Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.09.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 01.09.1945, Blaðsíða 3
3 VERKAMAÐURINN Konan mín, móðir og tengdamóðir okkar, ÞORGERÐUR HELGADÓTTIR, verðnr jarðsungin mánudaginn 3. sep. næstk. og hefst athöfnin kl. 1 e. h. með bæn að heimili hinnar látnu, Aðalstræti 42. Fyrir hönd vandamanna. Jakob Jakobsson. | Ellilaun og örorkubætur Umsóknum um ellilaun og örorkubætur, 1946, ber að skila \ I til skrifstofu bæjarstjóra fyrir 1. október næstkomandi. — I | Umsóknareyðublöð fást á bæjarstjóraskrifstolunni. — Um- | 1 sóknir um örorkubætur verða því aðeins teknar til greina, að § 1 þeim fylgi örorkuvottorð héraðslæknis. Tekið skal fram í I | umsóknunum, hvort umsækjandi er sjúkratryggður eða ekki. I ♦ Akureyri, 31. ágúst 1945. Bæjarstjórinn «11 IIMI»MIIII»IIIIIIIIIMI»l»MMimiMimillllllllMIIIIIIIIHIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIMIIMIIMIIIIIMIIIIIIMIIIIIIMMIMIIIIMMIIMMM»»IM> ............ ................ ........... i ...........- ■■ ---- •llllimilMIIHHMHHIIHHHHIHHIHHHIHUIimHIHIUIUIHIHIIIIIIHIMIIIIIItHIHIHHIIHHMHIIIHIMIIIIIIIIIIIIIIHIHUIIIIIIIIIHII,,* I A t v i n ii a Aður en ég fer til útlanda, í næsta mánuði, þarf ég 1 að gera mér grein fyrir því, hve margt starfsfólk ég get [ fengið til þess að vinna í verksmiðjum mínum næsta vor. = Mun starfrækja skógerð, hanzkagerð og sútun, ef hægt | \ er að fá nægilega margt starfhæft fólk. Þær eða þeir, sem hugsa sér að sækja um atvinnu hjá I mér, ættu að tala við mig fyrir 24. sept. Verkinu verður stjórnað af erlendum kunnáttu- I i mönnum. J. S. Kvaron. .hhhhhhhiHhhhhmhhhhhhuhuhuhhhhhhhhhhhhhuhhhhhhhhhhhhhhhhhhuuuhuhhhuhhhhuhhhimuhi* VERKAMAÐU RINN. Útéeiandi: Sósíalistafél.ig Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Arnaaon, Skipaiötu 3. — Simi 466. BlaSneind: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. BlaðiS kemur út hvern laugardag. LausasöluverS 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prontverk Odds Björnsaonar. Hundur í „Degiu Það er hundur í „Degi" út af skipan Búnaðarráðs. Við öðru var heldur ekki að búast, því öllum er ljóst, og þá ekki síst „Framsóknar“- foringjunum sjálfum, að þeir eru komnir í óþægilega klípu vegna þessara aðgerða ríkisstjórnarinnar. ,,Framsóknar“menn hafa frá því að flokkur þeirra var stofnaður, kyrjað þann söng, að flokkurinn væri fyrst og fremst flokkur bænda, og hafa þeir því hagað öllum sín- um áróðri samkvæmt þessari kenn- ingu. Með látlausu glamri, skjalli, bitlingum og hverskonar mútum hefir „Framsókn" tekist að safrra ut- an um sig allstórum bændahóp, sem í dag stendur nú andspænis þeirn staðreyndum, að eftir áratuga lof- orð „Framsóknar“ og áratuga setu hennar í ríkisstjórn og margra ára völd í Búnaðarfélagi íslands, er engin áburðarverksmiðja til í land- inu og framleiðsluhættir á þá lund, að ríkið þarf að leggja fram tugi miljóna króna á ári til þess að bændur fái nægilegt fé handa á milli kil að lifa af og greiða fram- leiðslukostnaðinn. Flóttinn úr sveitinni til kauptúna og kaup- staða hefir haldið látlaust áfram öll valdaár ,,Framsóknar,“ sökum þess að aðgerðir hennar ímálefnumsveit- anna hafa stuðlað að því. „Fram- sóknar“foringjarnir hafa m. a. lagt feikna kapp á að spyrna gegn því að