Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.05.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 12.05.1945, Blaðsíða 1
VERKHmJIÐURintl XXVIII. árg. Laugardaginn 12. maí 1945. 18. tbl. Friður saminn í NorSurálfu! Þýski herinn gafst upp skilyrðislaust Þýzki nazistaflokkui'inn úr sögunni Síðastliðinn mánudag var lesin upp í Flensborgarútvarpinu til- kynning frá Dönitz flotaforingja til þýska hersins um að leggja hvar- vetna niður vopn og gefast skilyrð- islaust upp fyrir Bandamönnum. Samningurinn um allsherjarupp- gjöf þýsku herjanna var undirritað- ur í skólabyggingunni í frönsku borginni Reims, kl. 2.41 aðfaranótt sl. mánudags. Þeir, sem undir rit- uðu samninginn voru Jodl hers- höfðingi, fyrir hönd Dönitz, Smith hershöfðingi, yfirforingi herráðs Eisenhowers, sovéthershöfðinginn íslendingar fagna stríðslokum í Evrópu Friðarins í Evrópu og frelsun Danmerkur og Noregs var fagnað um gjörvalt ísland þriðjudaginn 8. þ. m. Laugardaginn 5. maí bárust fregnirnar um, að Danmörk væri laus af kúgunarklafa nazista og voru þá fánar dregnir að hún á flestum stöngum hér í bæ og víðast annarstaðar á landinu. Mánudag- inn 7. maí voru svo enn fánar dregnir að hún um alt land og verslunum lokað og vinnu víða haett frá hádegi í tilefni af því að þá höfðu borist fregnir um skilyrð- islausa uppgjöf nazista. Þriðjudagurinn 8. maí, sigur- dagurinn, var svo hátíðlegur hald- inn um land alt eins og hjá fiestum öðrum þeim þjóðum, sem unna frelsi og friði. Hér á Akureyri voru fánar dregn- ir alment að hún strax um morg- uninn og verslanir og skrifstofur lokaðar frá hádegi og vinnu al- ment hætt frá þeim tíma. Geysimik- ill mannfjöldi safnaðist saman á Ráðhústorgi, en þar hafði gjallar- horni verið komið fyrir og hlýddi fólk þar á ræður, sem forseti Is- lands og forsætisráðherra fluttu í Reykjavík í tilefni af styrjaldarlok- unura. Lúðrasveit Akureyrar lék þjóðsöngva Norðurlandaþjóðanna og fleiri lög og Karlakór Akureyrar Og „Geysir" sungu þjóðsöngva Norðurlanda. Snorri Sigfússon flutti ávarp og að því loknu fagn- aði mannfjöldinn stríðslokunum með ferföldu húrrahrópi. í Mentaskóla Akureyrar var sig- urdagsins minst með samkomu í há- tíðasal skólans kl. 5 síðdegis. Auk kennara og nemenda voru viðstadd- ir nokkrir gestir þ. á. m. ræðismenn Breta og Norðmanna og fulltriiar útvarps og blaða. Samkoman hófst rneð því, að Patoff og franski hershöfðinginn Severs. Á þriðjudagskvöldið hlaut samn- ingurínn svo staðfestingu í Berlín og skyldi öllum vopnaviðskiftum vera lokið kl. 12 á miðnætti 8. maí. Staðfestingin um uppgjöfina var undirrituð af Keitel, yfirmanni þýska herforingjaráðsins, Zhukoff marskálki, fyrir hönd Sovétríkj- anna, Tedder flugmarskálki, fyrir hönd Breta og Bandaríkjamanna og de Lattre de Tassigny hershöfð- ingja, fyrir hönd Frakka. Churchill, Stalin og Truman ávörpuðu allir þjóðir sínar í tilefni af stríðslokunum í Evrópu. Churc- hill og Truman lögðu báðir áherslu á að enn væri eftir að sigra Japani, fluttu þeir báðir ávöfp sín sl. mánu- dag, en Stalin einum degi síðar og var þá sigurdagur haldinn í Sovét- ríkjunum. Tekst Framsókn að hindra byggingu spítalans í sumar? Stefán Arnason er búinn að koma með tvær tillögur á tveimur mánuðum um hvar spítalinn skuli reistur Bygginganefndin hefir ekkert gert í tvo mánuði af því, sem henni bar að gera, en hefir í þess stað róið að því, að spítalinn verði byggður annars staðar en þar sem bæjar- stjórn hafði einróma samþykkt Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar 6. mars sl. var til umræðu og af- greiðslu fundargerð sjúkrahúss- nefndar Akureyrar frá 5. mars síðastliðnum og var fyrra atriðið í nefndri fundargerð svohljóðandi: Andlát. Nýlega er látinn í Kristnes- hæli, Helgi Sveinsson. Var hann borinn til moldar í dag. Helgi hafði dvalið á hælínu alt frá því að það tók til starfa og oft mjög þjáður, en hann bar þessi þungbæru veikindi meS alveg einstakri ró og karlmennsku og ávann sér vin- áttu og virðingu allra, er kyntust hon- um. Hann var alla tíð frjálshuga maður og gekk í Sósíalistaflokkinn er hann var stofnaður og reyndist þar ósvikinn og traustur liðsmaður. STUTTAR FRETTIR Fregnir herma að margir íslendingar hafi tekið þátt í dönsku skæruliðahreyf- ingunni. Jafnframt hefir sú fregn borist frá Danmörku, að danskir föðurlandsvin- ir hafi ætlað