Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.11.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 17.11.1945, Blaðsíða 1
vERKHmjMRinn XXVIII. árg. Laugardaginn 17. nóvember 1945 42. tbl. Frá 5. þingi Sósíalistaflokksins. Þingið hvatti þjóðina tilaðvera á verði gegn hverskonar til- raunum til að skerða sjálfstæði íslands 5. þing Sameiningarflokks alþýðu Jakobsson, Ársæll Sigurðsson, Egg- — Sósíalistaflokksins var sett í Reykjavík 8. þ. m. Þingið sátu 79 fulltrúar frá deildum flokksins víðsvegar um land og Æskulýðs- fylkingunni. Brynjólfur Bjarnason, mennta- málaráðherra, flutti þinginu erindi um stjórnmálaviðhorfið, störf Sós- íalistaflokksins og verkefni hans. Áki Jakobsson, atvinnumálaráð- herra, hafði ýtarlega framsöguræðu am nýbyggingaráform og fram- kvæmdir ríkisstjórnarinnar. Gunn- ar Benediktsson liafði framsögu um landbúnaðarmál. Meðal þeirra ályktana er þingið samþykti var ályktun um stjórn- málaástandið og næstu pólitísk verkefni flokksins. Öll mið$tjórn flokksins var end- urkosin, en hana skipa: Formaður Einar Olgeirsson, varaformaður flokksins Sigfús A. Sigurhjartarson, formaður flokksstjórnar og mið- stjórnar Brynjólfur Bjarnason, varaformaður miðstjórnar og íloks- stjórnar Steinþór Guðmundsson. Aðrir miðstjórnarmeðlimir: Áki ert Þorhjarnarson, Jón Rafnsson, Katrín Pálsdóttir, Kristinn E. Andrésson og Stefán Ögmundsson. Þinginu var slitið 13. þ .m. De Gaulle segir af sér. Forseti lianska stjórnlagaþings- ins hefir tilkynt að honum hafi bor- ist bréf frá de Gaulle, þar sem hann afsalar sér stjórnarforsetaembætt- inu. Er það út af ágreiningi við kommúnista og jafnaðarmenn, en þessir tveir flokkar voru búnir að koma sér saman um stefnuskrá, ef þeir tækju þátt í stjórn, en de Gaulle vildi ekki fallast á hana. Einnig rréitaði hann að fallast á þá kröfu kommúnista, að þeir fengju eitt af þessum þremur ráðherraem- bættum: utanríkisráðherra, innan- ríkisráðherra eða hermálaráðherra. Kommúnistaflokkurinn er stærsti flokkur Frakklands og fór fram á að fá ráðherra í hlutfalli við styrk- leika sinn í þinginu. Þjóðfylking Titos vann glæsilegan sigur í kosningunum Hljómleikar Margrétar Eiríksdóttur Mánudaginn 12. þ. m. bauð Tón- og fögnuðu listakonunni hið bezta. Sl. sunnudag fóru fram þingkosn- ingar í Júgóslavíu. Stjórnarand- staðan hafði hvatt fylgismenn sína til að sitja heima á kjördag. Þrátt fyrir þetta greiddu rúm- lega 80% kjósenda atkvæði. Þö engir væru í kjöra frá stjórnarand- stöðunni gátu kjósendur greitt at- kvæði gegn frambjóðendum Þjóð- fylkingarinnar. En svo fylgislaus var stjórnarandstaðan t. d. í Bel- grad, að Þjóðfylkingin fékk 80% greiddra atkvæða og í Zagreb, höf- uðborg Króatíu, enn meira. Erlendir fréttaritarar, sem stadd- ir voru í Júgoslavíu, segja að kosn- ingarnar hafi farið mjög rólega fram og verið frjálsar og leynilegar, þvert á móti því sem ýms blöð í Bretlandi og Ameríku voru búin að fullyrða. Tito marskálkur sagði við blaða menn í gær, að kosningaúrslitin sýndu, að þjóðin væri andvíg kon- ungdæmi og vildi að stofnað yrði sambandsríki og væri þegar búið að semja drög að nýrri stjórnarskrá. Stuttar fréttir. Sovéfríkin og Bretland hafa tilkynt að þau muni viðurkenna Albaníustjórn. Ríkisstjórn bretska Verkamanna- flokksins er nú opinberlega gengin í þjónustu ensku auðmannanna, með því að láta hersveitir sínar hefja allsherjar- sókn gegn Indónesum á Jövu. Verja Bretar þetta landvinningastríð sitt og svik við Atlantshafsyfirlýsinguna með því að segja að Indónesar séu ekki færir um að stjórna sjálfum sér. Þetta var líka kjörorð Hitlers, þegar hann var að svæla undir sig aðrar þjóðir. listarfélag Akureyrar styrktarfélög- um sínum ög gestum að hlýða á píanóhljómleika ungfrú Margrétar Eiríksdóttur í Nýja-Bíó. Fins og