Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.03.1948, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 05.03.1948, Blaðsíða 3
Föstudaginn 5. marz 1948 VERKAMAÐURINN 3 Brezka sendineíndin komin Fyrir nokkru kom hingað sendi- nefnd frá Bretlandi til samninga urn viðskipti milli íslands og Bret- lands. Utanríkisráðherra hefur skipað eftirgreinda menn til að taka þátt í samningunum: Agnar Kl. Jónsson, skrifstofustj., og er hann formaður nefndarinnar, Ásgeir Ás- geirsson, bankastj., Björn Olafsson, stórkaupm., Jón Árnason,- banda- stj., Kjartan Thors, framkv.stj., Richard Thors, framkv.stj., og Vil- hjálm Þór, forstjóra. Ráðunautar nefndarinnar verða Jiessir: Davíð Ólafsson, fiskimálastj., Gunnlaugur Pétursson, deildarstj., dr. Oddur Guðjónssón, Ólafur Jónsson, útgerðarm., og Sveinn Benediktsson, framkvæmdastjóri. Af hálfu Breta munu semja Mr. G. O. Hoskins, forstjóri , brezka matvælaráðuneytinu, og er hann formaður nefndarinnar brezku, Mr. H. R. Humphries, tir fóðurvöru- deild sama ráðuneytis, Mr. R. G. Dickie, úr fiskideild ráðuneytisins, og Mr. A. E. Leak, frá Board of- Tradg. Ennfremur kemur Mr. Johnston, yfirmaður fiskinnkaupa á liernámssvæðum Vesturveldanna í Þýzkalandi. Skrifari nefndarinnar er Mrs. Minter. Stefán Þorvarðsson, sendiherra, kont heim um leið og samninga- nefndin brezka, og tekur þátt í samningunu mum viðskipti milli Islands og Bretlands. i— (Fréttatilkvnning frá ríkisstjórn- inni). Landsmót í íþróttum 1948 Stjórn íþróttasambands íslands hefur ákveðið landsmótin sumar- ið 1948. Millirikjakeppni. — í frjálsum íþróttum, Noregur—ísland, 26. og 27. júní í Reykjavík. — FRÍ sér um keppnina. I knattspyrnu, Finnland—ísland, 3. júlí í Reykjavík. — KSÍ sér um keppnina. Meistaramót íslands i frjdlsum íþróttum fyrir fullorðna og drengi. — Aðalliluti 28.—31. ágúst. — Síðari hluti (tugþraut og 5 km. hlaup) — 11. og 12. september. — Mótið fer Uam í Reykjavík. — FRÍ ráðstafar mótunum. íslandsghman 25. rnaí. Glíman fer fram í Reykjavík. — orr s<4r um mótið. Golfmeistaramót íslands 11. júlí. Golfsamband íslands ráðstafar mót- inu. Handknattleiksmót Islands — (kvenna og karla úti), 9.—20. júlí. — Handknattleiksráð Reykjavíkur sér um mótið. Knattspyrnumót: Knattspyrnumót íslands, meistarafl.', 7.-25. júní. — Mótið fer fram í Reykjavík. (Með tilliti til komu sænska knattspyrnu- félagsins Djurgaarden, 9.—11. júní, >ná gera ráð fyrir að byrjunardagur mótsins breytist). — Knattspyrnu- ntót íslands, 1. fl., 21. júlí til 6. ág. — Mótið fer fram í Hafnarfirði og Kristján frá Djúpalæk: r I þaqnarskóg Bókaútgáfan Sindur hf. Ak. 1918. Kristján frá Djúpalæk hefur nti látið frá sér íara sína þriðju ljóða- bók ,er hann hefur gefið heitið í ÞAGNARSKÓG. Bók Jressi sýnir greinilega fram- farir frá hinum fyrri bókum lians, einkum livað formið snertir. Sum hinna smærri kvæða virðast allvel gerð að því leyti og má benda á kvæði eins og Stdd, Mona Lísa, Æfintýri, Kvöld í maí og síðast en ekki sízt Jarðarför, sgm er vel heppnað smákvæði. Hin stærri kvæði eru sum laus- byggðari að formi, en yfirleitt ort af góðri hagmælsku og nokkru af þrótti og myndarskap, þó að ekki séu stórfelld yrkisefni, svo sem Uti- legumaður, Að veturnóttum, Ari og Kaldbakur. 