bygðin verði færð saman, en sam- færsla bygðarinnar myndi hafa í för með sér fullkomnari nýtingu á ný- tísku landbúnaðarverkfærum og vélum, ódýrari framleiðslu, minna strit, fjölbreyttara menningar- og skemtanalíf, myndi með öðrum orð- um skapa skilyrði til að stöðva flótt- ann úr sveitinni, sem „Framsókn" þykist vera á móti, en stuðlar þó að honum annaðhvort vitandi vits eða af ófyrirgefanlegri fáfræði og skammsýni. Eitt af því, sem „Framsókn" hefir haldið mjög á lofti, til að veiða bændur í vef sinn, er krafan um, að bændur eigi sjálfir að ráða sínum málum, og í því sambandi hefir „Framsókn“ slegið ósjjart á þá strengi, að allir aðrir flokkar séu ó- vinir bænda og vilja svifta þá öllum ráðum í þjóðfélaginu og bera hlut þeirra fyrir borð. Síðan núverandi ríkisstjórn settist að völdum hefir „Framsókn“ ekki sparað að ala á þeim áróðri, a£í þessi ríkisstjórn hafi ekki aðeins gleymt bændum heldur geri alt til að vinna gegn þeim og hagsmunum þeirra. Og*þá fyrst og fremst í verðlagsmálunum. Svo gerist það, að forseti íslands gefur út bráðabirgðalög, að til- - hlutun landbúnaðarráðherra, um skipan 25 manna búnaðarráðs, sem á m. a. að ákveða verðjöfnunar- svæði, verðjöfnunargjald á kinda- kjöti, mjólk og mjólkurafurðum, og i á að kjósa 4 menn í nefnd, er hefir það hlutverk, að ákveða verð á landbúnaðarafurðum á innanlands- markaði. — Landbúnaðarráðherra skipar síðan 25 menn í ráðið og eru það alt saman bændur, að undan- teknum 5, sem vinna að trúnaðar- störfum í þágu bænda. Út af þessinn aðgerðum bljóp hundur í „Dag“. Bændur voru nú virkilega búnir að fá sín mál í sín- ar eigin hendur. Það þolir ekki „Dagur“. Hann vildi að þau væru áfram í höndumbitlingalýðs„Fram- sóknar,“ sem skipar meirihluta mjólkursölu-, mjólkurverðlags-, kjötverðlags- og verðlagsnefnda garðávaxta. „Dagur“ er svo ruglaður út af skipan Búnaðarráðs, að hann telur það AUKAATRIÐI hvaða verð verður á landbúnaðarafurðunum. í augum þessa „bænda“blaðs er það svo sem ekki aðalatriðið fyrir bænd- ur hvaða verð þeir fá fyrir vöru sína þegar öllu er á botninn hvolft. Að- alatriðið í augum „Dags“ er það hvort bitlingamenn „Framsóknar“ ráða nógu miklu. Hvort bændur fá nóg fyrir vöru sína er að sögn „Dags“ aðeins aukaatriði. Og af þessum ástæðum hvetur „Dagur“ bændur stðan til að skera upp herör gegn ríkisstjórninni fyrir það tiltæki hennar að taka upp þá ,,rússnesku“ aðferð að skipa nær eingöngu bændur í það ráð, sem á að ákveða verðið á landbúnaðar- vörunum. Kemst „Dagur“ að jreirri niður- stöðu, að réttast væri fyrir bændur að svara svona ósvífni með fram- leiðsluverkfalli. -Nær og fjær Snemma í sumar var vikið með nokkr- um orðum hér í blaðinu að óþrifnaði í biðstofu nokkurra lækna hér í bænum og á lóð sem KEA á við Norðurgötu og Gránufélagsgötu. Þykir blaðinu rétt og skylt að geta þess, að brugðið var skjótt og vel við að bæta úr þessu ófremdar- ástandi. Biðstofan var máluð hátt og lágt og lóðín hreinsuð. ★ „Dagur“ hliðrar sér hjá því að birta bráðabirgðalögin um Búnaðarráðið. Mun það vaka fyrir blaðinu að með þessu móti verði auðveldara að blekkja bænd- ur í þessu máli. Enda stendur ekki á blekkingatilraunum „Dags“. Segir blaðið m. a. að nægur tími hafi verið að gefa út slík lög eftir að Alþingi sé saman kom- ið, þó blaðið viti