kunnugt er, ætlar ungfrú Margrét að verð#kennari við tón- listarskóla þann, er tekur til st'arfa hér í bæ í vetur, og Tónlistarfélag- ið hefir sett á stofn. Hún hel'ir stundað tónlistarnám um margra ára skeið á Konunglega tónlistarhá- skólanum í London og Iokið prófi með loflegum vitnisburði. Hefir nún leikið þar í borginni nokkrum sinnum við góðan orðstír. Þessir hljómlei^ar bártJ hinum ágætu hæfileikum ungfrúarinnar fagurt vitni og lýstu mikilli tón- menntun og ágætri þjálfun. Fyrsti þátturinn voru Sonata í e- moll eftir Haydn og Sonata eftir enska tónskáldið Arne (1710— 1778). Voru þær báðar mjög fagrar og stílhreinar, ekki sízt hin síðari, og væri fengur að l'á að kynnast þessu ágæta tónskáldi betur. Annar þáttur hljómleikana vöru Tilbrigði eftir Brahms (D-dúr), há- tíðlegt verk og alvarlegt, mjög vel túlkað, og komu þar vel í ljós mikl- ir skapsmunir listakonunnar. ÞriÖji og lang-veigamesti þáttur hljómleikanna var hin undursam- lega f-moll fantasía eftir Chopin. Þar sýndi ungfrúin, hvers hún er megnug. Hún túlkaði draumlyndi og blíðu Chopins með kvenlegum yndisleika og mýkt og þunglyndi hans og ástríðueld með næstum því hetjulegum krafti. Og þó að húh jafnist ekki á við Harald Sigurðs- son í túlkun þessa stórbrotna lista- verks, þá má hiklaust fullyrða, að hvar sem væri mundi hún hljóta i iðui kenningu fyrir flutning þess. Síðasti þáttur hljómleikanna var Bagatelles eftir Rawthorne og L' Isle joyeuse eftir hið mikla franska tónskáld Debussy (1862-1918). Var einkum síðarnefnda tónverkið mjög glæsilega leikið, og að líkind- titn bezt flutta lagið á þessum hljómleikum. Virðist mér, að ung- frúnni muni sérlega lagið að túlka þann unað og fegurðarauð, sem hin yndislegu lög þessa einkennilega tónskálds hafa að geyma. Áheyrendur voru mjög hrifnir Hlaut hún að l'aunum fjölmarga fagra blómvendi og lék að lokum aukalag eftir H. Purcell (1658— 1695), eitthvert mesta tónskáld, sem Bretar hafa átt. Það er ástæða til að fagna því, að þessi ágæta listakona ætlar að starfa hér framvegis. Ætti það að verða tónlistarlífi bæjarins ómetanlegt. Á. S. Ssgurður Eggerz látinn Sigurður Fggerz, fyrv. bæjarfó- geti, andaðist í gær í sjúkrahúsi í Reykjavík, en annar fóturinn hafði verið tekinn af honum fyrir nokkr- um dögum. Sigurður Eggerz var þjóðkunnur maður og um eitt skeið einn af áhrifamestu mönnum í íslenskum stjórnmálum. Hann var fágætur mælskumaður og heitur ættjarðar- vinur og væri nú betur að Sjálf- stæðisfl. ætti þar marga jafn heila og ósvikula menn, því nú er hart sótt að hólma okkar íslendinga og atomsprengju veifað í stað andans vopnum. Sigurður unni skáldskap og fögr- um listum og lagði sjálfur þar nokkuð af mörkum. Hann var óvenjulega ljúfur og skemtílegur í allri umgengni, hver sem í hlut átti, pólitískur andstæðingur eða flokksbróðir, fátækur eða ríkur. Aðfaranótt s. 1. fimtudags, brann bær- inn Tjarnir — fremsti bær í Eyjafirði — til kaldra kola. Fólk slapp með naumind- um fáklætt út um glugga. Húsið var lágt vátryggt og innbú óvátryggt. Söfnunin í kosningasjóð Sósíalistaflokksins. I gærkvöldi hafði verið skilað á kosningaskrifstofuna: 3. deild: kr. 365.00 6. deild: kr. 135.00 9. deild: kr. 110.00 11. deild: kr. 100.00 Væntanlega láta hinar deildirnar ekki á sér standa að gera skil. Ferðafélaé Akureyrar efnir til skemti- 'undar fyrir félaga og gesti á Hótel K. E. A. annað kvöld, með fjölbreyttri skemti- skrá. Verður sagt frá Öskju- og Vatna- jökulsferð fél. sl. sumar og sýndar mynd- ir, sem teknar voru í ferðinni. Á eftir verður dansað (gömlu og nýju dansarn- ir). SKRIFSTOFA Sósíalistafélags Akureyrar er opin alla virka daga kl. 5—7 síðdegis. — Félagar! Komið á skrifstofuna og gerið skil. STJÖRNIN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.