Nations) er hefðu sagt Þjóðverjum ogeða Japönum stríð á hendur fyrir 1. marz 1945, myndi verða boðin þátttaka í ráðstefnu, er halda ætti innan fárra vikna, til þess að ræða um framtíðarskipan heimsins (World Organiz- ation). Jafnframt skyldu þessar þjóðir undirrlta Atlantshafssáttmálann og Was- hington-sáttmálann frá 1. janúar 1942. Þegar sendiherra Breta flutti þessi boð, tók hann það skýrt og greinilega fram, að stjórn Stóra-Bretlands hefði falið hon- um að forðast að hafa nokkur áhrif á ákvörðun ríkisisstjórnar íslands í þessu raáli. Nokkru síðar bárust ríkisstjórninni, fyrir milligöngu sendiherra fslands l Was- hington, sams konar skilaboð frá stjórn Bandaríkjanna. Var þar og beint tekið fram, að vér réðum einir hvað vér gerð- um. Þegar hér var komið, mæltist ríkis- stjórnin til, að ísland sætti öðrum skilmál- um en aðrar þjóðir og færði rök fyrirþeirri ósk. Fáum dögum eftir það, bárust enn þær fregnir frá Wasbington, að eigi þyrfti að segja neinum stríð á hendur og eigi að yfirlýsa stríðsástandi, heldur nægði, að viðurkenna að hér hefði rlkt ófriðar- ástand siðan 11. desember 1941 og undir- rita téða sáttmála. Myndi þá litið á ísland sem eina hinna sameinuðu þjóða, en það veitti íslandi þátttöku i téðri ráðstefnu. Eftir að utanríkismálanefnd hafði fjallað um þetta mál, var það rætt á lokuðum þingmannafundum. Hinn 25. febr. bárust fregnir um, að áðurnefndri ósk íslendinga væri synjað. Hinn 27. febr. bar forsætis- og utanríkisráðherra fram á lokuðum þing- fundi, svo hljóðandi tillögu f málinu: „Alþingi álftur, að það sé íslendingum mikil nauðsyn, að verða nú þegar þátt- takandi í samstarfi hinna sameinuðu þjóða og telur, að vegna afnota Banda- manna af íslandi í þágu styrjaldarrekstr- ar, eigi íslendingar sanngirniskröfu á þvf. íslendingar geta hins vegar hvorki sagt öðrum þjóðum stríð á hendur, né háð styrjöld, af augljósri ástæðu, sem Alþingi felur ríkisstjórninni að gera grein fyrir." Sameininéarflokkur alþýðu, Sósíal- istaflokkurinn bar þá fram svohlj. breytinéartillöéu: „íslendingar vænta þess, að þeir verði taldir eiga rétt til þess að sitja ráðstefnu hinna frjálsu, sameinuðu þjóða, þar sem þeir hafa: 1. Lánað Bandamönnum land sitt fyrir hernaðarbækistöðvar. 2. Framleitt matvæli, eingöngu fyrir hin- ar sameinuðu þjóðir, sfðan styrjöldin hófst. 3. Flutt þessi matvæli til þeirra staða, er Bandamenn hafa getað notfært sér þau, og 4. við þessa starfsemi orðið fyrir mann- tjóni, sem fyllilega er sambærilegt, hlutfallslega við manntjón margra hinna sameinuðu þjóða í styrjöldinni, en þessi þátttaka íslands i styrjald- arrekstrinum er sú eina, sem þeir eiga kost á sakir algers vopnleysis þjóðar- innar. Þeir vænta þess því, að þessi þátttaka verði þeim metin til jafns við beinar stríðsyfirlýsingar annarra þjóða, sem hafa möguleika til hernaðarlegrar þátttöku í styrjölcjinni, sem íslendingar hafa ekki." Jafnframt bar flokkurinn fram svo- hljóðandi yfirlýsingu: Sósíalistaflokkurinn lýsir því yfir, að hann telur rétt, að ríkisstjórnin undir- skrifi fyrir hönd íslands, Atlantshafssátt- málann og aðrar sameiginlegar skuld- bindingar hinna sameinuðu þjóða, að svo miklu leyti, sem það samrýmist sérstöðu íslands sem vopnlausrar þjóðar.