hinsvegar, að samkv. gildandi lögum um dýrtíðarráðstafanir sé svo ákveðið, að meðan ófriðarástand- ið haldist skuli verð á landbúnaðarafurð- um ákveðið í samræmi við vísitölu fram- færslukostnaðar, og að þar sem styrjöld- inni er nú lokið, beri fyrir 15. sept næstk. að ákveða að nýju verð á landbúnaðar- afurðum. Hvernig Alþingi, sem var frest- að til 1. okt. átti að geta sett bráða- birgðalögin eða gert ráðstafanir til að ákveðið yrði um verð að nýju á landbún- aðarafurðum fyrir 15. sept. næstk., það er öllum hulin ráðgáta nema „Degi1'. Svo er að sjá, sem hatrið á kommún- istum ríði ritstjórum „Vísis“ við einteym- ing. I þessu alræmda málgagni Gyðinga- hatursstefnunnar þýsku standa þessar hjákátlegu setningar 22. f. m.: „í frelsis- hreyfingu Dana reyndu kommúnistar að hefjast til vegs, en raunin varð sú, að frelsishreyfingin lætur af störfum, og margir þeir, sem best hafa barist, snúa til fyrri iðju sinnar sem vonsviknir menn. Dönum mun takast að friða land sitt, en um leið og það er gert, dregur úr áhrifa- valdi kommúnista, leynt og ljóst“. Sam- .kvæmt þessum setningum verður ekki ætlað annað en að frelsishreyfingin sé sama. og kommúnistar. Það mun samt vera óvart þetta hól „Vísis“. Það voru líka margir íhaldsmenn í frelsishreyfing- unni, en þeir voru ekki úr þeim armi flokksins, sem er andlega náskyldur út- gefendum „Vísis“, sá armurinn varð frægur undir nafninu Hipo-menn í Dan- mörku. Þeir voru markaðir soramarki Gyðingahatursins, eins og ritstjórar „Vís- is“. — Annars ætti „Vísir“ að fara var- lega í að spá um fylgi og áhrif kommún- ista í Danmörku. Hann getur hæglega orðið sér til háðungar hvað það snertir, engu síður en með samskonar spédómum um áhrif sósíalista hér á Islandi. ★ í sænskum blöðum birtist mynd af Stefáni Jóhann. Hann var snöggklæddur og sat á kassa, var manngreyið sýnilega kófsveittur, enda ekki furða eftir að hafa náð í einkaumboð frá 50 fyrirtækjum. Þeir geta svo sem gert fleira Alþýðu- flokksforingjarnir en selt sjálfum sér húseignir verklýðsfélaganna, eins og þeir gerðu í Reykjavík hér um árið. *IIHIIIIHIIIIUIIIIMIIUIIIIIIIHIIIIIIHIIHIUtllllHlllllllllUlllllllllll|,i I Teiknipappír (Tracing Paper) f fyrir húsateiknara. f [ Teiknité. Teiknihorn. Vatnslitapappír. Vatnslitir í túbum. Teiknibestik. Cellulose-pappír. f Millimetra- pappír. E c íBókabúð Akureyrar) «1111II Hllll IIIIHIHIIIIIIIIIIHHIMMIIIHHHHHHI1111111111111IHHHHIM Síldveiðin hefir brugðist. Framhald af 1. síðu legt að fjöldi fólks safnaðist saman við sjóinn í kaupstöðum og kaup- túnum. Þessir breyttu atvinnuhætt- ir, að óbreyttu þjóðskipulagi, hafa svo í för með sér meiri og minni erf- iðleika fyrir einstaklingana að stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, enda heimtar stórframleiðslan, að minsta kosti öðru hvoru (svo sem síldarútgerðin) fjölda fólks í þjón- ustu sína á vissu tímabili ársins. Skilji bæjarstjórnarmeirihlutinn ekki þessar gjörbreyttu aðstæður og telji sér ekki skylt að taka tillit til þeirra, þá hlýtur að því að reka, að þeir, sem finna, að bæjarstjórnin virðir hagsmuni þeirra að vettugi, láti núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta finna það, að hægt sé að vera- án hans eftir næstu bæjarstjórnar- kosningar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.