1 bókinni er fátt eða ekkert lé- legra kvæða, þó að vandfýsinn les- ari finni máske stundum ástæðu til athugasemda. Það er oft tnikið álitamál hvenær á að saka höfund ljóðs um óvand- virkni. Jtví að oft má svo vera að einn annmarki verður ekki snið: inn burt með öðru móti, en að það kosti ’fhálfgerðg eða algerða eyði- leggingu á ljóðinu. Stundum virðist ástæða til að ætla að höfundur Jæssara kvæða hefði getað gert betur, og ekki get eg féllt mig við orð eins og t. d. „feilspor" eða ,,feilskot“ í bókum höfunda, sem verður skipa í betri skálda röð. Tað, sem helzt virðist skorta í þessari bók er sá baráttuhugur, sem gefur kvæði þróttlegan svip og þján- ing sú, er oftast verður undiralda í hverju göfugu ljóði. Bókinni lýkur með þessu erindi: Hornsteinn míns líls er ljéíðið með stuðlum og rími. Lék það á tungu, söng það í huga mér. Á honum eg skýjaborgir í bernsku reisti um bækur sem frægð og vinsældir ynnu sér. Og ef nú í dag, þó borg hver sé löngu brunnin eg byggði á ný mun hann lagður fyrstur í grunninn. « En þó að ljóðið sé Kristjáni ef til vill ekki lengur það vopn, sem hann ætlar að berjast með fyrir frægð og frama, þá er það honum það, sem meira er, það verður liann sjálfur, hans eigið líf og það seni gefur því v<ixt og tilgang, grunnurinn undir tilveru hans. Og Kristján frá Djúpalæk er enn ungur að árum og ástæða til að ætla að hann eigi eftir að byggjá mikið °g byggja vel á þeint grunni. E. K. Reykjavík. Hefst í Hafnarfirði og úrslit Jrar einnig. — Knattspyrnu- mót íslands, 2. fl., 9.-27. ágúst. — Mótið fer fram á Akureyri og Reykjavík. Hefst á Akureyri og úr- slit þar einnig. — Knattspyrnumót íslands, 3. fl., 23. júlí til 7. gúst. — Mótið fer fram á Akranesi og Reykjavík. Hefst á Akranesi og úr- slit þar einnig. — Knattspyrnusam- band Islands ráðstafar mótunum. Gori „Morgunblaðið” betur! Fasistaleiðtogar Bandaríkjanna vilja stríð gegn Sovétríkjunum. — Lygaherferðin er J)egar í algleym- ingi og alls konar fölsuðum fréttum og skjölmm merktum hinum og þessum bókstöfum, rignir yfir les- endur blaðanna og hlustendur út- varps. Bandaríska fréttastofan A. P. stendur rnjög framarlega í þessari herferð. Hér eru tvö dærni: Þann 18. janúar s1. birti þessi fréttastofa Berlínarfrétt, sent segir, að ,,1000 Þjóðverjar deyji í rúss- neskum fangabtiðum á rtissneska hernámssvæðinu, vegna aðbúnaðar, sem minni á fangabúðir nazist- anna.“ Til sönnunar er vitnað í „dánarlista“, og fullyrt, að þeir séu „örugg heimild“. Um fangabúðirn- ar segir: „Þegar langabúðunum var lok- að, varð nágrannafólkið að birgja grafir þúsundanna, sem dóu þar, með hrísi, mosa og trjá- greinum.“ Þetta kc'iið hafa skeð fyrir mörg- um mánuðum, en fréttastofan fékk fyrst hugmynd um Jretta í jan. sl. En Jtetta voru smámunir. Þann 20. jan. sl. kom ný frétt frá A. P. „Ástandið í hinu forna Aust- ur-Prússlandi, sem rússarnir ráða nú yfir, hefur verið svo ægilegt í vetur, að þúsundir Þjóðverja hafa dáið úr hungri og kulda, ög fjöídi þeirra, sem eftir lifa, eru orðnir mannætur. Skýrsla um þetta er birt í op- inberu málgagni bandarísku her- stjórnarinnar, „Neue Zeitung“, samkvæmt frásögn Þjóðverja, er sloppið hafa til bandaríska her- námssvæðisins í Berlín. Þeir segja, að ástandið í fyrravetur hafi þó verið enn verra. Kuldinn og hungrið hafi þá orsakað enn fleiri dauðsföll og verzlun með mannakjöt hafi blómgast á svarta markaðinum.