Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.09.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.09.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Minningarorð um Ingimar jónsson á Gef jun Ingimar var fæddur á Grýtu í 'Eyjafirði 18. júlí 1882 (mislinga- sumarið, eitt ntesta hörmungaár seinni tíma). Foreldrar hans vorrt þau hjónin Jón Jónsson og Ingi- björg Jónsdóttir, bæði af eyfirskum ættum. Ingimar ólst upp hjá for- eldrum sínum, sem bjuggu við mikla fátækt, þrátt fyrir þrotlaust strit og hagnýting þeirra möguleika sem þá voru fyrir hendi. Þau voru 6 systkinin og ' eru þrjú þeirra á lífi: Tryggvi, starfsmaður á ,,Gefj- un“ og tvær systur, Jónína og Sig- ríður, báðar búsettar í Eyjafirði. Eftir að Ingimar fór að vinna fyrir sér, var hann ýmist hjá foreldr- um sínum eða þá á ýmsum stöðum á Staðarbyggðinni og eitthvað mun hann þá hafa leitað sér vinnu utan sinnar sveitar, var t. d. í „Gefjun" í tíð Aðalsteins Halldórssonar. Árið 1908 giftist hann eftirlif- andi konu sinni, Maríu Kristjáns- dóttur, Jónssonat* frá Kerhóli og Sigríðar Ólafsdóttur frá Ánastöð- um í Sölvadal. Það var létt yfir ungu hjónunum þá, þau voru bæði glaðlynd svo af bar, þrátt fyrir lítil efni og ómegð, sem snemma hlóðst á þau, og litu björtum augum á líf- ið, og er það hlutverk gott, að lífga og gleðja samferðamenn sína. Þau hjónin voru rryög samhent í lífs- starfi sínu og ólu upp sinn stóra barnahóp, án þess að láta bugast, og var þó oft þröngt í búi. Til Akur- eyrjir fluttust þau nokkru eftir gift- inguna og réðist Ingimar þá í vinnumensku til Axels Schiöth að Sunnuhvoli — og var þar í þrjú ár. 1912, að vori til, hófst hinn langi vinnudagur Ingimars á Klæðaverk- smiðjunni ,,Gefjun“, 'þar var hann æ síðan meðan þrek entist. Það sama vor fluttu þau hjón í „Gefjun- arhúsið“. Ingimar og María eignuðust níu börn og eru átta þeirra á lífi, öll búsett á Akureyri, auk þess hafa þau alið upp dóttur-dóttur sína, sem nú er aðeins 9 ára. Fyrst eftir að Ingimar fór að vinna á „Gefjun“ var kaupið aðeins fimmtíu krónur á mánuði og má nærri geta hve létt hefir verið að framfleyta stórri f jöl- skyldu á sex hundruð króna árstekj- um, þá var vinnudagurinn 10 tím- ar og ekki um neina aukavinnu að ræða, þó munu þau hjón lengst af hafa haft nokkurn búskap og tókst þeim með því móti að bjargast af. Ingimar á „Gef jun“ (eins og hann var venjulega kallaður) lést 31. júlí 1945 og var jarðsunginn að Munka- þverá. Margt manna frá Akureyri og af Staðarbyggðinni fylgdi hon- unr til grafar, sem sýndi að hann var vinmargur maður. Klæðaverksmiðj- an ,,Gefjun“, þar sem liann vann mestan hluta sinnar starfsæfi, stóð hljóð meðan jarðarförin fór fram og forstjóri og stjórn „Gefjunar“ sýndu Ingimar heitnum þann sóma að kosta útförina, og eru þeim þakkir skildar fyrir þá samúð og vinsemd, sem Ingimar og naut í sín- um veikindum, en hann veiktist í apríl 1944 af fótameini og var þá fóturinn tekinn af honum og eftir það komst hann aldrei til fullrar heilsu. Eg fann hvöt hjá mér til að minnast Ingimars með örfáum orð- um, þessa glaða, góða manns, sem ætíð var með spaugsyrði á vörum. Hann kunni þá list að gera gott úr öllu, og bar í bætifláka fyrir hvern mann. Þessvegna var ætíð hlýtt í kringum hann. Hann var verka- maður, sem aldrei féll verk úr hendi, frá því hann var