“ Enn fremur tilkynnti flokkurinn, að hann myndi greiða atkvæði með tillögu forsætis- og utanríkisráðherra, ef tillaga flokksins yrði felld. Farmsóknarflokkurinn bar fram svohljóðandi tilföéu: Sameinað Alþingi ályktar að lýsa yfir því: að fslendingar gerast ekki stríðsaðili. að íslendingar telja sig hafa haft þannig samskipti við hinar sameinuðu þjóðir, að þeir telja sig mega vænta þess, að geta átt samstarf með þeim um al- þjóðaihál framvegis." Atkvæði fóru þannig, að tillaga Samein- ingarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, var felld með 38 atkvæðum gegn 10. Tillaga Framsóknarflokksins var felld með 31 gegn 15. Tillaga forsætis- og utanríkisráð- herra var síðan samþykkt með 34 gegn 15. Var hún s'íðan tilkynnt sendiráðum ís- lands erlendis sem vilja Alþingis í málinu. Hinn 28. febrúar tilkynnti sendiherra Sovétríkjanna í Reykjavík ríkisstjórninni, að Sovétrlkin hefðu sömu afstöðu til máls- ins sem Bretland og Bandaríkin. íslandi hefur ekki verið boðin þátttaka í léðum fundi. Reykjavík, 25. april 1945. Skíðamót Akureyrar endaði sl. sunnudag Á Skíðamóti Akureyrar, sem eftir nokkurt hlé var haldið áfram með sunnudaginn 22. apr- íl, var keppt í bruni og stökki. Fór keppnin fram í Reithólum í Hlíðarfjalli í grennd við skála, sem Gagnfræðaskóli Akureyrar er að reisa sér þar. Brunbrautin var brött og færi mjög erfitt, með 500 metra falli og 2.8 km. lengd í A- og B-flokki, en 400 metra fall og 1,8 km. lengd í C- flokki. Úrslit urðu þessi: A-flokkur: 1. Guðmundur Guðmundsson, K. A., 2 mín. 11 sek. 2. Magnús Brynjólfsson, K. A., 3 mín. 40 sek. 3. Hreinn Ólafsson, Þór, 4 mín. 35 sek. B-flokkur: 1. Finnur Björnsson, Þór, 3 mín. 36 sek. 2. Sigurður Samúelsson, Þór, 3 mín. 45 sek. 3. Páll Línberg, K. A., 5 mín. 19 sek. C-flokkur: 1. Júlíus B. Jóhannesson, M. A., 2 mín. 26 sek. 2. Jóhann Indriðason, Þór, 2 mín. 53 sek. 3. Sveinbjörn Guðmundsson, K. A., 3 min. 38 sek. í skíðastökki var bæði einstakl- ingskeppni og sveitarkeppni um Stökkbikar Akureyrar, sem Morgunblaðið hefir gefið. Var fyrst keppt um bikarinn vetur- inn 1943 og vann hann þá íþróttafélag Menntaskólans. Þar næst vann hann sveit Knatt- spyrnufélags Akureyrar. Úrslit urðu sem hér segir: A- oé B-flokkur: 1. Guðmundur Guðmundsson, K. A., stökk 31 og 32 metra. 2. Páll Línberg, K. A. 3. Magnús Brynjólfsson, K. A. I ynéri flokki: 1. Finnur Bjömsson, Þór, stökk 29 og 29,5 metra. 