Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.10.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 13.10.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐU RINN 3 VERKAMAÐU RINN. Útjefandi: SósíalistaféldS Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Ámason, Skipa&ötu 3. — Simi 466. BtaBnefnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hverti laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósialistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Prantverk Odda Bjömssonar. Einn helsti leiðtogi finskra jafnaðarmanna lýsir ástandi flokks síns Til vinstri Hvarvetna að úr heiminum ber- ast fregnir um að straumurinn liggi til vinstri. Sjang Kai Sjek sernur við kinverska kommúnistaforingj- ann Mao Tse Tung, sem liann fyrir nokkrum árum lagði frarn geysi- fjárfúlgu til höfuðs. Samkvæmt þessurn samningi eiga allir stjórn- málaflokkar í Kína nú að verða jafnréttháir og almennar þjóðþings- kosningar að fara frarn áður en langt líður. 1 Frakklandi er Komm- únistaflokkurinn orðinn stærsti flokkurinn. í Noregi vann Komm- únistaflokkurinn langmest á allra flokka. í Bretlandi gjörsigraði Verkamannaflokkurinn með stuðn- ingi kommúnista íhaldsflokkinn. í Budapest eru róttæku flokkarnir í miklum meirihluta. Gríska einræð- isstjórnin, er komst til valda í skjóli bretskra byssustingja hefir nú hröklast frá völdum og leiðtoga frjálslynda flokksins falið að mynda stjórn. Argentinska fasistastjórnin hefir sagt af sér. Og stjórn Francos boðar almenna sakaruppgjöf póli- tískra fanga. Kröfur hinni kúguðu nýlenduþjóða svo sem Indverja og Jövubúa um frelsi verða æ háværari og ákveðnari. Verkamenn í Banda- ríkjunum og Bretlandi heimta meiri hlut af gróða þess verðmætis, sem þeir framleiða. Straumurinn liggur til vinstri og verður æ þyngri. Hið vinnandi fólk, krefst þess að það fái að njóta að fullu alls þess verðmætis er það framleiðir og að tæknin verði hag- nýtt til hins ýtrasta til að auka af- köstin og skapa öllu mannkyninu menningarleg lífsskilyrði. Afturhaldið spyrnir eftir mætti gegn öllum kröfum um aukið frelsi og bætt lífskjör almennings. Meira að segja gerist bretska verklýðs- flokksstjórnin verkfæri ensku auð- mannastéttarinnar til að halda í skefjum eða kæfa frelsisbaráttu ný- lenduþjóðanna. En sú stund er ekki langt undan er vinstri öflin vinna lokasigur sinn. Þrjár spennandi skáldsögur Unaðshöll kr. 12.00 Hallarleyndarmálið — 10.50 Á valdi örlaganna — 12.00 Fást í næstu bókabúðl Kennsla Stúdent getur tekið nokkra nemendur í dönsku, ensku pg íslensky, - Afgr, vfsar á. í danska blaðinu Berlingske Aftenavis, birtist 3. sept. sl. skeyti frá tíðindamanni blaðsins í Stokk- hólmi. Segist fréttaritaranum svo frá: „Formaður finska ríkisþingsins, fyrverandi félagsmálaráðherra, K. A. Fagerholm, sem er einnig kunn- ur maður í Danmörku, lét í ljós í athyglisverðri ræðu, sem hann flutti í gær, ótta um að hrun finska sósíal- demokratiska flokksins væri í nánd. jafnvel þó aðstaða sósíaldemo- krataflokkanna víðsvegar í heimin- um virðist traust, sagði hann og nefndi sem dæmi, England, Dan- mörk, Svíþjóð og Noreg, verðum við, ef við eigum að vera ærlegir, að viðurkenna, að sósíaldemokrata- flokkurinn í Einnlandi er veikari í dag en nokkru sinni fyr, eða svo maður segi ekki of mikið, aðstaða sósíaldemokrataflokksins hefir aldr- ei verið veikari en einmitt nú. Ald- ei hefir flokkurinn verið eins stefnulaus í pólitík sinni eins og síðustu árin. Alt skraf um einingu innan flokksins er því miður lýgi. Sannleikurinn er, að óeiningin er mikil og skorturinn á--skýrum lín- um er áberandi. Þetta gildir bæði hvað snertir flokksstjórnina og þingmannasveit flokksins, og eg óttast um, að alment hik sé að grípa um sig meðal meðlima flokksins og fylgismanna urn alt landið. Ef við ekki getum komist að skynsamlegri niðurstöðu innan flokksins, og ef flokkurinn heldur áfram hinni und- arlegu pólitík sinni, sem hann hefir