Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1945, Síða 6

Verkamaðurinn - 01.05.1945, Síða 6
6 VERKAMAÐURINN r Urskurður félagsmálaráðherra í Rauðkumálinu á Siglufirði Félagsmálaráðherra sendi hinn 17. apríl eftirfarandi bréf til bæj- arstjórans á Siglufirði: Með símskeyti, dags. 5. apríl 1945, hafa f jórir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Siglufjarðar kærlt yfir því, að 4. s. m. hafi verið kosinn forseti og varaforseti bæjarstjórnar Siglufjarðarkaupstaðar án þess að leitað væri afbrigða frá fundar- sköpum, svo og ýmsar nefndir, sem bæjarstjórn kýs og kjósa átti í fe- brúarmánuði. Telja þeir kosning- ar þessar hafa verið ólöglegar af þeim ástæðum. Þá hafa kærend- urnir sérsltaklega mótmælt kosn- ingu í stjórn síldarverksmiðjunnar Rauðku, sem er eign Siglufjarðar- kaupstaðar, en þessi kosning fór fram á sama fundi bæjarstjórnar- innar. Verður um þetta atriði rætt síðar í þessu bréfi. Það er upplýst í þessu máli, að bæjarstjórnarfundurinn 4. þ. m. hefir verið boðaður á rélttan liátt og í tæka tíð. Kosningar þær innan bæjarstjórnarinnar, sem fram fóru á íundinum, áttu að fara fram í fe- brúár, en höfðu dregist að því er talið er, vegna fjarveru bæjarfull- trúa þangað til á fundinum 4. þ. m. í fundarboðinu var gjört ráð fyrir að þessar kosningar færu fram á umræddum fundi og máltti það vera öllum bæjarfulltrúum ljóst,, að ekki var rétt láta þessar kosningar tefjast lengur. Það hefði því verið með öllu ástæðulaust að neilta um afbrigði til þess að þær færu fram á fundinum. Ráðuneyt- ið telur því rétt, að téðar kosningar forseta og fastra nefnda, sem getið var í fundarboðinu, svo og aðrar kosningar, sem samkomulag hefir orðið um, standi óhaggaðar. Um kosninguna í átjórn síldar- verksmiðjunnar Rauðku, skal tekið fram, það sem hér fer á eftir: í fundarboði til bæjarstjórnar- fundarins 4. apríl er á dagskrá kosn- ing forseta og fastra nefnda. Stjórn verksmiðjunnar er í samþykktinni um stjórn bæjarmála Siglufjarðar- kaupsltaðar ekki talin til fastra nefnda, og bar því tvímælalaust að setja í fundarboðið, að á dagskrá fundarins vrði kosning verksmiðju- stjórnarinnar, ef rétt hefði verið að láta þá kosningu fara fram. Þetta hefir ekki verið gjöxlt og er því kosning hennar á þessum fundi, þegar af þessari ástæðu, ógild, þar sem henni hefir verið mótmælt og afbrigða frá fundarsköpum ekki verið leitað. Um kosningu þá, sem fram fór á stjórn síldarverksmiðjunnar Rauðku 17. janúar þ. á. skal það tekið fram, sem hér segir: Með þingsályktun, dags. 24. nóv- ember 1944 var ríkisstjórninni heimilað að ábyrgjaslt allt að 1 Yz millj. kr. gegn .3. veðrétti í síldar- verksmiðjunni Rauðku og þar gjört að skilyrði, að stjórn hennar yrði, auk fulltrúa ríkisstjórnarinn- ar, skipuð mönnum, kosnum hlut- fallskosningu af bæjarstjórn Siglu- fjarðar. Til þess að unnt væri að koma verksmiðjunni upp, varð að fá þötta lán, og varð því að kjósa stjórn hennar hlutfallskosningu, eins og til var skilið, ef lánið ætti að fást, en um það mun ekki hafa verið að ræða án ábyrgðar ríkis- sjóðs. Var bæjarstjórninni þetta Ijóslt, svo sem sjá má af fundargerð hennar 29. desember f. á. Kjör- tímabil liinnar gömlu Rauðku- stjórnar var útrunnið 15. janúar þ. á„ en stjórn verksmiðjunnar þurfti að taka 2 millj. kr. lán í janúar og var m,jög eðlilegt og í rauninni sjálfsagt, að skipa henni nýja stjórn í þeim mánuði, svo sem fyrir var mælt í reglugerð um hana, sem bæjarstjórn samþykti 26. júní 1944 og ráðuneytið staðfesti 6. júlí sama ár eftir ósk bæjarstjórnarinnar. — Þeirri reglugerð var þó ekki hægt að fara eftir um Itilnefningu