Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.12.1945, Page 5

Verkamaðurinn - 21.12.1945, Page 5
VERKAMAftURlNN 5 Ritfregnir Á Hreindýraslóðum. Öræfa- töfrar íslands. Bókaútgáfan Norðri 1945. — Prentverk Odds Björnssonar. Af því rnikla bókaflóði, sem iflætt hefir yfir landið nú fyrir há- tíðarnar, er víst óhætt að telja þessa bók þeirra Helga Valtýssonar og Edvards Sigurgeirssonar með þeim eftirtektarverðarf. Það er alkunna að Helgi Valtýsson kann flestum betur að lýsa því, senr fyrir hann ber, og nýtur hann sín vel í þessum lýsingum á hreindýr- unum og heimkynnum þeirra. Hreindýrin eru ef til vill eftirtekt- arverðust af þeim dýrum, sem vilt lifa liér í landi voru. En bókin er meira en lýsing á lifnaðarháttum hreindýra, hún er skemtileg ferða- saga, sem óhætt er að segja að nautn sé af að lesa. Edvard Sigurgeirsson lrefir tekið allar nryndirnar. Snild hans er óþarft að lýsa hana þekkja a. m. k. allir Akureyringar. Óhætt er að telja Edvard einn allra besta ljós- myndara landsins og hvergi nýtur hann sín betur en úti í náttúrunni, þar er hann listamaður, og fáir coll- egar hans komast á því sviði með tærnar, þar sem hann hefir hælana. Margar eru myndirnar litaðar og er það sannarlega nýtt að sjá svo vel frágengnar litmyndir í íslenskri l)ók. Allur ytri frágangur er hinn vandaðasti og sérstaklega vekur það eftirtekt hve vel bókin er bundin og má það telja til fyrirmyndar, því að frágangur á íslenskum bókum er yfirleitt vægast sagt fyrir neðan jtað sem telja má viðunandi. í fám orðum: ÞETTA ER FEG- URSTA JÓLABÓKIN. Þeystu þegar í nótt. — Skáldsaga eftir Vilhelm Mo- berg. Konráð Vilhjálmsson þýddi. Bókaútgáfan Norðri. Prentverk Odds Björnsson- ar 1945. Bók þessi fjallar um þjóðfélags- ástandið í Svíþjóð á dögum Kristín- ar drottningar. Hún lýsir bænda- ánauðinni, hversu þeir börðust þrotlausri baráttu gegn aðalsvald- inu án þess að gefast upp. Þeir voru þannig ævarandi fyrirmynd allra kúgaðra stétta gegn hverskonar ánauð og þrældómi. Vilhelm Moberg er kunnur fyrir hversu snildarlega hann lýsir bændalífinu í Svíþjóð bæði fyrr og síðar og óhætt er að segja, að þetta sé ekki sísta bók lians. Það er tví- mælalaust gott að fá hana á ís- lensku. Hún er alþýðunni hvöt til að standa fast saman og láta aldrei bilbug á sér finna. Höfundurinn hefir ríka samúð með þeim, sem eru kúgaðir, en það er ekki sú sam- úð, sem hvetur til undirgefni og þrælsótta, heklur baráttu og aftur baráttu, þar til sigur er unninn. Fyrir stuttu kom út góð saga eft- ir Moberg: Kona manns. Hún var auglýst þannig, að sala hennar varð Hafið þér athugað: 9 er ein ódýrasta bók á markaðinum Hvert biridi er á 5. hundrað bls. í stóru broti, með um 100 myndum, á fínan myndapappír, en kostar þó aðeins 58,33 gífurleg. Þeystu þegar í nótt er miklu stórbrotnara verk og glæsi- lega og á skilið ekki minni sölu. Vonandi .verður hún ekki minna lesin, þó að hún sé auglýst á annan hátt. Bókin er prýdd mjög góðum teikningum eftir Harald Sallberg, sem gera bókina mun eigulegri. Þeystu þegar í nótt ættu menn að lesa í tómstundum sínum núna um hátíðarnar. Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld. — Minnisblöð Finns á Kjörseyri. — Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar. Akur- eyri 1945. Vestur í Hrútafirði bjó fyrir og um síðustu aldamót maður að nafni Finnur Jónsson. Hann var einn hinna mörgu ómenntuðu alþýðu- manna á þessu landi, sem færði í letur minningar sínar um sam- ferðamenn sína og siði. Hann hafði dvalið í þrem ólíkum sveitum lands- ins, Árnessýslu, Suðurnesjum og Hrútafirði og hafði því góða að- stiiðu til þess að sjá það, sem sér- kennilegt var í hverjum stað. Það vekur undrun hversu miklu þessi bóndi hefir áorkað í tómstundum sínum og átti hann þó við heilsu- leysi, bæði sitt og konu sinnar, að stríða. Þó