rekið síðustu árin, hlýtur hann að farast'1. Haraldur Sigurðsson (Framhald af 1. síðu). Áltrifin eru líka stórkostleg, svo að söngvinn áheyrandi, sem gefur sig allan á vald'Haraldi, er ekki samur maður og áður. Áhrifin endast til æviloka. Ef til vill á reynsla styrjaldarár- anna meðal annars þátt í því að list Haralds er orðin svo óvenju-stór- brotin. En hvað sem því líður, þá ætti honum að vera fært að leggja undir sig heiminn. Hann stendur ekki að baki hinum frægustu snill- ingum. Viðfangsefnin voru í þetta sinn eftir Schubert, Brahms, Chopin, Sibelius og Palmgren. Á þeim öll- um var sami snilldarbragurinn, en af öllu bar þó Fantasía í f eftir Chopin. Eg hefi aldrei heyrt neitt áhrifameira. Eins og J. S. Bach er prófsteinn á organleikara, er Cho- pin prófsteinn á píanóleikara. Hvorugur verður túlkaður vel, nema af sönnunr listamönnurrt. En þá er list þeirra líka meðal þess göfugasta, sem þessum heimi hefir nokkurn tima hlotnazt. Á. S. FJÁRSÖFNUN (Framh. af 1. síðu). heldur munu gjafalistar liggja frammi í bókaverzlunum bæjar- ins, og eru menn beðnir að skrá gjafir sínar þar. Þá hafa blöð bæjarins heitið að taka á móti gjöfum. Geta þeir, sem vilja, snúið sér til ritstjóra „Verkamannsins“. S. I. s. rottu nar * fiýja skipið „Tíminn" og „Dagur“ telja það mikil og merkileg tíðindi, að Mál og menning skuli hafa aðalumboð á íslandi á bókinni íslenskar jurtir, eftir Áskel Löve, sem var við nám í Svíþjóð á stríðsárunum. Bók þessi er gefin út af hinu kunna forlagi Ejnars Munkgaard, Kaupmanna- höfn, og er prentað í Lundi í Sví- þjóð. Býr „Tíminn“ til þá sögu, og „Dagur“ nógu þunnur og illgjarn til að lepja söguna, að Mál og menning hafi látið prenta bókina úti af því að það sé ódýrara en hér. En fyrir sögu „Thnans“ er enginn fótur og falla því allar hugleiðingar nefndra blaða út af henni um sjálf- ar sig. En nú skal skýrt frá öðru, og er skorað á „Dag“ og ,,Tímann“ að hrekja. 1 sumar sendi Samband ís- lenskra samvinnufélaga beiðni til ríkisstjórnarinnar um að fá að flytja inn 25 erlenda menn til að láta vinna í verksmiðjum sambandsins. Mun þetta víst gert af umhyggju fyrir íslensku iðnverkafólki. og í þeim tilgangi að búa þannig að því að það ætti hægri með að kaupa kjötið, sem ,,Dagur“ sagði á dögun- um að væri of ódýrt, þó hann vilji nú ekki kannast við að hafa sagt það. 5. þing Sósíalistaflokksins verður lialdið í Reykjavík 25.-28. þessa mánaðar. Dagskrá þingsins verður sem hér segir: Skýrsla miðstjórnar og helstu verkefni Sósíalistaflokksins, fram- sögum. Brynjólfur Bjarnason. Ný- sköpun atvinnuveganna, framsögu- m. Áki Jakobsson. Alþjóðleg .við- horf og frelsisbarátta Islendinga, framsogum. Einar Olgeirsson. Und- irbúningur kosninga, framsögum. Sigfús Sigurhjartarson og Halldór Jakobsson. Efling Sósíalistaflokks- ins, framsögum. Eggert Þorbjarnar- son. Slys. Sl. laugardag vildi það slys til við uppskipun hér í bænum, að einn verkamaðurinn, Sigfús Kristjánsson, Gilsbakkaveg 1, hlaut svo mikið höfuð- högg, að flytja varð hann í sjúkrahúsið. Líðan hans er þó talin sæmileg. Hlutavelta verklýðsfélaganna verður á morgun. Þeir, sem eiga eftir að koma m,eð muni þangað eru beðnir að skila þeim í Samkomuhúsið eftir kl. 4 í dag. Þettaerhin báðskemmt- ilega og spennandi skáldsaga, * sTTsíýTfiF * !' . á Krossgötur Jf sem alli lesa og tala ! um núna. i 11 ■ ■ ■ I ■ 111 •I•111111■11■■I■I•(11111MIIIII1111111M■■111111■■ I II 11 ■ 11 111» I Sósialistafélag Akureyrar heldur fund næstk. múnudag kl. 8.30 e. h. á skrifstofu félagsins, {[ Hafnarstræti 88 (gengið inn að sunnan). D AGSKRÁ: 1. Stjórnartillögur. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Önnur mál. Mjög áríðandi að félagar fjölmenni. STJÓRNIN. «XSX#X$X$X$XJXJ Frá Barnaskólanum Milli kl. 1,30 og 3 á daginn verð eg, eða yfirkennarinn, til viðtals við for- eldra á skrifstofu minni í skólanum. Snorri Sigfússon. i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.