“ Geri ,,Morgunblaðið“ og „Al- þýðtd)laðið“ betur? Og þá ætti „Degi“ að renna blóðið til skyld- unnarl! Hræðslan við hláturinn Þankabrotahöfundur „Isl.“ er mjög kampakátur, svo að nqtuð séu hans eigin orð, yfir frammistöðu sinni i bíómálinu. Mikið skelfing er nú frammistaðan samt góð og til mikillar fyrirmyndar. Aðalröksemd- in hefur sem sé verið sú, að sósíal- istar vildu að bærinn tæki Skjald- borgarbíó af templurum. Á J)essari lygi er hamrað blað eftir blað, svo að manni er helzt farið að detta í hug, að ísl. sé að berjast fyrir þessu máli. Röksemdafærslan í síðasta blaði er svo sú, að fyrst er viðurkennt að það hafj verið rétt, sem Vm. sagði um þetta í síðasta blaði, og síðan að þetta séu hæpnar röksémdir! Skrifa menn, sem hafa óbrjáluð skilning- arvit yfirleitt þannig? En það er ísl. ofvaxið að skilja, hvað bærinn ætti að gera með einkarétt, ef ekki ætti að einoka bíó- reksturinn. Það er ekki hægt að ætlast til þess að málgagn íhalds- manna skilji svo einfaldan hlut, sem þann, að nota megi einkarétt- inn til þess að koma í veg fyrir, að einstaklingar gerðu sér þetta nterki- lega, og kannske áhrifamesta menn- ingartæki niitímans, að féþúfu. Það er það, sem við sósíalistar viljum koma í veg fyrir fyrst og fremst, en það er vafamál, hvort gera á kröfu til þess, að forsvarsmenn einokun- ar skilji þetta. En svo fer blaðið að tala um hlát- ur. Það hefði ísl. þó ekki átt að gera í sömu andránni og hann var að ræða bíómálið og tókst svo höndug- legt, sem sýnt hefur verið. Það hef- ur verið hlegið mikið að skrýtna manninum, sem kærði hafnfirzku skátastúlkurnar, og sá maður er of nákommn „fsl.“ til þess að þetta atvik komi mönnum ekki í hug, þegar Jtað blað minnist á hlátur. Kosningin í félagi járniðn- aðarmanna í Reykjavík og fréttaflutningur „Alþýðumannsins“ í Alþýðum., sent út kom fyrra þriðjudag, er feitletruð grein á for- síðu um stjórnarkosninguna í félagi járniðnaðarmanna í Reykjavík. — Grein þessi er að minnstu leyti byggð á staðreyndum, heldur má svo að orði kveða, að hún sé upp- spuni frá rótum. Það er alrangt að listakosning hafi verið, heldur var kosið um hvern mann sérstaklega og fór kosn- ingin þannig: Formaður var kosinn kandidat afturhaldsins með 67 atkv., en Snorri Jónsson fékk 47 atkv. Vara- form. var kosinn sameiningarmað- ur með 60 : 53 atkv. Ritari Snorri Jónsson, eftir að kosið hafði verið tvisvar og fengu afturhaldskandi- datinn og hann í bæði skipti jöfn atkv. Fjármálaritari var sjálfkjörinn sameiningarmaður, en vararitara fékk afturhalclið með 53 : 48 atkv. í trúnaðarmannaráð voru kosnir 2 Sameiningarmenn og tveir aftur- haldssinnar. Það er því ljóst, að í stjórn og trúnaðarmannaráði hafa sameining- armenn meiri hluta, enda kom það vel í ljós, þegar velja skyldi mann til að tala á árshátíð félagsins, var það fellt að hinn nýkjörni formað- tir yrði ræðumaður með 5 : 4, en Snorri Jónsson til þess valinn. Síðar í þessari grein Alþýðum. er sagt að Stefán Ögmundsson hafi verið opinberlega víttur fyrir yfir- troðslur á lögum prentarafélagsins. Þetta er ekki kunnugt í Reykjavík og hefur ekkert blað á það minnst þar, ekki einu sinni Alþýðublaðið. Er ljóst að fyris þessu er ekki minnsti flugufótur. Alþm. er í þessari grein staðinn að vísvitandi ósannindum, enda munu engir taka alvarlega skrif hans unr verkalýðsmál.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.