Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.12.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 08.12.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐU RINN. Ótt»tandi: Sósíaliataféldg Akuroyrar. Ritatjóri: Jakob Ámaaon, Skipa£ötu 3. — Sitni 466. BlaBnofnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur ASalsteinsson. BUSið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. AfgreiSsla í akrifatofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstræti 88. Pnntvork Odda Bjömaaonar. Furðuleg embættisveiting Vilhjálmur Þór sagði nýlega upp starfi sínu sem bankastjóri við Landsbankann frá næstu áramót- um. Nokkru síðar spurðust þau tíðindi, að Jón Árnason, frarn- kvæmdastjóri, hafi verið ráðinn í stað hans — og það án þess að stað- an hefði verið auglýst laus til um- sóknar. Jón Árnason er formaður bankaráðs. En á bankaráðsfundi þeim, sem þessi makalausa samþykt er gerð voru þessir mættir: Her- mann Jónasson, varamaður Jóns Árnasonar í bankaráðinu, Jónas Jónsson frá Hriflu, Jónas Guð- mundsson, Pýramídaspámaður og Magnús Jónsson. Ölafur Thors var ekki mættur og heldur ekki vara- maður hans, Jakob Möller. Samkvæmt upplýsingum Her- manns Jónassonar gengu fulltrúar Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. í lið með Framsókn og greiddu atkvæði með því að veita Jóni Árnasyni banka- stjórastöðuna. Þessi framkoma fulltrúa stjórn- arflokkanna tveggja, er hin furðu- legasta. Jón Árnason er landskunn- ur, sem einn allra argasti aftur- haldsmaður, sem fyrirfinst í þessu landi. Hann, eins og alt forystulið Framsóknar á enga aðra ósk heitari en að öll nýsköpunaráform ríkis- stjórnarinnar renni út í sandinn. Ástandið í Landsbankanum hefir verið þannig, að meirihluti banka- ráðs og allir bankastjórarnir- eru ákveðnir andstæðingar stefnu ríkis- stjórnarinnar og Iiafa gert alt, sem þeir hafa getað til að torvelda ný- sköpunarstarf hennar. Landsbank- inn hefir t. d. þumbast í lengstu lög við að leggja fram 300 miljónirnar, af innstæðunum erlendis, á sérstak- an reikning, en það var eitt höfuð- atriðið í samningi stjórnarflokk- anna. Ennfremur má geta þess, að í alt haust hefir staðið yfir hörð rimma milli Landsbankans og Ný- byggingarráðs út af frumvarpi þess um Fiskveiðasjóð íslands, en eins eg kunnugt er, þá er tilgangurinn með frumv. sá, að gera útvegsmönn- uin kleift að fá hagkvæm stofnlán gegn lágum vöxtum. Hefir Lands- bankastjórnin látið uppi í þessum átökum þá ósk, að allar tilraunir og öll áform ríkisstjórnarinnar til að koma íslensku atvinnulífi á traust- an grundvöll, fari út um þúfur. Með því að greiða atkvæði með Jóni Árnasyni í bankastjórastöð- una hafa Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. raunverulega snúist gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa með þessu gengið í lið með þeim flokki og þeim mönnum, sem nota leynt Efndir Alþýðuflokksins Það er auðséð á síðasta „Alþýðu- manni“ að óðum líður að bæjar- stjórnarkosningum hér á Akureyri. Bragi Sigurjónsson skrifar langa grein í blaðið, um sinnuleysi meiri- hluta bæjarstjórnar um velferðar- mál bæjarfélagsins o. fl. í þessari grein þykist Bragi fá ástæðu til þess að ráðast á stefnu og starf öfl- ugasta