Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.03.1948, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 05.03.1948, Blaðsíða 4
VF.RKAMAÐURINN LEIKFÉLAG AKUREYRAR HAMARINN eftir sr. Jakob Jónsson frumsýndur sl. laugardag Föstudaginn 5. marz 1948 Úr ýmsum áttum Leikfélag Akureyrar hefur að þessu sinni tekið til meðferðar nýtt og stórbrotið, íslenzkt leikrit, Ham- arinn, eftir sr. Jakob Jónsson, en sr. ]akob er nú í fremstu röð þeirra, sem leggja fyrir sig leikritaskáld- skap á íslandi. „Hamarinn" fjallar fyrst og fremst uni tvö vandamál, sem nú eru mjög ofárlega á baugi meðal þjóðarinnar, og eru þau hvort tveggja félagslegs eðlis, þ. e. þjóðfé- lagsmálin og drykkjuskapurinn. Stéttarbaráttan og átökin um völdin í þjóðfélaginu eru snar þátt- ur í þessu leikriti og einnig hvaða vopnum er beitt, eftir því hvaða stétt á í hlut. Fulltrúi alþýðunnar, verkalýðsins, er Dóri járnsmiður, einarður og ósveigjanlegur, en þó þeiðarleghr og sannur maður. And- stæðan við hann er Þórður Snorra- son, ærulaus fjárglæframaður, sem einskis svífst til þess að afla sér auðs og valda. Þessi maður er sannur fulltrúi auðvaldsins, þeirra manna, sem enga samvizku eiga aðra en fé sitt. Annar fulltrúi auðvaldsins er Þrándur konsúll, sem virðist liafa náð undir sig heilu þorpiþóþannig, sem kallað er á heiðarlegan há.tt. Þessar tvær stéttir, andstæðurnar í hinu borgaralega þjóðfélagi nú- tímans, eru hér leiddar fram á svið- ið og látnar heyja sín átök og endir- inn er augljós, þó að ekki sé sagt með berum orðurn, sigur alþýðunn- ar, réttlætisins. Inn í þessi átök eru fléttuð atvik, sem allir hljóta að kannast við, má sérstaklega nefna flugvallarmálið, þc') að þarna sé það leitt fram á sér- stakan hátt, getur þó ekki hjá því farið, að flestum hafi dottið 5. októ- ber í hug, er þeir horfðu á leikinn. Eins og getið hefur verið er drykkjuskaparvandamálið annar veigamesti þátturinn í þessu leikriti og er þar dregíð fram á skýran en máske nokkuð öfgafullan hátt, hvernig Bakkus konungur getur gjöreyðilagt ágætustu menn og hvernig ósvífnir glæpamenn nota sér veikleika manna fyrir áfenginu. Hér skal ekki frekar um leikritið rætt, en eg tel íslenzkum leikbók- menntum feng að því og Leikfélagi Akureyrar sóma af því að hafa valið það til sýningar. Meðferð leikendanna er yfirleitt góð. Leikstjórinn, Jón Norðfjörð, leikur aðalhlutverkið, Odd Geir- mundsson. Að vanda skilar Jón því af sér með prýði og víða með ágæt- um. Konu hans, Ingibjörgu, leikur Björg Baldvinsdóttir, og leysir hún einnig sitt hlutverk, sem ej þó mjög erfitt víða, prýðilega af hendi. Dóra járnusmið leikur Eggert Olafsson. Það hlutverker með þeim, sem bezt eru af hendi leyst í þessu leikriti, og er þó hægt að segja, að lélegur leik- ur sé vart til. Konsúlshjónin, Þránd °g Gógó, leika þau Gunnlaugur H. Sveinsson og Svafa Jónsdóttir. Gunnlaugur er nýr maður á leik- sviði hér á Akureyri og er tvímæla- laust fengur af því að fá þann liðs- auka. Um leik Svöfu Jónsdóttur þarf ekki að fjölyrða, hún er fyrir löngu orðin ein af vinsælustu og beztu leikkonum þessa bæjar og skeikar ekki að þessu sinni frekar venju. Foreldra Odds, Geirmund og Sveinbjörgu, leika Björn Sig- mundsson og Sigurjóna Jakobsdótt- ir. Þórð