2. Vignir Guðmundsson, Þór. 3. Pétur Þorgeirsson, K. A. 1 sveitarkeppni sigraði sveit Knattspyrnufélags Akureyrar, og er það því öðru sinni, sem sveit K. A. vinnur bika-rinn. í sveitinni voru: 1. Guðmundur Guðmundsson. 2. Páll Línberg. 3. Magnús Brynjólfsson. Auglýsid í Verkam. Á varp Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hinar öru breytingar, sem orðið hafa á síðari árum í atvinnu- háttum og lífsvenjum þjóðarinnar, hafa skapað ýmis vandamál, og ekki síst á sviði uppeldismálanna. Styrj- öld og hernám hafa sett sinn svip á æsku síðustu ára. Mörg heimili hafá ekki reynst þeim vanda vaxin að ala upp börn við þessi nýju skilyrði. Mæðurnar standa víða einar uppi við öll heimilisstörfin, en gatan tekur við börnunum og setur sitt mót á uppeldi þeirra. En jafnvel þótt ekkert óvenjulegt hefði haft alvarlega truflun áuppeldiæskunn- ar, er það staðreynd að ýmis upp- eldisleg vandamál fylgja stækkandi bæjum og örum flutningi úr strjál- býli í þéttbýli. Þessi vandamál eru nú að koma æ betur og betur í ljós og verða meiri og alvarlegri, því minna sem á móti er spyrna þessum gelgjusjúkdómi þéttbýlisins. Og nú er svo komið, að allmörg heimili með börn á öllum aldri þurfa sann- arlega á hjálp og aðstoð að halda við uppeldi barna sinna, ef ekki á ver að fara. Það er betra að láta þessa hjálp í té strax, heldur en að bíða eftir því, að þarna alist upp Framhald á 8. síðu >;í4ííííi!í4í4sííís$ííííí$ií$$í$$$$$síí$í3«e!$$s$í$í$í$$543$$$ít$$íí$ís$í4síí4^ TILKYNNING frá Nýbyggingarráði. í sambandi við fyrirhugaða smíði á 50 fiskibátum innan- lands, óskar Nýbyggingarráð hér með eítir tilboðum í eftir- farandi: 1. Aflvélar: a) 25 stk. 120-140 ha. b) 25 stk. 150-180 ha. Dieselvélar skulu vera þungbyggðar eða meðalþung- byggðar. 2. Hjálparvélar (mega vera léttbyggðar): a) 25—50 stk. 10 ha„ sem knýi 5 kw. rafal, loftþjöppu og austursdælu. b) 25 stk. 25 ha„ sem knýi 15 kw. rafal, loftþjöppu og austursdælu. 3. Spil (með drifútbúnaði frá aðalvél): a) 50 trollspil með gálgum og öðrum útbúnaði. b) 50 línuspil. c) 50 akkerisspil, þár af séu 25 af hæfilegri stærð fyrir 35 rúml. báta og 25 af hæfilegri stærð fyrir 55 rúml. báta. 4. Stýrisvélar: 50 stk. með vökvaútbúnaði (hydraulisk). 5. Siglingatæki: Öll venjuleg siglinga- og öryggistæki fyrir 50 báta, þ. á m. dýptarmælar, miðunarstöðvar, áttavitar, vegmælar, loft- vogir o. a. 6. Legufæri fyrir 50 báta: þar af 25 fyrir 35 rúml. báta og 25 fyrir 55 rúml. báta. 7. 50 skipsbátar. Tilboð skulu hafa borizt skrifstofu Nýbyggingarráðs fyrir föstudaginn 25. maí n. k. Nýbyggingarráð áskilur sér rétt til að hafna hvaða tilboði sem er, eða taka þeim eða hluta þeirra. Nauðsynlegt er, að í tilboðum sé tekið fram um afgreiðslu- tíma. Nýbyggingarráð. :kí444$i4!íííí444í4555554S$»«4$4ÍÍ4í«Sí5!555554!ÍS455«ÍS«S545«3««555aöí55:$$

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.