að taka Guðmund Kamban höndum, þar sem hann sat í matsölu- húsi, en hann neitað að verða við tilmæl- um þeirra um að koma með þeim og snúist til varnar, en þeirri viðureign lok- ið með því að hann var skotinn til bana. Talið er sannað, að hannhafiveittnazist- um virka aðstoð. Fleiri íslendingar eru sagðir hafa haft náið samstarf við naz- ista í Danmörku og Þýskalandi og mun það betur vitnast áður en langt um líður. sunginn var sálmurinn: „Fögur er foldin". — Þá flutti skólameistari, Sigurður Guðmundsson, ræðu. Mintist hann sérstaklega Breta og forsætisráðherra þeirra, Churchills, og kvað hann Churchill mundu verða talinn „mesta mann allra alda." Einnig þakkaði hann „hin- um tveimur stórveldum öðrum", sem hefðu lagt ómetanlegan skerf til þess, að hinn dýrmæti sigur náð- ist — svo og öllum, sem hefðu fórn- að sér í baráttunni við hinn grimma og hugsjónasnauða fas- isma. Skólaroeistari kvað ekki hægt að Samsöngur Karlakórs Akureyrar Karlakór Akureyrar, undir stjórn Áskels Jónssonar, hélt samsöng í kirkjunni 28. f. m. og vegna fjöl- margra áskorana endurtók kórinn söngskemtunina 3. þ. m. í Nýja- Bíó, var aðsókn ágæt í bæði skiftin og kórnum mætavel fagnað. Á söngskránni voru m. a. þessi lög: Hátíðaljóð samvinnumanna, eftir Áskel Snorrason, Hin dimma, grimma hamrahöll, e. Schubert. Er sólin hnígur, eftir Arna Thorsteins- son, Vögguvísa, raddsett af Berens. Einsöngva sungu þeir Magnús Sig- urjónsson og Sverrir Magnússon, en undirleik önnuðust frú Þyri Ey- dal og Jóhann Haraldsson. Mér virðist kórinn enn nokkuð skorta til að ná þeirri mýkt og sam* stillingu sem hann hafði um það leyti sem hann fór til Reykjavíkur, en það ár virtist mér þroski hans vera að öllu samanlögðu mestur. Margir hafa talið það löst á þess- um kór, að hann hefir ekki getað framleitt eins hávaðasamar raddir eins og sumir aðrir kórar. Eðlilega er raddmagnið ákjósanlegt á stund- um, en það ber þá líka að gæta þess að því sé beitt þannig, að á- heyrandinn heyri söng en ekki ösk- ur, sem ekkert á skylt við músik. Samfelling raddanna og mýktin er það töframagn, sem kórar þurfa að leggja áherzlu á, þessa hlið ætti því Karlakór Akureyrar síst að van- rækja. neita því, að rneðal íslendinga hefði nokkuð borið á tilhneigingu til fylgis við fasismann — en slíkt yrði að uppræta hjá íslensku þjóð- inni. Samkomunni lauk með því, að allir viðstaddir sungu þjóðsöngva Danmerkur, Noregs og íslands. „Lögð fram frumdrög að teikning- um að sjúkrahúsi því, sem um hetir veríð rætt að by£gja hér á Akureyri. Meiríhluti nefndarínnar lagði til, að byggingin yrði reist á þeim stað, sem teikningin sýnir. Jafnframt leggur meiríhlutinn til, að teikningarnar séu fullgjörðar sem allra fyrst oé bygg- inéarstæðið mælt nákvæmlega út, svo að hægt sé að hefjast handa méð útgröft sem fyrst. Minnihlutinn, Stefán Árnason o& frú Gunnhildur Ryel, tbldu staðinn óheppilegan vegna rúmleysis o£ lögðu til, að byéginéunni yrði valinn staður sunnan Eyrarlandstúns." Fundargjörðin var undirrituð af Ólafi Thorarensen, Sigríði Þor- steinsdóttur, Gunnhildi Ryel, Stef- áni Árnasyni og Guðm. Karli Pét- urssyni. Samkvæmt teikningunni, sem hér er drepið á,' var gert ráð fyrir að byggja spítalann áfastan við þá ný- byggingu, sem þegar hefir verið reist á lóð núverandi spítala. Allmiklar umræður urðu um málið, en að þeim loknum sam- þykti bæjarstjórn með samhljóða atkvæðum. (Brynjólfur Sveinsson sat hjá) tillögu meirihluta spítala- nefndarinnar. Samkvæmt því hafði bæjarstjórn- in þar með: f fyrsta lagi: Ákveðið hvar spítal- inn skyldli bygður. f öðru lagi: Samþykt að teikning- arnar yrðu fuHlgerðar hið fyrsta. f þriðja lagi: Samþykt að bygg- ingarsvæðið skyldi mælt nákvæm- lega út, svo unt yrði að byrja á út- greftri lóðarinnar sem fyrst. Á næsta fundi sínum, 20. mars, samþykti svo bæjarstjómin, sam- kvæmt tillögu frá Ól. Thorarensen, að kjósa sérstaka byggingarnefnd til að sjá um byggingu nýja spítalans. í nefndinni hlutu sæti, auk bæj- arstjóra: Stefán Árnason, Jakob Frí- mannsson, Óskar Gíslason og Ól. Thorarensen. í umræðunum um þetta mál á fundi bæjarstjórnar 6. mars sl. vakti eg athygli á því, að tillaga minni- hluta sjúkrahússnefndarinnar mundi geta orðið til þess að tefja fyrir framgangi þessa máls, sem beð- (Framhald á 3, síðu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.