Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.11.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 17.11.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Ávarp Æskulýðsfylkingin á Akureyri hefst nú handa um að hafa sérstaka Æskulýðssíðu hér í blaðinu. Rúm það, er hún hefur yfir að ráða mun sérstaklega helgað æskulýðnum hér í bænum og áhugamálum hans. Tekin verða sérstaklega til með- ferðar mál, sem varðar unga fólkið, framtíð þess og afstaða til þeirra verkefna, sem leysa þarf. Framtíð æskulýðsins er frá okkar sjónar- miði mál málanna, því að „æskan í dag er þjóðin á morgun“, hún á að erfa landið. Og unga fólkið verður að gera sér það ljóst, hvað bíður þess, athuga hvaða skyldur við land sitt og þjóð hvíla á herðum þess, hver vandi og vegsemd er í þX'í fólginn að vera íslendingur nú á tímum. Ef til vill er aldrei meiri þörf en nú, að þjóðin fylki sér sam- an sem einn maður um sjálfstæði landsins og láti þar engan bilbug á sér finna. Um það er engum blöð- um að fletta, að ýmsir þeir menn, sem þjóðin hefur valið sér til for- ystu hafa ekki staðið eins vel í stöðu sinni og æskilegt hefði verið og þjóðin á heimtingu á. Engum ber brýnni skylda en einmitt æskulýðn- um til þess að vera vel á verði gegn öllum slíkum öflum, einangra þau og gera þau hættulaus. Ef unga fólkið sofnar á verðinum pg gerir sér þess ekki ljósa grein, hvað er að gerast má vera, að sjálfstæði þessa lands, sem hátíðlega var lýst yfir 17. júní 1944 á hinum fornhelga stað, Þingvöllum, verði hneppt í þá fjötra, sem erfitt verður að leysa aftur. Nú eru kosningar fyrir dyrum. Enn einu sinni ganga Akureyring- ar að kjörborðinu og velja fulltrúa til að stjórna þessum kaupstað. Hér er ein bezta höfn landsins, en sá kaupstaðurinn, sem fæst hefir skip- in, og þau flest 1 ítt sjófær, sem til eru. Hvað hefir verið gert til að sjá um, að allir bæjærbúar hafi íbúðir, sem geta kallast mannabústaðir, til að búa í og tryggingu fyrir arð- bærri vinnu? Hvernig stendur á því, að sjúkrahúsið er óreist ennþá, þó að öllum beri saman um,/að hið gamla sé óviðunandi. Þessum og fleiri spurningum verða kjósend- urnir að krefjast að flokkarnir svari, og þeir hafa reyndar með verkum sínum undanfarin ár sýnt það svart á hvítu, borgaraflokkarn- ir, að þeir bera annað meir fyrir brjósti en þetta bæjarfélag og al- þýðuna hér á Akureyri. Hinsvegar hefir Sósíalistaflokkurinn ætíð Ver- ið reiðubúinn til að leysa verkefn- in með hag alþýðunnar fyrir aug- um, enda eru augu mannanúóöum að opnast fyrir því, að Sósíalista- flokkurinn er sá eini, sem alþýðan getur treyst. LIFI SÓSÍALISMINN! - Th. Hafa þeir skilið sitt hlutverk? Það líður nú óðum að bæjar- stjórnarkosningum hér x vetur, það er eðlilegt að allir flokkar geri það, sem hægt er, til þess að sannfæra bæjarbx'ia um það, að þeir hafi ver- ið hinir trúu þjónar þess í hví- vetna, og unnið af alhug fyrir bæj- arfélagið. Við lestur bæjarblaðanna Dags og íslendings, sannfærist tnað- ur um það, að eitthvað er bogið við þau störf, sem fulltrúar þeirra flokka, sem að þessum blöðum standa, hafa unnið. Þessir tveir flokkar, Framsóknarfl. og Sjálfstæð- isfl., ásamt Alþýðufl., hafa farið með framkvæmdarvaldið í bænum síðastliðin fjögur ár, á þeirra ábyrgð hefir það verið, þeir eiga raunverxxlega sök á því ófremdar- ástandi, sem ríkt hefir hér í bæjar- málunum. Fyrnefnd blöð og bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisfl. og Fram- sóknar, standa nú í harðri deilu um það, hverjir hafi búið til stærri rottuholur, og safnað í þær því fé, sem ætti að renna til bæjar og ríkis. Því miður virðist sökin vera hjá báðum. Báðir þessir aðilar hafa brugðist því hlutverki, sem þeim var falið, þeir hafa ekki auðgað bæjarfélagið okkar, ekki hugsað um hag þess heldur sjálfra sín, að vísu höfum við reynt störf og starfs- aðferðir auðmannanna í bæjar- stjórn Akureyrar fyr, og einnig Framsóknar, en eg býst við því, að fáir, sem fylgdu Framsókn að mál- um við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar, hafi búist við því, að þeir brigðust gersamlega þeim loforð- um, er þeir gáfu við síðustu kosn- ingar um það, að fulltrúum Fram- sóknar væri einum trúandi til þess, að stjórna bæjarmálum vel og vit- urlega. En það sannaðist nú, eins og jafnan fyr, að enginn kann tveim herrum að þjóna, og svo fór hér, fulltrúar Framsóknar eru jafn- framt fulltrúar K. E. A. og S. í. S. Þegar hagsmunir þeirra rekast á við bæjarfélagið, þá koma fulltrúar K. E. A. vel í ljós, bæjarfélagið er olnbogabarnið í þeirra augum, en K. E. A. eftirlætið, eða öllu heldur peningar þess, þannig hefir það verið og mun verða, ef þessum flokkum verður