Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.06.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 23.06.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN • iimiiiiiiiiiiiirtiitiiiiiiiuiiHiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii (111111111111 iii ■iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ! : : f : i i I i i TiimiimuiiiimiiiimmmiiiimiiiiiiimiiimmmmimmmmmmiiiHimmmmmmimimmmmmmmimmiimiimiiiii HimiiiKiiimmmiiiiiimiiiiiiiiiiimmiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmii* z Tilkynning Þeir, sem keyptu setuliðsskála af oss á s. 1. sumri og enn \ | þá hafa ekki rifið þá og flutt á brott, eru hér með aðvaraðir \ | um, að hafa lokið því fyrir n.k. mánaðamót. Eftir þann tíma \ \ verða skálarnir rifnir á kostnað eigendanna, nema til komi \ \ sérsamningar þeirra við landeigendur. \ Kaupfélag Eyfirðinga ; 5 ;i»immimiiimmmiiimmmtimiiiiiitiiimmmimiiiiimmmimmmimmmiimmiimimmmiiimiiiiiimmimimiiimi> Ráðskonustaðan við Heilsuhælið ( Kristnesi er laus til umsóknar frá { 1. okt., n. k. að telja. Laun samkvæmt launalögum, í byrjunarlaun kr. 16500.00, fullnaðarlaun kr. 23100.00, { hvort tveggja reiknað með vísitölu þessa mánaðar. — | Upplýsingar gefur skrifstofa hælisins og skrifstofa 1 Ríkisspítalanna, Reykjavík. Umsóknir sendist til skrifstofu hælisirts eða skrifstofu { Ríkisspítalanna fyrir 15. ágúst n. k. I Aðvörun Að gefnu tilefni eru allir stjórnendur farartækja.í bænum og á vegum úti, stranglega áminntir um að fylgja settum reglum j: um búnað og akstur farartækjanna. Bifreiðar skulu hafa tvö skrásetningarnúmer á áberandi stöðum, hrein og læsileg. í framsæti, eða í bifreiðinni í heild, mega aldrei vera fleiri, en tilskilið er. Híljóðmerki, sem umferðin gefur ekki tilefni til, eru stranglega bönnuð og fylgja skal í einu og öllu fyrirmæl- um lögreglusamþykktar um ökutæki og akstur. Reiðhjód skulu hafa bjöllu, svo og ljósatæki, er skyggja tekur og tveir mega aldrei vera á reiðhjóli, sem gert er fyrir einn. Eánstefnu- akstri í miðbænum skal stranglega fylgt og gangstéttar eru bannaðar fyrir hjólreiðar. Sektarákvæðum verður stranglfega fylgt gegn hverjum þeim, sein brotlegur reynist. Akureyri, 18. júní 1945. Bæjarfógeti Danir ætla að hreinsa til. (Framhald af 1. síðu). um útvarpssendingum frá 29. ágúst 1943 og bar nafnbótina „unter- sturmbannfúhrer“. í sama blaði er sagt frá fjölda- fundi, sem haldinn var í Fælled- parken í Kaupmannahöfn á hvíta- sunnudag, „fjölmennasti fuadur i sögu landsins“, segir Frit Danmark. Frelsisráðið bauð til fundarins, og er talið að þar hafi verið um 250 þús. manns. — í ályktun fundarins var þess krafist að „hreinsunin" yrði framkvæmd til hins ýtrasta án manngreinarálits. i qgp ^0 i0 ’qp fg? JOHAN BOJER: r (Framhald). „Ertu ekki ennþá búinn að fá nóg af Ishafs-Löppunum þínum.“ ,,0-ju, sannarlega, en þegar maður dvelur hjá þeim og er í sömu druslunum og þeir og með sömu lýsnar, þá, já þá dreymir mann í sífellu um jretta hérna — um rósir og kampavín og hæga, vaggandi valsa. Sam- viskan er á öðrum stað og maður sjálfur á hinum — þannig er það! Og þessháttar náungi, sem kann svo lítið með sjálfan sig að fara, hann hyggst að lækna aðra menn. Lífernismenning, heyrirðu, — það er afbragðs orð. Þjónn, — æ, láttu okkur fá eina flösku enn.“ Daginn eftir.stóðu félagar hans á hafnarbryggjunni og óskuðu Jjeim hjónunum góðrar ferðar. Haraldur bretti um kraganum á gráa ferða- frakkanum sínum og kona hans vék ekki frá honum andartak. Það var eins og hún óttaðist, að hún mundi fara fyrir fult og alt, ef hún viki að- eins eilítið frá honum. Hann ætlaði til Englands til þess að horfa á meist- arana í skurðlækningum eitt ár, sagði hann og síðan til Parísar, til Pasteurstofnunarinnar. „En Jrar með er ekki sagt, að eg orki til lengdar að burðast með svo mikinn vísdóm,“ bætti hann við, brosandi. „Verið þið sælir, sælir.