flokks verkalýðsins, Sósíal- istaflokinn og varar kjósendur á Akureyri við að kjósa verkamenn í bæjarstjórn. Eg verð bara að segja, að nær væri Braga Sigurjónssyni að grandskoða sinn eiginn flokk áður en hann ræðst á okkur verkamenn- ina og okkar stefnu. Hafi fulltrúar okkar í bæjarstjórn brugðist okkar málstað, gengið á móti hagsmuna- málum vinnandi fólks í bænum, þá hefði Bragi haft ástæðu til að vara kjósendur við flokknum eða full- trúum þeirra. En þessu er ekki til að dreifa, enda væri það æskilegt að Bragi benti á það, hvenær full- trúar okkar í bæjarstjórn hafa lagst á móti tillögum sem miðuðu að auknum framförum og aukinni hagsæld fyrir þetta bæjarfélag, þó ekki væri nema í eitt éinasta skipti. En ég vil benda Braga á annað, úr því hann fór út í það á annað borð að ófrægja okkar menn og starf þeirra, þá ætti hann að athuga það hvernig fulltrúar Alþýðuflokksins hafa staðið í stöðu sinni og efnt þau loforð, sem þeir gáfu flokksmönn- um sínum og kjósendum. F.g man ekki betur en að fulltrúi Alþýðu- flokksins lofaði þyí fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, að „ef hann næði kosningu í bæjarstjórn þá skyldi hann enga samvinnu hafa við Framsókn eða íhaldið, heldur vinna eingöngu að velferðarmálum alþýðunnar í bæjarstjórn“. Ef Braga er ekki kunnugt um þetta loforð, þá veit hann það hér með. Fulltrúi Alþýðuflokksins komst við illan leik í bæjarstjórn, hann var varla kominn þar inn fyrir dyr, er hann gerir kosningabandalag við Framsókn og íhaldið; ef Braga er ekki kunnugt um þessi svik, þá er honum vorkunn. Verkamenn í bænum hafa æði- oft sent bæjarstjórn Akureyrar áskoranir um atvinnuframkvæmdir í bænum. En fulltrúi Alþýðuflokks- ins hefir nær ætíð annaðhvort ver- ið á móti þeim eða setið hjá við at- kvæðagreiðslu. F.f til vill er Braga kunnugt um þetta. Fulltrúa Alþýðuflokksins, F.r- lingi Friðjónssyni hefði verið innan handar að setja þau skilyrði fyrir kosningabandalagi við Framsókn jóst öll tækifæri og öll völd sín >ess að spilla eins og þeir frekast fyrir ríkisstjórninni og ný- gingaáformum hennar og þeir i þá jafnframt snúist gegn þjóð- ljanum, því það er vitað, að yf- læfandi meirihluti þjóðarinnar dgjandi nýsköpunarstefnu ríkis- rnarinnar. Með því að greiða i Árnasyni atkvæði hafa Sjálf- íisfl. og Alþýðufl. beinlínis ið samninginn er stjórnarsam- tan bygðist á. og íhaldið, að bygt yrði yfir hús- næðislaust fólk í bænum, en mun hinsvegar hafa haft meiri áhuga á því að tryggja Halldóri bróður sín- um 17 þúsund króna laun við Vinnumiðlunarskrifstofuna. Braga ætti að vera kunnugt um þessar framkvæmdir. Fulltrúar sósíalista í bæjarstjórn hafa borið fram tillögur, sem miða að auknu eftirliti með börnum, barnaleikvöllum o. fl. — Síðast er rætt var í bæjarstjórn Akureyrar um aukið framlag í þessu skyni, sat fulltrúi Alþýðuflokksins hjá. Bragi ætti að vita þetta. Og þráfaldlega hefir Alþýðu- flokksforustan hrópað á hjálp Framsóknar- og íhaldsmanna, gegn hinum róttækari armi verkalýðsins. Bragi veit þetta, en segir ekki frá því. Á eitt atriði enn vildi eg minnast í sambandi við áhuga Alþýðu flokksmanna á málefnum vinnandi fólks hér í bænum. Allir bæjar- menn vita, að Verkamananfélag Akureyrarkaupstaðar og verka