áfram falin forust- an í bæjarmálunum. Við æsku- menn getum ekki þolað það leng- ur, að bæjarfélagið okkar sé svikið í trygðum. Við gerum kröfu til þess að í næstu kosningum verði ein- ungis kosnir í bæjarstjórn menn, sem ekki eru áhangandi auðmönn- unum í bænum eða Framsóknarfl., hluthöfunum í kringum K. E. A. Við verðum að heimta, að Sjálf- stæðisfl. og Framsóknarfl. geri grein fyrir því,- sem fulltrúar þeirra hafa unnið fyrir bæinn undanfarin ár. Við viljum sérstaklega aðvara verkamenn og aðra um það, að þeg- ar líður að kosningum mun K. E. A. láta blaðið „Dag“ flytja lofgrein- ar um það, sem K. E. A. hefir gert, og mun eigna það Framsóknarfl., þetta var gert fyrir síðustu kosning- ar, og mun verða gert enn. Fram- sóknarfl. lxefir aldrei veitt neiná at- vinnu fremur en aðrir flokkar. Að við gerum það að okkar tillögu, að verkamenn verði kosnir í bæjar- stjórn nú í vetur, stafar af því, að við treystum þeim betur en öðrum til þess að vinna að velferðarmál- um bæjarfélagsins. Við erum orðn- ir fullsaddir af störfum auðmanna og auðfélaga, af því að það viiðist svo, sem þeir vilji ekki skilja þarfir okkar. J- Hver vill ekki vera íslendingup? Það mun nti kunnugt öllum al- menningi á íslandi og líkjega í flestxim löndum heims, að Banda- ríki Norður-Ameríku liafa, fyrir all-löngu síðan, farið þess á leit við ríkisstjórn íslands og Alþingi, að þau fái að hafa áfram herbæki- stöðvar í landinu, eftir að sá tími er útrunninn, sem samið hafði verið um, að Bandaríkin hefðu flutt all- an herafla sinn af landi brott. Enn sem komið er hefir ríkis- stjórnin ekki séð sér fært að birta opinberlega þær orðsendingar, sem henni hafa borist frá stjórn Banda- ríkjanna, og ‘ allar umræður um málið á Alþingi hafa farið fram fyr- ir lokuöum dyrtun, svo að þjóðin liefir lítið sem ekkert fengið að vita xim gang Jressa þýðingarmesta máls, sem Alþingi hins íslenska lýðveldis hefir fengið til nteðferðar. Það eitt er víst, að erlent stór- veldi hefir óskað að fá leigðar, til langs tíma, bækistöðvar fyrir her sinn á nokkrum stöðum í landi voru. Nú eru liðnir 17 mánuðir, síðan ísland varð stjórnarfarslega sjálf- stætt ríki eftir nær sjö alda yfirráð annara Jxjóða. Eftir að við höfum verið sjálfstæð' Jxjóð í aðeins 17 mánuði, fer erlent stórveldi fram á það, að við látlim einhverja hluta af landi okkar af hendi við það. Með öðrum orðum: Það’er farið fram á, að við látum okkur nægja, að hafa verið sjálfstæð Jojóð í hálft annað ár, og förum þá þegar að slaka á kröfum okkar um fullkom- in yfirráð yfir landi okkar. — Þeg- ar skiattinn hefir náð taki á litla fingri, þá er hendinni hætt. Og ef við látum af hendi eitthvað af landi okkar, ef við glötum einhverju af frelsi okkar, þá er hætt við, að meira fylgi á eftir. Nei, það getur enginn sannur Is- lendingur gefið samþykki sitt til þess, að erlendur her, frá hvaða landi, sem hann kynni að vera, fái að hafa aðsetur í landinu. Við er- um of lengi búnir að heyja sjálf- stæðisbaráttu okkar, til þess að fara ntx aftur að afsala okkur frelsinu. Þá væri illa farið með ævistarf Jóns Sigurðssonar og allra þeiira, sem hafa helgað frelsisbaráttu okkar krafta sína. En því miður hafa þegar heyrst raddir um, að við ættum að verða við þessum óskum hins erlenda stórveldis, og jafnvel hefir verið talað um, að við ættum að gerast 49. sambandslýðveldi Bandaríkj- anna, eins og einn þingmaður þeirra hefir látið í Ijósi, að æski- legt væri. Og þessar raddir ltafa, sem von- legt var, kornið frá svartasta aftui- haldinu í landinu. Þær hafa kornið frá Jónasi Jónssyni, fyrverandi for- manni Framsóknarflokksins og dagblaðinu Vísi, fulltrúa heildsala- klíkunnar í Reykjavík. Hver þjóð á sína kvislinga og það er henni holt, að vita hverjir þeir eru. íslenskir æskumenn og konur! Ekkert okkar má bregðast skyldum sinum við land og þjóö. Við meg- um aldrei afhenda erlendu ríki svo mikið sein lófastóran blett af ís- lensku landi. Sósíalistaflokkurinn stendur nú og alltaf einhuga gegn allri ásælni erlendra ríkja, og undir merki hans skipar æskan sér ntx sem endranær. _______________________ NÝJAR BÆKIJR Bóndinn í Kreml Undur veraldar Ritsafn Jóns Trausta I—VII óbundið og í handunnu skinn- bandi. Vor um alla veröld, eftir . Nordahl Girieg. Bókabúð Akureyrar Crepé-pappír í ótal litum. bOkabúð akureyrar. Dönsku blöðin ILL. FAMILIE JOURNAL NORDISK MÖNSTERTID- ENDE SKIPPER SKRÆK tekin upp eftir helgina. Tökum enn á móti áskrifendum. Bókabúð Akureyrar. Símar 495 og 466. Knattspyrnukappleikur og reiptoé fer fram á morgun kl. 2 milli Bifreiðastöðvar Oddeyrar og Nýju Bílastöðvarinnar,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.