Snorrason leikur Hólmgeir Pálmason og auk þess margir aðrir, sem ástæða væri til að geta um. En eins og áður er sagt, er meðferð leik- endanna yfirleitt góð og víða með ágætum að því er eg fæ séð. Leikfélag Akureyrar á þökk skil- ið fyrir þennan leik og væri vel ef svo giftusamlega tækist oft til með val leikrita til flutnings hér og í þetta sinn. Þess er að vænta að bæj- arbúar sæki þennan leik vel, því að efni hans á erindi til allra. Vöruverð fer síhækkandi í gósen- landi auðvaldsins, Bandaríkjunum. Sl. ár hækkaði verð á hveiti þar um 44% og verð á maís um 94%. Aðeins 17% af íbúum Tyrklands, aðallega í borgunum, eru læsir og skrifandi. Tyrkneska tímaritið „Millet“ telur að í 30 þúsund þorp- um vanti alþýðuskóla. En á sania tíma fara nærri því 5Ö% af útgjöld- unum á fjárhagsáætlun ríkisins til hers og lögreglu. Tyrkland er eitt af þeim löndum, sem njóta góðs af amerískri „hjálp“, en þessi hjálp er fólgin í hergögnum og skotfærum, en ekki í því að uppræta fáfræðina í landinu. Verð á bílum fer nú hækkandi er- lendis Plymouth hefur t. d. hækkað úr sænskum kr. 9.700.00 í 10.190.00, Ford Anglia úr 3.825.00 í 4.300.00, Citroén úr 7.900.00 í 8.8(50.00. Með- al þeirra bíla, sem hafa hækkað í verði eru: Chrysler, De Soto, Dod- ge, Fiat, Hudson og Nash. Mótor- lijól hafa einnig hækkað í verði. í Tékkóslóvakíu fá mæðurnar styrk frá ríkinu með hverju barni sínu og nemur hann 270 kr. ísl. á mánuði, nú hefur verið ákveðið -að ófrískar konur skuli einnig fá þenn- an styrk frá og með sjötta mánuði meðgöngutímans. Grískur milljónamæringur, að nafni Apostoles Kuskulas, yfirgaf þennan heim á nýstárlegan hátt, að því er blað nokkurt í Lissabon skýrði frá. Kuskulas, sem bjó í Galveston í Texas, hvarf einn dag- inn. Öll leit að honum reyndist árangurslaus, unz lík hans fannst að lokum í stórum peningaskáp, sem hann hafði í íbúð sinni. Kuskula hafði farið inn í skápinn til að telja peninga sína, hafði hurðin þá skoll- ið í lás og varð hann þannig grafinn lifandi í peningum sínum. Flokkur fólkdemokrata í Finn- landi krefst þess að 10 stærstu út- flutningsfyrirtæki landsins verði þjóðnýtt. Her kommúnista í Kína hefur nú umkringt her .Chang Kaj Cheks í Mukden, stærstu borg Mansjúríu. Nú berast fréttir um að mörg hundruð þúsund bændur í þeim héruðum Kína, sem Chang Kaj Chek hefur enn á valdi sínu, hafi gert uppreisn að baki víglínunni. Þessi uppreisn bændanna hittir nú aumasta blettinn á Chang Kaj Cliek — sem er skortur á hermönnum. Setsjuan er eitt ríkasta og fólksflesta fylkið í Kína. í 100 héruðum þar hafa bændur gert uppreisn og í tveim héruðum Hunan, Kveitsjou og Sikang eru 300 þúsund bændur undir vopnum. í Jynnan eru rúm- lega 40 þúsund bændur undir vopn- um og þeir hafa aðallega nýtízku, amerísk vopn, sem þeir hafa tekið herfangi hjá hersveitum Chang Kaj Cheks. Yfirvoldin í New-York liafa hvatt blöðin til þess að birta sem minnst af ljósmyndum og teikningum, sem sýna kvenmannsfætur og aðra þess háttar fegurð, sem dregtir að sér sérstaka athygli hins kynsins. í Minnesota er samkvæmt lögtim bannað að hengja t)rækur kvenna og karlmanna upp til þerris á sömu þvottasnúrunni. Hins vegar hengja Bandaríkjamenn negra þeg- ar þá lystir, án þess að