kvennafélagið „Eining“ eiga Verk- lýðshúsið, efri hæðina Strandgötu 7. Fulltrúi Alþýðuflokksins hefir hundelt þejsi félög með málssókn- um og hverskyns ófögnuði um mörg ár. Ekki virðist Braga klía við þessum vinnubrögðum, enda hefir hann gerst málsvari þessarar svívirðu. En þrátt fyrir þessi svik Alþýðu- flokksins hér við málstað verka- fólks um margra ára skeið og dyggilega þjónustu hans við Fram- sókn og afturhaldið, þá dásamar Bragi þetta alt saman, enda lýsir hann því óbeint yfir, að Alþýðu- flokkurinn vilji ekki lenda í and- stöðu við þessa tvo flokka, ekki skerða hár á höfði þeirra, hvað þá meira. Og ef afturhaldsöflin í landinu gera allsherjarsókn á kjör almenn- ings, eins og ýmislegt bendir til, þá mun Alþýðuflokkurinn standa með þeirn eins og einn maðtir. Bragi Sigurjónsson hefir nii að fyrra bragði ráðist með offorsi á Sameiningarflokk alþýðu — Sósíal istaflokkinn, — verði honum að góðu, það hefir fyr blásið svalt um flokkinn og það fólk, sem styður hann, og hann hafir harkað það af sér og eg vona að það verði einn- ig þó Bragi blási. En til gamans vil eg benda á það, að eini flokkurinn, sem virðist vera búinn að þrautprófa fylgi sitt hér er Alþýðuflokkurinn, hann hefir oft teflt hér fram stórum mönnum eins og Stefáni Jóhann og Jóni heitnum Baldvinssyni og fl„ en ekkert orðið ágengt. Við alþingis- kosningarnar 1937 fékk Jón Bald vinsson 258 atkvæði, Stgr. Aðal- •steinsson 639 atkv. Við alþingis kosningarnar 5. júlí 1942 fékk Jón Sigurðsson 214 atkvæði, St. Aðal- steinsson 650, í alþingiskosningun- um 18. október 1942 fékk Jón Sig urðsson 181 atkv., en St. Aðalsteins- son 746 atkvæði. Mikið má því A1 þýðuflokkurinn hér bæta við af at kvæðum í bæjarstjórnarkosningun um næstk., ef hann ætlar að koma að einum manni. ^.lþýðuflokkurinn hefir altaf verið að tapa fylgi og alt fyrir svik- samleg störf og baráttu hans á móti róttækari armi verkalýðsins og þeg- ar talað er um það, að breyta um í bæjarstjórn Akureyrar, þá er ekki verið að spekúlera í því að hafa skifti á Erlingi og Braga, heldur að fækka þessum íhaldssömu og áhuga- lausu fulltrúum afturhaldsins og verkamennirnir í bænum vita hvernig þeir eiga að fara að því, þessvegna þarf ekki að segja nein- um hvern hann á að kjósa, því allir vita að yfirgnæfandi meirihluti allra vinnandi manna og kvenna í bænum velur Sameiningarflokk al- þýðu — Sósíalistaflokkinn — við næstu bæjarstjórnarkosningar. Jón Ingimarsson. Nú er fljótandi GÓLFBÓNIÐ komið. Vöruhúsið h.f. í júlabaksturinn Rúsínur Súkkat Bökunardropar Kókosmél Möndlur Smjörlíki Jurtafeiti Tólg Ger Eggjaduft Vanillusykur Skrautsykur Hjartarsalt Kardimommur, st., óst. Sýróp Hunang Krydd Vöruhúsið h.f. ★ Skrautritun ★ Vélritun ★ Fjölritun RÓSBERG G. SNÆDAL Aðalstræti 16 ORÐSENDING Til meðlima verklýðsfélaganna. Þessa dagana, eða til 15. desem- ber, fer fram skýrslusöfnun um ásigkomulag þess húsnæðis er með- limir verklýðsfélaganna eiga við að búa, og er afarnauðsynlegt að félag- arnir mæti á skrifstofu Fulltrúa- ráðsins í Verklýðshúsinu. Skrifstof- an er opin alla virka daga frá kl. 3.30—6.30 e. h., og á laugardaga frá 3—5 e. h. F. h. Fulltrúaráðsins. Jón Ingimarsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.