“ • Einn góðan veðurdag, í september, árið eftir, kom liann ásamt konu sinni gangandi eftir Boulevard de Montparnasse, og staðnæmdist nokkr- um sinnum, lyfti svarta flókahattinum og spurði eftir Café de Versailles. Það var einmitt á þessu ári að myndast óvenjulega stór nýlenda Skandinavíumanna í París, og þeir komu saman í Café de Versailles, þar sem hægt var að fá Norðurlandablöð. Og í hinum langa, litla sal til hægri, sem gengið var í gegnum inn í billjardsalinn, gat maður fram eft- ir kvöldinu séð kunnug, norræn listamannaandlit yfir bikurum og spil-. um, eða niðursokkin í blaðinu að heiman, eða skellihlæjandi að spaugi- legri sögu. Gaslogarnir dofnuðu smám saman í hinu kæfandi lofti, radd- irnar runnu saman, og billjardhöggin heyrðust stöðugt innan úr salnum. Öðru hvoru bar það við að ókunnugur maður kom og um leið og hann gekk fram hjá hinum tveimur borðröðum, sendu allir honum augnatil- lit, sem sögðu honum, að hann ætti ekki heima hér, og venjulega fann hann sjálfur, að skynsamlegast var að fara út aftur. Haraldur Mark og frú kunnu brátt eins vel við sig hér eins og þau væru heima hjá sér. Hún var svo falleg og látlaus, og hann svo fjörugur og gat spjallað um óteljandi hluti. „Hana, þarna fáum við læknirinn!" sögðu menn við borðin, þegar hann kom með svarta flókahattinn hall- andi út í vangana, másandi og blásandi inn í kaffihúsið. Einstaka konur fylgdust með mynd hans í spegilglerinu, um leið og hann gekk fram hjá. Hann tók sér sæti við borð, fékk ölkollu, blés froðuna aj: og að vörmu spori var hann á kafi í sögu, Skellihlæjandi með blikandi augu. En það bar líka við, að alvarleg persóna kom inn og spurði upp á von og óvon eftir lækninum. „Hann var rétt í þessu að ganga inn í billjardsalinn." „Haldið þér, að ég fái hann með mér — konan mín varð svo veik.“ „Já, gangið þér bara inn og spyrjið hann að því.“ Harladur fór æfinlega. Og jafnvel þó það gæti verið erfitt að komast áfram með h!inn litla námsstyrk, einkanlega þegar um tvo var að ræða, þá kom það aldrei fyrir, að hægt væri að fá hann til þess að taka við þóknun. „Þvaður!“ sagði hann, fálmaði með hendinni og skellti hattin- um á höfuðið um leið og hann gekk áleiðis til dyranna. ,,0g góðan bata — það er satt, eru tlil eldspýtur hér?“ Þegar hann var búinn að kveikja í sígarettunni, leit hann ennþá einu sinni brosandi inn í stofuna, áður en hann lokaði hurðinni á eftir sér, og skokkaði svo raulandi niður tröppurnar. Já, hann hafði dvalið í Englandi eitt ár, en það var samt sem áður hér í París, sem hann fór fyrst fyrir alvöru að líta í kringum sig. Og hann sá borg breiða sig út, ekki bara sem fjölda húsa, garða, mynda- styttur, nei hún lá þar eins og ljóð á jörðunni. Og þarna var nú Pasteurstofnunin. Hinir tveir forstöðumenn hennar, Roux og Metschinkof voru umfram alt kennar^r, sem hann hafði enga löngun til að stríða. í rannsóknarstofunum þar var hann daglega. Hér gat hann fylgst með. Svo voru það listasöfnin. Það var París, sem fyrir alvöru ginti hann inn í ósegjanlega, dularfulla geðshræringu þegar hann stóð ,andspænis miklu listaverki. Hann rölti ásamt konu sinni gegnum sali Louvre, með stór, glaðvakandi augu, gagntekinn af töframætti ljóssins og litanna, sem í sífellu blöstu við honum. „Þóra, komdu hingað.“ „Nei, Haraldur, komdu heldur hingað.“ Þau voru oftast nálægt hvort ' öðru og gátu staðið franran við mynd, sameinuð í lotningu, þegar hvorugt þeirra þorði að tala, en luku þeim stundum'með því að þrýsta hendur hvors annars og brosa. Og það var hér, sem hann fann til nautnar, sem hann hafði ekki fundið til áður, að fela sig og sökkva sér niður í hin stóru heimsblöð. Hann þurfti eitki annað en að fara inn í deildina til vinstri í stað þess að fara til hægri inn í Café de Versailles, þá var eins og hann væri kom- . (Framhald).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.