Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.09.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.09.1945, Blaðsíða 1
VEfiKflmflÐURinn XXVIII. árg. Laugardaginn 1. september 1945 32. tbl. Stórfellt hneykslismál Stefán Jóhann og Arent Claessen fremja trúnaðar- brot til að ná einkaumboði fyrir flestar þær vörur, sem þeir sömdu um innflutning á frá Svíþjóð Stefán Jóhann og Arent Claessen voru sendir af ríkisstjórninni í byrjun þessa árs til Svíþjóðar til að gera þar verslunarsamning, ásamt Óla Vilhjálmssyni, við sænsk stjórnarvöld og var Stefán for- maður nefndarinnar. Framferði Stefáns Jóhanns í þessari trúnaðarför er með þeim endemum, að um er að ræða eitt mesta hneykslismál, sem nokkur fslendingur hefir verið flæktur í. Stefán stofnaði hlutafélag ásamt Guðm. í. Guðmundssyni, bæjar- fógeta, Guðmundi Hagalín „prófessor" og Gísla Friðbjarnarsyni fyrverandi prentara í Alþýðuprentsmiðjunni, eru allir þess menn flokksbræður Stefáns, auk þess er Haukur Claessen einn hluthaf- inn, en hann er sonur Arent Claessen. Þeir Stefán og Arent náðu í einkaumboð fyrir 50 stærstu fyrir- tæki Svíþjóðar, handa þessu hlutafélagi, er heitir Sölumistöð sænskra framleiðenda. Höguðu þeir verslunarsamningunum við Svía með tilliti til hagsmuna hlutafélagsins (þ. e. sjálfra sín), t. d. sömdu þeir um innflutning á rakblöðum og rakvélumfyrrrSSOþús. ísl. króna, þó þeim væri kunnugt um að 5 ÁRA birgðir voru til af rakblöðum hér í landinu. Þá gáfu þeir ríkisstjórninni alrangar upplýsingar um skilning Svía á veigamiklu atriði samningsins. Halda Svíar því fram að ís- lendingar séu skuldbundnir til að flytja alt það inn sem Stefán og Arent sömdu um flutning á — og hlutafélag Stefáns og kumpána hans mun ekki láta standa á sér að biðja um innflutningsleyfi á nefndum vörum, hvort sem við þörfnumst þeirra eða ekki — enda munu þeir félagar hafa fengið einkaumboð hjá hinum 50 fyrirtækj- um með því skilyrði að þeir tryggðu innflutninginn - og hluta- félagið græðir svo mörg hundruð þúsund krónur á ári á einokun- araðstöðu sinni. Verður nánar skýrt frá þessu hneykslismáli í næsta blaði. Síldveiðin hefir brugðist og fjöldi sjó- manna og landverkafólks hefir haft sára- litlar fekjur í sumar Hvað gerir bæjarstjórn Akureyrar til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi á komandi vetri? Norski sendiherrann Torgeir Anderssen-Rysst í heimsókn á Akureyri í fyrradag bauð hinn nýi sendi- herra Norðmanna á íslandi, Tor- geir Anderssen Rysst, bæjarstjórn Akureyrar, blaðamönnum og ýms- um fleirum bæjarbúum til hádegis- verðar á Hótel KEA. Setti norski konsúllinn á Aknr- eyri hófið og bauð gesti velkomna. Sendiherrann flutti ræðu, þar sem hann, fyrir hönd Álasundsbæjar, þakkaði Akureyrarbæ hjartanlega fyrir peningagjöf þá, sem Akureyr- arbær gaf til Noregssöfnunarinnar með þeirri ósk, að hún færi aðallega til Álasunds, sem þakklætisvottur fyrir hinn drengilega stuðning, sem íbúar Álasunds veittu Akureyri eft- ir stórbrunann 1906. Ennfremur þakkaði sendiherrann innilega þaer móttökur er norskt flóttafólk hefði fengið hér. Þorst.einn M. Jónsson, forseti bæj- arstjórnar, flutti þá ræðu og þakk- aði sendiherranum fyrir hin hlý- legu orð í garð bæjarbúa og íslands og mintist síðan og þakkaði hinar ógleymanlegu sendingar íbúa Ála- sunds hingað eftir brunann 1906, og mintist hinnar hetjulegu baráttu Norðmanna í baráttunni fyrir frelsi og menningu. Fór hófið vel fram og var hið ánægjulegasta. Síldveiðin hefir brugðist algjör- lega í sumar að kalla má. Hundruð- um saman hverfa menn á besta aldri heim nær kauplausir. Haust- kauptíð fer í hönd og langur vetur framundan. Hvernig fer um af- komu þessa fólks? Hvað verður