smádreng- ur og þangað til heilsan brást fyrir ári síðan. Yfir 50 ár vann hann af þeirri nauðsyn, sem knýr menn til starfa, langan vinnudag, alla daga, æfina út, og þó var hlutskifti hans það sama og flestra starfsbræðra hans, að hann bjó ætíð við skorinn skamt og léleg húsakynni. En hann vann án þess að kvarta yfir sínum lífskjörum og þó með fullum skiln- ingi á samtakaþörf verkafólksins og baráttu þess fyrir bættum kjörum. Hann átti þá dygð í ríkum mæli, sem stækkar hvern mann, hvert sem starfið er, að hann stóð ætíð vel í stöðu sinni. Svo kveð eg Ingimar með orð norska skáldsins í huga: Þar sem góðir menn fara þar eru guðs vegir. T. E. Kókosmjölið e r k o m i ð Nýtt skrifborð til sölu í Aðalstræti 16 (uppi). Einbýlishús á Oddeyri til sölu og laust til íbúðar 1. okt. í haust. — Upplýsingar veitir BJÖRN HALLDÓRSSON. Sími 312. Inntökupróf í I. bekk Menntaskólans hefjast seint í september. Mun enn vera rúm fyrir no'kkra nemendur. Anclíát. Nýlega er látin hér í bænum / Þorgerður Helgadóttir, kona Jakobs Jak- obssonar skipstjóra, Aðalstræti 42. FRÁ LANDSSÍMANUM Tvær stúlkur, með gagnfræðaprófi, eða annarri hliðstæðri mennt- un, verða teknar til náms við landssímastöðina hér í september n. k. — Eiginhandarumsóknir sendist undirrituðum. Símastjórinn á Akureyri, 30. ágúst 1945. GUNNARSCHRAM ^iifldisiiiiiisiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiitKiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiisiiKiaiiiaiiaiisiiiiaciiiiiiKaniiiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiinmmnmg^^ \ \ | Hótornámskeið. | Hið minna mótornámsskeið Fiskifélags íslands verður að § i forfallalausu haldið á Siglufirði í vetur, og hefst í byrjun okt. f Væntanlegir nemendur sendi umsóknir sínar til MAGN- i | ÚSAR VAGNSSONAR, síldarmatsstjóra, Siglufirði, fyrir lok § I 20. september. Nauðsynlegt er að nemendur hafi sundvottorð II. stigs B, i [ við inngöngu á námsskeiðið. Nemendur útvegi sér mótor- j Í fræði Þórðar Runólfssonar. Z | FISKIFÉLAG ÍSLANDS. 6 ■ riiiiiiiiiiiiimiiiiMiiiiiiiiiiimMiiiiiiiMiiiiMMMiiiiiiiiiiiiMiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiMiiiiiiimiimiiiiimiiiiiiiiiMifiMiiiiiM* 1 Niðursoðnir ávextir! Afgreiðum eina dós af perum og eina dós af apricosum út á rcit nr. 4 á skömmtunarseðli K. E. A. Kaupfélag Eyfiröinga Nýlenduvörudeild og útibú. í / / / YV /V / /^/^ ////V //i /V/ 'f / / / /^V/V / / / / / / 5// / / // A / / / /V^/// /^//Á^Vy^V/^^//^^^/ " ..........MMIIIIIIIIIIIIIIIIIMMM.MMIMIMI IMIIIII.I.IMMIMMIMI.. | TILKYNNING í frá Viðskiptamálaráðuneytinu um aukaskammt j af sykri. Ráðuneytið hefir ákveðið að frá og með 28. ágúst i j til 1. október næstk. sé heimilt að afhenda gegn | i stofnauka nr. 6 af núgildandi matvælaseðli 5 pakka i i af molasykri á V2 enskt pund hvern, eða 1133 gr. og f j auk þess 1 kg- af strásykri. Er því stofnauki nr. 6 af núgildandi matvælaseðli | j lögleg innkaupsheimild fyrir áðurnefndu sykur- | | magni á fyrrnefndu tímabili. Jafnframt skal það tekið fram, að óheimilt er að j | afgreiða molasykur gegn öðrum sykurseðlum en | i framangreindum stofnauka nr. 6. z V iðskiptamálaráðuney tið, 27. ágúst 1945. rilMIIIMMMItMIIMMIIMIIIIIfllMMMIIIMIIIIMMimiMMIMMMIIIHMIIIIIIIIIMIIMIIHIIMIIMmilllMMIiyflMIHIIIIIIIMIIIIMMMUIIIMIMIf *

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.