Truman og vinir hans rumski. Framleiðslan á brúnkolum á hernámssvæði Sovétríkjanna í Þýzkalandi, er nú orðin eins mikil og hún var fyrir stríð, þrátt fyrir áætlun Rússa um brottflutning á vélum. Af gerfi-benzíni og diesel- olíu er framleidd 1 milljón tonn, og er því unnt að flytja nokkurn hluta af því til vesturhernámssvæðanna. Gerfi-gúmmí er framleitt í svo stór- um stíl, að það meira en fullnægir ■þörfinni. Á hernámssvæði Sovét- ríkjanna eru aðeins .90 þús. flutn- ingavagnar (járnbrautarvagnar) á móti 225 þús. á vestur-hernáms- Aðalfundur Verkamanna- félags Glæsibæjarhrepps Aðalfundur Verkamannafélags Glæsibæjarhrepps var haldinn fyrra sunnudag. I stjórn voru kosnir: Form.: Árni Jónsson. Ritari: Friðrik Kristjánsson. Gjaldkeri: Gunnlaugur Einarss. Meðstjórn.: Jónas Aðalsteinsson, Sigurjón Jónsson. svæðunum, en þrátt fyrir þetta hef- ur flutningaþörfinni verið fúllnægt um 75%, en aðeins um 50% á vest- ur-hernámssvæðunum. Síðastl. ár juku 7 stærstu bank- arnir í Svíþjóð nettotekjur sínar um 30%, miðað við frá því árið 194(5, en tekjur þeirra það ár voru meir en þær höfðu nokkru sinni verið áður. Fyrir stríð voru 24% af öllum iðnaðarvörum Þýzkalands fram- leiddar í hernámssvæði Sovétríkj- anna, en nú er þessi tala komin upp í 32,6%. ★ SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ á Akureyri heldur árshátíð sína að ! Hótel KEA næstk/ laugardagskvöld kl. 7 e. h. Aðgöngumiðar seldir í , verzl. London tvo síðustu dagana 1 fyrir mótið. Guðjón Jónsson áttræður 23. febrúar 194S. Foreldrar Ipns voru hjónin Þór- dís Hallgrímsdóttir Árnasonar frá Skútum og Jón Jónsson bóndi í Hringverskoti í Ólafsfirði. Er Guð- jón því körriinn af merku bænda- fólki í báðar ættir. Kona hans var Margrét Árnadóttir Hallgrímsson- ar frá Skútum, frændkona hans, var hún uppalin hjá Sigríði og Katli, sem lengi bjuggu í Miklagarði og allir Eyfirðingar þekkja. Guðjón hóf búskap í Kálfagerði í Saurbæjarhreppi og bjó þar í 10 ár, en fluttist svo að Eyvindarstöðum og bjó þar síðan öll sín búskaparár, unz hann fluttist með Katli syni sín um að Eyvindarstöðum í Hrafna- gilshreppi, en Ketill hóf þar búskap laust eftir 1920. Þar hefur Guðjón verið lengst af síðan. Gestkvæmt var mjög á Finna- stöðum á áttræðisafmæli Guðjóns, munu þar alls hafa komið á annað hundrað manns, og var það hóf í alla staði hið myndarlegasta. Ketill bóndi hafði nýlokið við að koma upp rafstöð, svo að allt var ljósum prýtt og gleðskapur hinn mesti. í því liófi flutti Jóhannes Þórð- arson á Espihóli Guðjóni eftirfar- andi afmælisljóð: Við sitjum hér við sumbl í kvöld, með söng og orðagaman, því gleðin hefur gripið völd hjá gestum öllum saman. Hér áttræður var einn í dag, sem ungur sýnist vera. Við skulum hrópa húrralag og heillaósk fram bera. Þig gæfan léði, Guðjón minn, og gleðji vel og lengi. Þú gengur röskur út og inn og ert í bezta gengi. Þú gerir mörgu góðu skil og gleymir ekki að vinna. Þú finnur leggja um þig yl, frá ástum vina þinna. Og lifðu bæði heill og hress í hollra vina ranni. Og hérna öll við óskum þess, að örlög slíkt ei banni. Á ókominn þinn æfistig sé unaðsgeisli sendur. Svo blessi drottinn þjóða þig og þína afkomendur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.