manna í bæjarstjórn á stjórnarmönnum, vegna skilyrðis téðrar þingsálykt- unar 24. nóvember f. á. um hlut- fallskosningu. Varð því úr, að bæj- arstjórn kaus stjórn verksmiðjunn- ar hlutfallskosningu á fundinum 17 .janúar þ. á„ en Itil þess að leggja frekari áherslu á það, að skilyrðum þingsályktunarinnar væri fram- fylgt, samþykkti bæjarstjórnin áður breytingu í þessa átt á reglugerð Rauðku. Kosning verksmiðjustjórnarinn- ar fór fram með atkvæðum allra bæjarstjórnarmanna á löglegum fundi, og á þann háitt sem var tilskilið í þingsályktuninni, sbr. og 31. gr. laga nr. 81/1936. Hvort sem sú kosning telst hafa farið fram eft- ir reglugerðinni frá 26. júní 1944 með þeirri óhjákvæmilegu breyt- ingu, sem leiddi af téðri þingsálykt- un, eða , reglugerðinni 17. janúar 1945, sem ráðuneytið sltaðfesti 7. febrúar þ. á. samkvæmt ósk bæjar- stjórnarinnar, verður ekki séð að bæjarstjórn hafi verið óheimilt að kjósa síldarverksmiðjustjórnina 17. janúar, eins og gjört var. Ráðu- neytið sér því eftir atvikum ekki ásltæðu til að hafa að engu einróma samþyktir bæjarstjórnarinnar á fundinum 17. janúar þ. á„ með því einnig að engin mótmæli komu fram þá á fundinum, og eigi fvr en 4. apríl. Samkvæmt því, sem að framan segir, úrskurðast því: Kosningar forseta og fastra nefnda bæjarstjórnar Siglufjarðar, sem fram fóru á bæjarstjórnarfundi 4. þ. m„ svo og aðrar kosningar, sem fram fórtt á fundinum og sam- komulag hefir orðið um, skulu standa óhaggaðar. Úrskurður for- sdta bæjarstjf'rrnar um kosningu á stjórn síldarverksmiðjunnar Rauðku, sem franr fór á fundinum, er úr gildi feldur svo og kosning sú á síldarTerksmiðjustjórninni, sem fram fór á þeim fundi. Ráðuneytið sér eftir atvikum ekki ástæðu til að fella úr gildi kosningu þá, sem fram fór á stjórn verksmiðjunnar á bæjarstjórnarfundi 17. janúar þ. á. Þetlta gefst yður hérmeð, herra bæjarstjóri, til vitundar til birting- ar fyrir bæjarstjórninni. (Fréttatilkynning frá ríkissltjórn- inni). Tek að inér Húll-saum og Zig-Zag-saum Þóra Eggertsdótlir (Verzl. Eggerts Einarssonar). AUGLÝSING um skoðun bifreiða og bifhjóla í Eyjafjarðar- sýslu og Akureyrarkaupstað. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að hin ár- lega skoðun bifreiða og bifhjóla fer fram á þessu ári, sem hér segir: Hinn 8. maí mæti A- 1-A- 30 9. 11. 14. 15. 16. 17. 18. 22. 23. 24. 25. 28. A- 31-A- 60 A- 61-A- 90 A- 91-A-120 A-121-A-150 A-151-A-180 A-181-A-210 A-211-A-250 A-251-A-280 A-281-A-310 A-311-A-340 A-341-A-370 A-371-A-390 Ber öllum bifreiða og bifhjólaeigendum að mæta með bifreiðar sínar og bifhjól þessa tilteknu daga, við lögreglu- varðstöðina, frá kl. 9—12 árdegis og kl. 1—5 síðdegis. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Bifreiðaskattur fyrir skattárið frá 1. apríl 1944 til 1. apríl 1945, svo og skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu öku- manns verður innheimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir sérhverja bifreið sé í gildi, svo og ökuskírteini hvers bif- reiðastjóra. Vanræki einhver að koma með bifreið sína eða bifhjól til skoðunar og tilkynni eigi gild forföll, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Bæjarfógetinn á Akureyri, 18. apríl 1945. Friðjón Skarphéðinsson. Dagslátta drottins, sagan sem átti að banna í Ameríku. Þeir áttu skilið að vera frjálsir, sagan sem Þjóðverjar bönnuðu í Danmörku. Óður Bernadettu, bókin sem er að verða uppseld. 17 ára, sagan sem alt æskufólk þráir að lesa. Byron, æfisaga enska skáldsins heimsfræga, er barðist fyrir frelsi Grikkja. BÓKABÚÐ AKUREYRAR.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.