gert til þess að rétta hlut þess? Verður máske eina svar afturhaldsins eins og oft áður, að um sé að kenna leti og úrræðaleysi — já og vinnusvik- um segir „Framsókn".. — Verður þetta enn svarið, nú þegar síldveið- in hefir brugðist. Bæjarstjórnir eru kosnar til þess að gæta hagsmuna viðkomandi bæj- arfélags, en hagur hvers bæjarfélags veltur á því, hvernig afkoma bæjar- búa er. Bæjarstjórnarmeirihluti Akureyrar hefir ekki getað skilið Sjang Kaj' Sjek og Mao Tse- tung ræðast við. Undanfarna daga hafa þeir ræðst við Sjang Kaj Sjek og Mao Tse- tung stjórnmálaleiðtogi kínverskra kommúnista. Hafa viðræður þessar farið fram í Sjungking. Sjang Kaj Sjek hefir í viðtali við blaðamenn látið svo um mælt, að hann væri ánægður með árangurinn af við- ræðunum. Ekkert hefir verið til- kynnt opinberlega um hvað viðræð- urnar snúist um, en alment er talið að m. a. hafi verið rætt um myndun þjóðstjórnar í Kína, þar sem kommúnistaflokkurinn, ásamt öðr- um lýðræðisflokkum Kína, eiga sæti. Hlutavelta Húsmæðraskólafélags Ak- ureyrar verður haldin á morgun í Sam- komuhúsi bæjarins og hefst kl. 4 e. h. stundvíslega. Þar verður margt ágætra muna, svo sem: Flugfar til Reykjavíkur og bílfar til Reykjavíkur, kjötskrokkar, rúsínukassi, rykfrakki og ótal m. fl. verð- mætt. — Ágóðinn rennur til að kaupa fyrir húsgögn í Húsmæðraskólann. • þessi einföldu og óhrekjanlegu sannindi. Hann hefir að minsta kosti hagað sér þannig, eins og það væri alveg sama fyrir fjárhagslega afkomu bæjarins, þó þegnar hans væru atvinnulausir hópum saman marga mánuði árlega, ár eftir ár. Meirihluti bæjarstjórnar hefir gætt þess trúlega að drepa eða svæfa nær allar þær tillögur, sem fram hafa komið í bæjarstjórn Akureyrar og miðað hafa að því að efla atvinnu- vegi bæjarins. Þarf ekki annað en minna á hinar margdrepnu tillögur í útgerðarmálunum og á hafnar- garðsmálið. Nú stendur bæjarstjórnin enn einu sinni andspænis þeirri stað- reynd að fjöldi bæjarmanna, hraustra og vinnufúsra, verða fyrir- sjáanlega atvinnulausir vikum og jafnvel mánuðu/n saman í vetur nema bæjarstjórnin taki upp þá ný- breytni í vinnubrögðum sínum að gæta hagsmuna bæjarfélagsins, en það hefir meiri hluti hennar svikist um, eftir mætti, að undanförnu, að því er atvinnumál bæjarins snertir. Bæjarstjórnarmeirihlutinn þarf í fyrsta lagi að reyna að skilja, að at- vinnuhættir og atvinnuástand er á alt aðra lund en var fyrir aldamót- in, er flestir landsmenn bjuggu í sveitum. Tímarnir eru gjörbreyttir. Aukið samstarf og framleiðsla í stórum stíl, meiri og raargþættari menning, hefir gert það nauðsyn- (Framhald á 4. síðu). Stuttar fréttir. Fréttaritarar segja, að um helm- ingur Tokioborgar sé í rústum ,og um 4 miljónir borgarbúa séu hús- næðislausir. í ræðu, sem norski saksóknarinn hélt í gær krafðist hann þess að Vidkum Quisling yrði dæmdur til dauða. Lið Bandamanan streymir nú daglega á land í Japan og hefir tekið sér víða bólfestu við Tokio flóa. Svisslendingar hafa afhent Eddu Mussolini ítölskum yfirvöldum. — Mussolini lét skjóta mann hennar Ciano greifa. •IMIMMMMMIMMMIMMIIMMIIMII m.........tinnnni.........iii; I Leyfi fengið fyrir smíði | 30 togara í Englandi | / gcer barst islensku rikisstjórn- f | inni tilkynning frá Englandi um I I að breska stjórnin hefði veitt \ \ leyfi til að smiðaðir yrðu 30 \ I togarar fyrir Islendinga. Verða \ \ togararnir smiðaðir hjá 5 stœrstu I | togarasmiðastöðvunum og eiga \ \ að afliendast á timabilinu sept. \ | 1946 til sept.-okt. 1947. \ Er það mikið ánagjuefni, að \ \ lausn þessa mikilvæga máls er nú \ Ifengin. |IMIIII|lllltMMMI|lll|IMIMMIIMIIMMMIIIIIMMMMMMMIMMMIIIIMil"

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.