að hann kæmi aldrei í skóla, ritaði hann fagurt og þrótt- mikið, íslenskt mál, sem margir þeir menntamenn, sem nú eru uppi mættu stæra sig af. Steindór Steindórsson Mennta- skólakennari hefir séð um útgáf- una, en sr. Jón Guðnason á Prests- hakka hefir ritað afburða snjallan formála fyrir henni. Hann var per- sónulega kunnur Finni og tekst vel að bregða upp þeirri mynd af hon- um, sem lifa mun í hugum þeirra, sem bók þessa lesa. En Finnur var meira en rithöf- undur og fræðimaður, hann var af- burðateiknari og hefir með þeirri list sinni bjargað frá glötun myndum af mönnum, sem ann- ars hefðu fallið í gleymskunnar dá. Þessi fáu orð eru enginn ritdóm- Bylur hæst í tómri tunnu Það var ekki neitt lítið, senr gekk á fyrir þeim, forsprökkum Fram- sóknarflokksins, í eldhúsumræðun- um á Alþingi, sem útvarpað var nú lyrir skönunu. Hinn inikli spekingur, Hermann jónasosn, eftirmaður Jónasar í for- mannssæti flokksins og aðal-for- ystumaður Framsóknar, hélt þar langa ræðu og var ærið stórorður. Meðal annars sagði hann: „Stefna stjórnarinnar hefir skapað trúleysi hjá þjóðinni“. Og ennfremur: „Út- lendingur, sem nýlega var hér á ferð, lét svo ummælt, að íslending- ar lifðu því líkast, sem hver dagur væri þeirra síðasti". — Og hinn ágæti Framsóknarpostuli virtist fyllilega samþykkur þessum orðum útlendingsins. Þetta fæ eg ekki skilið á annan veg en þann, að það sé skoðun Hermanns, og þá um leið Framsóknarflokksins, að fram- kvæmd nýsköpunarstefnu stjórnar- innar muni leiða þjóðina í glötun. F.n hvaða heilvita maður trúir því, að aukin og bætt atvinnutæki, auk- in ræktun, aukin framleiðsla til lands og sjávar og aukin mentun allrar alþýðu leiði þjóðina til glöt- unar? Nei, því trúa ekki aðrir en jieir, sem fyrir löngu hafa orðið við jieirri kröfu Framsóknarforingj- anna, að hætta að hugsa um þjóð- málin-, og hafa falið þeim að gegna slíkum störfum fyrir sig. En formaður Framsóknarfl. sagði fleira merkilegt í þessari ræðu sinni. Þegar hann hafði rutt úr sér mestu fúkyrðunum i garð núver- andi stjórnar og þá einkum sósíal- ista, hóf hann að lýsa ágætum síns cigin flokks. Þá fórust honunr m. a. svo orð: „Framsóknarflokkurinn ur, aðeins vildi eg benda á, að þetta er ein ágætasta bókin, sem út hefir komið nú fyrir jólin, jx') að hún sé skrifuð af ómenntuðum bónda. Þ. D. hefir á reiðum höndunr hina stór- feldustu framfaraáætlun, sem nokk- urn thna hefir sést á íslandi“. — Þetta eru stór orð og fögur og bet- ur að sönn væru, en eg leyfi mér að efast um, að svo sé. Eða hvers vegna birta þeir ekki þessa stórfeldu framfaraáætlun, annaðhvort í heilu ~ lagi eða einhverja hluta hennar? Skyldu þeir vera hræddir um, að þjóðin þori ekki að leggja út í svo miklar breytingar á þjóðfélagshátt- um, sem slíkum framkvæmdum hlytu að vera samfara? Eða skyldi jictta aðeins vera samskonar kosn- ingaáróður og Framsóknarflokkur- inn er vanur að viðhafa, að slá um sig jneð fagurgala og ginnandi mælgi, sem síðan reynist blekking- ar einar? Jú, ætli það sé ekki gamla lagið hjá þeim, blessuðum. Skyldi ekki Hermann láta sína háttvirtu kjósendur bíða ærið lengi eftir þessari áætlun? Jú, eg er viss um það. Eg er sannfærður um, að fram- faraáætlun Framsóknarflokksins birtist aldrei. Hún birtist aldrei vegna þess, að hún er ekki til. Um það getur hver og einn sannfært sig sjálfur með því að athuga sögu þessa flokks, en hann hefir aldrei sýnt þess nokkur merki, að hann vildi bera nafn með íæntu. En eng- inn skyldi undrast, þó að Fram- sóknarmenn láti nú mikið og þyk- ist hafa ráð á hverjum fingri. Það gera þeir alltaf, sem standa uppi rökþrota og ráðalausir. Það sannast nú sem endranær, að það „bylur hæst í tónrri tunnu". ÞJ. ÆFA ÆFA ÆskitlýðsfylkingináAkureyri óskar vinum sínum og vel- unnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.